Þjóðviljinn - 30.10.1990, Side 2

Þjóðviljinn - 30.10.1990, Side 2
FRETTIR Siávarútvegur Upp úr öldudalnum Þjóðhagsstofnun: Tœplega 1% hagnaður af veiðum og vinnslu Að mati Þjóðhagsstofnunar er nú tæplega 1% hagnað- ur af rekstri veiða og vinnslu, samanborið við tæplega 2% halla á öllu síðasta ári. Hagnað- ur botnfiskveiða er nú áætlaður 2,5% en halli vinnslunnar um 1%., An greiðslna úr Verðjöfnunar- sjóði sjávarútvegsins í fyrra hefði tap af veiðum og vinnslu botn- fisks numið 5,2% af tekjum. Að sama skapi nú hefði hagnaður af veiðum og vinnslu numið 4% af tekjum. I skýrslu Þjóðhagsstofnunar kemur fram að frá því í fyrra hafa ytri skilyrði botnfiskvinnslunnar batnað verulega. Mælt samkvæmt gengisvísitölunni SDR hefúr af- urðaverð landfrystingar hækkað um 25% frá því sem það var að meðaltali á árinu 1989 og afurða- verð söltunar hefur hækkað um 37% á sama tíma. Gengi SDR gagnvart krónunni hefur hækkað um 8,2%, þannig að mælt í ís- ienskum krónum hafa afurðir landffystingar hækkað um 35%, en afurðir söltunar hafa hækkað um 48%. Ástæða þess að þessi mikla hækkun afurðaverðs hefúr ekki leitt til þess að afkoman hafi batn- að meira, er að mati Þjóðhags- stofnunar breytingar á Verðjöfn- unarsjóði fiskiðnaðarins og þá hefur hráefnisverð innanlands hækkað álíka mikið og afurða- verðið, eða um 34% frá því sem það var að meðaltali á árinu 1989. Samkvæmt stöðumati Þjóð- hagsstofnunar við skilyrði um miðjan október í ár er hreinn hagnaður botnfiskveiða 1245 miljónir króna, eða 3,6% af tekj- um. Bátar eru reknir með 1% hagnaði, togarar með 3,7% hagn- aði og frystiskip með tæplega 8% hagnaði af tekjum. I október í ár var hreint tap fiskvinnslunnar, miðað við heils árs framleiðslu, 410 miljónir króna eða 1% af tekjum. í þessu afkomumati Þjóðhagsstofnunar hafa greiðslur í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins verið dregnar frá, en þær nema 2,5% af útflutnings- tekjum botnfiskvinnslunnar í október. Án greiðslna í Verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegsins nú hefði hagnaður af fískvinnslunni numið 1,1% af tekjum. -grh Alversmengun Vilja hreinsa brennisteminn Samþykkt náttúruverndarþings: Mikilvœgt að hreinsa flúor, brenni- steinsdíoxíð og önnur hœttuleg efni úr útblæstri álvers Náttúruverndarþing sem haldið var um helgina sam- þykkti ályktun þess efnis að mikilvægt væri að hreinsa brennisteinstvíildi og önnur hættuleg efni úr útblæstri vænt- anlegs álvers á Keilisnesi. Sem kunnugt er gera drög að starfs- leyfi nýs álvers ekki ráð fyrir að brennisteinstvíildi verði hreins- að úr útblæstrinum. Nokkrar deilur urðu um mengunarvamir nýs álvers á þinginu. Þar var upphaflega lögð fram tillaga um að þingið tæki undir samþykkt Náttúruvemdarráðs frá í vor, þar sem lögð var áhersla á vothreinsun á brennisteinstvíildi. Sú tillaga fékk ekki náð fyrir aug- um þingsins, en samþykkt var málamiðlun þar sem farið er fram á hreinsun án þess að tilgreina hvaða aðferð á að beita. I samþykkt þingsins er lögð áhersla á að í nýju álveri verði gerðar ítmstu kröfúr um mengun- arvamir sem ekki séu mirtni en gerðar em til nýrra álvera í ná- grannalöndunum. Ekki