Þjóðviljinn - 05.12.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR
..Napóleon frá Saar“
Tekur ekki við formennsku
Sumir kalla þýsku þingkosningarnar Waterloo-slag Oskars Lafontaine
P ýskir jafnaðarmenn, daprir
r í bragði eftir kosningaósig-
ur sinn á sunnudag, urðu enn
óhressari í gær er ieiðtogi
þeirra og kanslaraefni í kosn-
ingunum, Oskar Lafontaine,
lýsti því yfir að hann óskaði
ekki eftir að taka við for-
mennsku yfir flokknum í maí.
Þá rennur út kjörtímabil nú-
verandi flokksformanns, Hans-
Jochens Vogel, og lengi hefur
almennt verið út frá því gengið
að „Napóleon frá Saar“, eins og
Lafontaine oft er kallaður,
myndi verða kosinn í staðinn.
Ekki vantaði að þeir, sem
vildu vera orðheppnir með tilvís-
unum í söguna, kölluðu kosning-
amar Waterloo-orrustu Lafonta-
ine. En þrátt fyrir ósigurinn, sem
vitaskuld er að verulegu leyti
skrifaður á reikning Oskars per-
sónulega, virðast jafnt samheijar
hans og andstæðingar almennt
hafa gert ráð fyrir, að hann yrði
áfram fremstur í fomstu jafhaðar-
manna, þó ekki væri nema vegna
þess að ekki liggur í augum uppi
að þeir hafí í bráðina völ á eftii-
legri leiðtoga. Lafontaine er ung-
ur af stjómmálamanni að vera (47
ára) og eldskarpur sem áróðurs-
og mælskumaður.
„Eins og sporðdreki“
„Jafnaðarmannafíokkurinn
hegðar sér eins og sporðdreki,“
sagði maður sem lengi hefur
fylgst með stjómmálum í Þýska-
landi, er hann firétti þessa ákvörð-
un Lafontaine. „Þegar hann
kemst í hættu, bítur hann sig sjálf-
ur til bana.“
Lafontaine og sigurvegari
kosninganna, Helmut Kohl sam-
bandskanslari, eiga það sammerkt
að báðir em Rinlendingar, af
þeim slóðum sem öðmm fremur
vom kjamasvæði vesturþýska
ríkisins, sá fyrmefhdi frá Saar-
landi, hinn frá Pfalz. Báðir em
þeir úr kaþólskum fjölskyldum,
sem einnig má kalla dæmigert
fyrir vesturþýska ríkið, þar sem
kaþólikkar höfðu stómm meira
vægi en í Þriðja ríkinu, Weimar-
lýðveldinu og keisaradæmi Ho-
henzollemættar. Lafontaine var
meira að segja í skóla hjá jesúít-
um.
En Kohl, sem nú stendur á
sextugu, mótaðist á fyrstu ámn-
um eftir heimsstyijöldina síðari,
er Þjóðveijar af miklum dugnaði
reistu land sitt úr rústunum eftir
stríðið og lögðu gmnninn að því
að gera það að mesta efnahags-
veldi Evrópu. Það var tími endur-
vakins sjálfstrausts, sem einnig
segir í ríkum mæli til sín í hugar-
fari Þjóðveija þetta ár, er land
þeirra var sameinað. Það má því
eðlilegt kalla að Kohl, með
reynslu sína af eftirstríðsámnum
að baki, skyldi eiga auðvelt með
að aðlagast þeirri hugarfars-
sveiflu, sem fylgdi sameining-
unni og átti díjúgan þátt í að
knýja hana fram.
