Þjóðviljinn - 28.12.1990, Qupperneq 3
FRETTIR
Það var þröng á þingi f vökinni fyrir framan Iðnó ( gær. Mynd Jim Smart
Tiörnin
Fuglalífið braggast
Varpajkoma anda skárri í ár en undanfarin ár. Gæsir urðu illa fyrir barðinu
á olíuslysinu í september
Hreppasameining
Ótvfræður
sameiningar-
vilji
Mikill meirihluti íbúa
Öxarfjarðarhrepps og
Presthólahrepps
ákveður að sameinast.
Mikill ávinningur af
sameiningunni
Það er greinilega ótvíræður
vilji íbúanna í Presthólahreppi
og Öxarfjarðarhreppi að sam-
einast og það er ljóst að ávinn-
ingurinn af því verður verulegur.
Okkur veitir ekki af því að taka
höndum saman, segir Ingunn St.
Svavarsdóttir, oddviti og sveitar-
stjóri Presthólahreþps, í samtali
við Þjóðviljann. \
íbúar hreppanna tveggja
greiddu atkvæði um sameiningu
síðast liðinn laugardag og varð
niðurstaðan sú að 166 voru með-
mæltir sameiningu, en 25 voru á
móti. Andstaðan gegn sameiningu
var mun meiri í Óxarfjarðarhreppi
en í Presthólahreppi.
Að sögn Ingunnar hefur þegar
verið ákveðið að nýi hreppurinn
skuli heita Öxarfjarðarhreppur.
íbúafjöldi hreppsins miðað við
fyrsta desember í fyrra verður 378
manns, en þess ber að geta að íbú-
um hreppanna hefúr fækkað á und-
anfomum ámm. Hreppamir tveir
og Kelduneshreppur eiga í sam-
vinnu á ýmsum sviðum, en íbúar
þess síðastnefnda tóku ekki þátt í
kosningunni um sameiningu.
Hreppamir munu hafa tals-
verðan ávinning af sameiningunni.
Öxarfjarðarhreppur er skuldlaus,
en Presthólahreppur skuldar tugi
miljóna, einkum vegna gjaldþrots
fyrirtækja á Kópaskeri. Við sam-
eininguna mun Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga yfirtaka skuldir
hreppsins, þannig að hinn nýi
hreppur verður skuldlaus að ári.
Auk þess mun tekjujöfnunarfram-
lag úr Jöfnunarsjóði aukast og nýi
hreppurinn mun fá þjónustufram-
lag úr sjóðnum. Loks má nefnja að
Jöfnunarsjóður mun greiða 70 pró-
sent af eðlilegum launum sveitar-
stjóra næstu fjögur árin.
Að sögn Ingunnar gera menn
sér einnig vonir um að stuðlað
verði að eflingu atvinnu í hreppn-
um og að samgöngur verði bættar.
-gg
f
Utivera
Skíðasnjóinn
vantar enn
Nœgur snjór er kominn
fyrir gönguskíðamenn.
Þorsteinn Hjaltason fólk-
svangsvörður segir að
herslumuninn vanti á til að
hægt sé að opna skíðalyft-
urnar í Bláfjöllum
Þvi miður vantar ennþá nokkuð
á að hægt sé að opna skíðasvæði í
nágrenni Reykjavíkur. Að sögn
Þorsteins Hjáltasonar fólksvang-
svarðar í Bláfjöllum er kominn
nægur snjór niðri við skála, en því
miður vantar snjó efst í brekkumar.
Þorsteinn sagði að þegar búið
yrði að ryðja veginn upp í BláQöll
væri því ekkert til fýrirstöðu að
þeir sem stunduðu gönguskíði
gætu mætt í fjöllin til að viðra sig.
Hann sagðist búast við að vegurinn
yrði mddur í dag ef veður leyfir.
- Ef það snjóar úr réttri átt í
kvöld gæti svo farið að við höfum
nægan snjó til að geta opnað skiða-
svæðið fyrir helgina, sagði
Þorsteinn í gær.
Fuglarnir á Tjörninni í
Reykjavík hafa öll skilyrði
til að þrífast ef ekki verður fyllt
frekar upp í Tjörnina, fuglun-
um verður tryggt friðað var-
pland í Vatnsmýrinni og vatns-
rennsli til Tjarnarinnar helst
óskert. Hins vegar er mögulegt
að minnkun varpstofna anda
stafi af því meðal annars að
rými þeirra hefur verið skert
verulega, bæði í Norðurtjörn og
í Vatnsmýrinni.
Þetta er mat Ólafs Karls Ni-
elsen og kemur frarn í skýrslu
hans um athuganir á fúglalífi við
Tjömina í Reykjavík á þessu ári.
I skýrslu Ölafs kemur fram að
varpstofnar anda hafa minnkað
marktækt miðað við tímabilið
1973 til 1981. Fækkunin er hlut-
fallslega mest hjá duggönd og
fækkar henni jafht og þétt. Hins
vegar hefúr skúfönd fjölgað mik-
ið.
Varpafkoma anda hefúr verið
mjög slæm í tvö ár af þeim þrem-
ur siðustu. Á þessu ári gekk varp
anda þó mun betur en á árunum
1988 og 1989. Árið 1988 komust
aðeins 62 ungar upp, en í ár vom
þeir 223. Afkoman í ár er í meðal-
Rækja
lagi miðað við tímabilið 1973-
1981.
Ólafúr telur að skýring betri
afkomu nú en undanfarin ár sé sú
að mý hefúr aukist í Tjöminni
siðan 1988.
