Þjóðviljinn - 28.12.1990, Síða 1
Föstudagur 28. desember 1990 — 244. tölublað 55. árgangur
Hlutabréf
Seld fyrir um fimm miljarða
Skattaafsláttur sem veittur er vegna hlutabréfakaupa er aðalhvati. Ríflega helmings söluaukning á árinu. Verð bréfa á
þessum unga markaði hefur hækkað að jafnaði um 80 prósent á einu ári
Líklegt er að seld verði í ár
hlutabréf fyrir um 5 mil-
jarða króna. Þetta er ríflega
helmings aukning frá því í
fyrra, en þá voru hiutabréf seld
fyrir 2 miljarða. Þá er taiið að
um 15.000 manns muni nýta sér
skattaafslátt vegna hlutabréfa-
kaupa, en það eru þrefalt fleiri
en í fyrra.
Þetta sagði Agnar Jón Agústs-
son hagfræðingur hjá Fjárfesting-
arfélagi íslands, en hans fyrirtæki
líkt og önnur selja mun meira af
hlutabréfúm fyrir áramótin en á
öðrum árstímum.
Hlutabréfamarkaður er ungur
á íslandi, en það var árið 1984
sem fyrst var veittur skattafsláttur
vegna keyptra hlutabréfa á skatt-
árinu. Hjón sem í dag kaupa
Mannfíöldi
Meiri
fjölgun
en í fyrra
r r
Hagstofa Islands: Is-
lendingar 255.855
talsins 1. desember
síðastliðinn
Iw slendingum fjölgaði um
2.355 manns s.l. ár og hafa
jafnmargir ekki fæðst síðan á
árunum 1959, 1960 og 1963.
Hinn 1. desember voru lands-
menn 255.855 og þar af voru
karlar 128.381 og konur
127.474. íslendingum hefur
fjölgað um helming síðan á ár-
inu 1944. Þetta kernur fram í
fréttatilkynningu frá Hagstofu
Islands.
Fjölgunin í ár er meiri en árið
1989 eða 0,93 prósent í stað 0,72
prósenta. A árinu 1990 er útlit
fyrir að lifandi fædd böm verði
um 4.800 og er það um 100-200
hærri tala en árin 1988-89. Þá em
horfur á að fæðingartalan 1990
verði svo há að ekki hafi fleiri
fæst síðan á ámnum í kringum
1960. Hafa ber þó í huga að kon-
ur á bamsburðaraldri em miklu
fleiri nú en þá.
Útlit er fyrir að 700 fleiri
flytji frá landinu en til þess. I
fyrra vom það 1.100 manns, en á
ámnum 1987 og 1988 fluttust til
landsins 2.800 fleiri en fluttu
burt.
Fæðingartíðnin 1990 er hærri
en hún var 1983-89 og miðað við
það yrðu ófæddar kynslóðir um
12 prósent fjölmennari en kyn-
slóð foreldranna. En sé miðað við
fimm síðustu ár yrðu ófæddar
kynslóðir ekki nema 2 prósent
fjölmennari en kynslóð foreldr-
anna. -gpm
hlutabréf fyrir hámark 251.850
krónur fá þá upphæð dregna ffá
tgekjuskattsstofninum. Það þýðir
að 1. ágúst á næsta ári ættu þessi
hjón von á um 100.000 krónum til
baka frá skattinum. Afslátturinn
er því umtalsverður, sérstaklega
ef hlutabréfm em seld strax eftir
áramótin og útlagði kostnaðurinn
endurheimtur. Þeir aðilar sem
Þjóðviljinn ræddi við vom sam-
mála um að ekki væri mikið um
þetta þar sem fólk í ríkari mæli
verði sparifé sínu í hlutabréf.
Menn vom þó sammála um að að-
alhvati hlutabréfakaupa væri
skattafslátturinn.
