Þjóðviljinn - 05.12.1990, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Sivlufíörður
Gríðarleg
skuldasöfnun
Nettó skuldir Siglufjarðar orðnar 240prósent
af útsvarstekjum, aðstöðugjaldi ogfasteigna-
skatti. Björn Valdimarsson bœjarstjóri: Allt
kapp lagt á að ná
taðan er erfið og það er auð-
vitað ieiðiniegt að standa
frammi fyrir því að geta ekkert
framkvæmt. En við stefnum að
þokkalegri skuldastöðu í lok
þessa kjörtímabils og ég hef trú
á að það takist, segir Bjðrn
Valdimarsson, bæjarstjóri á
Sigiufirði, í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Samkvæmt Árbók sveitarfé-
laga 1990 nema nettó skuldir bæj-
arins meira en tvöföldum þeim
tekjum sem bærinn hefur af út-
svari, aðstöðugjaldi og fasteigna-
skatti á ári. Fjárhagsstaðan var
enda helsta umfjöllunarefnið í
kosningabaráttunni síðast liðið
vor. Veltufjárhlutfall kaupstaðar-
ins er það lægsta sem þekkist
meðal íslenskra kaupstaða og er
komið langt niður fyrir það sem
æskilegt er talið.
Nánar til tekið eru nettó
skuldir Siglufjarðar 240 prósent
af áðumefndum tekjum. Stykkis-
hólmur kemur næstur með að
minnsta kosti 162 prósent, en
næstu sveitarfélög á listanum era:
* Ólafsvík, 138 prósent
* Eskifjörður, 114 prósent
* Hveragerði, 101 prósent
* Blönduós, 98 prósent
* Sauðárkrókur, 97 prósent
* Neskaupstaður, 97 prósent
* ísafjörður, 96 prósent
* Ólafsfjörður, 87 prósent
Eins og sjá má af umfjöllun
Þjóðviljans um skuldir og fjár-
magnskostnað sveitarfélaga und-
anfama daga er það ákveðin teg-
und sveitarfélaga sem skuldar
mest og ber mestan fjármagns-
kostnað. Það era sveitarfélög á
landsbyggðinni með íbúa á bilinu
Sören Ulrik Thomsen
Danskt Ijóðskáld
íheimsókn
Danska ljóðskáldið Sören Ul-
rik Thomsen er staddur hér á
landi og mun lesa upp úr verkum
sínum f Norræna húsinu í kvöld
kl. 20.30. Þá munu þeir Magnúx
Gezzon og Þórhallur Þórhallsson
lesa úr nýrri bók, Líkama borgar-
innar, en hún geymir þýðingar á
Ijóðum Sören Ullrik Thomsen og
Michael Strange. Sören Ulrik
hefur getið sér gott orð fyrir ffá-
bær ljóð sín og hefur hróður hans
borist víða. Hann er t.d. nýkom-
inn frá Moskvu. Sören Ulrik er
liðlega þritugur. Aðgangur er
ókeypis að upplestrinum.
skuldunum niður
1000-2500 íbúa. Sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu og Suður-
nesjum standa hins vegar mun
betur. Reykjavík hefur í öllum til-
vikum sérstöðu. Ekkert annað
sveitarfélag hefur jafn miklar
tekjur á hvem íbúa og ekkert ann-
að sveitarfélag skuldar jafn lítið.
Nettóskuld er reiknuð þannig
að veltufjármunir og langtíma-
kröfur sveitarfélags era dregin frá
skuldum. Hjá Reykjavíkurborg
era veltufjármunir og Iangtíma-
kröfur hærri en skuldir, öfugt við
það sem gerist hjá öðram sveitar-
félögum.
Bjöm Valdimarsson segir að
mikið hafi verið ffamkvæmt á
Siglufirði á síðustu árum, en á
sama tima hefur ibúum bæjarins
fækkað.
- Menn hafa verið að reyna að
halda úti þjónustu sem þeir ráða
ekki við, segir hann.
Á þessu ári og þeim næstu
verður ekki ráðist í nýfram-
kvæmdir. Til dæmis er talið mjög
brýnt að gera endurbætur á dag-
heimili bæjarins, en fjárhagsstað-
an leyfir það ekki að sögn Bjöms.
Allt kapp verður lagt á að greiða
niður skuldir og minnka fjár-
magnskostnað.
Að sögn Bjöms hefur verið
hagrætt í rekstri og rætt hefur ver-
ið um að selja eignir. í þvi sam-
bandi hefiir verið rætt um sölu á
Skeiðfossvirkjun og var fjallað
um það mál á lokuðum fundi bæj-
arstjómar í gær.
- Það er dýrt að skulda svona
mikið og það er aðalmál bæjar-
stjómar að ná skuldunum niður,
segir Bjöm Valdimarsson.
