Þjóðviljinn - 18.12.1990, Síða 6

Þjóðviljinn - 18.12.1990, Síða 6
ERLENDAR FRETTIR Þvskaland De Maiziere segir af sér Fullyrðingar um að hann hafi njósnað fyrir Stasi urðu honum að falli Lothar de Maiziere, síðasti forsætisráðherra Austur- Þýskaiands og leiðtogi kristi- legra demókrata þar, áður en sá flokkur sameinaðist bróður- flokknum með sama nafni í Vestur-Þýskalandi, lýsti því yflr í gær að hann ætlaði að segja af sér ráðherraembætti í stjórn Þýskalands og stöðu varafor- manns flokks kristilegra demó- krata. De Maiziere segist hafa ákveðið þetta vegna ásakana um að hann hafi um átta ára skeið njósnað fyrir austurþýsku örygg- isþjónustuna, Stasi, og einkum verið henni innanhandar um upp- lýsingar um starfsemi mótmæl- endakirkna. Hafa tímaritið Spieg- el o.fl. blöð birt frásagnir af þessu og haft þær eftir fyrrverandi Stasimönnum. Mál þetta hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi. De Maiziere, sem var lög- fræðingur og tónlistarmaður áður en hann komst í fremstu röð í stjómmálum, endurtók í gær fyrri fullyrðingar sínar um að hann væri saklaus af því sem á hann væri borið, en kvaðst hafa ákveð- ið að segja af sér til að koma í veg fyrir að málið yrði ríkisstjóminni og kristilegum demókrötum til óþæginda. Nú mun vera útséð um að de Maiziere verði í næstu ríkisstjóm Helmuts Kohl, leiðtoga kristi- legra demókrata og sambands- kanslara, sem búist er við að Albanía Viðræður stjórnar og stjórnar- andstöðu Talsmenn Lýðræðisflokksins, fyrsta stjórnarandstöðuflokks Albaníu eftir heimsstyrjöldina síðari sem stofnaður var fyrir tæ- pri viku, sögðust í gær vera von- góðir um að samkomulag tækist með þeirra flokki og kommún- istaflokknum um að koma á kyrrð í landinu. Fulltrúar Lýðræðisflokksins ræddu um helgina við Adil Carc- ani, forsætisráðherra, og eru þetta fyrstu viðræður stjómar og stjóm- arandstöðu þarlendis frá því að kommúnistar tóku þar völd í lok heimsstyijaldarinnar síðari. I við- ræðunum gaf Carcani í skyn, að stjómin liti ekki svo á að Lýðræðis- flokkurinn væri ábyrgur fyrir óeirðum, sem urðu í nokkrum borgum á fostudag og laugardag. Genc Polo, einn talsmanna Lýð- ræðisflokksins, sagði flokkinn ætla að leggja fram i dag umsókrí um Iöglega skráningu flokksins og myndu viðbrögð stjómarinnar við umsókninni sýna, hvort hún í al- vöru vildi samstarf við flokkinn. í umræddum óeirðum voru bíl- ar brenndir, verslanir rændar og ráðist á hús kommúnistaflokksins. Stjómin bældi óeirðimar niður með herliði og skriðdrekum og vom um 160 manns handteknir. Verða þeir bomir ákæmm um ólög- leg fúndahöld, rán, árásir og morð- tilraunir. Reuter/-dþ. mynduð verði í næsta mánuði. Aður hafði de Maiziere komið til greina í embætti dómsmálaráð- herra. Hann er ráðherra án ráðu- neytis í núverandi stjóm. Tveir austurþýskir stjóm- málamenn, sem hófúst til áhrifa eftir að kommúnistar létu af völd- um, hafa áður dregið sig i hlé af sömu ástæðum. Nú er talið að að- eins einn stjómmálamaður frá austurhluta landsins, Gúnther Krause að nafni, hafi einhveija von um að verða tekinn í næstu stjóm. Reuter/-dþ. De Maiziere - sagður hafa njósnað um mót- mælendakirkjur. Gorbatsiov á þióðfulltrúaþingi „Myrkraöfr ógna ríkiseiningu Búist er við að samþykktir þingsins verði forsetanum í vil, en Eystrasaltslýðveldin og Georgía