í fyrra mynduðust biðraðir
fólks sem vildi kaupa hlutabréf
síðustu daga ársins, sagði Elvar
Guðjónsson sölustjóri verðbréfa-
deildar Kaupþings. „Salan er
mjög lífleg, en það er miklu ró-
legra yfir þessu en í fyrra þar sem
salan hefúr dreifst meira yfir ár-
ið,“ sagði Elvar, en hann sagði að
hjá sínu fyrirtæki hefði salan í ár
fimm- til sexfaldast. Agnar Jón
tók undir þetta og sagði að salan
jan-okt ár hvert væri öðm marki
brennd en þessa síðustu mánuði
ársins þar sem fyrr á árinu væri
fólk að horfa á ávöxtunarmögu-
leika hlutabréfa. En bréfin hafa að
jafnaði í ár hækkað um 80 pró-
sent, sagði Albert Jónsson hjá fyr-
irtækjasviði Landsbréfa. Hann
sagði að í flestum tilvikum væri
um að ræða langtímaspamað, þar
sem fólk ætti bréfin að jafnaði í 3-
5 ár._
A íslenskum hlutabréfamark-
aði er eftirspumin nú meiri en
framboðið og er það ásamt skatta-
afslættinum skýringin á 80 pró-
sent hækkun bréfa. Astæðan er
ekki svona mikið betri hagur fyr-
irtækjanna, taldi Agnar Jón, en
hann sagði, og hinir vom honum
sammála, að niðursveifla á mark-
aðnum væri óhjákvæmuleg. Það
er ekki óvenjulegt að þegar um
nýja markaði er að ræða þá hækki
verð bréfa þangað til jafnvægi er
náð, en þá má líka búast við
sveiflum.
Sérffæðingamir sem rætt var
við vildu þó engu um það spá
hvenær niðursveiflan hæfist, það
gæti gerst á næsta ári eða eftir 2-3
ár. Þeir töldu ómögulegt að spá
um það.
Við þessu bregst fólk með því
að kaupa hlutabréf í svo kölluð-
um hlutabréfasjóðum, en það em
sjóðir sem kaupa hlutabréf í fé-
lögum og ávaxta þannig fé þeirra
sem kaupa hlutabréf í sjóðnum.
Með því móti dreifist áhættan;
ávöxtunin verður ömggari, en
hugsanlega minni.
-gpm
ff/' Æmm&ÉÉkM
- ■ Ví" ^
Meiri snjór. - Starfsmenn snjóruöningstækja hafa haft nóg að gera við
að ryðja snjó af götum borgarinnar sem og starfsbræður þeirra víðast
annars staðar á landinu. Að öllum líkindum mun hann halda áfram að
snjóa hér sunnanlands I dag, en úrkomulaust verður fyrir norðan. Spáð
ersuðlægum áttum með lítilsháttar frosti. Mynd: Jim Smart.
Alþýðubandalagið Revkjavík
Svavar og Guðrún gefa kost á sér
ÆFR œtlar að skipa fulltrúa í kjörnefnd. Félagsfundi
Birtingar frestað
Þingmenn Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík, þau Svavar
Gestsson menntamálaráðherra
og Guðrún Helgadóttir forseti
sameinaðs þings, hafa ákveðið
að gefa kost á sér í forvali Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík,
að sögn Hails Páls Jónssonar
formanns kjörnefndar.
Stjóm Æskulýðsfylkingarinn-
ar í Reykjavík ákvað á fúndi sín-
um 21. desember að skipa fulltrúa
í kjömefnd ABR og hefúr ákveð-
ið að boða til félagsfundar fljót-
lega til að skipa fulltrúana.
Þá samþykkti stjóm ÆFR
ályktun þar sem segir m.a.: „Það
að öllum Alþýðubandalagsfélög-
um í Reykjavík, hvort sem þeir
em í ABR, Birtingu eða ÆFR, er
nú gert kleift að taka þátt f forval-
inu teljum við farsæla lausn á for-
valsmálum í Reykjavík.“
Kjartan Valgarðsson formað-
ur Birtingar sagði í gær að ákveð-
ið hefði verið að ffesta félags-
fundi Birtingar sem halda átti
laugardaginn 29. desember, en
enn væri óráðið hvenær íúndurinn
yrði.
„Þetta hefúr ekkert með pólit-
ík að gera. Við sáum einfaldlega
að menn væm pakksaddir eflir
jólin og famir að huga að áramót-
um, þannig að pólitík kæmist
varla að,“ sagði Kjartan.
Frestur til að tilnefna þátttak-
endur i forvalið rennur út kl. 17
föstudaginn 4. janúar 1991. Kjör-
skrá verður lokað miðvikudaginn
9.janúar 1991.
-Sáf
Tilkynningaskyldan
Togarar
tínastút
Aðeins fjórir togarar voru á
veiðum yfír jólahátíðina, en
strax í gær voru þeir farnir að
tínast út hver á fætur öðrum og
lætur nærri að 25-30 hafi þá ver-
ið á leið á miðin.
Samkvæmt upplýsingum ffá
Tilkynningaskyldunni vom hátt í
60 skip stór og smá á sjó í gær. Þau
smáu vom á Faxaflóasvæðinu „að
kíkja til veðurs“ eins og sagt er, en
einnig einhveijir að reýna að
grynnka á kvótanum og sumir að-
eins til að ná sér í góða soðningu
eftir stórsteikumar síðustu daga.
-grh