Þjóðviljinn - 13.11.1990, Síða 2
FRETTIR
Aflamark 1991
Guðbjörgin með mestan kvóta
Aðeins tveir togarar með meira en fjögurþúsund tonna kvóta ogfimm
með þrjú þúsund
Varaflugvöllur
Hættað
mæna til
hersins
Aðeins tveir togarar verða
með hærra aflamark en
ijögur þúsund tonn á næsta
fískveiðiári sem kemur til fram-
kvæmda um áramót, sam-
kvæmt lögum um stjórn flsk-
veiða. Það eru ísfísktogarinn
Guðbjörg ÍS með 4.473 tonn og
frystitogarinn Örvar HU 21
með 4.353 tonn.
Þar á eftir eru það einungis
fimm togarar sem verða með
meiri kvóta en sem nemur þrjú
Flokkur mannsins
Boðið fram í
öllum kjör-
dæmum
„Ég er sannfærð um að við náum
mönnum inn í alþingiskosning-
unum í vor,“ sagði Ashildur
Jónsdóttir varaformaður Flokks
mannsins við Þjóðviljann í gær,
en landsráð flokksins ákvað um
helgina að bjóða fram í öllum
kjördæmum.
Áshildur sagði að skoðana-
kannanir gæfú ekki rétta mynd af
fylgi flokksins, en flokkurinn hefur
aldrei fengið neitt fylgi í könnun-
um.
„Ég tek meira mark á því sem
ég heyri frá fólki. Mjög margir eru
búnir að fá meira en nóg af stjóm-
málamönnunum og ástandinu í
landinu. Fólk vill fá menn á alþingi
sem gera sér grein fyrir ástandinu,
enda flestir búnir að fá sig full-
sadda af öllum svikunum og fals-
loforðunum. Það kemur að því að
fólk segir hingað og ekki lengra,“
sagði Ashildur. Uppstillinganefnd-
ir kjördæmisráða munu gera skoð-
anakannanir meðal flokksmeðlima
um uppröðun efstu manna á fram-
boðslistana. -Sáf
Forlagið gefur
út Megas
Þau mistök urðu í ritdómi um
bók þeirra Þórunnar Valdimars-
dóttur og Megasar,“Sól í Norður-
mýri“, að Iðunnar var getið sem út-
gefanda. Hið rétta er að Forlagið
gefur út bókina og er beðist vel-
virðingar á þessum mistökum.
þúsund tonnum. Með þriðja
mesta kvótann verður frystitogar-
inn Akureyri EA 10 með 3.588
tonn, þá ísfisktogarinn Páll Páls-
son ÍS 102 með 3.319 tonn, ís-
fisktogarinn Kaldbakur EA 301
með 3.243 tonn, Sturlaugur H.
Böðvarsson AK 10 sem einnig er
ísfisktogari með 3.241 tonn og
sömuleiðis Bessi IS 410 sem rek-
ur lestina í þessum hópi með
3.073 tonna kvóta.
Að undanfömu hefúr sjávar-
útvegsráðuneytið unnið að samn-
ingu reglugerðar á grundvelli
nýju fiskveiðilaganna, en aðalat-
riði þeirra er að öllum fiskiskip-
um, sem fá leyfi til veiða í at-
vinnuskyni, verður úthlutað fastri
aflahlutdeild af leyfilegum ársafla
allra helstu nytjastoína. Þar sem
sóknarmarkið er ekki lengur með
em reiknaðar sérstakar bætur til
þeirra sóknarmarksskipa sem
hafa lægra samanlagt aflamark en
sem nemur meðaltalsaflamarki
viðkomandi sóknarmarksflokks.
Þessar bætur nema 40% af þeim
mun sem er á milli meðaltalsafla-
marks sóknarmarksflokks og afla-
marks viðkomandi skips. Bótun-
um er því næst skipt á milli teg-
unda í hlutfalli við verðmæti ein-
stakra tegunda í eldra aflamarki.
Reiknað til þorskígilda eru
þau verðmætahlutfoll látin gilda
að þorskur er 1,00, ýsa 1,21, ufsi
0,57, karfi 0,52, grálúða 0,77 og
úthafsrækja 1,00. -grh
Undirskriftalistar með nöfnum rúmlega eitt þúsund íbúa Neöra- Breiðholts voru afhentir Magnúsi L. Sveinssyni
fyrir utan fyrirhugaða krá að Amarbakka í gaer. Á myndinni eru, auk Magnúsar, Elsa Eyjólfsdóttir, Steinn Her-
mannsson og nokkur skólabörn úr hverfinu. Mynd: Jim Smart.