Athuganir Ólafs sýna að grá-
gæsavarpið í Vatnsmýri var álíka
stórt og undanfarin ár. Hins vegar
urðu Tjamargæsimar illa fyrir
barðinu á olíumenguninni sem
varð á sundunum í lok september
vegna leka í leiðslu Olís við
Laugamestanga. Að sögn Ólafs
sáust að minnsta kosti 25 gæsir
ataðar olíu.
Kríuvarp hefúr sjaldan verið
jafn stórt og í ár.
Samkvæmt athugunum Ólafs
virðast kettir vera nokkuð af-
kastamiklir við ungadráp og vom
um fimm kettir við Tjömina alla
daga. Þeir ná ungum með því að
liggja í leyni og grípa þá þegar
þeir koma upp að bakkanum til að
éta eða hvílast. Sílamáfúr drepur
einnig unga og í september fúnd-
ust ummerki eftir mink í stóra
hólma Norðurtjamar. Sá hafði
meðal annars étið fúllvaxinn æð-
arunga.
-gg
Bráðabirgðalögin
Heimssam-
band kennara
kærir
Heimssamband kennarafé-
Iaga hefur kært ríkisstjórn ís-
lands til Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar í Genf vegna
bráðabirgðalaganna sem sett
voru á kjarasamning BHMR í
ágúst. Heimssambandið kærir
fyrir hönd Hins íslenska kenn-
arafélags og tekur undir öll at-
riði í kæru BHMR til stofnunar-
innar.
í kæm heimssambandsins til
Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
er rakinn aðdragandi þess að ríkis-
stjómin setti bráðabirgðalög á
kjarasamninginn sem BHMR og
ríkið gerðu í maí í fyrra.
Heimssambandið leggur sér-
staka áherslu á einhliða riflun lög-
legs kjaramsamnings með beitingu
bráðabirgðavalds, sem sambandið
telur að standist alls ekki ákvæði
98. greinar samþykktar Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar um
fijálsan samningsrétt.
-gg
Tap í miklum afla
Á sama tíma og rœkjuaflinn stefnir í að verða 30 þúsund tonn nemur
tap rækjuverksmiðja um 18,2%
Asama tíma og allt útlit er
fyrir að rækjuaflinn verði
mjög góður, eða um 30 þúsund
tonn í ár, hefur rekstur rækju-
vinnslu versnað til muna og er
svo komið að tap verksmiðj-
anna nemur um 18,2%, sam-
kvæmt Þjóðhagsstofnun.
Að mati Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda eru helstu
ástæðúr fyrir því hvemig komið
er þær, að markaðsverð á pillaðri
rækju hefúr lækkað um heil 15%,
meira framboð af kaldsjávarrækju
en verið hefúr vegna meiri veiða
hjá Grænlendingum og Norð-
mönnum, harðnandi samkeppni á
mörkuðum við heitsjávarrækju og
síðast en ekki síst hærri hráefnis-
kostnaður verkmiðjanna en verið
hefúr. Auk þessa hefúr verðjöfn-
unargreiðslum til rækjuvinnsl-
unnar verið hætt úr Verðjöfnunar-
sjóði fiskiðnaðarins.
Hinsvegar hefúr sala á hörpu-
diski aukist allverulega frá því
sem var eflir að Bandaríkjamark-
aðurinn hrandi og þá aðallega til
Frakklands. Jafnffamt hefúr
markaðsverð hörpudisks hækkað
sem og hráefnisverð með sam-
komulagi í Verðlagsráði.
Líklegt er talið að framleiðsla
pillaðrar rækju verði um 8.500
tonn í ár og verðmæti hennar geti
orðið um 4,3-4,5 miljarðar króna.
Að viðbættu verðmæti frystrar
rækju í skel og hörpudisks er
áætlað að heildarverðmæti rækju-
og hörpudiskafúrða getu mumið
allt að 6,5 miljörðum króna á
þessu ári.
Sé borið saman hlutfall ffam-
leiðsluverðmætis þessara afúrða á
síðasta ári við loðnu- og síldaraf-
urðir í sjávarvöraframleiðslunni í
heild, kemur í ljós að rækju- og
hörpudiskafurðir vora um 10,1%,
loðna 7,8% og síld 3,8%.
Um miðjan næsta mánuð
verður ákveðið í Verðlagsráði
sjávarútvegsins nýtt hráefnisverð
á rækju upp úr sjó. Síðastliðið
haust var verðið lækkað um 5%
sem kaupendum þótti vera of lítið
miðað við lækkandi markaðsverð
og að innstæður í Verðjöfnunar-
sjóði vora tæmdar.
Að áliti Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda verður að
lækka hráefnisverð á rækju enn
ffekar, ef rækjuvinnslan á ekki að
stöðvast meira eða minna.
Sem dæmi um versnandi
rekstrarskilyrði hjá vinnslunni
nemur hráefniskostnaður hennar
um 74% af útflutningstekjum, en
talið er að eðlilegt hráefnishlut-
fall, miðað við cif verð, eigi að
vera nálægt 55%.
Á meðan rekstrarskilyrði
verksmiðjanna er ekki betra en
þetta virðast rækjustofnanir vera
mjög sterkir. Nánast alls staðar
hefur rækjuveiði verið góð, bæði
á innfjarðar- og úthafsrækju. Af
þeim sökum hefúr sjávarútvegs-
ráðuneytið ákveðið að úthafs-
rækjukvótinn verði aukinn úr 23
þúsund tonnum i 28 þúsund tonn
á næsta ári. -grh
Föstudagur 28. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3