Þjóðviljinn - 05.12.1990, Blaðsíða 9
NÝJAR BÆKUR
Fleyg orð
og erindi
Hörpuútgáfan hefur gefið út
nýja bók - Gullkom dagsins -
fleyg orð og erindi eftir íslenska
menn og erlenda, eitt fyrir hvem
dag ársins. Ólafúr Haukur Áma-
son valdi efhið. Bókin er mynd-
skreytt af Bjama Jónssyni listmál-
ara.
I formála segir: „Á þeim blöð-
um, sem hér fara á eftir, koma
ffam með hugrenningar sínar ís-
lenskir menn og erlendir, heims-
ffægir garpar og aðrir sem flest-
um em ókunnir. En ræða þeirra
snýst i megindráttum um hið
sama: Manninn, hinn skyni
gædda mann, í flókinni veröld þar
sem flest virðist á hverfanda hveli
og erfitt reynist tíðum að greina
hismi ffá kjama.“
Bókin er 159 bls.
HEIMUR
BARNSINS
^rsta oröa- og
myndabókín
Að kynnast
heiminum
Komin er út hjá Máli og
menningu stór bendibók fyrir
yngstu bömin. Bókin er með
þykkum blaðsíðum sem þola
harkalega meðferð, enda ætluð
fyrir minnstu bömin til að skoða
sjálf eða með fullorðnum sem
geta þá um leið kennt þeim að
þekkja hluti og hugtök úr daglega
lífinu. Bókina prýða ljósmyndir
af nytsömum hlutum úr heimi
litla bamsins, myndir af dóti,
fatnaði, matvælum, hreyfingum
og umfjöllun um liti og tölumar
upp í tíu, svo eitthvað sé nefnt.
Helgispjall
Matthíasar Johannessen
IÐUNN hefúr gefið út nýja
bók eftir Matthías Johannessen
skáld og ritstjóra. Nefnist hún
Ævisaga hugmynda - Helgispjall
og inniheldur hugrenningar höf-
undarins sem áður hafa birst á síð-
um Morgunblaðsins og kallast
Helgispjall.
I formála Heimis Pálssonar
segir m.a.: „Það fer að sönnu ekki
á milli mála að hér heldur skáld á
penna og nýtir sér út í æsar það
ffelsi sem esseyjan veitir. (...)
Hvort sem lesendur þessarar bók-
ar fallast á skoðanir höfúndarins
eða ekki geta þeir hrifist af mæls-
kunni og hugarfluginu, glaðst við
að fá að glíma við svo marksækna
hugsun, svo skáldlega gáfú, fagn-
að því að hafa í höndum bók sem
hægt er að ffæðast af, gleðjast við,
reiðast við en umfram allt nota til
þess að aga hugsun, mál og
mennsku. Það er mikilvæg bók.“
íslenskir jóla-
sálmar á plötu
Kirkjukór Lágafellssóknar
hefúr sent ffá sér hljómplötu und-
ir heitinu Islenskir jólasálmar. Á
plötunni em 13 algengir jólasálm-
ar eins og þeir hafa verið sungnir í
íslensku kirkjunni og á íslenskum
heimilum í áraraðir.
Ástæðan til þess að kórinn
réðist í þessa útgáfu er margend-
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið I Kópavogi
Skemmtikvöld
Skemmtikvöld verður haldið I Þinghóli I Kópavogi föstudaginn 7.
desember. „Knallkvöldið" hefst kl. 21.00.
Léttar veitingar og ýmsar uppákomur.
Félagar fjölmennum og eigum góða kvöldstund.
Stjón ABK
AB Kópavogi
Spilakvöld
Sp'lakvöld verður I Þinghóli, Hamraborg 11, mánudaginn 10. des-
ember kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Stjómin
AB Vestfjörðum
Forval
Fyrri hluti forvals Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum vegna
Alþingiskosninga vorið 1990, ferfram 3. til 10. desember
næstkomandi.
Atkvæðisrétt I forvalinu hafa allir sem voru félagar í AB á
Vestfjörðum þegar forval fer fram. Kjörseðlar verða sendir I
pósti. Athugasemdir við félagatal, ef einhverjar eru, verða
að hafa borist uppstillinganefnd fyrir hádegi laugardaginn 1.
desember nk. Upplýsingar um félagatal er að fá hjá
formönnum einstakra félaga og hjá formanni
uppstillinganefndar, Smára Haraldssyni, slmi 94-4540 og
94-4017.
