Þjóðviljinn - 18.12.1990, Side 7
Minningar
Eyjólfs á
Hvoli
Eyjólfur Guðmundsson bóndi
og rithöíundur á Hvoli í Mýrdal
(1870-1954) varð þjóðkunnur
maður er bók hans Afi og amma
kom út 1941. Á eftir fylgdu minn-
ingabækumar Pabbi og mamma,
Vökunætur og eigin ævisaga,
Lengi man til lítilla stunda. hin
nýja bók, Minningar úr Mýrdal,
tekur upp þráðinn þar sem henni
sleppir. Það er Þórður Tómasson
safnvörður í Slógum sem býr
verkið til prentunar. Bókin hefst
þar sem ungur kennari kemur til
starfs í æskubyggð 1893 og er
brátt einnig önnum kafinn í fé-
lagsmálum, langferðum, verslun,
bústörfum, fjölþættu lífi líðandi
stunda.
Hér er lýst sveit sem er að
vakna af svefni til nýrrar aldar og
framfara, sagt er ffá eftirminni-
legu fólki og margvíslegum ör-
lögum. Frásögnin einkennist af
notalegri glettni, mannlegri hlýju
og glöggri yfirsýn atburða. Þetta
er hluti af þjóðarsögu, hugþekk
og eflirminnileg heimild.
knattspyrnu
Sigmundur ö. bteinarsson
íþróttafréttamaður hefur skrifað
sögu heimsmeistarakeppninnar í
knattspymu er nefnist Italía '90 -
60 ára saga HM i knattspymu.
Bókin er fimmta bók höfundar, en
Fróði h.f. gefur bókina út.
í bókinni rekur Sigmundur
sögu þessarar einstöku keppni frá
upphafi, en fyrsta heimsmeistara-
keppnin var haldin í Umguay árið
1930. ítarlegust er umfjöllunin
um keppnina í Mexíkó 1986 og á
Ítalíu, sem haldin var í sumar.
Umfjöllun og framsetning er
mjög skipuleg og ljósmyndir,
skýringateikningar og töflur
skipa stóran sess á síðum bókar-
innar. Þá er fjallað um efitirminni-
lega atburði úr keppninni og
staldrað við litrikustu knatt-
spymukappana.
Sérstakir kaflar fjalla um þátt-
töku og frammistöðu íslenska
landsliðsins í heimsmeistara-
keppninni.
Stefán F. Hjartarson skrifar um bækur:
„Hugmyndafræðin flæktist
ekki fyrir þeim“
Þessir höfðu forystu ( málningarverkum: Lúðvik, Bjami, Jóhannes.
Helgi Guðmundsson. Þeir
máluðu bæinn rauðan. Saga
vinstri hreyfingar á Norð-
firði. Mál og menning 1990.
Það hlýtur að vekja mikla for-
vitni og eftirvæntingu að út er
komin bók um sögu vinstrihreyf-
ingar á Norðfirði (frá 1929 Nes-
kaupstaður). Ekki síst vegna þess
að saga vinstri manna er öðrum
þræði saga stórkostlegrar upp-
byggingar atvinnu- og félagslífs í
einu byggðarlagi, þar sem í for-
svari vom menn úr ysta væng
stjómmála. í stjórmála- og sagn-
fræði er Norðfjörður sérstakt fyr-
irbæri sem kallar á ítarlega um-
fjöllun. Hvemig stóð á því að
veldi Alþýðuflokks hnignaði á ör-
skömmum tíma og við tóku menn
úr Kommúnistaflokki Islands sem
öfluðu síðan Sósíalistaflokknum
meirihlutafylgi í bæjarsamfélag-
inu allar götur síðan 1946?
Þessari spumingu um hvemig
völdunum var náð og hvemig
þeim var viðhaldið reynir Helgi
Guðmundsson að svara i bókinni
Þeir máluðu bceinn rauðan. Saga
vinstrihreyfingar á Norðfirði, sem
Mál og menning gefur út. Höfund-
ur ólst upp sem bam á Norðfirði
þar til faðir hans, Guðmundur
Helgason sóknarprestur og sósíal-
isti, lést árið 1952. Helgi fer ekki
leynt með hvemig hann andaði að
sér þessu sjálfgefna sósíalíska
andrúmslofli og nær að bregða
upp lýsandi mynd af bæjarlífinu,
séð ffá sjónarhomi bamsins. Nöfn
eins og Einar og Brynjólfur þörfn-
uðust engra skýringa við hjá böm-
um sem vissu hvað merking orðs-
ins Flokkurinn var, það var að
sjálfsögðu Sósíalistaflokkurinn.
