Þjóðviljinn - 05.12.1990, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 5. desember 1990 — 230. tölublað 55. árgangur
Sjálfstœðisflokkurinn
Veit ekki sitt rjúkandi ráð
Formanni og varaformanni Sjálfstœðisflokksins ber ekki saman um tilurð yfirlýsingarinnar um bráðbirgðalögin.
Þingflokksformaðurinn viðurkennir að hafa farið með rangt mál um afstöðu fjarverandi þingmanna
Formaður og varaformaður
Sjálfstæðisflokksins eru
ekki sammála um tilurð yfirlýs-
ingar þingflokks flokksins um
að greiða atkvæði gegn bráða-
birgðalögunum frá því á mið-
vikudaginn var. Varaformaður-
inn Davíð Oddsson telur fráleitt
að hugmyndin hafi verið sín, en
formaðurinn Þorsteinn Pálsson
segir að þeir hafi unnið þetta
saman.
„Það er fráleitt," sagði Davíð
þegar hann var spurður, eftir fund
með forystumönnum VSI á
mánudag, hvort hugmyndin að
yfirlýsingunni væri frá honum
komin. „Eg er ekki einusinni í
þingflokknum," sagði Davíð; en
hann viðurkenndi, þegar hann var
spurður, að hann sæti einstaka
þingflokksfund.
Þorsteinn sagði í gær að hann
og Davíð hefðu haft samráð um
þetta mál fyrir þingflokksfundinn
og að þeir hefðu staðið saman um
yfírlýsinguna. „Það kemur varla
nokkrum manni á óvart,“ sagði
Þorsteinn. „Við höfðum rætt þetta
lengi.“ Þorsleinn sagði að þessi
hugmynd væri ekki komin ffá
einum ffekar en öðrum, þegar
honum var bent á að Davíð hefði
þvertekið fyrir að hugmyndin
kæmi ffá sér. Hann benti á að
engin formleg tillaga hafði verið
lögð fyrir nefndan þingflokks-
fund, heldur hefði afstaðan verið
rædd og menn verið sammála.
Þorsteinn taldi ekki ástæðu fyrir
þingflokkinn að funda sérstak-
lega um afstöðu þeirra sem ekki
sátu fundinn í síðustu viku, en
nokkrir þeirra hafa lýst sig and-
víga yfirlýsingunni.
Þingflokkurinn hefur enn ekki
komið saman til að ræða afstöð-
una. Ólafur G. Einarsson formað-
ur þingflokksins sagði að ekki
yrði fundur fyrir fund fjárhags-
og viðskiptanefndar um málið í
dag, en við því hafði verið búist.
Á blaðamannafúndi í síðustu viku
lýstu Þorsteinn og Ólafúr því yfir
að allir í þingflokknum stæðu að
baki yfirlýsingunni um að greiða
atkvæði gegn bráðabirgðalögun-
um og að um einróma álit væri að
ræða. Síðan hefúr komið í ljós að
þetta er alrangt, og viðurkenndi
Ólafúr í gær að hann hefði ekki
hafi samband við alla af þeim
fimm sem ekki sátu á þingflokks-
fundinum, en hefði talið sig viss-
an um hug þeirra. Hann viður-
kenndi að hann hefði ekki sagt
rétt frá á blaðmannafúndinum.
Aldrei var haft samband við Guð-
mund H. Garðarsson, Inga Bjöm
Albertsson og Eyjólf Konráð
Jónsson, en sá síðastnefndi fékk
frí ffá þingflokksfundinum um
hádegisbilið á þeim forsendum að
ekkert sérstakt væri á ferðinni.
Ákvörðun um þessa yfirlýsingu
hefúr því borið brátt að, nema að
henni hafi verið haldið frá þing-
flokksformanninum.
Um klukkan tvö í gær taldi
Ólafúr að fúndur yrði um málið í
þingflokknum fyrir nefndarfund-
inn, en síðar um daginn sagði
hann að fúndur yrði ekki fyrr en á
venjulegum tíma i dag. En um
daginn ræddi Ólafúr við Einar
Odd Kristjánsson formann VSÍ
sem ekki vildi tjá sig um hvað
hafði farið þeim á milli.
