Þjóðviljinn - 25.10.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.10.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Ýmislegt bendir nú til þess að íslendingar kunni á næstunni að undirrita samning um að reisa ál- ver í Keilisnesi, héma skammt íyrir vestan Straumsvík. Með þessu er tekin ákvörðun um að framkvæmdafé þjóðarinn- ar skuli á næstu árum varið í fjár- festingu sem er óarðbær, sem leiðir til stóraukins fólksflótta úr þéttbýli hingað á höfuðborgar- svæðið, sem kemur í veg fyrir að ráðist verði í arðbærar fjárfesting- ar sem em í takt við atvinnuhætti landsmanna vítt og breitt um landið. En um þetta hefur þjóðin ekki verið spurð. Hún er rétt að byija að átta sig á því, hvað þama er á seyði. Það sem virðist ráða ferð er það að þetta er orðið prófmál í valdabaráttu ýmissa helstu valda- streðara í íslensku þjóðfélagi. Við hljótum að krefjast þess að engin bindandi ákvörðun verði tekin í þessu mikla örlagamáli fyrr en öll þjóðin er orðin gjör- kunnug helstu þáttum þess og hefur fengið tækfæri til að láta álit sitt í ljós, t.d. í næstu alþingis- kosningum. Arðurinn enginn Fjárfesting íslendinga í ál- versævintýrinu er fyrst og fremst í byggingu nauðsynlegra raforku- vera. Hagspekingar ríkisstjómar- innar fá það út ef þeir reikna með 5,5% raunvöxtum af erlendum lánum og heldur skárra álverði en undanfarin 10 ár, þá muni rétt nást að skila hagnaði ef reiknað er yfir langt tímabil, þó alls ekki fyrstu 10 árin. Aðrir hagfræðing- ar reikna með tapi á orkusölunni, sem að jafnaði gæti verið u.þ.b. fjórðungur úr milljarði á ári næstu 25 árin, miklu meira fyrstu 10 ár- in. Þeir sem starfa fyrir ríkis- stjómina telja vist að þjóðarfram- leiðslan muni aukast um 1-2% vegna álsins. Mat hagffæðinga á vexti þjóðartekna vegna álversins er mismunandi, en ffá 0 og upp í 1%, þótt skatttekjur séu teknar með. Því er svo bætt við hjá mörgum að lækkun álverðs og hækkun raunvaxta gæti leitt til kjararýmunar, með hækkandi raf- orkuverði til almennings og ann- arri skattlagningu til að eiga fyrir vöxtum og afborgunum af lánun- um. Um álmálið Ragnar Stefánsson skrifar Eftir að álverið hefur verið byggt starfa aðeins 600 manns við það. Á næstu árum bætast hins vegar árlega 1500 vinnufærir á vinnumarkaðinn. Slíkur þunga- iðnaður sem hér um ræðir hjálpar sáralítið til að auka atvinnu, nema helst á byggingarskeiðinu. Og miðað við mikinn fjárfestingar- kostnað, 60 milljónir fyrir hvert starf, er fáránlegt að telja þetta at- við jafhvægi í byggð landsins, sem skapaði miklu meiri vinnu en álverið. Aðrir kostir Á það hefur verið bent að stórauka mætti verðmæti sjávar- afurða, án þess að fjárfesta í öðru en þjálfun, reynslu starfsfólksins. Tækin séu öll fyrir hendi. Bætt markaðssetning fiskaf- vegaáætlunum Vegagerðarinnar. Talið er að mikils sé að vænta af fiskeldi vítt og breitt um land- ið. Það tengist mjög eðlilega fisk- veiðum úr sjó þar sem eldisfisk- inn má ala á fiskúrganginum. Það hafa verið erfiðleikar í fiskeldinu, m.a. af því rannsóknir voru ekki nægjanlegar. Við erum að komast yfir þetta og getum bætt okkur. Bent hefur verið á æðardúnsfram- , Byggðir landsins hafa keppt um hið „ mikla hnoss “, álverið, án þess að menn hefðu hugmynd um hvað á ferðinni