Þjóðviljinn - 25.10.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.10.1990, Blaðsíða 7
Það hafa helst verið félagar I Bandalagi háskólamenntaðra rlkisstarfsmanna sem hafa setið á þingpöllum það sem af er þingi. Hérfylgjast nokkr- ir með fyrstu umræðu um bráðbirgðalögin frá því 4. ágúst s.l. þriðjudag. Það virðist ekki að umræðan hafi alltaf verið sérstaklega lífleg, en BHMR- félagamir tfndust fljótlega af pöllunum, enda töluðu þingmennimir fram á kvöld. Þeir f BHMR hafa sennilega snúið aftur til vinnu sinnar. Mynd: Jim Smart. Evstrasaltsríkin Blaðastyrkir Fjármálaráðherra svarar Geir H. Haarde, Sjfl., hvemig íjárveitingum til blaðanna sé ráðstafað. I 4. gr. fjárlaga er ekki kveðið á um fjárveitingu til blaðanna, heldur er viðfangsefnið styrkur til blaðaút- gáfu sem í íjárlögum 1990 eru tæp- ar 62 miljónir kr. sem skiptast svo milli þingflokkanna: Sjálfstæðisflokkur: 27 miljónir Framsóknarflokkur: 17 milj Alþýðuflokkur: 14 miljónir Alþýðubandalag: 12miljónir Kvennalisti: lOmiljónir Samtök um jafnrétti og félags- hyggju: 1 miljón. Allar tölur hér að ofan em rúnn- aðar af. Þingflokkunum er í sjálfs- vald sett hvemig þeir veija þessu fé. Áskriftum rikisins af dagblöð- um var íjölgað úr 250 í 750 eintök. Þar af fara 250 eintök til helstu stofnana ríkisins og 750 til skóla, sjúkrahúsa og annarra þjónustu- stofnana rikisins. Öll 750 eintökin sem heimild er fyrir era í daglegri dreifingu. Siðan era í svarinu taldir upp þeir aðilar er fá blöðin, og má nefna að Háskóli íslands fær 10 blöð, rik- isspítalar, Landsspítalalóð, fá 65 eintök, Kleppsspítali 10 eintök og fleiri aðilar fá nokkur eintök og tug- ir stofnana fá eitt eintak -gpm Eigum ekki vitandi vits að stofna til illinda Páll Pétursson er nýkominn frá Sovétríkjunum og er svartsýnn á ástandið. Hann telur fullveldisviðurkenningu nú ekki réttu leiðina til að hjálpa Eystrasaltsríkjunum Páll Pétursson. Mynd: Jim Smart. Eg held að við eigum að hafa samráð við önnur ríki ef við ætlum að láta taka okkur alvar- lega,“ sagði Páll Pétursson, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins, um þings- ályktunartillögu Þorsteins Páls- sonar og tíu annarra Sjálfstæð- ismanna um viðurkenningu á fullveldi Eistlands, Lettlands og Litháens. „Það sem við geram verður að vera til raunveralegrar hjálp- ar,“ sagði Páll, en hann er svart- sýnn á ástandið í þessum löndum, sem og Sovétríkjunum. Hann var þama nýlega á ferð sem formaður sendinefndar á vegum Norður- landaráðs. Þarf að koma á lýðræði „Eystrasaltslöndin þurfa að koma sér upp lýðræði, það er ekki bara það að losa þá undan rúss- um. Island viðurkenndi fullveldi þeirra á sínum tíma og hefur aldrei tekið þá fullyrðingu til baka, þannig að það er óþörf leið. Það er sjálfsagt að reyna að leggja þeim lið á alþjóðavettvangi eins- og við getum eflir eðlilegum dip- lómatískum leiðum sem ekki leiða beint til ófamaðar. Við eig- um ekki vitandi vits að stofna til illinda þama,“ sagði Páll um þingsályktunartillöguna. „Við vildum auka samskiptin við Eystrasaltsríkin og við Sovét- ríkin,“ sagði Páll um tilgang ferð- arinnar. En í vor fékk