Maður 68-kynslóðar
Lafontaine er miklu ffernur
maður sjöunda áratugarins og
þess áttunda, þegar vinstrirót-
tækni og óvægin gagnrýni á fom-
ar hefðir eins og hollustu við föð-
urland og þjóðemi, ásamt sam-
viskubiti út af fortíðinni, vom
mest í tísku. Orðið Vaterland
(föðurland) tekur Oskar ekki upp
í sig nema í háði. Hann kemur
fyrir sem galvaskur menntamaður
í húð og hár, talar þrjú tungumál
fyrir utan móðurmálið og er sagð-
ur fágaður samkvæmismaður og
lifimaður nokkur. Tvígiftur er
hann og jafhoft skilinn og lifir nú
í óvigðri sambúð.
Hann fæddist í verkamanna-
fjölskyldu og gekk ungur til liðs
við jafnaðarmenn. Það er í fullu
samræmi við hefðimar í Saar,
iðnaðar- og námuhéraði þar sem
vinstrimenn hafa lengi verið öfl-
ugir; annar þekktur stjómmála-
maður þaðan ættaður er Erich
Honecker. Oskar hófst til áhrifa
sem leiðtogi vinstriarms flokks-
ins og hann hefur alltaf átt nokk-
uð undir högg að sækja hjá for-
ustu- og fylgismönnum flokksins
utan þess arms. Mikla athygli
vakti hann 1982, er hann var
borgarstjóri í Saarbrucken, með
því að beita sér af kappi gegn því
að ný bandarísk kjamavopn væru
sett niður í Vestur-Þýskalandi. í
því var hann á öndverðum meiði
Enn barist í Salvador
Um 170 menn a.m.k. hafa
fallið og um 400 særst í nýjustu
hryðju borgarastriðsins í Mið-
Ameríkuríkinu Salvador, er hófst
fyrir hálfum mánuði. Hafa bar-
dagar þessir einkennst af snörpum
árásum uppreisnarmanna, sem
virðast hafa heldur betur. Samein-
uðu þjóðimar hafa lengi leitast
við að koma á samningaumleitun-
um með stríðsaðilum og friði, en
ekki með árangri til þessa. Giskað
er á að um 75.000 manns hafi ver-
ið drepnir í stríði þessu, sem stað-
ið hefur í 11 ár.
Ershad hættir
Hossain Mohammad Ershad,
forseti Bangladesh, sagði af sér í
gær að sögn sjónvarpsins þar.
Sagt er að bráðabirgðastjóm muni
fara með völd í landinu þangað til
kosið verði til þings. Mikil ókyrrð
hefur verið í Bangladesh undan-
farið. Ershad hefur verið hæstráð-
andi þar frá því að hann rændi
völdum 1982, en síðustu þijú árin
hefur andstaðan við stjóm hans
farið vaxandi.
Liðhlaup baga Taylor
Samkvæmt fréttum frá Vest-
ur-Afríku eru liðsmenn Charles
við jafnaðarmanninn Helmut
Schmidt, sem þá var sambands-
kanslari.
I fremstu röð í þýskum stjóm-
málum hefur Lafontaine verið
síðan 1985, er hann varð forsætis-
ráðherra í Saar eftir mikinn kosn-
ingasigur. Eflir kosningaósigur
jafnaðarmanna 1987 varð hann
varaformaður flokksins. Að þeim
Schmidt og Willy Brandt gengn-
um þótti mörgum sem flokkurinn
væri kominn í forustukreppu og
gerðu sér vonir um að ungi, harð-
skeytti leiðtoginn frá Saar (sem
raunar minnir eilítið á Napóleon í
útliti) væri líklegur til að yngja
flokkinn upp, gefa honum nýjan,
álitlegan svip og sókndirfsku.
Sameiningunni tók Lafonta-
ine með takmarkaðri hrifningu,
eins og margir aðrir vinstrisinn-
aðir vesturþýskir menntamenn,
varaði við vaxandi þjóðemis-
hyggju og efhahagsörðugleikum
Taylor, þess af uppreisnarforingj-
um í Líberíu sem mest á undir sér,
famir að hlaupast undan merkj-
um. Jafnframt hefur her frá Níger-
íu og fleiri Vestur-Afríkuríkjum,
sem verið hefur í Líberíu síðan í
ágúst, tekið að afvopna lið Tayl-
ors og annarra innlendra herstjóra
er við hann keppa.
