Þjóðviljinn - 25.10.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.10.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Nvtt álver Jðn bað einn um undirskrift Eg hef heimildir fyrir því að viðsemjendur okkar í álmál- inu höfðu engan áhuga á að skrifa undir eitt eða neitt eins og á stóð,“ sagði Ragnar Arn- aids á félagsfundi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík í fyrrakvöld. Ragnar sagði í samtali við Þjóðviljann að það hefði ekki ver- ið einleikið hve mikið kapp Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra lagði á að fá undirritaða einhveija yfir- lýsingu í álmálinu í september. Enginn hefði beðið um undirrit- un; ekki ríkisstjómin, ekki Lands- virkjun, ekki samstarfsflokkamir í ríkisstjóminni né heldur að- standendur Atlantsáls. Þá segir Ragnar Amalds að ákafí Jóns í undirritun hafi verið af pólitísk- um toga. Hann hafi þurft á henni að halda vegna framboðs á Reykjanesi, eins og nú sé að koma á daginn. Þessi ótímabæra undirskriftaleiksýning hafi ber- sýnilega valdið úlfuð meðal stuðningsmanna álversins og sett málið í sjálfheldu sem gæti staðið í nokkra mánuði. Ragnar sagðist telja að ný- skipuð viðræðunefnd Landsvirkj- unar myndi í fyrsta lagi skila af sér eftir einhveijar vikur. í kjölfar þess yrði hugsanlega lagt fram heimildarfrumvarp öðm hvom megin við áramótin, þingið þyrfti góðan tíma til að fara yfir málið en slíta ætti þinginu í mars og kjósa í maí á næsta ári. Því væri með öllu óljóst hvort álmálið yrði afgreitt ftá alþingi fyrir kosning- ar. í gær bámst svo fréttir sem renna stoðum undir orð Ragnars og birti Ingólfur Margeirsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins, m.a. þetta eftir Robert Miller, varaforseta Alumax, í Alþýðublaðinu: „Við viljum að handtak sé handtak. Við metum handsal meira en endalausar undirskriftir. Það er því slæmt að vita ekki hvort þeir menn sem við höfum samið við, hafi umboð eða ekki.“ hágé. Þakvfir höfuðið Eindreginn stuðn- ingur við Samtökin „Þak yfir höfuðið“ lýsa yfir eindregnum stuðn- ingi við baráttu Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráð- herra fyrir því að félagslega húsnæðiskerfinu verði tryggt nægilegt fjármagn svo hægt verði að hefja framkvæmdir við amk. jafn margar íbúðir á ár- inu 1991 og í ár. Innan samtakanna em Ör- yrkjabandalag Islands, Sjálfs- björg - landssamband fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp, Samtök aldraðra, Stúdentaráð Háskóla Islands, Bandalag ís- lenskra sérskólanema, Leigjenda- samtökin og Búseti - landssam- band. I ályktun samtakanna segir að fjármagn þurfi að tryggja frá ríkisvaldinu og lífeyrissjóðunum og það fjármagn megi ekki taka frá öðmm jöfnunarsjóðum. Það sé í hróplegri mótsögn ef nú eigi Jóhönnu ekki að standa við fyrirheit um auknar félagslegar íbúðabygging- ar, þegar hin nýsamþykktu lög um félaglegar íbúðir leggi mjög auknar skyldur á sveitarfélög og félagasamtök að leysa húsnæðis- vanda sístækkandi hóps. Húsbréfakerfið leysi ekki vanda stórra hópa sem nú séu í mestri þörf fyrir öraggt húsnæði og almenna húsnæðislánakerfið, sem brátt heyri sögunni til, hafi ekki gert það heldur. Samtökin Þak yfir höfuðið hafa haldið uppi öflugri baráttu fyrir úrbótum í húsnæðismálum forgangshópa og telja að nú eigi enn frekar við tillögur þeirra frá í apríl 1989 um 3-ára áætlun um tiyggingu fjármagns