Þjóðviljinn - 13.11.1990, Side 11
I DAG
Magnús H. Gíslason skriffar
r
A FÖRNUM VEGI 18.
Ég var víst staddur uppi á
Borgarbókasafiii þegar síðasta
pistlinum lauk. Var þar að
spjalia við ævisögumanninn,
m.a. um Daviðsbókina. Raunar
er nú heppilegra að orða þetta á
annan veg, því sjálfúr lagði ég
lítt eða ekkert til málanna, enda
hafði ég ekki lesið bókina og var
því á engan hátt viðræðuhæíúr
um hana. Aftur á móti leyndi sér
ekki að sögumaður minn hafði
lesið hana, og það vandlega,
„því,“ eins og hann sagði, „þeg-
ar menn hafa „lifað svo langan
dag“ á miðjum aldri, að ástæða
þykir til að skrá ævisögu þeirra,
þá lætur maður ógjaman slíkar
bókmenntir fram hjá sér fara.“
Þessi snemmboma ævisaga
er að minnstu leyti byggð á frá-
sögn höfúndarins eða öllu held-
ur skrásetjarans, - og söguhetj-
unnar. Hann hefur þann háttinn
á, að leiða fram í vitnastúkuna
ýmsa þá, sem kynnst hafa Davíð
síðan kalla má að hann hafi
komist til vits og ára og fá þá til
að kveða upp úr með álit sitt á
borgarstjóranum. Þessir vitnis-
burðir skiptast mjög í tvö hom.
Aðdáendumir eiga naumast
nógu sterk orð til að lýsa hvers-
konar og næstum yfimáttúrleg-
um mannkostum goðsins, sem
Ölfúsá felldi hin stórfenglegu
fagnaðartár yfir á sínum tima. Er
Hannes nokkur Hólmsteinn þar
einna margorðastur og yfirdrifn-
astur og getur verið nokkurt
álitamál hver álitsauki borgar-
stjóranum er að allri þeirri
væmnu lofgerðarrollu. Aðrir
hafa svo nokkuð ólika sögu að
segja. En gefum nú vitnunum
orðið, án þess að nafngreina þau
frekar:
Eitt hefur þá sögu að segja
að Davíð sé einn mikilhæfasti
stjómmálamaður þessarar aldar,
í sama flokki og þeir Hannes
Hafstein, Jón Þorláksson, Ólaf-
ur Thors og Bjami Benedikts-
son. Aðra íslenska stjómmála-
menn tekur auðvitað ekki að
nefna þegar til samanburðar
kemur við Davíð og verður nú-
verandi formaður Sjálfstæðis-
flokksins heldur fyrirferðarlítill
við hliðina á þessum stórmenn-
um. Nú má ætla að Davíð hafi
engan veginn numið staðar á
braut andlegs þroska og stjóm-
visku, svo að því rekur fyrr en
síðar að þeir, sem kijúpa við fót-
skör meistarans, fái aðeins grillt
í þessa menn í órafjarlægð frá
Davíð. - Tvímælalaust besti
tækifærisræðumaður, sem ffam
hefur komið hér á landi hin síð-
ari ár, segir annað vitni. - Þegar
Davið varð fertugur var það há-
punkturinn í samkvæmislífi
Reykjavíkur það árið, segir það
þriðja. - Og þegar kemur til
tækninnar em yfirburðimir ekki
minni: Ég minnist þess ekki að
hafa séð nokkum annan borgar-
stjóra skrifa á ritvél með þvilíkri
leikni!
Töluverðar líkur em taldar á
því, að Davíð hafi breytt „gangi
heimsmálanna" þegar hann
vann það kraftaverk að fá þá
Gorbatsjov og Reagan til þess
að skrifa nöfn sín í geitarskinns-
gestabókina í Höfða. Nú er sí-
fellt verið að halda ráðstefnur út
og suður um allar jarðir til þess
að „breyta gangi heimsmál-
anna“, en svo kemur bara allt í
einu á daginn, að hér uppi á Is-
landi lumum við á afreksmanni,
sem ekki þarf annað til þess en
að láta menn skrifa í geitar-
skinnsbók.