Uppreisn bæld niður
Hermannauppreisnin í Buen-
os Aires, höfuðborg Argentínu,
hefur verið bæld niður, enda
munu ekki hafa tekið þátt í henni
nema um 200 hermenn. Þarlendir
ráðamenn segja að uppreisnar-
menn, sem flestir hafa verið hand-
teknir, þurfi ekki að búast við
neinni vægð. Mun stjómin þannig
hugsa sér að binda endi á slík
uppþot.
Undankomuleið fyrir
Saddam
Ummæli James Baker, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, á
sunnudag em túlkuð svo, að
Bandaríkjastjóm sé tilleiðanleg til
að lofa því að ráðast ekki á írak,
ef Saddam Hussein forseti þess
fallist á að kveðja her sinn ffá Kú-
væt. „Þar með er honum boðið
upp á undankomuleið,“ sagði
sem ljóst var að yrðu sameining-
unni samfara. Hann lagði þeim
mun meiri áherslu á umhverfis-
vemd og kvennabaráttu.
Hamingjuskipti
Það féll að vísu í geð fjöl-
mennum kjósendahópum í vest-
urhluta landsins, ungu fólki og
menntamönnum. En verkamenn,
tryggustu kjósendur jafhaðar-
manna til þessa, snem margir
baki við þeim og enn frekar Aust-
ur- Þjóðveijar. Aðeins fyrir ári
hafði verið útlit fyrir að Lafonta-
ine myndi steypa Kohl, sem þá
hafði orð á sér sem ffekar hug-
myndasnauður, miður glæsilegur
og jafhvel klaufskur stjómmála-
maður, úr kanslarastóli. I kosn-
ingabaráttunni nú brá svo við að
Kohl var allt í einu orðinn maður
samtímans, Lafontaine hinsvegar
í margra augum fulltrúi liðins
tíma.
Einhveiju kann það að hafa
valdið um nýjustu ákvörðun Laf-
ontaine að hann hefur ekki jafnað
sig sálrænt eftir banatilræðið sem
ragluð kona sýndi honum í apríl,
en minnstu munaði þá að lífi hans
lyki. Hann segist stöðugt vera
hræddur síðan.
Rau eða Engholm?
Þeir em líka til sem telja að
hann sé hikandi við að hverfa ffá
Saar, þar sem hann er enn forsæt-
isráðherra og álíka mikils metinn
og Franz Josef Strauss á sínum
tíma var í Bæjaralandi.
Raunar hefiir Oskar ekki úti-
lokað að hann kunni að gefa öðm
sinni kost á sér sem kanslaraefhi
jafhaðarmanna fyrir næstu sam-
bandsþingkosningar, sem eiga að
fara fram 1994. En nú er a.m.k.
ljóst að hann verður ekki fremsti
oddviti flokks síns allra næstu ár-
in. Vogel ætlar ekki að gefa kosti
á sér aftur í formennskuna og sem
líklegir eftirmenn hans em nú
helst tilnefhdir þeir Johannes
Rau, forsætisráðherra í Nordr-
hein- Westfalen (hann var kansl-
araefni jafnaðarmanna 1987) og
Bjöm Engholm, forsætisráðherra
i Slésvík-Holtsetalandi. dþ.
vestrænn stjómarerindreki í Bag-
dað. Von er nú á Tareq Aziz, utan-
ríkisráðherra íraks, til Washing-
ton til viðræðna við þarlenda
ráðamenn, samkvæmt uppá-
stungu Bush Bandaríkjaforseta
um viðræður með stjómum ríkj-
anna.