til að ljúka megi byggingu á 900-1000 íbúð- um á ári í félagslega húsnæðis- kerfinu og skapa víðtæka sam- stöðu um það átak. ÓHT A Iþýduflokkkurinn Osætti formannanna Jón Baidvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og for- maður Aiþýðuflokksins, greip tii þess óvenjulega ráðs að fá Flugmáiastjórn til að fljúga með sig til Genfar strax að loknum eldhúsdagsumræðum á Nevðarathvarf Er í fjárlögum Svavar Gestsson menntamáia- ráðherra segir að í tiliögum menntamálaráðuneytisins í fjár- lagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir fjármagni til reksturs neyðarathvarfs fyrir ungiinga. í forsíðufrétt Þjóðviljans í gær segir Arthúr Morthens sérkennslu- fulltrúi frá því, að slíkt athvarf hafi verið rekið sl. vetur, fyrir böm sem af einhveijum ástæðum hefðu dott- ið út úr gmnnskóla. Svavar sagði þetta gott mál og hann vildi að at- hvarf sem þetta yrði starfrækt áfram og fyrir því yrði barist innan menntamálaráðuneytisins. -hmp Alþingi á þriðjudagskvöldið. Með því móti gat hann verið viðstaddur síðari dag fundar utanríkisráðherra Efta. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans greip Jón Baldvin til þessa ráðs vegna þess að hann vildi ekki að varaformaður flokksins og fé- lagsmálaráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir, talaði við eldhúsdags- umræðumar. Jóhanna reiddist þessu og mætti ekki við umræð- umar, en þar töluðu ásamt for- manninum Eiður Guðnason og Ami Gunnarsson. Þjóðviljinn bar þetta undir Jó- hönnu og hún vildi ekki kannast við að ósætti hefði orðið á milli sín og formannsins. Hinsvegar sagði hún að umræða um hver ætti að tala við eldhúsdagsum- ræðumar hefðu átt sér stað í þing- flokknum. „Það er alls ekkert algilt að það séu alltaf ráðherrar sem taki þátt í þessum umræðum,“ sagði Jóhanna. -gpm Loftmengun (Austur-Evrópu er gífurleg og Norðurlönd fá sinn skerf af henni. Eftir helgi munu umhverfisráð- herrar Norðurlanda og ýmissa ríkja I Austur-Evrópu ræða sameiginlegar leiðir til lausnar á þessum vanda. Norðurlönd í umhverfisvíking Umhverfisráðherrar Norð- urlanda og landa Austur- Evrópu hittast á ráðstefnu í Helsinki eftir helgi til þess að ræða möguleika á samvinnu þjóðanna við að draga úr sam- eiginlegu vandamáli þjóðanna: mengun. Því var lengi vel haldið fram af kommúnistum í Austur-Evr- ópu að mengun væri vandamál auðvaldsríkjanna. Staðreyndin er sú að Austur-Evrópa á við gífur- leg umhverfisvandamál að stríða. En mengunin i Austur-Evr- ópu er ekki einkavandi þjóða þar, Norðurlönd verða einnig mjög fyrir barðinu á henni. Loftmeng- un virðir nefhilega engin landa- mæri. Talið er að Norðurlönd geti náð meiri árangri i baráttunni gegn loftmengun með því að að- stoða við mengunarvamir fyrir austan en að leggja fé í mengun- arvamir heima. Mengunarvarna- búnaður Júlíus Sólnes umhverfismála- ráðherra segir tilgangslítið að leggja fé í að laga skorstein og skorstein í Austur-Evrópu, eins og hann orðar það. Hann telur mikilvægast að aðstoða þessar þjóðir við að koma upp fram- leiðslu á búnaði til mengunar- vama. Pólland, Eystrasaltslöndin og það sem var Austur-Þýskaland hafa jafhframt talsvert á samvisk- unni af þeirri mengun sem er að drepa lífið í Eystrasalti og Norð- ursjó. Hvað Norðursjó snertir má rekja talsverðan hluta mengunar til iðnaðarhéraða í austurhluta Þýskalands. Mengun i Eystrasalti