væri. Umrœðan og samkeppnin um „ hnossið “ hefur ýtt öllu öðru til hliðar" vinnuaukandi, því það væri hægt að auka atvinnu margfalt á við þetta, væri slíku fjármagni veitt í að efla og bæta framleiðslu okkar á öðrum sviðum. Byggðaröskun Undirskrift álsamningsins mun stórauka flóttann frá lands- byggðinni. Ekki fyrst og fremst af því álverið er á Keilisnesi, heldur fremur af því að framkvæmdafé mun dragast frá framkvæmdum sem eru miklu mikilvægari fyrir atvinnuástandið vítt og breitt um landið og fyrir afkomu byggð- anna. Það er sjálfsagt erfitt í tölum að meta það hvaða áhrif álverið hafi á þjóðarhag til lengri og skemmri tíma. Byggðaröskunin kostar örugglega mikið, íbúðir, skólar, heilbrigðiskerfi. Hitt er ljóst að byggðaröskun er í and- stöðu við vilja og óskir mikils meiri hluta þjóðarinnar. Það hefur lika verið bent á það að álverið skaði ímynd lands- ins sem hreins lands, og það geti haft slæm áhrif á matvælaútflutn- ing og ferðamannaiðnað. Síðast en ekki sist gætum við fjárfest í atvinnuuppbyggingu, þar sem margfalt meiri arður fengist fyrir hveija fjárfesta krónu, sem væri meira í samræmi ABR Margra kosta völ í atvinnumálum „Félagsfundur Alþýðubandalags- ins í Reykjavík bendir á, að áður en ákvörðun yrði tekin um nýtt álver er nauðsynlegt að bera þann kost saman við aðra kosti í atvinnuuppbyggingu á íslandi. Hér er um svo viðamikla fjár- festingu að ræða að telja má víst að hún dragi úr möguleikum til annarrar uppbyggingar. Uppbyggingar, sem lík- lega væri betur fallin til að bæta hér lífskjör, efla byggðimar og útrýma at- vinnuleysi. Nýsköpun í atvinnulífi, þar sem landsmenn era skuldsettir til langs tíma, verður að falla að hagsmunum megin hluta þjóðarinnar hvað varðar m.a. bætt lífskjör, betra atvinnuástand og vemdun byggðar í landinu öllu. Til að treysta undirstöðu atvinnulífsins þarf að stórauka fjármagn til menntun- ar, rannsókna og þróunarátaks. Þróunarkostir íslendinga í at- vinnumálum era margs konar. Má þar nefha bætta nýtingu fiskstofna, bætta nýtingu og betri markaðssetningu sjávarafurða, samgöngubætur, ferða- þjónustu, smáiðnað, hagræðingu í landbúnaðí, fiskeldi, rannsóknir og vísindi. Allir þessir kostir falla vel að núverandi atvinnuháttum þjóðarinnar, menntunarstigi og byggðastefnu. Fundurinn varar við því að setja framkvæmdafé þjóðarinnar á næstu ár- um í álver, án þess að sýnt sé fram á að sá kostur tryggi betur hagsmuni þjóð- arinnar heldur en þeir aðrir kostir sem hér vora nefhdir. ABR telur að stóriðja geti verið liður í atvinnuuppbyggingu, en áform um stóriðju mega ekki fara í bága við atvinnuuppbyggingu á öðrum sviðum, svo sem markaðssetningu sjávarafurða og ferðaþjónustu. Alþýðubandalagið hefur löngum haft forystu í uppbyggingu atvinnulífs á íslandi og ber þar hæst uppbyggingu í sjávarútvegi og útfærslu landhelginn- ar. Alþýðubandalagið hefur mótað og lagt áherslu á framkvæmd íslenskrar atvinnustefnu, sem byggir á því að nýta sem best þær auðlindir sem við eigum í fiskstofnunum, náttúra lands- ins og þjóðinni. Fundurinn leggur áherslu á að Alþýðubandalagið þarf að kynna þessa stefnu sína fyrir lands- mönnum öllum, nú meðan umræðan um hugsanlegan álverssamning stend- ur sem hæst.