sendinefnd- in ekki að fara til Litháen og því aflýsti Páll ferðinni en fékk síðar heimild til að fara hvert sem væri. „Það sem við voram að gera var að koma á auknum samskiptum milli þingmanna i þessum lönd- um og að ræða sameiginleg hags- munamál einsog umhverfismál,“ sagði Páll, en hann telur afar þýð- ingarmikið af eiga gott samstarf við löndin austan Eystrasalts því hafið sé að verða mengaðasta inn- haf á jörðinni og að mengunin komi að mestu leyti austanfrá. Illatalaðum Gorbatsjov „Við ræddum lika menningar- mál og efnahagsmál og öryggis- og vamarmál og þótt Norður- landaráð fjalli ekki um þau mál þá gátum við ekki verið að stoppa þá því þeir vildu tala um þessi mál,“ sagði Páll, en sendinefiidin ræddi við marga menn í Moskvu og þeir menn í æðsta ráðinu sem vora hollir Gorbatsjov vildu koma á samningi milli ríkjanna um sam- vera áfram i Sovétríkjunum. „Þetta vilja ekki öll hin ríkin. Hasbalatof, sem gengur Jeltsín næst og er fulltrúi rússneska rikis- ins, vill slíta tengslin og hann skóf ekkert utanaf hlutunum og taldi að Rússland hefði ekki ann- að en skaða af þessari samvera. Hasbalatoff sagði að samveran hefði eyðilagt fyrir Rússlandi efnahaginn og umhverflð, en síð- an kæmi ekkert til baka nema kjaftæði,“ sagði Páll. Hann sagði að það væri áber- andi annað álit á Gorbatsjov inn- an Sovétrikjanna en á Vesturlönd- um. „Maðurinn á götunni bölvar Gorbatsjov. Innanlandspólitíkin hefur ekki gengið upp ennþá,“ sagði Páll, en hann taldi utanríkis- pólitík Gorbatsjovs hafa gengið upp, a.m.k. á Vesturlöndum. En lofaðar umbætur hafa látið á sér standa innanlands. Háðir Moskvu Sendinefndin fór frá Moskvu til Eystrasaltsríkjanna og ræddi við marga ráðamenn þar. „Þeir vilja alls ekki samþykkja þann samning sem Gorbatsjov hefur undirbúið og telja að með því festist þeir innan Sovétríkjanna,“ sagði Páll, en hann telur að það verði ekkert auðvelt að slíta tengslin við Sovétríkin þvi þeir séu háðir Moskvu sem hafi þá að mörgu leyti í hendi sér. „Þama er við gífurlegan vanda að striða á mörgum sviðum. Efhahagskerfið er í rúst og allt komið í steik.“ Páll sagði að þessar þijár þjóðir sem vildu standa einar teldu sig standa betur einar. Einn- ig hefðu þær aðra menningu sem væri evrópskari en annarssstaðar í Sovétríkjunum. Hann skildi þó að Gorbatsjov vildi halda í þessi lönd þvi þau væra matar- forðabúr fyrir önnur ríki. Betri búskapur „Þama er betri búskapur en víðast ann- arsstaðar en vöraskortur er samt afar mik- ill,“ sagði Páll. Hann sagð- ist hafa frétt að síldin sem við í slendingar sendum síðast hefði orðið ónýt. Næg matvæli era ffamleidd í Sovétríkjunum en maturinn kemst ekki á almennan markað því að svartamarkaðsbraskarar liggja á vörunni og hún skemmist og kerfið ræður ekki við dreifing- una. Eins telja sumir að um skemmdarverk geti verið að ræða, og að tilgangurinn sé að grafa undan Gorbatsjov, sagði Páll. samstarfl ýmisskonar við Norður- lönd; í umhverfismálum, land- búnaðarmálum, menntunarmál- um. Þau vilja aukin tengsl við vestrænar fféttastofur og vina- bæjasambönd, svo eitthvað sé nefnt sem Páll minntist á. Eistland