neita að undirrita sambandslagasamning Míkhafl Gorbatsjov, Sovét- ríkiaforseti. flutti ræðu í íkhafl Gorbatsjov, Sovét- ríkjaforseti, flutti ræðu gær á nýsamankomnu þjóðfull- trúaþingi Sovétríkjanna. Sagði hann m.a. að ef þingið veitti honum þau auknu völd, sem hann fer fram á, myndi hann tryggja íbúum Sovétríkjanna næg matvæli, gera róttækar ráðstafanir gegn glæpum og stöðva átök milli þjóða. Að öðr- um kosti myndu „myrkraöfl“ sundra ríkinu. Æðstaráð Sovétríkjanna hefur þegar samþykkt að fela forsetan- um aukin völd og til þess að hann fái þau vantar nú aðeins staðfest- ingu þjóðfulltrúaþingsins. Það sit- ur að þessu sinni í tíu daga og er búist við að það staðfesti sam- þykkt æðsta ráðsins. Róttækir þingmenn og margir íhaldsmanna á þingi virðast sammála um það. Eigi að síður bar einn íhalds- samari þingmanna kommúnista- flokksins, Sazhi Umalatova, þeg- ar eftir að þingið var sett ffam til- lögu um að Gorbatsjov segði áf sér. Sakaði hún hann um að hafa komið raski á þjóðfélagið og auð- mýkt Sovétríkin með því að biðja um matvælahjálp erlendis frá. Til- lagan var felld með 1288 atkvæð- um gegn 426. Þykir það bera vott um að andstaðan við Gorbatsjov sé allútbreidd meðal íhaldssamra þingmanna. Gert er einnig ráð fyrir að þingið samþykki nýjan samning um sambönd miðstjómar og lýð- velda. Samkvæmt honum fá lýð- veldin í sumu aukna sjálfstjóm, en ákvarðanatökur um efnahags- og öiyggismál verða áffam í höndum miðstjómar. Ljóst er að sum lýðveldanna em mótfallin bæði auknum völd- um til Gorbatsjovs og nýja sam- bandslagasamningnum. Þing- menn Litháens mættu ekki áþing- ið í mótmælaskyni, armenska stjómin lýsti því yfir að hún myndi hundsa þingið algerlega og fulltúar Eistlands og Lettlands mættu aðeins til að hlusta á ræðu Gorbatsjovs og segjast ekki ætla að taka þátt í þingstörfúm að öðm leyti. Eystrasaltsríkin þijú og Ge- orgía hafa gefíð til kynna að þau muni ekki undirrita sambands- lagasamninginn. Reuter/-dþ. ANC setur úrslitakosti Affíska þjóðarráðið (ANC) tók herskáa afstöðu á þingi sínu í Jó- hannesarborg um helgina. Gaf þingið í skyn að samtökin myndu slíta undirbúningsviðræðum við Suður-Affíkustjóm ef stjómin hefði ekki „mtt úr vegi hindmn- um“ til að umræður gætu hafist um valdaskiptingu blakkra manna og hvítra fyrir lok n.k. aprílmánaðar. Sleppum aldrei Kúvæt íraksstjóm lýsti þvi yfir einu sinni enn í gær að hún myndi aldrei láta Kúvæt af hendi og neitaði að taka á móti James Baker, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, til samn- ingaviðræðna í Bagdað í síðasta lagi 3. jan., eins og Bandaríkja- stjóm vill. íraksstjóm vill að Baker komi ekki fyrr en 12. jan., en því hefúr Bandaríkjastjóm vísað á bug. Fá að áfrýja , Breskur dómstóll úrskurðaði í gær að sex menn, sem dæmdir vom til ævilangrar fangelsisvistar 1974 eftir að hafa verið úrskurðaðir sek- ir um sprengjutilræði í Birming- ham það ár, skyldu fá að áffýja dómum sínum vegna nýrra upplýs- inga í málinu, sem komið hefðu ffam. 21 maður fórst af völdum sprenginga þessara, sem talið er að írski lýðveldisherinn (IRA) hafi staðið að. Dómamir yfir „sex- menningunum í Birmingham1', eins og þeir dæmdu hafa verið kall- aðir, hafa lengi verið umdeildir. Morðingjar Mendesar dæmdjr Dómstóll í brasilíska fylkinu Acre í Amasonskógum hefúr