Einn kemst að þeirri niður-
stöðu, að ógerlegt sé að tíunda
alla kosti Davíðs og um galla sé
naumast að ræða „því það sem
er galli frá einu sjónarmiði er
kostur ffá öðm“, og er þetta auð-
vitað einkar skarpleg ályktun.
En ef við höldum áfram þessari
röksemdafærslu: Getur þá ekki
kostur ffá einu sjónarmiði verið
galli frá öðm? - Þetta er nú að-
eins lítilfjörlegt sýnishom af
vitnisburðum aðdáendanna, sem
auðvitað em meginefni bókar-
innar, en víkjum nú að hinni
hliðinni.
Borgarstjórinn rekur mjög
umfangsmikla fyrirgreiðslupól-
itík og beitir henni af meiri
hörku en áður hefúr þekkst með-
al borgarstjóra Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík, segir einn.
Ætli hún hafi nokkuð skilað sér í
prófkjörinu hjá íhaldinu á dög-
unum? - Verra er að eiga hann
að óvini. Það er undantekning-
arlaust mikill galli, segir annar.
Ég átta mig nú ekki alveg á því
hvort þetta er galli á borgarstjór-
anum eða þeim, sem fyrir óvin-
áttunni verður. Hann er óeðli-
lega langrækinn og hefhigjam,
gleymir aldrei óvinum sínum og
bíður þess eins, að koma á þá
höggi, stendur þar. Og - hann
beitir sér mjög gegn andstæð-
ingum í eigin flokki. - Ef Davíð
þykir að sér vegið í blöðum þá
er viðkomandi settur á svartan
lista. Við hann er ekki talað
framar. Þannig hefur Davið í ár-
anna rás valið sér lið ffétta-
manna, sem hann telur sér þókn-
anlegt og þeir, sem það skipa, fá
góða þjónustu hvenær sem er.
Já, sælir em hógværir. Hitt kann
svo að vera álitamál, hversu
sannferðug skrif slíkra málaliða
eru þegar bogarstjórinn á í hlut.
Hér verður nú látið staðar
numið með að vitna í þetta
merka ritverk, enda hafði þessi
kommúnisti og áhugasami ævi-
sagnagrúskari komið auga á
bókina um Brynjólf, sem hann
var fljótur að góma og skunda
með út. Ég hafði hinsvegar heim
með mér Davíðssálma, sem rétt
í þessu vom að berast inn á safn-
ið. -mhg
________MINNING________
Sigurður Fríðhólm
Sveinbjörnsson
Fœddur 5. september 1923 - Dáinn 31. október 1990
Síðastliðinn laugardag var
til moldar borinn frændi minn
Sigurður Sveinbjömsson, múr-
ari frá Vestmannaeyjum. Fyrir
flestum öðmm var hann „Siggi
múr“, en fyrir mér var hann
Siggi ffændi sem spilaði á öll
hljóðfærin og kunni öll lögin.
Fyrstu átta ár ævi minnar var
ég umkringdur tónlist Sigurðar
og Herberts bróður hans. Þótt ég
flyttist upp á fastalandið rofn-
uðu tengslin ekki. Það var bráð-
nauðsynlegt að fara til Eyja á
hveiju sumri og vera þar að
minnsta kosti í nokkrar vikur. Þá
reyndi á gestrisni Sigurðar, en
þar var aldrei komið að tómum
kofúnum.
Á Brekastíg 18 var enda-
laust sungið og spilað og á ég
þaðan margar skemmtilegar
minningar. Hjá þeim bræðmn-
um kynntist ég fyrst hljóðfæmm
eins og píanói, orgeli, harm-
onikku, fiðlu, saxófóni og bás-
únu, að ógleymdum stórtón-
skáldum eins og Oddgeiri Krist-
jánssyni og Duke Ellington.