-gg
Minnist fátæku
mæðranna
Mæðrastyrksnefnd skorar á
alla þá, sem svo eru staddir, að
þeir vegna efhahagslegra ástæðna
geta skapað sér og sinum ánægju-
leg jól, að þeir minnist líka fá-
tæku mæðranna, sem engan daga-
mun geta gert bömum sínum um
jólin, nema fyrir hjálp og aðstoð
góðra manna. Ekki má heldur
gleyma sjúklingum og gömlum
konum, sem oft njóta lítillar jóla-
gleði og gleðjast ekki hvað síst
yfir því, að eftir þeim sé munað.
Mæðrastyrksnefhd er til húsa að
Njálsgötu 3 með síma 14349 og
með póstgíró 36600-5.
Heintsókn jólasveina
Samvinna hefur tekist milli
Þjóðminjasafnsins og Þjóðleik-
hússins um að skipuleggja hina
opinbera heimsókn jólasveina í
Þjóðminjasafhið. Fyrsta uppá-
koman verður á morgun, fimmtu-
daginn 6. desember á Nikulás-
messu klukkan 16. Þá kemur
Nikulás biskup í heimsókn, en
hann telst vera ættfaðir útlenda
jólasveinsins. í för með honum
verða bæði engill og púki, en auk
þeirra kemur fram danskur jólan-
issi, Santa Claus og tveir islensk-
ir jólasveinar, sem nú munu í
fyrsta sinn sjást í eigin persónu í
skautasvell f
Skautasvell f
annað að sjá en að unga fólkið á myndinni kunni vel við sig á nýja svellinu. Fyrst úm sinn verður það opið
virka daga frá klukkan 17-22 og 10-18 á laugardögum og sunnudögum. Áætlaður heildarkostnaður við svell-
ið, þjónustuhús, lóð og girðingu er um 180 miljónir króna. Mynd: Jim Smart.
Kringlan
Hættuleg Ijósadýrð
Skiltið er löglegt, og eykur
siysahættu á gatnamótun-
um óverulega, segir Þórarinn
Hjaltason hjá Borgarverkfræð-
ingi, en hann var ráðgjafi Borg-
arskipuiags varðandi umferð-
aröryggi í reglugerð um gerð og
staðsetningu skilta, sem var
samþykkt í borgarráði í júlí si.
Þá sem átt hafa leið um gatna-
mót Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar frá því á mánudag
hefur vafalaust rekið í rogastans,
því að upp hefur verið sett stærð-
arinnar auglýsingaskilti á eitt
hom Kringlunnar. Tíð skipti aug-
lýsinga og mikil litadýrð draga at-
hygli ökumanna ffá akstrinum og
að skiltinu, á gatnamótum sem
þegar vora hættuleg, eins og
Slysarannsóknadeild lögreglunn-
ar í Reykjavík upplýsti Þjóðvilj-
ann um.
Hjá Slysarannsóknadeildinni
töldu menn þó aðalorsök árekstra
á þessum gatnamótum, eins og
annars staðar í borginni, vera of
mikinn hraða. Enda er ekki enn
komin reynsla á það hvaða áhrif
slík skilti hafa á ökumenn hér-
lendis.
í formála að reglum um skilt-
in stendur hins vegar: >rAuglýs-
ingaskilti meðffam vegum og þá
sérstaklega skilti þar sem skipt er
um mynd eða texta í sífellu draga
athygli akandi vegfarenda ffá um-
ferðinni og skapa þannig slysa-
hættu. Þetta hefur ekki verið
kannað á íslandi, en rannsóknir
erlendis sýna augljóst samband
milli auglýsingaskilta og fjölda
slysa. Vegna þessa eru sérstök
ákvæði gagnvart umferð í reglun-
um.“
í reglunum er nákvæmlega
greint ffá takmörkunum á stað-
setningu skilta, og segir m.a. að
þess skuli „gastt að þau skapi ekki
slysahættu á stofn- og tengibraut-
um“ eða séu staðsett á lóðum sem
liggja að götu með meiri há-
markshraða en 50 km/klt. En
þessi ákvæði gilda ekki um götur
í miðborg, miðhverfi og verslun-
ar- og þjónustuhverfum.
Skiltið á Kringlunni er þannig
löglegt, jafnvel þótt það geti auk-
ið slysatíðni eitthvað, eins fram
kom í máli Þórarins Hjaltasonar.
Sigurður Helgason hjá Um-
ferðarráði sagði að ekki hefði
unnist tími hjá ráðinu til að kynna
sér þetta mál.