“ Ályktun þessi var samþykkt sam- hljóða á félagsfbndi Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík 1 fyrrakvöld. urða, varan sé á réttum stað á rétt- um tíma. Bæta miðin og auka verðmæti aflans sem dreginn er úr sjó með því að draga tímabundið úr sókn- inni. Það kostar auðvitað sitt fyrir þjóðarbúið að draga úr sókninni. En erlend lán sem væru tekin til þess mundu skila margfalt meiru en álverslánin. Samgöngubætur, jarðgöng á Vestfjörðum og víðar, sem mundu efla byggðimar og vera hagkvæmir kostir, skila miklu meiri arðsemi fjárfestingar en ál- verið, eins og kemur t.d. fram í leiðslu, sem góðan kost fyrir bændur víða um land, eftirspum- in sé gífurleg og aðstæður hér góðar. Umræðan Ég hef hér imprað á valkost- um í atvinnuuppbyggingu, sem mér sýnist miklu vænlegri en ál- verið. Það mætti halda lengi áfram. Ég er enginn sérfræðingur um þetta. Hef bara nefnt það sem ég hef heyrt aðra nefna, ekki síst í umræðuþáttum í útvarpi Rót. Slíkir kostir þurfa að vera í um- ræðu og stöðugri rannsókn. Það sem hefur skeð hins veg- ar á undanfömum ámm er að ál- umræðan hefur kæft allt skapandi hugarflug á þessum sviðum og framtak. Byggðir landsins hafa keppt um hið „mikla hnoss“, ál- verið, án þess að menn hefðu hugmynd um hvað á ferðinni væri. Umræðan og samkeppnin um „hnossið" hefur ýtt öllu öðm til hliðar. Núna er umræðan fólgin í ein- hliða áróðri af hendi ríkisstjómar- innar, sem er búin að flækja sig þannig i þetta mál, að ráðherram- ir sumir hveijir telja að það mundi jafngilda pólitískum dauða að snúa nú við. Þeir og starfsmenn þeirra ryðja út úr sér talnaflaumi, sérhönnuðum til þess að sýna landsmönnum fram á að dæmið slefi yfir núllið. Aðrir kostir koma ekki inn í þá umræðu. Verkefni Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið ætti nú að heíja upplýsingaherferð um allt land til að útskýra eðli og afleið- ingar álsamningsins, jafnframt því að hefja urnræðu um aðra kosti í atvinnuuppbyggingu landsmanna. Þetta ætti að vera auðvelt fyrir flokkinn. Þessi ál- samningur gengur í flestum liðum þvert á margítrekaða stefnu flokksins, og flokkurinn á vel- mótaða og margrædda stefhuskrá í atvinnumálum. Ragnar Stefánsson er jarðskjálfta- fræðingur Ahyggjur Róberts í Sjarlestón Iðnaðarráðherrann okkar er mikill áhugamaður um að íslend- ingar búi til ál í talsvert stórum stíl. Til að koma þessu áhugamáli sínu í framkvæmd hefur hann undanfama mánuði rabbað við fólk í Evrópu og Amriku um að skaffa okkur það sem þarf til að búa til álið og ætlar sjálfur að sjá til þess að landar hans leggi til nauðsynlega orku. Hinir útlendu menn em meiri bókhaldsmenn en gengur og gerist og sjá í hendi sér að sambandið á milli kostnaðar og tekna verður því hagstæðara sem orkuverðið er lægra. Þess vegna, og það skilur Þrándur vel, vilja þeir helst að íslendingar láti orkuna af hendi rakna. Til sam- komulags hafa þeir þó látið í veðri vaka að þeir muni hugsan- lega borga svona langleiðina það sem kostar að búa rafmagnið til, en alls ekki meira. Af öllu þessu hefur orðið heilmikið japl og jaml og fuður og leiðindi fyrir iðnaðar- ráðherrann, sem er að fara í fram- boð á Reykjanesi. Nú em teknar að berast fréttir um beinar línur frá Sjarlestón í Suður-Karólínuríki í Bandaríkj- unum, en þar ku Alúmax hafa mikla