Þetta var skrýtinn undraheimur.
Það var ekki síst í gegnum
tónlistina sem maður kynntist
því hvað það var að vera Vest-
mannaeyingur. Fyrir mér em
Eyjamar ekki endilega eldfjöll,
spröngur eða fiskur, heldur helst
af öllu tónlist og kveðskapur eft-
ir hetjur eins og Oddgeir Krist-
jánsson og Ása í Bæ, að ótöld-
um mörgum öðmm ekki síðri
sem fengu kraftinn ffá Vest-
mannaeyjum. Sigurður var
verðugur fulltrúi i þessum hópi.
Þegar hann kom i heimsókn
til móður minnar í Kópavogin-
um brást ekki að það var sest við
píanóið eða tekin ffam harm-
onikkan og sungið og spilað af
hjartans lyst fram eftir öllu. Þau
systkinin brölluðu margt saman
og það vom ófá lögin og text-
amir sem urðu til á meðan þess-
um heimsóknum stóð.
Ég hef núna misst frænda
minn og eina af stærstu fyrir-
myndum æsku minnar, en ég er
ekki einn. Sigurðar verður sárt
saknað af bamahópnum sem nú
er orðinn föðurlaus, af móður
minni sem er allt í einu orðin
einkabam og af öllum hinum
sem hafa misst góðan vin og fé-
laga. Við munum halda minn-
ingunni um hann lifandi.
Ríkharður H. Friðriksson
ÞJÓÐVIUINN
FYRIR 50 ÁRUM
Dagsbrún beitir sér fyrir átta
stunda vinnudegi með óskertu
dagkaupi. Molotoff ræðir við
von Ribbentrop og Hitler.
Grikkjum hefur tekist að
stöðva sókn ítala á öllum víg-
stöðvunum. Brezk flotadeild
fer könnunarferð um vestur-
hluta Miðjarðarhafs án þess
að verða vör ítalskra skipa.
Bretar og de Gaulle telja sér
sigra (Afríku.
13. nóvember
þriðjudagur. Briktíusmessa.
317. dagurársins. Sólarupp-
rás í Reykjavik kl. 9.49 - sól-
ariagkl. 16.34.
DAGBÓK
APOTEK
Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúöa vikuna 9. til 15. nóvember er I
Breiöholts Apóteki og Apótekl
Austurbæjar.
Fyrmefnda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga kl. 22
til 9 (til 10 á frídögum). Síðarnefnda
apótekið er opiö á kvöldin kl. 18 til 22
vlrka daga og á laugardögum kl. 9 til 22
samhliða hinu fyrmefnda.
LÖGGAN
Reykjavlk « 1 11 66 tr 4 12 00
Seltjamames « 1 84 55
Hafnarfjörður. « 5 11 66 « 5 11 66
tr 2 32 22
Slökkvfið og sjúkrabtlar Reykjavfk « 1 11 00 Kónavonur tr 1 11 00
Seitjamames « 1 11 00 tr 5 11 00
GarÖabær « 5 11 00
Akureyri « 2 22 22
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er I Heilsuverndar-
stöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl.
17 til 8, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
slmaráðleggingar og tímapantanir I
« 21230. Upplýsingar um lækna- og
lyfjaþjónustu eru gefnar i símsvara
18888. Borgarspitalinn: Vakt virka
daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki
hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans.
Landspítalinn: Göngudeildin eropin
frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspít-
alans er opin allan sólarhringinn,
* 696600.
Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæsl-
an, « 53722. Næturvakt lækna,
« 51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt,
« 656066, upplýsingar um vaktlækni
«51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á
Læknamiðstöðinni,« 22311, hjá
Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og
helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985-
23221 (farslmi).
Keflavik: Dagvakt, upplýsingar I
« 14000.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna,
« 11966.
