Þjóðviljinn - 05.12.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Aðalfundur sérlevfishafa
7% fleiri með rútum
Arið 1989 varð 7% aukning
farþega hjá sérleyfíshöfum,
eftir stöðuga fækkun árin þar á
undan. Sérleyfíshafar hafa lagt
mikla áherslu á kynningu er-
lendis og telja að vaxandi fjöldi
eriendra ferðamanna með rút-
um sé afleiðing hennar.
Þetta kom fram nýlega á
Húsavík á aðalfundi Félags sér-
leyfishafa. Markaðsmálin eru
mjög í brennidepli, en auk þess
voru verðlagsmál og afkoma sér-
leyfishafa itarlega rædd. Talið er
nauðsynlegt að samræma afslátt-
arkjör sérleyfishafa og kanna
ífeicari möguleika á því sviði. Sér-
leyfishafar krefjast þess að öll
íyrirtæki í samgöngumálum sitji
við sama borð hvað varðar álögur
og skatta og þeim búið jafnræði
til samkeppni. Þeir benda á mis-
mun í aðflutningsgjöldum og toll-
um af hópferðabifreiðum og mis-
munandi aðstöðugjald fyrirtækja
innan samgöngugeirans og krefj-
ast jafhrar aðstöðu með tilliti til
þeirrar þjónustu og ferðatíðni sem
krarfist er af sérleyfishöfiim.
Fram kom á aðalfundinum
gagnrýni á nýja reglugerð um
gerð og búnað ökutækja og um
merki á skólabifreiðum.
Sérleyfishafar eru almennt
ánægðir með aðstöðuna hjá Bif-
reiðaskoðun Islands en telja
ámælisvert að skoðunargjald hafi
hækkað langt umfram annað
verðlag á tímum þjóðarsáttar.
Aðalfundurinn skoraði á
stjóm félagsins og Póst- og síma-
málastofhun að vinna að frekari
samræmingu sérleyfisaksturs og
póstflutninga, endurskoðun á
gjaldskrá og aðbúnaði varðandi
móttöku á pósti við pósthús um
allt land.
Ágúst Hafberg lætur nú af for-
mennsku í Félagi sérleyfishafa að
eigin ósk eftir 20 ára starf og nýr
formaður er Þorvarður Guðjóns-
son.
Útgerðarmenn rúmlega tvö þúsund smábáta hafa verið að fá f hendur yfirlitsblöð frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu sem sýna forsendur fýrir útreikningi afiahlutdeildar þeirra. Þeir sem vilja gera athugasemdir við þann út-
reikning, þurfa að koma athugasemdum sinum á framfæri við ráðuneytið eigi síðar en föstudaginn 14. des-
ember næstkomandi.
Alversmengun
Krafa íslands of ströng?
Cheryl Kirkland hjá Alumax: Island gerir kröfu um
mjög lágt brennisteinsinnihald rafskauta. Veit ekki
hvort hægt verður að fá slík skaut
Smábátasjómenn í vanda
Eg veit ekki hvort mögulegt
verður að fá rafskaut sem
innihalda aðeins tvö prósent
brennisteins. Það er mjög lágt
hlutfail, segir Cheryl Kirkland,
yfirmaður umhverfisdeildar
Mt. Holly, álvers Alumax í Suð-
ur-Karolínu. Kirkland og sam-
starfskona hennar hafa undan-
farna daga átt viðræður við
ýmsa aðila hér á landi vegna
fyrirhugaðrar byggingar álvers
á Keilisnesi.
Gert er ráð fyrir því að raf-
skaut sem notuð verða í fyrirhug-
uðu álveri á Keilisnesi innihaldi
ekki meiri brennistein en sem
nemurtveimurafhundraði. Þann-
ig er ráðgert að halda mengun
vegna brennisteinstvíildis (S02)
Fœðingarorlof
í nfu mánuði
Konum gefinn kostur á
hvíldarmánuði einum mán-
uði fyrir áœtlaðan fœðing-
artíma auk níu mánaða
fæðingarorlofs
Fjórar þingkonur Kvennalist-
ans í neðri deild Alþingis hafa lagt
fram á þingi frumvarp til breyt-
inga á lögum um fæðingarorlof
þannig að foreldrar sem gegna
launuðum störfum og eiga lög-
heimili á íslandi eigi rétt á níu
mánaða fæðingarorlofi frá fæð-
ingu barns í stað sex mánaða eins-
og nú er.
Auk þess er í frumvarpinu gert
ráð fyrir að bamshafandi konur eigi
rétt á fæðingarorlofi einum mánuði
fyrir áætlaðan fæðingardag auk
hinna níu mánaðanna. I greinargerð
með frumvarpinu segir að þessi
mánuður sé hugsaður sem hvíldar-
tími fyrir bamshafandi konur og
yrði óheimilt að bæta mánuðinum
við fæðingarorlofið eftir fæðinguna.
Fyrsti flutningsmaður frum-
varpsins er Sigrún Jónsdóttir vara-
þingmaður en hún tók sæti í fyrsta
sinn á Alþingi í vikunni.