Breiðholt
Kráaropnun mótmælt
Undirskriftalistar íbúa Bakkanna afhentir Magnúsi L. Sveinssyni
Magnúsi L. Sveinssyni, for-
seta borgarstjórnar, voru í
gær afhentir undirskriftalistar
með nöfnum rúmlega þúsund
íbúa Neðra- Breiðholts, þar sem
opnun Ölkráarinnar að Arnar-
bakka 2 er mótmælt.
Áður en listamir voru afhentir
talaði Steinn Hermannsson fyrir
hönd foreldrasamtaka hverfisins.
Sagði hann, m.a. að ekki væri
nema spölkom í Breiðholtsskóla
frá fyrirhugaðri krá, leikvöllur
væri þar við hliðina og útivistar-
svæði og fótboltavöllur einnig.
Böm og unglingar væra að leik á
þessum stöðum fram eftir kvöldi.
Auk þess safnaðist alltaf eitthvað
af unglingum við þá tvo sölutuma
sem í verslunarsamstæðunni
væra, þar sem Ölkráin ýrði til
húsa. Steinn sagði ennfremur að
Bakkamir væra nú orðnir eitt
allra rólegasta hverfi borgarinnar,
og óttuðust íbúar þess að kránni
gætu fylgt ólæti og mikill
drykkjuskapur, eins og fjölmörg
dæmi eru um. Elsa Eyjólfsdóttir
afhenti síðan Magnúsi L. Sveins-
syni listana, og sagðist hann
leggja þá fyrir borgarráðsfund,
sem hefst á hádegi í dag.
Eigendur Ölkráarinnar hafa
enn ekki sótt um leyfi fyrir rekst-
urinn, og sagði Þórður Jónsson í
Breiðholtskjöri að eigendur krá-
arinnar hefðu ekki hafl nokkurt
samband við aðra eigendur versl-
ana og fyrirtækja í verslunarsam-
stæðunni við Ámarbakka. í gær
voru menn að vinna við smíðar á
innréttingum í hinu væntanlega
öldurhúsi, en þar var áður pósthús
Neðra- Breiðholts. Frést hefúr að
eigendur kráarinnar standi nú fýr-
ír annarri undirskriftaherferð í
hverfinu, þar sem farið er fram á
sex mánaða aðlögunartíma á veit-
ingarekstrinum.
BE
Háskólatónleikar
afboðaðir
Tónleikar Hannesar Þ. Guð-
rúnarsonar og Guðmundar Hall-
varðssonar gítarleikara, sem aug-
lýstir hafa verið í Norræna húsinu
á morgun, falla niður af ófyrir-
sjánlegum ástæðum.
Suðurlandsskjálftinn
Eram við viðbúin að takast á
við afleiðingar Suðurlands-
skjálfta? er yfirskrift fundar sem
Verkfræðingafélag íslands gengst
fyrir nk. miðvikudag að Hótel
Loftleiðum. Samstarf verður við
Almannavamir íslands, Vegagerð
ríkisins, Landsvirkjun, Póst og
síma, Ríkisspítalana, Veðurstofu
Islands o.fl. og verða frammæl-
endur ffá öllum þessum stofiiun-
um. Á fundinum verður m.a.
kynnt samstarf Verkfræðingafé-
lags íslands og Almannavama um
viðbrögð eftir jarðskjálfta, um
mat á ástandi mannvirkja o.fi.
Veðurstofan mun kynna nýtt mæ-
linet á Suðurlandi, sem verið er að
ljúka við uppsetningu á.
Fundurinn verður í Bíósaln-
um og hefst kl. 14. Aðgangur
ókeypis.
Ákvarðanir um
flókin mál
Snjólfúr Ólafsson dósent við
viðskipta- og hagfræðideild Há-
skólans flytur í dag erindi um að-
ferðir til að auðvelda ákvarðanir
um fiókin mál. Það eru ýmsar
leiðir færar til að auðvelda
ákvarðanatöku um flókin við-
fangsefni; ein þeirra er að nota
nýlegar aðferðir aðgerðarann-
sókna. Þessar aðferðir má nota án
sérþekkingar á stærðfræði og ættu
að henta mörgum. í fyrirlestrinum
verður gefið yfirlit yfir þessar að-
ferðir, þrjár þeirra kynntar með
dæmum og útskýrt hverjum þær
geta komið að gagni.