Eg las bókina bæði með aug-
um sagnffæðings og með augum
lesanda sem ekki vill þreytast á
óþarfa stagli um smáatriði. Það
skal strax upplýst að bókin er
mjög auðveld aflestrar, textinn er
vandaður, stöðugt upplýsandi og
hún er fyndin á köflum. Höfundur
segist ekki hafa samið vísindalegt
verk en það þolir vel að vera sett
undir mælistiku, þar sem athuguð
em staðreyndaval og túlkunar-
gæði. Bókin ber þess merki að
baksvið atburðanna hefur verið
vel kannað.
Heimildimar em m.a. hefð-
bundin fundargerðagögn ýmissa
félaga, bréfaskriflir, bæjarblöð,
síðustu rannsóknir í útgerðarsögu
bæjarins og síðast en ekki síst,
mörg viðtöl. Höfundur hefur varið
löngum stundum með þeim Lúð-
vík Jósepssyni og Jóhannesi Stef-
ánssyni og fléttast viðtöl þeirra
einkar haganlega inn í frásagnim-
ar. Viðtölin em ekki notuð i stað
skriflegra heimilda, sem stundum
vill brenna við í hraðsoðnum við-
talsbókum, heldur samhliða þeim.
Þetta gefur þeim meira gildi,
ágiskanir hverfa fyrir áreiðanlegri
frásögn og túlkun þátttakendanna
í atburðarásinni veitir innsýn í
hugarheim manna sem vom ger-
endur í orðsins fyllstu merkingu.
Höfundur er nærgætinn í umsögn-
um um menn og málefni án þess
að ganga framhjá viðkvæmum at-
riðum. Hvergi tel ég hann ósann-
gjaman. Það má telja gildismat
höfundar að þegar sjálfstæðis-
flokksmaðurinn Karl Karlsson tók
boði sósíalista 1938 um að gerast
bæjarstjóri þá var það vegna þess
„að Karl var laus við þá fordóma
sem ofl koma í veg fyrir að skyn-
samt fólk geti unnið saman“
(148). Höfundur geturþess að inn-
an bæjarstjómar unnu nokkrir úr
andstöðuflokkunum með í þeim
málum sem horfðu til heilla.
Þannig var háttað um Reyni Zo-
ega, bæjarstjómarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins.
Helgi lýsir kaupmannaveldinu
sem við var að etja af hálfu braut-
ryðjenda verkalýðshreyfingarinn-
ar.
Jónas Guðmundsson, forsp-
rakki Alþýðuflokksmanna á
Norðfirði, bar lengi vel ægishjálm
yfir alla í félagsmálum og bæjar-
pólitík. Jónas var með afbrigðum
afkastamikill, ritpenni góður, sem
sjá má af lestri blaðsins Jafnaðar-
maðurinn, sem hann ritstýrði og
enn má lesa sér til ánægju.
Til marks um völd hans og yf-
irburði þá fengu Alþýðuflokks-
menn hreinan meirihluta í bæjar-
stjómarkosningunum 1934, 222
atkvæði, en kommúnistar fengu
aðeins 28 atkvæði. Jónas Guð-
mundsson lét kjósendur vita að
hann gæti einungis sætt sig við
hreinan meirihluta Alþýðuflokks í
bæjarstjóm. Jóhannes Stefánsson
var 21 árs, Bjami Þórðarson og
Lúðvík Jósepsson báðir 20 ára.
Tilburðir hinna þriggja ungu
manna (stráka), sem á endanum
snem algerlega við öllu valdakerfi
vinstri flokkanna, virðast í fyrstu
hjákátlegir. Sósíalistaflokkurinn
varð hinn stærri og Alþýðuflokk-
urinn sá minni.