fabrikku og kannski þá kontóra sem reikna út tekjur og gjöld. ÖIl íslenska pressan er þama á ferð, blaðamenn þiggja góðgerðir og telja greinilega ekki eftir sér svona í leiðinni að láta í sér heyra um vandamál sem fylgja því fyrir Alúmax að fá lóð fýrir álver og kaupa rafmagn af Islendingum. Þannig hefur Ríkis- útvarpið talið það frétta mikil- vægast, næst á eftir löngum frá- sögnum í máli og myndum af ber- um manni á Laugardalsvelli í Reykjavík, að Alúmax sé að hug- leiða betri kaup á rafmagni í Ve- nesúela. Tíminn hefur það eftir Róbert sem býr í Sjarlestón og vinnur hjá Alúmax að það sé slæmt ef samningar dragast á langinn. Morgunblaðið segir sama Róbert halda því fram að málið þoli ekki miklar tafir „og að aðrir möguleikar á álversbygg- ingu séu inn í myndinni, þar á meðal í Venesúela, þar sem orkan býðst á helmingi lægra verði en á Islandi.“ Rúsínan í þessum pylsu- enda er svo frétt Alþýðublaðsins en ritstjórinn, Ingólfiir Margeirs- son, hefur líka hitt Róbert í Sjar- lestón ekki einu sinni heldur tvisvar í fyrradag. Ritstjórinn skrifar: „Miller (Þetta mun vera eftimafn Róberts í Sjarlestón. Innsk. Þrándar.) sagði í gærkvöldi þegar ritstjóri Alþýðublaðsins hitti hann að nýju að hann viður- kenndi að hann heföi áhyggjur af hinni nýju þriggja manna nefnd sem skipuð hefur verið og yfir- tekur samningsgerðina fyrir Landsvirkjun. „Eg hef áhyggjur af að samningar kunni að tefjast," sagði Miller. Hann sagði að eins árs töf gæti sett samningana í hættu. Ekki vildi Miller skipta sér mikið af íslenskri pólitík en sagði þó að hann gæti ekki skilið hvers vegna stjómmálamenn gera að þrætuepli þjóðhagslega hag- kvæmt málefni. „Miklu eðlilegra fyndist mér að menn deildu um það hvemig skipta skyldi ágóðan- um,“ sagði hann.“ Róbert í Sjarlestón vill ekki skipta sér mikið af íslenskri pólit- ík, bara dálítið. Hann er til að mynda alveg til í að skrifa undir marklausa pappíra til að greiða fyrir ffamboði iðnaðarráðherrans á Reykjanesi og ráðleggja mönn- um að rífast ffekar innbyrðis um skiptingu „ágóðans" en að ragast í þjóðhagslegri hagkvæmni. Auk þess leggjast á hann þungar áhyggjur af nefndinni sem á að semja við hann um helmingi hærra orkuverð en fæst í Venesú- ela (væntanlega án þess að hann vilji að öðra leyti skipta sér af nefnd þessari). Og þetta er alls ekki allt sem Róbert í Sjarlestón á við að stríða í vinnunni þessa dag- ana sem hann er að taka á móti ís- lenskum blaðamönnum og segja þeim ffá vandanum sem fylgir því að semja við íslendinga. Hann grunar íslendinga sýnilega um græsku: - Fara þeir kannski að rífast við okkur um þann ágóða sem á með réttu á að falla okkur í skaut, með þvi að heimta hærra verð fyrir orkuna. - Engu er líkara en þessi spuming liggi stöðugt í loftinu þegar ritstjóri Alþýðu- blaðsins hittir hann í annað sinn í fyrradag (skyldu þeir hafa farið út að borða?), því hann segir: „Við metum handsöl meira en undir- skriftir, það er meiginatriði að geta treyst samningsaðilanum.“ Og nú lámast þessi spuming inn í hugskot Þrándar: Óttast Ró- bert I Sjarlestón að handabandið við Jón Sigurðsson og Jóhannes Nordal sé jafn lítils virði og und- irskrift án umboðs? - Þrándur. Fimmtudagur 24. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.