Fyrirlesturinn hefst kl. 17.10 í
stofu 101 í Odda og er fúndurinn
öllum opinn.
...var þar komin Þór-
hallamálga
...var þar komin Þórhalla
málga, nefnist fyrirlestur sem
Helga Kress, dósent í almennri
bókmenntafræði við Háskóla ís-
lands, flytur í boði Stofnunar Sig-
urðar Nordals á morgun kl. 17.15
í stofú 101 í Odda. Fyrirlesturinn
fjallar um slúður sem uppsprettu
frásagnar í Eddukvæðum og Is-
lendingasögum.
Myndasamkeppni
Rauð krossins
Alþj óðahrey fing Rauða
krossins gengst fýrir myndasam-
keppni fyrir böm og unglinga að
fimmtán ára aldri. Keppnin er lið-
ur í alþjóðlegu átaki til hjálpar
striðshrjáðum sem er i undirbún-
ingi og mun ná hámarki næsta
vor. Markmið keppninnar er að
vekja athygli á þeim hörmungum
sem óbreyttir borgarar þurfa að
þola í stríði. Jafnframt er tilgang-
urinn að upplýsa fólk um hlutverk
Rauða krossins í stríði. Þær skulu
merktar á bakhlið með nafni,
heimilisfangi og aldri viðkomandi
og sendar RKI íýrir 1. desember
nk. Utanáskriftin er: Myndasam-
keppni, Rauði kross íslands,
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík.
RKI mun veita verðlaun fyrir 10
myndir, sem valdar verða af sér-
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. nóvember 1990
Steingrímur J. Sigfús-
son: Byggjum vara-
flugvöll á okkar eigin
forsendum
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra sagði að það
hefði orðið stefnubreyting með
nýrri ríkisstjðrn fyrir tveimur
árum og menn hafl hætt að
mæna til erlendra stórvelda til
að fá þau til að leysa vandræði
íslendinga varðandi alþjóðleg-
an varaflugvöll.
Þetta sagði hann í svari við
fýrirspum frá Guðmundi H.
Garðarssyni, Sjfl., í Sameinuðu
þingi á fimmtudaginn var, en
Guðmundur hafði spurt hvað liði
uppbyggingu varaflugvallar utan
Stór-Reykjavikursvæðisins.
Steingrímur sagði að ríkis-
stjórain hefði í febrúar 1989
ákveðið að gera ráðstafanir til að
bæta aðstöðu á Akureyrarflug-
velli þannig að hann gæti nýst
sem varaflugvöllur. Ráðstafan-
imar hafa gengið eftir og málið
liggur nú fýrir fjárveitinganefnd,
en auka þarf mannahald á vellin-
um svo halda megi honum opn-
um allan sólarhringinn. Eins þarf
að bæta tækjakostinn nokkuð svo
bæta megi brautaskilyrðin, kom
fram í máli ráðherra.
Það er steínt að því að Egils-
staðaflugvöllur komist í gagnið
sem varaflugvöllur um mitt ár
1992, eins er stefnt að lengingu
Húsavíkurflugvallar sem og end-
urbótum á vellinum við Sauðár-
krók. Þannig, sagði Steingrímur,
er ekki um einn varaflugvöll að
ræða heldur þrjá til fjóra á næst-
um árum.
Það kom fram hjá Karli
Steinari Guðnasyni, Afl., að
Nató óskaði eftir að reisa hér
varaflugvöll þegar árið 1985, en
að 1987 hafi málið verið óaf-
greitt sökum þess að Framsókn-
arflokkurinn dró fætuma í mál-
inu. Hann sagði að síðan hefði
ekki verið byggður varaflugvöll-
ur af hálfú Nató sökum aðgerða-
leysis samgönguráðherra. I júlí í
sumar barst utanríkisráðherra
bréf frá Mannvirkjasjóði Nató
þar sem fram kom að sjóðurinn
hefði ekki í hyggju að byggja
varaflugvöll hér á landi.
-gpm
stakri dómnefnd. Fyrstu verðlaun
era ferð til Genfar. Verðlauna-
myndimar verða sendar til höfuð-
stöðva Rauða krossins í Genf. Þar
verða valdar 10 myndir frá ein-
stökum landsfélögum Rauða
krossins og fá þeir verðlaunahafar
Genfarferð að launum.