Uppstillingasnefnd AB á Vestfjörðum
Magnús H. Gíslason skrifar
r
A FÖRNUM VEGI21
Við vorum þar stödd á fömum
vegi í vikunni sem leið, að ég
hafði stigið upp i bílinn hjá honum
Júlla á BSÍ. Þar með var hafm för
til Vestfjarða, sem ég hafði enga
hugmynd um hvenær myndi ljúka
því auðvitað gat erfið haustveðr-
átta sett allar ásætlanir úr skorð-
um. Þægilegast hefði auðvitað
verið að fara sjóleiðis ffá Reykja-
vík til ísafjarðar. Um það var hins-
vegar ekki að ræða. Engin skips-
ferð féll þangað á næstunni. Ég
tók því þá ákvörðun, í samráði við
ráðunauta mína í ferðamálum, að
fara beinustu leið til Amgerða-
reyrar við Isafjarðardjúp og taka
svo flóabátinn Fagranes þaðan og
til ísafjarðar.
Það var sjálfgefið að taka sér
náttstað á Kinnarstöðum i Þorska-
firði en þar hafði Júlli sína enda-
stöð. Á Kinnarstöðum bjuggu
þrjár systur, allar nokkuð við ald-
ur. Annað heimilismanna var þar
ekki. Þama ráku þær systur gist-
ingu og greiðasölu af miklum
myndarskap. í því skyni höfðu
þær byggt skála þar skammt ffá en
hann var aðeins opinn yfir sumar-
mánuðina. Á öðrum árstímum létu
þær bæjarhúsin nægja. Mjög var
liðið á kvöld er í Kinnarstaði kom.
Við Júlli urðum einu næturgestim-
ir þar að þessu sinni. Okkur var
tekið tveim höndum. Ekkert
minnti á að við væmm staddir á
veitingastað heldur á ósköp venju-
legu sveitaheimili. Um það sann-
færðist ég enn betur þegar ég
vaknaði morguninn eftir við það,
að mér var fært kaffið á sængina.
Bærilega byrjaði nú ferðalagið.
Næsti áfangasaður var Am-
gerðareyri. Ég hafði samið um það
við Magnús Ingimundarson,
hreppstjóra í Bæ í Króksfirði, að
flytja mig á hestum norður í miðja
Þorskafjarðarheiði á móti bíl, sem
þangað ætlaði að reyna að klöngr-
ast effir mér. Um 10-leytið kom
svo fylgdarmaðurinn ffá Magnúsi
i Bæ og við stigum á bak gæðing-
unum. Þeir reyndust nú raunar
ekki miklir gæðingar en kom ekki
að sök því þegar upp úr Þorska-
firðinum kom varð ekki farið
nema fetið.
Effir fjögurra tíma reiðtúr
mættum við hressilegum manni í
vörubíl. Það reyndist vera Þórhall-
ur Halldórsson á Amgerðareyri,
kominn til að flytja mig til manna-
byggða. Jóni bróður hans kynntist
ég á Laugarvatnsámm okkar. Við
Þórhallur skröngluðumst nú norð-
ur af heiðinni, niður Langadal og
til Amgerðareyrar. Á Amgerðar-
eyri var staðarlegt um að litast,
enda gamalt höfúðból og verslun-
arstaður. Halldór bóndi tók mér
með kostum og kynjum og er
skemmst af því að segja, að við
sátum á tali ffam á rauða nótt.
Þurfti hann margs að spyija úr
Skagafirðinum og varð einkum
tíðrætt um hesta. Sagðist ekki vita
betri skemmtun en þá, að vera í
góðum félagsskap á góðum hest-
um. Það þótti mér viturlega mælt,
eins og fleira, sem Halldór sagði.
Nú stóð þannig á ferðum flóa-
bátsins Fagraness, að hans var
ekki von fyrr en á föstudag. Þasð
vissi ég raunar fyrir. Hlaut ég því
að vera dag um kyrrt á Amgerðar-
eyri og var það svo sannarlega
neyðarkostur. Milli þess, sem ég
spjallaði við Halldór bónda, naut
hinna rausnarlegustu veitinga í
mat og drykk, skipulagði ég
fundahöldin næstu daga í samráði
við kaupfélagsstjórana á viðkom-
andi stöðum.
Loks föstudaginn 19. okt. kl. 6
síðdegis, kom svo Fagranesið.
Engin bryggja var á Amgerðar-
eyri, Halldór sagði að peningum
hefði verið veitt til bryggjugerðar
fyrir tveimur árum en bryggjan
ókomin enn. I ffægu kvæði effir
ísleif Gíslason á Sauðárkróki seg-
ir svo: „Þar er bryggja, sem bilar
ei, byggð úr gijónum“ og átti þá
við bryggjuna á Sauðárkróki. En á
Amgerðareyri var ekki einu sinni
gijónabryggja. Fór ég því með
báti út að Fagranesinu. Fyrsti við-
komustaðurinn var Reykjanes. Þar
var kýr tekin um borð og höluð í
trossu út í skipið. Tókst þá ekki
betur til en svo, að kýrin rann úr
trossunni og steyptist í Isafjarðar-
djúpið. Sennilega var það fyrsta
sjóbaðið hennar og var þá að því
leyti jafnt á komið með okkur
þessum tveimur farþegum, að ég
haföi aðeins einu sinni synt í sjó.