I gær birti DV skoðanakönn-
un þar sem ffam kemur að tæp 72
prósent kjósenda eru andvígir af-
stöðu Sjálfstæðisflokksins í þessu
máli. Einnig var könnuð afstaðan
til bráðbirgðalaganna sjálfra og
styðja þau rúm 65 prósent kjós-
enda samkvæmt könnuninni.
Bráðbirgðalögin, eða ffum-
varp til laga um launamál einsog
þau heita, verða afgreidd úr fjár-
hags- og viðskiptanefnd í dag og
tekin fyrir á fúndi í neðri deild Al-
þingis á morgun. Þar verður mælt
fyrir nefndarálitum, en fúndi síð-
an ffestað þar til á þriðjudag í
næstu viku, þar sem forsætisráð-
herra Steingrimur Hermannsson
getur ekki verið viðstaddur fúnd-
inn á morgun. Þetta upplýsti Ámi
Gunnarsson, Alfl., forseti neðri
deildar. -gpm
Davlð Oddsson borgarstjóri og varaformaður Sjálfstæðisflokksins vlgir hér bflageymslu undir ráðhúsi borgarinnar sem er I byggingu. Hann viður-
kennir ekki að hafa átt hugmyndina að yfiriýsingu þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að greiða atkvæði gegn bráðabirgöalögunum frá þvi (siðustu
viku, en að þessu hafa sumir leit getur. Mynd: Jim Smart.
Nesjavallavirkjun
Mistök upp á hálfan miljarð?
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi: Óttast að leggja þurfi í auka-
kostnað upp á hundruð miljóna vegna Nesjavallavirkjunar
Ottast er að leggja þurfi í
hundruða miljóna króna
kostnað vegna útfellingar í
vatni frá Nesjavallavirkjun, en
talið er að útfellingarefnin legg-
ist innan á leiðslur hitaveitunn-
ar. Orkustofnun varaði við
hættu á útfellingu fyrir nokkr-
um árum, en þær viðvaranir
munu ekki hafa borist til
stjórnar Hitaveitu Reykjavíkur.
- Mér finnst það ámælisvert
að viðvaranir Orkustofnunar um
hættu á útfellingu skuli ekki hafa
borist stjóm hitaveitunnar, segir
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfúll-
trúi Framsóknarflokksins og full-
trúi í stjóm veitustofnana.
Á fundi borgarráðs í gær lagði
hún til að skipuð yrði nefnd sér-
fræðinga til þess að gera úttekt á
útfellingarvanda vegna Nesja-
vallavirkjunar. Tillögunni var
frestað.
Vatnið í Nesjavallavirkjun er
upphitað ferskvatn. Þegar það
blandast jarðvarmavatni frá
Reykjum, fellur út kísill, mangan
og brennisteinn. Útfellingin
leggst svo innan á leiðslur.
Ekki er ljóst hve alvarlegt
þetta vandamál er, en mögulegt er
að leggja þurfi út í vemlegan
kostnað til þess að halda vatni frá
Nesjavallavirkjun aðskildu frá
Reykjavatni.
Útfelling er hluti af þeim
vanda sem hijáð hefur Reykvík-
inga í haust og felst í því að síur
við inntak í hús fyllast, einkum af
óhreinindum, en einnig vegna út-
fellingar.
Sigrún Magnúsdóttir segist
telja að ef vemleg vandræði em
fyrirsjáanleg vegna útfellingar sé
óhjákvæmilegt að ráðast í fram-
kvæmdir til þess að bæta úr því
þegar á næsta ári. Jafnvel er talið
að kostnaður við framkvæmdir
vegna þessa geti farið í hálfan
miljarð króna.
-gg
19dagar
til jóla
Stgúrbjörg Tinna Gunnarsdóttir, sjö
ára, teiknaði þessa skemmtilegu
jólasveinku.