Mikilvæg trúnaðarstörf og
embætti hlóðust á Jónas, m.a.
þingmennska, og það kom að því
að gagnrýni hinna vökulu pilta
hitti f mark. Jónas var fram-
kvæmdastjóri Fóðurmjölsverk-
smiðjunnar og jafhffamt formaður
Verkalýðsfélagsins. Þegar til kom
að greiða verkafólki dagvinnu-
kaup fyrir eftirvinnu árið 1936,
sáu kommúnistar einstakt tæki-
færi til að koma höggi á Jónas.
Þeir skipuðu verkfallsnefnd eflir
að hafa boðað fund í Verklýðsfé-
laginu, en stjóm þess kom hvergi
þar nærri. Helgi skrifar: „Foringj-
ar kommúnista vom orðnir svo
sjóaðir og skólaðir í pólitísku
starfi að þar kom enginn lengur að
tómum kofunum. Þeir kunnu þá
list, sem aðrir léku ekki eftir, að
kalla fólk til fjöldafunda, ýmist í
eigin nafni, Verklýðsfélagsins eða
annarra. Rak hver fundurinn ann-
an og samþykkti fundur um eitt
málefni að stofna til fundar um
annað.“ (bls. 120) Jónas Guð-
mundsson réð ekki lengur at-
burðarásinni.
Helgi telur að þeir þrímenn-
ingamir hafi gert áætlun um
hvemig ætti að ná ítökum í bæjar-
samfélaginu og að ffamtíðarsýn
þeirra hafi í stómm dráttum ræst.
Hún fólst í því að tengjast allri
helstu félagsstarfsemi sem sköp-
um skipti, hafa fmmkvæði í fram-
faramálum og forðast áfengis-
notkun. Innan tíðar vom sósíalist-
ar komnir til áhrifa, í stúkunni, í
íþróttafélaginu, í verkalýðsfélag-
inu, í pöntunarfélaginu og í sam-
vinnuútgerðarfélaginu. Það eina
sem stóð óhreyft var Kaupfélagið
Fram, en þar var látið staðar num-
ið og samkomulag við ffamsókn-
armenn um þá stöðu mála.
Lykillinn að valdatökunni og
löngum valdatíma var ffamúrskar-
andi vel heppnuð verkaskipting
manna í floklaium. Á bls. 110-111
kemur úr samtímaskjölum skýrt
fram upphafið að rúmlega 40 ára
samstarfi þrímenninganna frá ár-
inu 1936.1 bókinni stendur: „Lúð-
vík átti að skoða fjármálapólitík-
ina í stærra samhengi, Bjami að
huga að orðum og efhdum í sveit-
arstjómarmálunum og Jóhannes
að kanna atvinnureksturinn. Lúð-
vik varð þingmaður, ráðherra og
einn áhrifamesti foringi sósíalista,
Bjami varð bæjarstjóri og helsti
forystumaðurinn á vettvangi
sveitarstjómarmála í Neskaupstað
og Jóhannes veitti forstöðu mikil-
vægustu samtökum og fyrirtækj-
um í bænum um áratuga skeið.“
Helgi kemur beint og óbeint
að orsökum sérstöðu Norðfjarðar i
hinu pólitiska mynstri þjóðarinn-
ar. Eiginlega verður „sérstaðan“
skiljanlegri og um leið og svarið
gefst verður minna úr réttmæti
þess að lýsa Norðfirði sem sér-
dæmi.
Valddreifingu forystumanna
sósíalista hefur verið minnst á. Öll
völd söfnuðust ekki á eina hönd
þótt innan eins flokks væri. Sósi-
alistar vom miklir gáfumenn, sem
höfðu gæfu til að höndla vand-
meðfarin völd til hagsældar fyrir
bæjarsamfélagið. Þeir vom ekki
kreddukenndir línumenn heldur
létu stjómast af hinu pólitískt
mögulega í samskiptum við aðra.
