Þjóðviljinn - 25.10.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.10.1990, Blaðsíða 12
þlÓÐVILIINN Fimmtudag ur 25. október 1990 201. tölublað 55. árgangur EYJAR aUadaga ARNARFLUG INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - Sími 29577 ■ SPURNINGIN ■ Hvaða hug berðu til Green- peace-samtakanna? Smári Guðmundsson nemi: Ég get ekki borið hlýjan hug til þeirra vegna afstöðu þeirra til hvalamálsins. Þorsteinn Kristbjörnsson nemi: Hann er bæði jákvæður og nei- kvæður. Greenpeace hefur gert bæði góða og slæma hluti. Karl Vernharðsson myndlistarmaður: Mjög jákvæðan vegna baráttu þeirra fyrir náttúruvernd og að hluta til vegna hvalsins. Þetta er hið besta mál, eins og sagt er. Rfllif Greenpeace, flaggskip IVIV Greenpeace-samtak- anna á Atlantshafi lagði úr höfn í morgun. Skipið hafði hér nokkurra daga viðkomu eftir ævintýralega ferð til Novaja Zemlja í Barentshafí, en þar voru samtökin að mótmæla fyr- irhuguðum kjarnorkuvopnatil- raunum Sovétmanna þar. Það er greinilegt að félags- menn samtakanna geta átt von á að lenda í ýmsum hremmingum, því fjórir þeirra voru handteknir eftir að hafa komist í land. Þá var þeim hótað skothríð af Sovét- mönnum sem vildu þá út úr sov- éskri landhelgi. Meðlimir áhafnar MV Green- peace eru 17 talsins og koma frá 9 þjóðlöndum, m.a. frá Bandaríkj- unum, Hollandi, Skotlandi, Dan- mörku, Þýskalandi og Astralíu. Ekki fá allir greidd laun fyrir störf sín á skipinu, því menn skrá sig sem sjálfboðaliða i mörgum til- fellum. Lykilmennimir um borð, til dæmis læknir og skipstjóri, fá að sjálfsögðu laun. Ulrich Jurgens er skipstjóri MV Greenpeace. Hann er ffá Bre- men í Þýskalandi og hefur verið í samtökunum frá 1987. Ulrich segir að sumir meðlimir séu ein- ungis í nokkra mánuði á skipinu, en hverfi svo aftur til sinna starfa. Hvernig er lífið um borð? - Það er ekki ólíkt lífi um sælir þar. Ef við tölum um kjam- orkuvopnafrí höf í Bandaríkjun- um er okkur ekki vel tekið, en ef við tölum um stöðvun á hvalveið- um þar erum við vinsælir. Og þegar við tölum um stöðvun á hvalveiðum á Islandi rísa allir upp á móti okkur, en þegar við tölum um kjamorkuvopnalaus höf hér er viðmótið allt annað. Hvers vegna gekkst þú i Greenpeace? - Mér fannst það skynsamleg leið til að nýta hæfileika mína. Þóttfáir gestir kcemu um borð í MV Greenpeace, kom Július Sólnes umhverfisráðherra í heim- sókn. Var þér boðið eða komstu af sjálfsdáðum? „Það var búið að ræða um að ég kæmi á morgun (í dag), en svo fékk ég upplýsingar um að skipið færi í nótt, svo þetta varð að ger- ast strax. Það stóð vel á hjá mér, þannig að ég ákvað að koma strax. Eg hef nú ekki hafl mikinn tíma til að kynna mér mál þeirra, en við höfum eitt sameiginlegt áhugamál. Það er að reyna að stuðla að því að koma í veg fyrir að geislavirkum úrgangi sé komið fyrir í geymslum undir sjávar- botni. Við munum eiga ágætt samstarf við Greenpeace við að hjálpast að við að stuðla að því að slíkt verði bannað,“ sagði Júlíus. ns. borð í venjulegu skipi. En það sem er kannski ólíkt, er að hjá okkur er allur hópurinn með í að taka ákvarðanir. Við reynum að láta alla taka þátt í því sem gert er og bera ábyrgð. Þar sem baráttumál og -að- ferðir eru ekki alltaf mjög vinsœl- ar, geta félagar samtakanna lent í óþægilegum og jafnvel hættu- legum aðstæðum. Verður þú aldrei hræddur? - Nei, eigin- lega ekki. Að- gerðir okkar eru ekki jafn hættu- legar og þær virð- ast. Við reynum að taka eins litla áhættu og við get- um í aðgerðum, og áður en þær hefjast höfúm við æft þær svo fólk geti tekið því sem að höndum ber. Þegar þið voruð í Novaja Zemlja hótaði skipstjóri sovéska skipsins að skjóta á ykkur. Trúð- irðu að hann myndi gera það? - Á tímabili hélt ég það já. En síðan varð þróunin sú að ég vissi að það yrði ekki gert. Þeir skjóta alltaf viðvörunarskoti og gerðu það þama. Eftir það vissi ég að þeir myndu ekki gera meira. En þeir hótuðu okkur aftur, og við fórum. Veistu hvert viðhorf íslend- inga er til Greenpeace? — Já, ég veit það. Til dæmis í dag (í gær) er skipið opið almenn- ingi og það hafa bara 5 manns komið. Það hafa margir keyrt framhjá skipinu og öskrað á okk- ur „fúck off‘. Við eigum mikið verk fyrir höndum í að kynna samtökin fyrir Islendingum. Við þurfum að sýna að við erum ekki bara að beijast gegn hvaladrápi eins og margir Islendingar virðast halda. Það er bara 5% af allri okk- ar baráttu. Tilgangur þessarar . heimsóknar er að kynna baráttu Greenpeace fyrir kjamorku- vopnafríum höfúm og banni gegn kjamorkuknúnum skipum. Álit fólks á okkur fer eftir því um hvað við erum að tala í hveiju landi. Ef við tölum um efnaiðnað í Þýskalandi erum við ekki vin- Ulrich Jurgens skipstjóri MV Greenpeace sýndi Júlíusi Sólnes umhverfisráðherra skipið í gær. Þótt skipið væri opið almenningi var ekki mjög gest- kvæmt hjá þeim Greenpeacemönnum, og þegar Þjóðviljann bar að garði um miðjan dag höfðu einungis 5 gestir komið. Myndir Jim Smart. Greenpeace Alþjóðlegir sjálfboðaliðar Gayle Scobie húsmóðir: Mér finnst Greenpeace alveg eiga rétt á sér. Samtökin vinna að góðum málum og ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.