I greinargerð með frumvarpinu
er staðhæft að á því leiki enginn vafi
að bættar aðstæður ungbamafor-
eldra skili sér margfalt til baka til
þjóðfélagsins i formi betra mann-
lífs, betri heilsu og færri félagslegra
vandamála.
-gpm
niðri, en það veldur súmun regns
og dauða plantna og fiska. Álver-
ið á Keilisnesi mun auka S02-
mengun frá íslandi um 60-90 af
hundraði, en íslendingar hafa
heitið því á norrænum vettvangi
og alþjóðlegum að fara varlega í
aukningu á losun þessa efnis.
Losun brennisteinstvíildis ffá
álveri fer eftir brennisteinsinni-
haldi rafskautanna sem notuð em
við framleiðsluna. Að sögn Kirk-
land má Mt. Holly ekki nota skaut
sem innihalda meiri brennistein
en sem nemur þremur af hundr-
aði. Rafskautin em framleidd á
staðnum. Kirkland segist ekki
vita hve hátt brennisteinsinnihald
þeirra er, en fullyrðir að það sé
innan leyfilegra marka. Ekkert
eftirlit er haft með losun brenni-
steinstviildis ffá álverinu.
Kirkland segir Ijóst að byggja
þurfi rafskautaverksmiðju vegna
álvers á Keilisnesi og telur að til
greina komi að hún verði byggð í
tengslum við Mt. Holly. Verði það
úr, má búast við að brennistein-
sinnihald skauta verði hærra en
ella, því að jafnaði innihalda
bandarísk og kanadísk rafskaut
meiri brennistein en skaut sem
ffamleidd em annars staðar. Auk
þess er almennt talið að brenni-
steinsinnihald rafskauta muni fara
hækkandi á næstu ámm.
Því er meðal annars spáð í
júlíhefti blaðsins Joumal of me-
tals að þetta verði vaxandi vanda-
mál áliðnaðarins á næstu ámm.
Cheryl Kirkland segir að líf-
ríkið umhverfis Mt. Holly hafi
ekki borið skaða af sambýlinu við
álverið þar.
- Það hefur ekki verið sýnt
fram á að brennisteinstvíildi eða
flúor frá Mt. Holly skaði um-
hverfið, svo mér finnst ekki nauð-
synlegt að setja upp vothreinsi-
búnað vegna brennisteinsins. Það
er mjög dýrt miðað við hveiju það
skilar, segir hún.
Þess má geta að í Noregi er
þess krafist að álver hreinsi
brennisteinstvíildi úr útblæstri
sínum vegna áhrifa þess á um-
hverfið. Slíkur búnaður getur
hreinsað allt að 90 prósent brenni-
steinsins úr útblæstrinum, en
hann er mjög dýr. Talið er að það
muni kosta á annan miljarð króna
að setja hann upp við álver hér á
landi og tugi miljóna að reka hann
árlega. -gg
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Mikil óánægja er meðal smá-
bátasjómanna víðast hvar á land-
inu vegna kvótaúlhlutunar sjávar-
útvegsráðuneytisins til smábáta
fyrir komandi fiskveiðiár sem
gildir ffá áramótum og til ágúst-
loka 1991. Um áramótin taka enn-
fremur gildi nýju kvótalögin sem
afgreidd voru í hasti sem lög frá
alþingi síðastliðið vor og gilda
ótímabundið.
Af viðbrögðum smábátasjó-
manna að dæma, sem nú í fyrsta
skipti er úthlutað veiðiheimildum
með sambærilegum hætti og
stærri fiskiskipum, eru nokkrir
þeirra sáttir við sína úthlutun, ör-
fáir ánægðir, en fjöldinn allur er
óánægður. Jafnffamt eru dæmi
um aðila sem fá engan kvóta, en
eru með nýja báta sem hver kost-
ar um tíu miljónir króna. Fái þeir
ekki leiðréttingu sinna mála er
ljóst að þeirra bíður ekkert nema
gjaldþrot.
Það er því ekki nema von að
smábátasjómönnum sé heitt í
hamsi þegar þeir sjá það svart á
hvítu hvemig kvótamöskvinn
herðist að þeim hægt og sígandi
og takmarkar sjálfstæði þeirra og
veiðar. Af þeim sökum hafa smá-
bátasjómenn á Suðumesjum kraf-
ist þess að stjóm Landssambands
smábátaeigenda boði til allsherj-
arfundar með smábátasjómönn-
um af öllu landinu til þess að
heyra sjónarmið sem flestra á
kvótaúthlutuninni og hvaða áhrif
hún muni hafa á ffamtíð þeirra og
byggðarlaganna.
Engu að síður er talið að hlut-
deild smábáta í heildarþorskafl-
anum aukist úr 12,9% í 14,3% á
næsta ári, sem stafar fyrst og
ffemst af fjölgun bátanna sem eru
orðnir rúmlega tvö þúsund tals-
ins.
