Þjóðviljinn - 30.10.1990, Side 6
ERLENDAR FRETTIR
Persaflóadeila
Saddam að linast?
Gorbatsjov segist sjá merki þess, þrátt fyrir misheppnaða för Prímakovs.
Afstaða Arabíuríkja harðnandi
íkhaíl Gorbatsjov Sovét-
ríkjaforseti, sem I gær var
að Ijúka heimsókn til Francois
Mitterrand Frakklandsforseta,
lagði þá á fréttamannafundi
áherslu á að ekki mætti draga
úr alþjóðasamstöðunni gegn Ir-
ak. Kvað Gorbatsjov stefnu
sovésku stjórnarinnar í því
máli vera að ekki kæmi annað
til greina en að Irakar kölluðu
her sinn frá Kúvæt skilyrðis-
laust og að emírsdæmið endur-
heimti sjálfstæði sitt.
Jevgeníj Prímakov, sérlegur
sendimaður Gorbatsjovs til Aust-
urlanda nær, fór frá Bagdað í gær
án þess að nokkuð hefði miðað í
samkomulagsátt í viðræðum hans
við Saddam Hussein íraksforseta.
Gorbatsjov kvaðst þó enn hafa
von um að leysa mætti Persaflóa-
deilu með friðsamlegu móti og
hafði effir Prímakov að í viðræð-
um har.s við Saddam hefðu kom-
ið fram vissir fyrirboðar þess að
Irak myndi um síðir fallast á kröf-
ur Sameinuðu þjóðanna. Lagði
Gorbatsjov til að arabaríki, eink-
um Saúdi-Arabía, tækju næsta
skreftð í þeim tilgangi ao tala ír-
aka til.
Fréttir frá Arabíu benda til að
Saddam í sjónvarpi - Gorbatsjov tekur enn á ný undir það með vestur-
veldunum að hann verði að sleppa Kúvæt skilyrðislaust.
afstaða ríkja þar gegn írak farí
harðnandi og ekkert undanlát er
að fínna á Bandaríkjunum og
Bretlandi, ríkjum þeim er haft
hafa forustu um aðgerðir gegn ír-
ak. Bush Bandaríkjaforseti sagði í
gær að ekki kæmi til greina að
gengið yrði að nokkrum kröfúm
Iraks og gat þess að til greina
kæmi að Saddam yrði stefht fyrir
dómstól sem stríðsglæpamanni.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, ympraði á því í við-
tali við breska útvarpið að við-
skiptabannið gegn Irak yrði haft í
gildi áffam eftir að yfirstandandi
deila út af hertöku Kúvæts væri
leyst, eða þangað til írak hefði
fallist á að eyða eiturgasbirgðum
sfnum og hætta við að eignast
kjamavopn.
Misheppnuð for Prímakovs á
fúnd Saddams varð til þess að ol-
íuverð á heimsmarkaði hækkaði í
gær. í Singapúr var verðspáin fyr-
ir des. 33,51 dollarar á tunnu.
Reuter/-dþ.
Noregur
Þjóðarflokkur
vann
Urslit þingkosninga á Nýja
Sjálandi, er fóru fram á laugardag,
urðu þau að Verkamannaflokkur-
inn, sem þar hefúr stjómað í sex ár,
beið mikinn ósigur og missti þing-
meirihluta sinn. Líkt og í öðmm
engilsaxneskum löndum er í raun
tveggja flokka kerfi á Nýja Sjá-
landi, enda varð hinn stóri flokkur-
inn í stjómmálum landsins, Þjóðar-
flokkurinn sem er til hægri, sigur-
vegari kosninganna og kemur því
til með að taka við stjómartaum-
um.
Gro eða Syse?
Talið er að erfiðlega muni ganga að mynda nýja ríkisstjórn.