Önnur tilraun tókst betur.
Næsti viðkomustaður var
Melgraseyri, þá Bæir á Snæfjalla-
strönd og loks Æðey. Til ísafjarð-
ar var komið kl. 11.30. Ketill Guð-
mundsson kaupfélagsstjóri ffá
Gufúdal tók á móti mér á bryggj-
unni og fylgdi mér til náttstaðar.
Ferðin ffá Reykjavík til ísafjarðar
haföi tekið mig fjóra daga.
-mhg
urteknar óskir fólks undanfarin
jól um upptöku á algengustu jóla-
sálmunum, einkum til að senda
vinum og vandamönnum sem
verða að vera erlendis á jólunum.
Islenskum jólasálmum er ætlað að
bæta úr þessari þörf.
Æfingar fyrir upptökuna hóf-
ust þegar að loknum jólum og
stóðu fram að upptöku í lok apríl.
Auk stjómandans, Guðmundar
Ómars Óskarssonar, naut kórinn
liðsinnis Guðrúnar Tómasdóttur
söngkonu við æfingamar. Guðni
Þ. Guðmundsson, organisti í Bú-
staðakirkju, lék á orgelið við upp-
töku, þannig að stjómandi gæti
stjómað söngnum óskiptur.
Ný skáldsaga
Steinunnar Sigurðardóttur
IÐUNN hefúr gefið út nýja
skáldsögu eftir Steinunni Sigurð-
ardóttur rithöfúnd. Nefúist hún
Siðsta orðið og er viðamikið
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
skáldverk þar sem höfundurinn
leikur sér listilega að máli og stíl.
í kynningu útgefenda á efni
sögunnar segir: Að landlæknis-
dótturinni glæsilegu, Öldu Ivar-
sen, standa sterkir stofnar val-
menna og kvenskömnga. Hér
stíga ættmenni hennar ffam á
sjónarsviðið, eitt af öðm, séð með
augum samferðarmanna sinna.
Þetta er mikill ættbogi, „þrútinn
af lítillæti, manngæsku og stór-
hug,“ er byrgir bresti sína og
leyndarmál bak við luktar dyr.
I þessari margslungnu skáld-
sögu Steinunnar Sigurðardóttur er
saga þessa fólks sögð í eftirmæl-
um, greinum og sendibréfúm héð-
an og að handan. Öll er sú saga
ofin ísmeygilegri kímni, nöpm
háði og einlægri samúð. Og eins
og oft gerist i eftirmælum segir
það sem ósagt er látið einatt hálfa
söguna.
Úrval Ijóða
Gunnars Dal
Út er komin bókin Raddir
morgunsins, úrval ljóða eftir
Gunnar Dal, skáld og heimspek-
ing. Höfúndur er þjóðkunnur fyrir
ljóð sín, ffumsamin og þýdd,
skáldsögur og heimspekirit. Éftir
hann hefúr komið út fjöldi bóka.
Hin fyrsta var ljóðabókin Vera,
1949.
Gunnar hefúr ort jöfnum
höndum undir heföbundnum
hætti og órímað og lætur hvort
tveggja vel.
í aðfaraorðum segir Ólafur
Haukur Ámason:
„Tíðum er skammt milli
heimspeki og skáldskapar - og er
ekki undarlegt. Gott heimspekirit
getur nálgast að vera góður skáld-
skapur - jafnvel vel ort ferskeytla
- getur verið ágæt og fúllboðleg
heimspeki. Ég hygg, að hvergi
fallist heimspeki Gunnars og
skáldskapur hans innilegar í
faðma en í ýmsum ljóðum hans
órímuðum. Af þeirri snertingu
kviknar lifandi skáldskapur, þegar
best lætur tær og skýr og hefúr yf-
ir sér heiðríkju heilbrigðrar lifs-
sýnar.“
Bókin Raddir morgunsins er
192 blaðsíður.
Útgefandi er Æskan.
Hafnarfjarðarbær -
„ Lóðaúthlutun
Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóðum
fyrir einbýlishús á Hvaleyrarholti.
Umsóknarfrestur er til þriðjudags 11. desember n.k.
Eldri umsóknir þarf að endurnýja.
Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu bæjar-
verkfræðings, Strandgötu 6.