Þjóðviljinn - 18.12.1990, Page 4
ÞJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Þrautseigir þriöjungar
Þriðjungur þeirra sem styðja Alþýðuflokkinn eru haldnir
þeirri ranghugmynd að (slendingar séu í Evrópubandalag-
inu. Þessi afhjúpun á þekkingargrunni birtist í síðustu viku
í þjóðmálakönnun á vegum Félagsvísindastofnunar Há-
skóla íslands sem gerð var 2,- 8.nóv. sl. Til samanburðar
má geta þess að 6% stuðningsmanna Alþýðubandalagsins
sögðu í sömu könnun að l’sland væri aðili að EB. Það hef-
ur valdið heilabrotum margra, að þrátt fyrir óvenjumikla
umfjöllun í fjölmiðlum um Evrópumálin að undanförnu töldu
í heild 21% að svo væri og munar þar mestu um að 18%
kjósenda Kvennalista, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks miða við þennan raunveruleika, að þeir séu íþúar í
Evrópubandalaginu.
Fróðlegt væri að vita, hvort almenn þekking stuðnings-
manna Alþýðuflokksins um fleiri stórpólitísk mál er yfirleitt
af þessari stærðargráðu. Þrautseigjan í afstöðu flokks-
manna gagnvart ýmsum öðrum málum gæti þá skýrst
nokkuð.
En þrautseigu þriðjungarnir eru fleiri. Staðfestingin á yf-
irburðaþekkingu stuðningsmanna Alþýðubandalagsins um
þennan þátt þjóðmálanna kom fram í könnun sem fyrst og
fremst snerist um afstöðu almennings til landbúnaðar. Og
þar kom í Ijós, að 30,5% voru fylgjandi innflutningi á sam-
bærilegum landbúnaðarvörum og hér eru framleiddar. Lítið
virðist því hafa breyst frá því í könnun Hagvangs árið 1988,
þegar 29,7% vildu frjálsan innflutning á búvörum. Tæpur
þriðjungur þjóðarinnar gæti því virst nokkuð harður í þeirri
afstöðu sinni að telja núverandi innflutningstakmarkanir
óæskilegar. Og hlutfall innflutningssinna fer upp í 40,4%, ef
gert er ráð fyrir því að innfluttar landbúnaðarvörur yrðu
ódýrari en íslenskar.
En ein athyglisverðasta niðurstaða þjóðmálakönnunar-
innar er hins vegar sú umhyggja þjóðarinnar fyrir landbún-
aði og byggð í dreifbýli, sem birtist þegar þreifað er á því
hvort fólk vilji fórna einhverjum byggðum gegn því að fá í
búðirnar erlendar landbúnaðarafurðir. Aðeins 16,1% telja
innflutning æskilegan, ef það kostar byggðaröskun og
samdrátt í íslenskum landbúnaði. Sú staðreynd, að tæp
77% aðspurðra vilja standa vörð um íslenskan landbúnað
og byggðirnar, fremur en að hætta á byggðaröskun í kjölfar
aukins innflutnings matvæla, hlýtur að stappa stálinu ræki-
lega í þá sem vinna að landbúnaðar- og byggðamálum og
leið verða til leiðbeiningar fyrir stjórnmálamenn um vilja
fólksins í landinu. Aðeins rúm 7% fólks eru óviss eða hlut-
laus í þessu efni og vafasamt er aö svo skýrar línur fáist í
mörgum pólitískum ágreiningsefnum þessa stundina.
Afram, Rígólettó
Rígólettó þekkir manna best þau vandræði sem geta
stafað af því að standa frammi fyrir misvitrum yfirvöldum.
Honum kemur því sennilega ekkert á óvart, að borgarstjór-
inn í Reykjavík rjúki ekki til og greiði leið hans á fjalir ís-
lensku óperunnar núna. Þegar átti að frumsýna þessa vin-
sælu óperu Verdis árið 1851 gátu opinberir aðilar heldur
engan veginn skilið mikilvægi þess að sviðsetja í þessum
tónlistarbúningi leikrit Victors Hugo. Ekki var þó um að
kenna aðgát í meðferð fjármuna, heldur þótti í verkinu full-
lítil virðing borin fyrir höfðingjum og kóngafólki. Á endanum
var lausn fundin með því að flytja söguþráðinn frá frönsku
hirðinni og til heimkynna hertogans af Mantúa.
Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í síðustu viku, hefur ís-
lenska óperan skarað fram úr t.d. Sinfóníuhljómsveit ís-
lands og Þjóðleikhúsinu varðandi það að láta tekjur standa
undir kostnaði. Óperan hefur sótt hlutfallslega minna til rík-
isins, og vegna mikillar fórnfýsi og útsjónarsemi treystir
hún sér til þess áfram.
Auðvitað á Reykjavíkurborg að taka því fagnandi að hér
skuli fólk bjóðast til að halda úti óperustarfi á heimsmæli-
kvarða og með ólíkindum að forráðamenn borgarinnar hafi
ekki beinlínis boðið (slensku óperunni stuðning. Slíku á
ekki að þurfa að blanda saman við afskipti borgarinnar af
Leikfélagi Reykjavíkur. Ríkisvaldið hefur þegar lagt sitt af
mörkum. Það verður einkennilegt stef við skrauthýsastefnu
borgarinnar ef hún reynir að þagga niður í íslensku óper-
unni núna, með aðgerðaleysi sínu. Nema hún vilji breyta
söguþræöinum?
Guðmundar
sagajaka
„Baráttusaga" heitir seinna
bindið af minningum Guðmundar
J. Guðmundssonar sem Omar
Valdimarsson hefur skráð. Þar
segir Guðmundur ífá hlutskipti
sínu í verkalýðshreyfingu, Al-
þýðubandalagi, í samningaþrefi
og á þingi sl. þijátíu ár.
Þegar blaðað er í pólitískum
endurminningum þá spyr lesand-
inn sjálfan sig að því, hvað er hér
nýtt, eða hvaða túlkun atburða er
hér eftirtektarverð? Og í þessum
pistli hér skulu skoðuð eins og tvö
eða þijú dæmi.
Hannibal og
sósialistar
Það er t.a.m. ffóðlegt að lesa
frásögn Guðmundar af ffamboðs-
málum Alþýðubandalagsins 1967
sem náðu suðupunkti á svoneftid-
um Tónabíósfundi. Guðmundur
var þá í uppstillingamefnd og
vissi hveiju fram fór. Túlkun hans
er um margt þörf leiðrétting á
þeirri mynd sem fylgismenn
Hannibals hafa gefið af þessum
tíðindum en þeir segja að þama
hafí kommar með sinu offorsi
hrakið frá sér góða jafnaðarmenn
(með því að setja ekki Jón
Baldvin í öruggt sæti í Reykja-
vík). Guðmundur minnir á sekt
Hannibalsmanna í þessu máli:
þeir höfðu mjög egnt sósíalista til
reiði með því að þæfast eftir fong-
um gegn því að Magnús Kjartans-
son færi á þing, þeir vildu ráða
því sjálfir hver úr hópi sósíalista
leiddi listann í Reykjavík. Eftir á
að hyggja segir Guðmundur að
báðir séu sekir: Hannibalistar sem
þæfðust gegn Magnúsi (og höfðu
áður þreytt menn á ítrekuðum úr-
slitakostum í hveiju málinu af
öðm) og sósíalistar fyrir að „setja
fulltrúa Hannibals út“.
Þegar
Einartalar
Sjálfúr er Guðmundur í þess-
um málum í tvíbentri afstöðu
miðjumannsins. Hann segir um
þessi átök: „Þama tókust á ann-
arsvegar þeir sem vildu stofna
víðfeðman verkalýðsflokk og
hinsvegar menn með þrengri
flokkssjónarmið“. Sjálfúr hefur
hann í raun og veru samúð með
báðum sjónarmiðum. Hann vill
vafalaust „víðfeðman verkalýðs-
flokk“, en um leið sér hann eftir
Sósíalistaflokknum gamla. Þegar
hann kveðst síðar hafa verið orð-
inn þreyttur mjög á argaþrasi í Al-
þýðubandalaginu segir hann: „
Kannski ég hafi verið um of mót-
aður af fortíð minni í Sósíalista-
flokknum þar sem var agi og
skipulag. Línan var alltaf klár -
eða eins og Kristinn E. Andrésson
sagði einhvemtíma: Ég vil helst
hafa fúndi þannig að Einar Ol-
geirsson tali einn.“ ( Hann sagði
reyndar: Mér finnast þeir fúndir
bestir þegar allir þegja nema Ein-
ar).