Hákarlinn
og sardfnan
En vandi smábátasjómanna
liggur ekki aðeins í því að afli
þeirra verður trúlega minni á
hvem bát en áður vegna kvótaút-
hlutunarinnar og skerðingar á
leyfilegum heildarafla. Hann
liggur einnig í því að stóm út-
gerðarfyrirtækin hafa á síðustu
missemm nánast elt uppi alla þá
sem einhverja tilburði hafa haft til
að selja væntanlega kvóta og boð-
ið þeim gull og græna skóga í
staðinn. Síendurteknar skerðingar
á heildarafla og afnám sóknar-
marksins er að sjálfsögðu erfiður
rekstrarbiti fyrir útgerðir stóm
togaranna og þeirra nýju. Eigend-
ur þeirra hafa bmgðist við með
því að sanka að sér smábátakvóta
eftir að framboð á kvóta annarra
útgerðarflokka hefur minnkað til
muna. I þessu sambandi er einnig
vert að minna á það að smábáta-
veiðar hafa frá upphafi kvótans
verið mikill þymir í augum stór-
útgerðarmanna sem hafa haldið
því ffam að smábátamir séu að
taka afla ffá þeim.
Á það hefur verið bent að
í BRENNIDEPLI
Það er því ekki nema
von að smábátasjó-
mönnum sé heitt í
hamsi, þegar þeir sjá
það svart á hvítu
hvernig
kvótamöskvinn
herðist að þeim hœgt
og sígandi og
takmarkar sjálfstæði
þeirra og veiðar
þessi kvótakaup hefðu aldrei
komið til, hefði náðst samstaða
um það á þingi að ekki mætti færa
kvóta á milli smábáta og stærri
skipa. Þó svo að stóm útgerðar-
og fiskvinnsluíyrirtækin, sum
hver, þræti fyrir það að hafa notað
lán úr Atvinnutryggingarsjóði út-
flutningsgreina til að fjármagna
kaup á smábátakvóta, hefur að-
stoð sjóðsins og viðskiptabanka
þeirra, sem em ríkisbankar, engu
að síður auðveldað þeim kvóta-
kaupin.
Allt þetta brask með kvótann
er tilkomið vegna þeirrar tiltrúar
stjómvalda að ekki sé hægt að
minnka flotann nema því aðeins
að að sé að versla með kvótann og
á þann hátt verði komið við þeirri
nauðsynlegu hagræðingu í sjávar-
útveginum, eins og það er orðað.
En þessi margumrædda hag-
ræðing í útveginum hefur einnig
orðið til þess að í stað togaraút-
gerðar hefur smábátaútgerð vaxið
fiskur um hrygg víðast hvar. Enda
era dæmi um það á Suðumesjum
þar sem áður var togari hefur afl-
inn síður en svo minnkað, heldur
aukist ef eitthvað er með tilheyr-
andi fjölgun atvinnutækifæra í
landi. Sjálfir benda talsmenn
smábátasjómanna á það að and-
virði 100 smábáta sé til jafns við
það sem einn frystitogari kostar,
en á móti kemur að togarinn út-
vegar nokkrum tugum karla at-
vinnu og einhveiju skrifstofu-
fólki, á sama tíma sem þessi fjöldi
smábáta getur útvegað allt að
300-400 manns atvinnu i viðkom-
andi sjávarplássi. Fækkun smá-
báta, ef af verður, getur því leitt til
atvinnuleysis og óáranar fyrir þau
sjávarpláss sem eingöngu hafa sitt
viðurværi af þeirri útgerð. Þó svo
að stjómvöld muni koma þessum
plássum til aðstoðar þegar í óefni
er komið, mun það seint bæta hið
sálræna tjón sem hlýst af því að
verða hálfgerður þjóðarómagi,
sem íbúar þeirra byggðarlaga
þekkja hvað einna best sem það
hafa upplifað.
y
Ný reglugerð
Sjávarútvegsráðherra kynnti á
dögunum nýja reglugerð um veið-
ar í atvinnuskyni sem byggir á
margumræddum kvótalögum frá
því í vor. Fyrir utan kvóta á smá-
báta, afnám sóknarmarksins og
fastrar aflahlutdeildar í staðinn,
gerir reglugerðin ráð fyrir því, að
heimilt verði að flytja 20% af
aflamarki hverrar botnfisktegund-
ar og úthafsrækju frá einu fisk-
veiðiári til þess næsta og 10% af
aflamarki humars og síldar.
Þá er botnfiskafli sem fluttur
er óunninn á erlendan markað
reiknaður með 20% álagi vegna
þorsks og ýsu, 15% vegna ufsa,
karfa og grálúðu, en 10% vegna
skarkola. Þá telst hálfur línuafli í
janúar og febrúar einungis að
hálfu til aflamarks.
Leyfilegur heildarafli á þorski
á næsta fiskveiðiári, sem lýkur í
ágústlok verður 245 þúsund tonn,
40 þúsund tonn af ýsu, 65 þúsund
tonn af ufsa, 55 þúsund tonn af
karfa, 30 þúsund tonn af grálúðu,
7 þúsund tonn af skarkola og 25
þúsund tonn af úthafsrækju.
-grh