kemur þar fram hvort átt er við Noreg, þar sem álver em búin vothreinsibún- aði, eða önnur nágrannalönd. „Mikilvægt er að hreinsa flú- or, brennisteinsdíoxíð og önnur hættuleg efni úr útblæstri. Til að uppfylla þessar kröfúr verði beitt bestu tiltækri tækni. Taka verður mið af því að talið er að ýmsar tegundir plantna hér á landi em viðkvæmari fyrir mengun en í ná- grannalöndunum, vegna erfiðari lífsskilyrða. ímynd Islands sem ferðamannalands er hreint og ómengað land og leggur þingið því áherslu á að Island verði í far- arbroddi í mengunarvömum,“ segir i ályktun þingsins. Náttúmvemdarráð er einn þeirra aðila sem munu veita um- sögn um drög að starfsleyfi fyrir nýtt álver. Sem fyrr segir er í drögunum ekki gert ráð fyrir að brennisteinstvíildi úr útblæstri verði hreinsað nema brennisteins- innihald rafskauta fari yfir ákveð- ið mark. -gg Bruggtæki gerö upptæk. Um helgina gerði lögreglan I Reykjavfk upp- tæk stórvirk bruggtæki sem notuö höfðu verið til að framleiða áfengi sem sfðan var selt unglingum á höfuðborgarsvæðinu. Einn maður hefur veriö úrskurðaður f gæsluvarðhald fram á fimmtudag en á annan tug manna hefur verið yfirheyrður. Mynd: Kristinn Miðstiórnarfundur Sjö gengu af fundi Tillögu um andstöðu við bráðabirgðalögin á BHMR vísað frá Sjö fulltrúar á miðstjórnar- fundi Alþýðubandalagsins á Akureyri um síðustu helgi, gengu af fundi og tóku ekki frekari þátt í störfum hans, eft- ir að tillögu um andstöðu við bráðabirgðalögin á BHMR var vísað frá. í tillögu sem Páll Halldórs- son, Guðrún Kr. Óladóttir, Bima Þórðardóttir, Erlingur Sigurðar- son, Hermann Guðmundsson, Bjöm Valur Gíslason, Páll Hlöð- versson og Heimir Pálsson fluttu, segir að með bráðabirgðalögun- um hafi áffam verið haldið á þeirri braut að skipa launamálum með lögum og ómerkja kjara- samninga og nú þvert ofan í geng- inn dóm. Síendurteknar árásir á gerða samninga grafi undan fijálsum samningsrétti og geri verkalýðshreyfingunni þar með ókleift að sinna hlutverki sínu. Þegar koma átti til afgreiðslu þessarar tillögu, flutti Óttar Proppé ffávísunartillögu, sem eff- ir nokkuð þóf og ásakanir um sögufalsanir, var breytt og síðan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Þegar hér var komið lagði Bima Þórðardóttir fram bókun með þeim Sólveigu Ásgrímsdótt- ur, Páli Halldórssyni, Ragnari Stefánssyni, Stefaníu Traustadótt- ur og Erlingi Sigurðarsyni, þar sem þau lýstu því yfir að þau yfir- gæfú fúndinn vegna samþykktar ffávísunartillögunnar. Sexmenn- ingamir sögðust einnig í bókun- inni ætla að endurskoða vem sína í flokknum eftir viðræður við aðra flokksfélaga. Auk þeirra gekk síðan Guðrún Kr. Óiadóttir af fúndi. -hmp Hópur eldri borgara frá Austfjörðum var á dögunum I heimsókn í höfuöborg- inni og nágrenni á vegum Rauða kross Islands og Rauöa kross deilda Eski- fjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar. Fólkið lagði m.a. leið sína í Út- varpshúsið og naut þar fylgdar Péturs Péturssonar þuls. Hann sýndi fólkinu húsakynnin og sagði frá ýmsu markverðu og skemmtilegu úr sögu Ríkisút- varpsins sem á 60 ára afmæli um þessar mundir. Búseta Inúrta í Alaska