Helgi hittir naglann á höfuðið
þegar hann segir að „Hugmynda-
fræðin flæktist ekki fyrir þeim“
(bls. 175). En þeir höfðu félags-
legan áttavita sem beindi þeim inn
á brautir atvinnuuppbyggingar þar
sem persónuleg hagnaðarvon
stjómunarmanna vék fyrir hags-
munum stærri heildar. ítökin í
fiskvinnslu staðarins veittu ómæld
völd.'Stjóm hennar var í höndum
„heimamanna“. Þeir öfluðu sér
fylgismanna vegna framtaks og
fómfysi sem vakti aðdáun margra.
Þeir urðu að starfhæfum meiri-
hluta í bæjarstjóm, og gátu bent á
óstarfhæfan minnihluta. Lúðvík
var hinn ákjósanlegi „sendiherra"
Norðfirðinga í Reykjavík sem
stækkaði landhelgi heima- og
landsmanna! Alla tíð var það bæj-
arpólitíkin sem málefni sósíalista
snemst um, ekki atburðir heims-
mála. Þetta stuðlaði að gerð nokk-
urs konar brimgarðs sem hélt hol-
skeflum utanrikismála frá.
Höftmdur hefur afmarkað við-
fangsefni sitt við vinstri hreyfing-
una á Norðfirði og framkvæmir
það sem hann ætlaði sér. Eg hefði
kosið að hann hefði oftar lagt
lykkju á leið sína og reynt að bera
saman Norðfjörð við t.d. ísafjörð,
þar sem Alþýðuflokkurinn til loka
seinna striðs hafði meirihluta í
bæjarstjóm og viðamikla atvinnu-
starfsemi. Skýring Hannibals
Valdimarssonar á óskoraðri
valdastöðu Alþýðuflokks þar er sú
að flokkurinn hafi verið það rót-
tækur að ekkert pláss var fyrir
neina til vinstri við þá. En sam-
hent forysta gat áorkað miklu, eins
og saga þessara staða sýnir.
Við forystumönnum hinnar
pólitísku verkalýðshreyfingar
blasti vemleiki þar sem allt virtist
vanta, skólabyggingar, sundlaug-
ar, sjúkrahús, hafnaraðstöðu, raf-
væðingu, heitt vatn, heilnæmt
húsnæði, og fleira og fleira. Af-
nám kaupmannaveldis og við-
gangur verkalýðsfélaga hélst i
hendur. Velferðarkerfið var ekki
til staðar og margt sem okkur virð-
ist lítilfjörlegt nú á dögum var
mikið hitamál bæjarbúa. Úrlausn-
ar var víða þörf og á sjónarsviðið
birtust menn sem reyndust þess
umkomnir að hrinda í framkvæmd
hugsjónum sem áður virtust
óhugsandi. Þegar komið er að því
að starfa innan hins nýja kerfis,
við hin daglegu verkefni, getur
viðfangsefhið orðið leiðinlegra til
frásagnar. Því er ekki til að dreifa
í bók Helga. Hann rekur greinar-
vel hvemig rauðliðum vegnaði í
atvinnurekstri og hvemig almenn-
ar hagsveiflur þjóðfélagsins birt-
ust á Norðfirði. Þýðing sjúkrahúss
og skóla með heimavist fyrir
byggðarlagið er mikil. Tímabilið
sem frá greinir er ffá aldamótum
til loka síðasta áratugar. Verkfoll
vom fátíðari eftir að vinstri menn
náðu meirihluta í bæjarstjóm og í
atvinnulífinu. Höfundur segir ffá
þætti kvenna í félaglífinu og í
framboðsmálum. Lífskjarabylt-
ingunni upp úr seinna stríði er
lýst.
Bókin Þeir máluðu bœinn
rauðan er um 300 blaðsíðna löng
með fjölda mynda og nafnaskrá.
Frágangur allur er góður og prent-
villur nær engar. Engin eiginleg
heimildaskrá fylgir en oftast kem-
ur ffam hvaðan upplýsingamar
koma. Þess vegna er bókin einnig
nýtileg ffæðimönnum. Bókin er
fyrst og ffemst stíluð til þeirra sem
vilja víkka sjóndeildarhringinn,
skilja gangverk í bæjarstjómar-
pólitík og hina merku sögu þrí-
menninganna í nánu samspili við
bæjarbúa. Verkið er hvalreki á
Qömr þeirra
Dr. Stefán F. Hjartarson
ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7