SJUKRAHUS
Heimsóknartlmar: Landspitalinn: Alla
daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-
spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til
19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir
samkomulagi. Fæöingardeild Land-
spítalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra-
tlmi kl. 19:30 til 20:30. Fæöingar-
heimili Reykjavikur v/Eiríksgötu: Al-
mennur timi kl. 15-16 alla daga, feðra-
og systkinatimi kl. 20-21 alla daga.
Öldrunarlækningadeild Landspital-
ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20
og eftir samkomulagi. Grensásdelld
Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19,
um helgarkl. 14 til 19:30. Heilsu-
vemdarstöðin við Barónsstíg: Alla
daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30.
Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til
16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim-
sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17
alla daga. St. Jósefs-spitali Hafnar-
firði: Alía daga kl. 15 til 16 og 19 til
19:30. Kleppsspítalinn: Alla daga kl
15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús
Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16
og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 tii 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsiö Húsavfk: Alla daga kl. 15
til 16 og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Rauða kross húsið: Neyöarathvarf
fyrir unglinga, Tjarnargötu 35,
« 91-622266, opið allan sólarhringinn.
Samtökln 78: Svaraö er i upplýsinga-
og ráðgjafarsima félags lesbía og
homma á mánudags- og fimmtudags-
kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum
tlmum. « 91-28539.
Sálfræöistöðin: Ráðgjöf I sálfræði-
legum efnum,« 91-687075.
Logfræðiaðstoð Orators, félags
laganema, er veitt I sima 91-11012 milli
kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Alandi 13: Opiö virka daga
frákl. 8til 17, « 91-688620.
„Opið hús" fyrir krabbameinssjúk-
linga og aðstandendur þeirra f Skóg-
arhíið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmis-
vandann sem vilja styðja smitaða og
sjúka og aðstandendur þeirra í « 91-
22400 og þar er svarað alla virka daga.
Upplýsingar um eyöni: « 91-622280,
beint samband við lækni/hjúkrunar-
fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19,
annars slmsvari.
Samtök um kvennaathvarf: «91-
21205, húsaskjól og aðstoð við konur
sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið
fyrir nauðgun.
Kvennaráögjörin Hlaðvarpanum,
Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til
22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl.
20 til 22, « 91-21500, slmsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið
hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500,
símsvari.
Vinnuhópur um slfjaspellsmál:
« 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm
sem orðið hafa fyrir kynferðislegu
ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar,
Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91-
626878 allan sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
« 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt í
« 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
« 652936.
GENGIÐ
12. nóvember 1990 Sala
Bandaríkjadollar............54,19000
Steriingspund..............106,83300
Kanadadollar................47,52900
Dönsk króna..................9,56150
Norsk króna..................9,38110
Sænsk króna..................9,77810
Finnskt mark................15,29710
Franskurfranki...............10,89570
Belgískurfranki.............. 1,77610
Svissneskur franki..........43,49120
Hollenskt gyllini............32,44420
Vesturþýskt mark.............36,59510
ftölsk líra..................0,04862
Austurrlskur sch..............5,20180
Portúgalskur escudo.......... 0,41570
Spánskur peseti...............0,58050
Japanskt jen.................0,42107
Irskt pund...................98,06000
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 byggingar 4
brátta 6 fataefni 7 tíma-
bil 9 sefar 12 sáðlands
14 fjör 15 stefna 16
vofur 19 festi 20 orka
21 hnullung
Lóörétt: 2 mæli 3 ein-
ing 4 óánægja 5 spil 7
ræna 8 hryssu 10 heil-
an 11 hníf 13 sár 17
egg 18 leiði
Lausn á síöustu
krossgátu
Lárétt: 1 súla 4 blær 6
fúi 7 tifa 9 skin 12 orm-
ar 14 rör 15 ótt 16 kát-
an 19 skut 20 kunn 21
ramir
Lóörétt: 2 úði 3 afar 4
bisa 5 æpi 7 tárast 8
forkur 10 krónur 11 nýt-
inn 13 mót 17 áta 18
aki
Þriðjudagur 13 nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 11