Afstaðan til EB vaxandi hitamál
N
orska ríkisstjórnin undir
forustu Jan P. Syse, forsæt-
isráðherra, sagði af sér í gær út
af ágreiningi um afstöðu Noregs
til Evrópubandalagsins. Að
stjórninni stóðu þrír flokkar,
Hægriflokkurinn sem Syse veit-
ir forstöðu og tveir miðjuflokk-
ar, Miðflokkurinn og Kristilegi
þjóðarflokkurinn.
Stjómin hefúr verið við völd í
ár og kemur fall hennar nú ekki
mjög á óvart, þar eð djúpstæður
ágreiningur er um afstöðuna til
EB milli Hægriflokksins annars-
vegar og hinna tveggja hinsvegar.
Hægriflokkurinn vill ákveðið að
Noregur gangi í EB, en Miðflokk-
urinn er jafn eindregið á móti því
og mjög á verði gegn allri þróun í
þá átt. Kristilegi þjóðarflokkurinn
er einnig á móti EB-aðild, þó lík-
lega ekki eins eindregið og Mið-
flokkurinn.
Upp úr sauð er Miðflokkurinn
neitaði að samþykkja tillögur
Hægriflokksins um að auðvelda
erlendum aðilum með lagabreyt-
ingum að eignast iðnfyrirtæki,
banka og aðrar fjármálastofnanir
og landareignir í Noregi. Hugsaði
Syse sér að með þessum laga-
breytingum myndu Norðmenn
auðvelda samningaumleitanir EB
og Fríverslunarsambands Evrópu
(EFTA), sem hafa það að mark-
miði að koma á svokölluðu Evr-
ópsku efnahagssvæði.
Aukinn hiti mun hafa hlaupið
í þessi mál í Noregi um helgina
eftir að sænska stjómin hafði gef-
ið í skyn vaxandi áhuga á EB- að-
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) ÁKR. 10.000,00
1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 1987-1.fl.SDR 1987-1.fl.ECU 01.11.90-01.05.91 12.11.90-12.05.91 16.11.90 16.11.90 kr. 47.605.98 kr. 49.704,01 kr. **) kr. **)
*)lnnlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
“)Sjá skilmála.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu
Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, október 1990.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
ild fyrir Svíþjóð, en í Noregi er
sumra mál að sjálfgefið sé að
Noregur sæki um aðild ef Svíþjóð
geri það.
Samkvæmt stjómarskrá verða
fjögur ár að líða milli þingkosn-
inga í Noregi og verður því ekki
kosið á þing þar næst fyrr en
1993. Búist er við miklum bam-
ingi áður en takist að mynda nýja
stjóm og em tveir valkostir helst
sagðir koma til greina. Annar er
að Hægrifiokkurinn myndi stjóm
einn með Syse sem forsætisráð-
herra áfram, hinn að Gro Harlem
Bmndtland, leiðtogi Verka-
mannaflokksins og forsætisráð-
herra 1981 og 1986-89, myndi
stjóm í þriðja sinn. Flokkur henn-
ar er sá langstærsti á Stórþinginu,
með 63 þingmenn af 165 alls, en
Hægriflokkurinn, sem er næst-
stærstur, hefúr aðeins 37 þing-
sæti. Gro, fýrsta konan sem varð
forsætisráðherra þarlendis, er tal-
in hafa meiri möguleika. Stefna
Verkamannaflokksins gagnvart
EB er nokkuð beggja blands,
enda hefúr fomsta hans reynt að
taka á þeim málum af ýtmstu var-
úð síðan 1972, er tillaga um EB-
aðild Noregs var felld í þjóðarat-
kvæðagreiðslu eftir harðar deilur,
sem komu miklu róti á stjómmál
þarlendis.
Reuter/-dþ.
Fjárlög íhöfn
Atökin um fjárlög á Banda-
ríkjaþingi em nú loksins á enda
eftir að fúlltrúadeildin samþykkti t
fyrradag mikinn niðurskurð á út-
gjöldum ríkisins og talsverða
hækkun skatta. Hefúr þessi deila
verið mikið hitamál og má búast
við að mörg atriði nýju fjárlaganna
komi mjög við sögu í baráttunni
fyrir kosningamar sem ffam fara
snemma í nóv. þarlendis.