Dr. William Fitzhugh for- stöðumaður mannfræðideildar Smithsonian safnsins í Washing- ton flytur í dag fyrirlestur í boði félagsvísindadeildar í stofú 101 í Odda. í fyrirlestrinum verður fjallað um búsetu Inúíta í Alaska í ljósi nýjustu fomleifarannsókna. Dr. Fitzhugh er sérfræðingur í menningu Inúíta og áhugamaður um mannffæðirannsóknir á norð- urslóðum. Hann er staddur hér á landi til að setja upp sýningu á gripum frá Inúítum við Berings- haf. Fyrirlesturinn hefst kl. 17. Öllum heimill aðgangur. Notið endurunninn pappír Ungmennahreyfing Rauða kross íslands hefur sent fyrirtækj- um og stofnunum í Reykjavík, sem mest nota pappír í daglegum rekstri sínum, s.s. bönkum, skól- um og ráðuneytum, áskorun þess efnis að viðkomandi aðilar taki upp notkun á endurunnum pappír og öðrum vistarvænum vömm. Vonast er til að um lcið og þessir aðilar taki málið til athugunar verði það öðrum til eftirbreytni. Þettar er gert í ljósi stöðugt versn- andi ástands lífríkis jarðar og nauðsyn þess að allir leggi sitt af mörkum til að bæta ástandið. Gæðastjórnun þjónustu Endurmenntunamefnd Há- skólans mun í dag bjóða upp á kynningu á grunnhugtökum og aðferðafræði, gæðastjómun þjón- ustu. Leiðbeinandi verður Hösk- uldur Frímannsson rekstrarhag- fræðingur hjá Ráðgarði, en hann hefur þróað gæðaaðferðina fyrir þjónustufyrirtæki og stofnanir. Kynningin er ætluð stjómendum fyrirtækja og stofnana og þeim sem láta sig gæði einhveiju máli skipta. Markmið kynningarinnar er að þátttakendur kynnist gmnn- hugtökum og aðferðafræði við að ná fram varanlegum umbótum. Nánari upplýsingar em veittar á skrifstofú Endurmenntunamefnd- ar HÍ í símum 694923 og 694924. Pétur Öslund í Heita pottinum Á morgun hefúr djassklúbb- urinn Heiti potturinn starfsemi sína að nýju en nú á nýjum stað, Púlsinum Vitastíg 3. Á miðviku- dag, fimmtudag og föstudag verða í Heita pottinum þrennir tónleikar og er sérstakur heiðurs- gestur þessarar hausthátíðar trommuleikarinn Pétur Öslund, sem kemur í stutta heimsókn frá Svíþjóð. Miðvikudags- og fimmtudagskvöld mun Pétur leika með Tómasi R. Einarssyni bassa, Sigurði Flosasyni saxófón og Eyþóri Gunnarssyni píanó, en síðustu tónleikar Péturs hér á landi vom fyrir ári í Norræna hús- inu með sömu mönnum. Þá lék hann einnig inn á plötuna Nýir tónar með Tómasi R. og félögum. Á föstudagskvöld leika þeir Þórir Baldursson, Þorleifúr Gíslason, Kristján Magnússon og Ari Ein- arsson með Pétri. Tónleikamir hefjast kl. 21.30 öll kvöldin. Kaffikonsert á Hótel Blönduósi Símon H. ívarsson og dr. Orthluf Prunner halda tónleika á Hótel Blönduósi í kvöld kl. 21. Þeir leika saman á gítar og klavikord, sem er fremur óvenjuleg hljó- færasamsetning. Daginn eflir spila þeir í gmnnskólum Austur- Húnavatnssýslu, þ.e. á Blöndu- ósi, Skagaströnd og Húnavöllum. Tónleikamir em haldnir í sam- vinnu við tónlistarfélagið á Blönduósi. Háskólatónleikar Robyn Koh semballeikari kemur fram á Háskólatónleikum á morg- un kl. 12.30 í Norræna húsinu. Á efnisskránni verða verk efrir ítölsku tónskáldin G. Frescobaldi, B. Marcello og B. Galuppi. Pétur öslund 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.