Róttæklingar
ogvericó
Annað mál: þegar Guðmund-
ur lýsir því hvemig hann fer að
kunna æ verr við sig innan Al-
þýðubandalagsins, hefúr hann
bersýnilega mjög í huga unga rót-
tæklinga af svonefndri 68 kyn-
slóð. Það hefúr farið mjög fyrir
bijóstið á honum að þetta lið
skaut mjög hart á alla „verkalýðs-
brodda“, lagði mikið púður í að
verkalýðshreyfíngin væri ónýt og
svikin og henni að kenna að ekki
var stikað hratt fram til hins góða
sósíalisma. Sjálfir hafi þessir
menn svo gert sín hagsmunafélög
að „kaupkröfuklúbbum sérmennt-
unarhópa“ og látið verkalýðsfé-
lög láglaunamanna ein um að
beijast fyrir jafnrétti í þjóðfélag-
inu. Og af því að þetta fólk hafi
haft hátt í Alþýðubandalaginu
hafi þeim flokki mjög hnignað,
tengslin við verkalýðshreyfing-
una stórspillst og þar ffam eftir
götum.
Það er rétt hjá Guðmundi, að
það var mikil árátta hjá yngri rót-
tæklingum að skjóta á verkalýðs-
forystuna og gera til hennar
óraunsæjar kröfúr og Þjóðviljinn
fór ekki varhluta af þessu standi -
allt þar til hinir ofúrrótæku fengu
nýja trú, í þetta sinn á hina „sögu-
legu nauðsyn“ Evrópusammnans.
Það er líka rétt að hér er um að
ræða mál sem snerta tilvistar-
vanda flokka eins og Alþýðu-
bandalagsins (og við skulum þá
ekki einungis hafa ísland í huga).
Éturhver
úrsínum poka
En þar er ekki fyrst og ffemt
um að ræða „sekt“ einhvers tiltek-
ins flokks, í þessu dæmi Alþýðu-
bandalags. Meinsemdin liggur
ekki síst í þeirri þjóðfélagsþróun
sem sundrar verkalýðshreyfing-
unni og klýfúr hana niður í „kaup-
kröfuklúbba“ þar sem samstaðan
nær ekki út fýrir hópinn og hver
og einn hugsar meira um um að
aðrir ,4iái okkur ekki“ í kjörum en
allt sem jöfnuður heitir. Og hér er
alls ekki um að ræða mennta-
mannahópa fyrst og fremst, þetta
er út um allt, allsstaðar þar sem
„starfsréttindi“ koma við sögu.
Eða „sérstök ábyrgð“. Guð-
mundur segir sjálfúr hremmilega
sögu af því, að þegar þeir Dags-
brúnarmenn voru að gleðjast yfir
því að hafa fengið orlofsdögum
fjölgað úr 18 í 21, þá kom inn
öskuvondur trúnaðarmaður af
vinnustað sem hafði fengið 21
dag áður og fékk nú ekki viðbót
og sagði: „Þið höfðuð það af að
stela af okkur þrem orlofsdög-
um!“
Makalaus saga reyndar. Og
sýnir vel það sem um ræðir:
launamannasamtök eru mjög
sundruð innbyrðis, og enginn pól-
itískur flokkur hefúr mátt til að
smíða úr þeim andstæðum skyn-
samlega samstöðupólitík. Hann
getur að vísu lagt þær línur en get-
ur ekki fylgt þeim eftir. Vegna
þess að samnefharinn er ekki til
lengur, og líka vegna þess að
verkalýðshreyfingin er löngu búin
að sveia öllum flokkum, segist
ekkert vilja af „pólitískri forræð-
ishyggju" vita, hún segist barasta
vera „fagleg". Og einhvemveginn
tekst verkalýðshreyfingunni
sjálfri ekki að koma heim og sam-
an faglegheitunum og jafnaðar-
kröfúnni. Nema síður sé.
ÁB.
ÞJOÐVIUINN
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur
Þorieifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthiasson,
Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn
Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gfslason, Sævar
Guðbjömsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrtfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigrlöur Sigurðardóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Útbrelðslu- og afgreiðslustjórl: Hrefna
Magnúsdóttir.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir,
Þorgerður Sigurðaraóttir, Þórunn Aradóttir.
Bllstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar:
Siðumúla 37, Rvik.
Simi: 681333.
Símfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Öddi hf.
ferö f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
kskriftarverð á mánuðl: 1100 kr.
4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. desember 1990