er ekki síðra vandamál. Þýskaland, Pól- land, Lettland, Litháen, Eistland og Rússland liggja öll að Eystra- salti og losa talsvert af mengandi efnum í sjó. Þrír miljarðar Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið var í Reykjavík í lok febrú- ar vom samskiptin við Austur- Evrópu í brennidepli, ekki sist á umhverfissviðinu. Þá var sam- þykkt að stofna sérstakt íjár- mögnunarfyrirtæki sem á að ýta undir samvinnu norrænna og austur- evrópskra fyrirtækja um í BRENNIDEPLI Súrt regn á Norður- löndum má að drjúg- um hluta rekja til iðn- aðar og orkufram- leiðslu í Austur- Evrópu. Norðurlönd hafa öll nema Island heitið að draga verulega úr losun efna sem valda sýringu regns og jarðvegs, en það má sín lítils þegar svo stór hluti mengunar- innar berst með vind- um frá öðrum löndum mengunarvamir og hreinni tækni. Sjóðurinn verður undir stjóm Norræna fjárfestingarbankans og fær um þijá miljarða króna til ráð- stöfunar á næstu sex ámm. Fram- lag Islands til þessa nemur einum hundraðshluta sem gerir um þijá- tíu miljónir, fimm miljónir á ári næstu sex árin. Júlíus Sólnes hefur lagt fram frumvarp um þetta efni á Alþingi til staðfestingar. Fyrsti stjómarfundur fyrir- tækisins verður haldinn um helg- ina og i kjölfar þess hitta um- hverfisráðherrar Norðurlanda kollega sína í Póllandi, Sovétríkj- unum, Tékkóslóvakíu og Ung- veijalandi. Norðurlöndin leggja mikla áherslu á samvinnu við Eystrasaltslöndin á þessu sviði sem öðmm. Úandlika Það sem Norðurlönd hafa einkum áhyggjur af er loftmeng- un sem berst fra Austur-Evrópu til Norðurlanda. 1 þessu sambandi má nefna til dæmis að nágrannalönd sjá Norð- mönnum fyrir 85-90 af hundraði þess súra regns sem þar fellur. Vemlegur hluti þess kemur frá því sem var Austur-Þýskaland, en mikil mengun berst einnig frá Vestur-Þýskalandi og Bretlandi til Noregs. í athugasemdum við frum- varp Júlíusar segir að sá hluti brennisteinssambanda í úrkomu á Norðurlöndum sem kemur frá Austur- Evrópu sé á bilinu fimm til fjömtíu af hundraði. Minnst á Islandi, en mest i Finnlandi. Hlut- fallið hvað köfnunarefnissam- bönd snertir er talið enn hærra. Súrt regn á Norðurlöndum má því að drjúgum hluta rekja til iðnaðar og orkuframleiðslu í Austur-Evr- ópu. Norðurlönd hafa öll nema Is- land heitið að draga vemlega úr losun efna sem valda sýringu regns og jarðvegs, en það má sín lítils þegar svo stór hluti mengun- arinnar berst með vindum frá öðr- um löndum. Jarðhiti Og ef hugsað er í stærra sam- hengi má nefna, að um fimmtung- ur þess koldíoxíðs sem losað er út í andrúmsloftið kemur frá iðnaði og orkuframleiðslu í Sovétríkjun- um. Fjármögnunarfélaginu er ætl- að að leggja fram hlutafé, ábyrgð- ir eða lán til samstarfsverkefha sem komið verður á fót með fyrir- tækjum á Norðurlöndum og í Austur- Evrópu. Með útflutningi á fjármagni, þekkingu og tækni telja Norður- lönd sig geta unnið gegn mengun heima fyrir og í viðkomandi lönd- um, auk þess sem fjármagnið kemur fyrirtækjum í þessum löndum vel. I athugasemdum með frum- varpi umhverfismálaráðherra er tekið fram að til að mynda hita- veituframkvæmdir munu falla undir verksvið fjármögnunarfé- lagsins. Þannig geta íslensk fyrir- tæki sem tengjast virkjun jarðhita notið góðs af þessu fjármagni, sem að mestu leyti kemur frá frændum okkar. -gg ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.