Spvétmönnum sleppt
íraksstjóm gaf til kynna í gær
að allir Sovétmenn þarlendis, um
3300 að tölu, yrðu ffjálsir ferða
sinna úr landi innan 24 klukku-
stunda, ef þeir svo vildu. Tregða
Iraks á að sleppa Sovétmönnun-
um úr landi vakti hörð viðbrögð
sovésku stjómarinnar, sem gaf til
kynna m.a. að þetta gæti orðið til
þess að Sovétríkin sendu her til
Persaflóasvæðis gegn írak.
Takmarðaður
eignarréttur
Þjóðfulltrúaþing Rússlands
samþykkti í fyrradag að bændur
mættu eignast jarðir, sem þeir nú
hafa til ábúðar, en megi ekki selja
þær fyrr en eftir tíu ár og þá að-
eins til héraðsstjómvalda. Þetta er
í fyrsta sinn, sem einkaeignarrétt-
ur á bújörðum er leiddur í lög í
Rússlandi frá þvi að byltingin var
gerð 1917, en lögin um þetta
Móöir Teresa - nú einnig virt f átt-
högum.
Albanía
Móðir
Teresa
heiðruð
Kaþólski trúboðinn Móðir
Teresa, sem fékk friðarverð-
laun Nóbels 1979 og þekktust
er fyrir líknarstarf meðal fá-
tæklinga í Indlandi, var á
mánudag sæmd orðu Naims
Frasheri, einu virðulegasta
heiðursmerki Albaníu. Orðuna
afhenti Nexhmije Hoxha, ekkja
Envers Hoxha sem réði ríkjum
í Albaníu frá lokum heims-
styrjaldarinnar síðari til
dauðadags 1985. Hann bannaði
öll trúarbrögð í Albaníu.
Móðir Teresa, sem er al-
banskrar ættar, er nú í heimsókn í
Albaníu í annað sinn. Nexhmije
sagði m.a. er hún afhenti orðuna
á þjóðminjasafhinu í Tirana að
hjá Teresu hefðu komið fram
sumar bestu og þekktustu dyggð-
ir albönsku þjóðarinnar og hefði
hún reynst þjóð sinni verðug
dóttir.
Teresa, sem nú stendur á átt-
ræðu og hét upphaflega Agnes
Bejaxhiu, er af kaþólskri fjöl-
skyldu albanskri í Makedóníu,
fædd í Skopje.
Undanfarið hefur verið slak-
að á trúarbanninu í Albaníu og
hafa ráðamenn sagt að það verði
fellt úr gildi á komandi ári.
Reuter/-dþ.
ganga miklu skemmra heldur en
stjóm lýðveldisins undir fomstu
Borísar forseta Jeltsíns ætlaðist
til.
Gorbatsjov
færfulltingi þings
Æðstaráð Sovétríkjanna sam-
þykkti í gær með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða tillögur Gor-
batsjovs forseta um breytingar á
stjómarskrá og stjómkerfi, sem
forsetinn segir nauðsynlegar til að
koma megi efnahagsmálum á rétt-
an kjöl.
Til viðtals um eyjar
Ali al-Bader, áhrifamikill kú-
vætskur bankastjóri, og Salman
al-Sabah, fyrrum dómsmálaráð-
herra emírsdæmisins, sögðu í gær
að komið gæti til greina að ræða
kröfur íraks til kúvætsku eyjanna
Warba og Bubijan ef íraski herinn
færi frá Kúvæt. Vöktu ummæli
þeirra mikla athygli, þar eð hing-
að til hafa útlægir kúvætskir for-
ustumenn ekki verið til viðtals um
annað en að írakar kveddu her
sinn frá landi þeirra skilyrðislaust.
Þeir al-Bader og al-Sabah létu
ummæli þessi frá sér fara í Hol-
landi, þar sem þeir em staddir í
viðræðum við ráðamenn.
Oskar Lafontaine - l(kt og Franz Josef Strauss var er hann stórvinsaell I
heimafylki sinu, en náði ekki að sama skapi til landsmanna almennt.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. desember 1990