Byggingarfulltrúi borgarinn-
ar, Gunnar Sigurðsson, sagði leyfi
fyrir viðkomandi skjlti hafa verið
veitt áður en reglur um staðsetn-
ingu skilta vora settar. Hann
sagðist sjálfur ekki hafa verið að
störfum þegar leyfið var veitt í
maí sl. BE
AB Revkianesi
Ólafur þáði
sætið
Ólafur Ragnar Grímsson
formaður Aiþýðubandalagsins
varð við ósk kjörnefndar ilokks-
ins í Reykjaneskjördæmi um að
nefndin mætti mæla með honum
í fyrsta sætið á Iista flokksins í
komandi kosningum.
Ekki hefur að öðru leyti verið
gengið ffá listanum, en kjömefnd
mun leggja tillögu sína fýrir kjör-
fund kjördæmisráðsins þar sem
endanlega verður tekin ákvörðun
um uppröðun á lista.
-gpm
fötunum sem Tryggvi Magnús-
son teiknaði handa þeim fyrir
sextíu árum. Við sama tækifæri
kveikir Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra á jólatré safnsins,
Ámi Bjömsson heldur stutt erindi
um „Gleymda jólasveina" og
opnuð verður sýning á gömlu
jólaskrauti, auk þess sem hellir
Grýlu verður til sýnis og fleira.
Dagana 12.-24. desember koma
svo hinir hefðbundnu jólasveinar
síðan hver af öðrum í stutta heim-
sókn í Þjóðminjasafnið áhveijum
morgni klukkan 11. Öllum er
heimill aðgangur á meðan rúm
leyfir í anddyri safnsins, en skól-
um er þó ráðlagt að panta tíma
fyrirfram til að forðast þrengsli.
Gling Gló í Ópemnni
Björg Guðmundsdóttir og
Trió Guðmundar Ingólfssonar
efna til útgáfutónleika á morgun,
6. desember í íslensku óperunni í
tilefni af útgáfu hinnar umtöluðu
plötu Gling-gló. Tónleikamir
hefjast klukkan 21.00.
Tónleikar til styrkt-
ar Opemnm
Fyrstu tónleikar Styrktarfé-
lags íslensku óperunnar á þessum
vetri verða haldnir í Óperunni í
kvöld. Bergþór Pálsson baritón
syngur íslensk sönglög og ópera-
aríur úr ýmsum áttum. Bergþór
hefur starfað við óperuhúsið í Ka-
iserslautem í Þýskalandi undan-
farin tvö ár. Þótt hann hafi komið
ofsinnis fram á tónleikum hér-
lendis era þetta fyrstu stóru ein-
söngstónleikamir hans. Jónas
Ingimundarson leikur með á pí-
anó. Tónleikamir hefjast kl.
20.30.
ÚtgáfutónleikarSúldar
Hljómsveitin Súld verður
með útgáfutónleika á Tveimur
vinum í kvöld kl. 22. Tónleikam-
ir era haldnir í tileftii útkomu
geisladisksins Blindflug. Súldina
skipa þeir Steingrímur Guð-
mundsson trommur, Lárus
Grímsson hljómborð og flautu,
Páll Pálsson bassa, Tryggvi
Hubner gítar, Maarten van der
Valk slagverk.
Skipt um þjálfara
Gústaf Bjömsson hefur verið
ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í
handknattleik, en hann hefur tnn
nokkurra ára skeið þjálfað meist-
araflokk kvenna í Fram og náð
mjög góðum árangri. Dr. Bambir
Slavko sem þjálfað hefur kvenna-
landsliðið í þijú ár hefur sagt
starfi sínu lausu.
Námskeið fklippingu
Dagana 7.-12. desember efnir
Kvikmyndasjóður til námskeiðs í
klippingu kvikmynda, leikinna
mynda og heimildamynda. Leið-
beinandi verður Joelle Van Ef-
fenterre sem er einn af þekktustu
klippuram Frakklands. Á nám-
skeiðinu mun hún gera grein fyrir
aðferðum sínum og skýra þær
með dæmum úr myndum sem
hún hefur klippt. Einnig mun hún
taka fyrir klippingu á völdum
ffönskum myndum og íslenskum
leiknum myndum og heimilda-
myndum. Námskeiðið er ætlað
fagmönnum, klippuram, leik-
stjórum, handntshöáindum,
tökumönnum, hljóðmönnum og
ffamleiðendum. Þátttökugjald er
tvö þúsund krónur.
Bryndfs Halla
leikur einleik
Á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í gulri tónleikaröð
á morgun fimmtudag, leikur
Bryndís Halla Gylfadóttir, 1.
knéfiðluleikari hljómsveitarinnar,
einleik í konsert fýrir knéfiðlu
eftir Schumann. Þetta er í fyrsta
skipti sem hún leikur einleik með
hljómsveitinni á áskriftartónleik-
um. Á efniskrá tónleikanna verða
þijú verk, Hughreysting fyrir
strengi eftir Jón Leifs, Konsert
fyrir knéfiðlu eftir Schumann og
Sinfónía nr. 5 eftir Brackner.
2.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. desember 1990