Sameiningar-
samþykktir í Róm
Á leiðtogaráðstefnu Evrópu-
bandalagsins í Róm, sem lauk um
helgina, skuldbundu 11 aðildarríki
af 12 sig til þess að ná næsta
áfanga í átt til sameiningar gjald-
miðla ríkjanna fyrir 1. jan. 1994.
Einnig hétu 11 ríki af 12 þvi að
halda áfram ráðstöfúnum í þeim
tilgangi að sameina ríkin pólitískt.
Bretland var eitt á móti í báðum til-
vikum. Samþykkt var og að veita
Sovétríkjunum neyðarhjálp, ef þau
skyldu þurfa hennar við í vetur, og
að ekkert EB-ríki skyldi með sér-
samningum við Irak reyna að fá
gisla þarlendis lausa.
Sovétmenn hætti til-
raunasprengingum
Norðurlandaríkin fimm skor-
uðu í gær á Sovétríkin að hætta til-
raunum með kjamorkuvopn á No-
vaja Zemlja, að sögn finnska utan-
ríkisráðuneytisins. í orðsending-
unni um þetta lýsa stjómir Noregs,
Sviþjóðar, Finnlands, Danmerkur
og Islands þvi yfir að þær voni að
sovéska stjómin leyfi sérffæðing-
um frá þeim að fara til Novaja
Zemlja til að kynna sér ráðstafanir,
sem þar em sagðar hafa verið gerð-
ar umhverfinu til vemdar.
Fransk-sovéskur
samráðssáttmáli
Frakkland og Sovétríkin undir-
rituðu í gær sáttmála sín á milli og
skuldbinda sig samkvæmt honum
til að hafa samráð viðvíkjandi
deilumálum á alþjóðavettvangi og
í því að tryggja lýðræði og virð-
ingu fyrir lögum í Evrópu. Frakk-
land hefúr einnig lofað Sovétríkj-
unum sem svarar miljarði dollara í
efnahagsaðstoð og annarri eins
fjárhæð í viðbót er sæmilegur
skriður sé kominn á ráðstafanir
stjómar Sovétríkjanna efnahag
þeirra til viðréttingar.
Ábyrgð Ivst
áhendurlrak
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna lýsti í gær ábyrgð á hendur ír-
ak á tjóni og óþægindum, sem her
þess hefúr valdið fólki í sambandi
við hertöku Kúvæts, sem og eigna-
tjóni. 13 ríki greiddu tillögu um
þetta atkvæði en tvö sátu hjá, Kúba
og Jemen.
Irak hættir
bensínskömmtun
addam Hussein íraksforseti
afnam í gær skömmtun á
bensíni í ríki sínu, aðeins fimm
dögum eftir að hún gekk í gildi,
og rak jafnframt olíumálaráð-
herra sinn, Issam Abdul-Rahim
al-Chalabi að nafni. Upp gefið
var sem ástæða að komið hefði í
ljós að miklu meira væri til í
landinu af efnum til olíuhreins-
unar en olíumálaráðuneytið
hefði gefið í skyn.
Litið var á olíuskömmtunina
sem merki þess að viðskiptabann
Sameinuðu þjóðanna væri farið
að hafa alvarleg áhrif á þjóðarbú-
skap íraks, og er talið að Saddam
hafi hætt við skömmtunina af ótta
við að hún yrði túlkað sem veik-
leikamerki af hans hálfú. í emb-
ætti olíumálaráðherra skipaði
hann til bráðabirgða tengdason
sinn, Hussein Kamel Hassan sem
einnig er iðnaðar- og hergagna-
málaráðherra.
Um mannaskiptin sagði fram-
ámaður nokkur í olíuviðskiptum:
„Eg vona bara að hann (Chalabi)
missi aðeins atvinnuna, en ekki
höfúðið líka.“
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. október 1990