dæmt búgarðseiganda nokkum og son hans til 19 ára fangelsisvistar hvom eftir að hafa fundið þá seka um að hafa myrt Chico Mendes, gúmsafnara og baráttumann fyrir umhverfisvemd. Var hann myrtur í des. 1988. Umhverfísvemdarsinn- ar sem viðstaddir vora réttarhöldin segjast gera sér vonir um að dóm- urinn sé merki um aukinn vilja yf- irvalda til að bjarga Amasonskóg- um. Enn ein minnihlutastjórn p Gorbatsjov - Eystrasaltslýðveldi og Armenía hundsa þingið. oul Schliiter, forsætisráð- herra Danmerkur, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að mynda stjórn með aðild tveggja flokka aðeins, íhaldsflokksins og Venstre. Ekki spá menn stjóm þeirri langlífi, enda kemur hún til með að hafa á bakvið sig aðeins 61 þingmann af 179, eða færri en nokkur þeirra fjögurra stjóma sem Schluter hefúr verið í forsæti fyrir frá því að hann varð forsæt- isráðherra 1982. Hann mun gera sér vonir um að hægri- og miðju- flokkar þeir, sem ekki verða með í stjóminni, veiji hana eigi að síður falli. Svíþióð Jafnaðarmenn á undanhaldi Samkvœmt niðurstöðum skoðanakönnunar um helgina er hægriflokkurinn kominn upp fyrirþá ífylgi iðurstöður skoðanakann- ana um helgina benda til þess að sænskir jafnaðarmenn séu nú fylgisminni en nokkru sinni fyrr frá því að kannanir á fylgi stjórnmálaflokka hófust þarlendis á sjöunda áratug. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar á vegum óháðrar stofnun- ar, SIFO, hafa jafnaðarmenn nú aðeins 27,5 af hundraði kjós- enda á sínu bandi. Hófsami sameiningarflokkur- inn, hægriflokkur Svía, nýtur samkvæmt niðurstöðum SIFO fylgis 31,1 af hundraði kjósenda. Utkoman fyrir hægri- og miðju- flokka í könnuninni var um 60 af hundraði en fyrir jafnaðarmenn og Vinstriflokkinn 35 af hundr- aði. Niðurstöður könnunar á veg- um annarrar stofnunar, sem einn- ig var gerð um helgina, urðu m.a. 30 af hundraði fyrir jafnaðar- menn, en hægrifokkurinn fylgdi fast á hæla þeim með 29 af hundr- aði. Jafnaðarmenn hafa um nokk- urt skeið verið á niðurleið í skoð- anakönnunum og era nú famir að óttast að þeir séu að missa forast- una í stjómmálum Svíþjóðar, sem þeir hafa haft í 58 ár. Ein af ástæðunum til þess hve mjög sígur nú á ógæfuhliðina fyr- ir sænskum jafhaðarmönnum er svæsin deila milli tveggja forastu- manna þeirra, Allans Larsson fjármálaráðherra og Stigs Malm, leiðtoga sambands iðnaðar- og verkamanna, sem til þessa hafa verið tryggustu kjósendur flokks- Allan Larsson, fjármálaráðherra Svla - deila hans við Stig Malm, einn áhrifamesta leiðtoga verka- lýðshreyfingarinnar, er óheilla- merki fyrir jafnaðarmenn. ins. Malm sakaði Larsson á fimmtudag um að hafa vitandi vits gert of mikið úr versnandi stöðu sænsku krónunnar til að knýja fram spamaðarráðstafanir, sem m.a. fela í sér að sjúkrabætur verkamanna vora skertar. Daginn eftir baðst Malm afsökunar á þessum ummælum, að sumra sögn til þess þvingaður af Larsson og Ingvari Carlsson, formanni flokksins og forsætisráðherra. Jafnaðarmenn era nú famir að horfa kvíðnir fram til næstu þing- kosninga, sem fara eiga frarn í sept. n.k. I síðustu þingkosning- um, sem fóra fram 1988, fengu jafnaðarmenn 43,2 af hundraði greiddra atkvæða. Reuter/-dþ. Ö.SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. desemb^r 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.