er hið eina þessara þriggja landa sem á eitthvað vera- lega sameiginlegt með Norður- löndum, og þá sérstaklega Finn- landi. Litháen og Lettland era frekar mið-evrópsk lönd, fannst Páli. Hann sagðist ekki geta kom- ið auga á ásættanlega lausn i sam- bandi við sjálfstæði þessara þjóða og óttaðist að ef þau fengju full- veldi myndu Sovetríkin liðast í sundur með hugsanlega hræðileg- um afleiðingum. Hann benti á að slíti löndin sambandið við Sovét- ríkin yrði Gorbatsjov líklega steypt og herinn gæti tekið völd- in. Því væri ástæðulaust af Islend- ingum að stofna til illinda. Fimmtudagur 25. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Eystrasaltsrikin óska eftir -gpm Jarðhitaréttindi Oft flutt en aldrei náð fram Hjörleifur Guttormsson: Eitt af stóru málunum sem vantar löggjöf um Frumvarp sem kveður á um að íslenska ríkið eigi allan rétt til jarðhita sem liggur dýpra en 100 metra undir yfirborði landareigna sem eru háðar einkaeignarétti, sem og annara, kom til umræðu i neðri deild s.l. þriðjudag. „Þetta er eitt af stóra prinsipp- málunum sem vantar almenna lög- gjöf um,“ sagði fyrsti flutnings- maður ffumvarpsins Hjörleifur Guttormsson, Abl., í samtali við Þjóðviljann. Hjörleifur taldi óeðli- legt að auðlindir landsins væra ekki almenningseign og benti á að jarðhiti væri í eigu almennings í löndum einsog Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. „Það ber slæmt vitni um Alþingi að ekki skuli hafa fengist afstaða í þessu máli,“ sagði Hjörleifur, en það hafa verið gerð- ar ýmsar tilraunir til að setja heild- arlög um jarðhita síðan 1937. Magnús Kjartansson, iðnaðarráð- herra í ríkisstjóm Olafs Jóhannes- sonar, beitti sér fyrir flutningi framvarps 1972-74 og seinna sem þingmaður 1974-76, en málið hlaut aldrei fullnaðarafgreiðslu. Þetta ftumvarp gengur lengra og tekur til alls jarðhita hvort sem er á lághita- eða háhitasvæðum. Ríkið fengi þó ekki, verði ffum- varpið að lögum, allan rétt til jarð- hita, því þeir sem þegar hafa borað eflir jarðhita og byrjað hagnýtingu hans fá rétt til að nýta hann án sér- staks leyfis og án greiðslu og fá forgangsrétt til ffekari borana og hagnýtingar ef um sama fyrirtæki er að ræða. Hliðstætt framvarp var lagt fram á þingi 1983 um það leyti sem ríkisstjóm Gunnars Thorodd- sens var að fara ffá, en þá var Hjörleifur iðnaðarráðherra. Málið varð ekki útrætt, ffekar en seinna þegar þingmenn Alþýðubanda- lagsins fluttu svipað framvarp. Hjörleifur sagði að það hefði verið fjallað um málið áður í iðn- aðamefhd og hefði verið nokkur stuðningur við málið. Núverandi iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson hefði lýst stuðningi sínum, en það hefði aldrei reynt á það. Ráðherra hefur boðað frumvarp um eigna- rétt á auðlindum. En Hjörleifur taldi nauðsyn- legt að ganga ffá málinu til að eyða óvissu um það, og svo að þjóðfélagið þyrfti ekki að greiða jarðhitann dýra verði. Meðflutn- ingsmenn era Guðrún Helgadóttir og Ragnar Amalds, bæði þing- menn Alþýðubandalagsins. Mál- inu var vísað til 2. umræðu og nefhdar í gær. gpm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.