Þjóðviljinn - 28.12.1990, Page 4
ÞJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Óttinn skiptir
um ham
Fyrir nokkrum dögum sagði Shevardnadze utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna af sér og kvað það gert í mót-
mælaskyni við framsókn þeirra afla sem koma vildu á
einræði í landinu. Sömu daga er önnurhver frétt sem
tengist Persaflóa um að líkur á meiriháttar styrjöld í
Austurlöndum nær fari vaxandi.
Þetta eru tvö dæmi um sama vanda: óttinn hefur
skipt um ham.
Hvað er átt við með því? Þjóðir heimsins bjuggu lengi
við það kalda stríð sem reyndi að skipta heiminum í
tvennt, í áhrifasvæði risanna tveggja, Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna. Það byggði á svonefndu ógnarjafnvægi
að þessi heimur fuðraði ekki upp í atómeldi: báðar fylk-
ingar áttu gereyðingarvopn svo öflug að dugði til að
eyða öllu lífi á jörðunni margsinnis. Ottinn við að eitt-
hvað færi úrskeiðis í skelfingarjafnvægi þessu varð fast-
ur hryggjarliður í tilveru okkar allra og þar með eitthvað
sem menn gátu lifað við, rétt eins og þeir verða að lifa
við tilhugsunina um eigin dauða, sem einhverntíma ber
að dyrum, en helst ekki í dag.
Þessr tvískipti heimur hefur liðið undir lok í þeim
geysihröðu breytingum sem orðið hafa á nokkrum mán-
uðum eftir að flokksalræðið í austri, sem svo til allir töldu
grunnmúrað með her og lögreglu, hrundi undan eigin
þunga. Eins og vænta mátti greip þá um sig mikill fögn-
uður. Ekki síst vegna þess að atómvá hopaði á hæli og
möguleikar til að stíga merkileg skref til afvopnunar voru
nýttir. En því miður hefur sá fögnuður ekki staðið ýkja
lengi. Mein vonbrigðanna koma sem fyrr eftir munúð
stórra vona: heimamenn í austri átta sig á því að leið
markaðsbúskapar til almennrar velsældar er löng og
ströng og kostar meðal annars grimma skiptingu þegn-
anna í ríka og fátæka. Vesturlandamenn sjá sér til skelf-
ingar, að í stað fyrri vandkvæða koma upp ný, ekki að-
eins vegna þess að of fáir kunna að reka hagkerfi með
þeim vestræna hætti sem sóst er eftir, heldur og vegna
þess að í þrengingum blossa upp af margföldum krafti
gamlar og nýjar væringar milli þjóða og þjóðabrota. Sú
háskalega þjóðernishyggja sem kennd er við þjóðrembu
glottir herfilega úr hverju skoti. Og allar vonir vinstrisinn-
aðra lýðræðisvina um einskonar „þriðju leið“ fyrir þau ríki
sem áður lutu valdseinokun kommúnistaflokka hafa guf-
að upp og eru ekki á dagskrá í bili.
[ stað óttans nálæga og þó fjarlæga um hvellinn
mikla, er kominn annar: óttinn við heila torfu af stærri og
smærri slysum sem skríði á okkur eins og óværa og
komi tvö eða þrjú ólánskvikindi í stað hvers eins sem
tekst að banda frá okkur. Upptalningin gæti löng orðið:
atvinnuleysi, eiturlyf og ofbeldishrinur í þeim hluta heims
sem er þó best settur. Skortur, stjórnleysi og stríð allra
gegn öllum í Sovétríkjunum og víðar um austanverða
álfuna - með tilheyrandi líkum á að upp rísi nýir einræð-
isherrar á hervaldi og þjóðlegu lýðskrumi. Austurlönd
nær koma svo inn í þessa mynd sem risavaxin púður-
tunna þar sem búast mætti við gífurlegu blóðbaði hve-
nær sem væri. Og hugir lyftast ekki beinlínis til bjartsýni
þegar horft er til annarra átta í Þriðja heiminum svokall-
aða: Afríka til dæmis er svo hörmulega sett að sú hneigð
fari mjög vaxandi að slá striki yfir þá álfu: Sá sem hér
genaur inn gefi upp alla von.
A slíkum tímum verður sú freisting áleitin að loka sig
af inni í sínum heimi og tutla þar sitt hrosshár. Altént
sýnist sá maöur allt að þv( hlægilegur sem enn viil
minna á nauðsyn þess að menn Snúi sér ekki undan
vanda, heldur taki á honum með allri þeirri skynsemi,
samstöðuvilja og rétlætiskennd sem með nokkru móti er
hægt að virkja. Og þó er ekki um annað að ræða, svo
fremi sem viö vitjum höfði halda og halda til streitu bví
skásta sem býr f mennskrí kind. AB.
; jSSBRiSr: ••
r h '
□F KEFLAVIK
Rússagrýla 1985
Nú við lok Kalda striðsins er
fróðlegt að rifja upp hve stutt er
síðan ævintýralegustu hugmyndir
tröllriðu sumum Bandaríkja-
mönnum vegna rauðu hættunnar.
Til þess að stappa í menn stálinu
og fallast á aukin útgjöld til her-
mála var útmálað hver örlög biðu
bandarísku þjóðarinnar væri hún
ekki tryggilega á verði.
Handbókin „Svona á að
bregðast við þegar Rússamir
koma“ eftir Robert Conquest og
Jon Manchip White, sem út kom
1985, lýsir því ástandi sem skap-
ast mundi, ef bandaríski herinn
yrði vanræktur. Höfundar gera
ráð íýrir því að Bandaríkin gefist
þá á endanum upp átakalaust fýrir
Sovétrikjunum efTir alþjóðlegt
hættuástand, vegna þess að svo
margir Bandaríkjamenn hafi rugl-
ast í ríminu að stjómvöld telji
vonlaust að heyja stríð. Leggja
þeir síðan löndum sínum lifsregl-
umar í hemuminni Ameríku.
Viðbrögð við hemámi
Rússa
„1. Haldið ykkur innan húss,
fjarri dyrnm og gluggum. Reiknið
með því að sovéskt hemámslið
nauðgi dætrum ykkar og konum
grimmdarlega og margsinnis. Sjá-
ið um að þær noti getnaðarvam-
arpillur.
2. Horfið ekki einu sinni
framan í sovéska hemámsliðið.
Fyrir slíka ósvífhi er hegnt með
aftöku á staðnum.
3. Gerið ráð fýrir því að hús-
næði ykkar verði rænt gersam-
lega, þið handsömuð og fangels-
uð án nokkurrar ástæðu.
4. Hafið ævinlega tiltæka við
útidymar fcrðatösku með traust-
um skóm og hlýjum fatnaði, þar
eð að thinnsU koiti 25% íbúanna
verða fluttir nauðugir til þræla-
vinnubúða, sem flestar verða
staðsettar á ísilögðum svæðum í
Norður-Kanada (sem verður líka
sovéskt hemámssvæði). I þessum
búðum skuluð þið gera ráð fýrir
að vera höfð í haldi í örlitlum,
gluggalausum steinsteypuklefum,
án hita, teppa, rúma, Ijósa og sal-
emis. Reiknið ekki með því að fá
heilbrigðisþjónustu. Reiknið
heldur ekki með því að lifa af, en
reynið það samt.
5. Undirbúið böm ykkar með
sálffæðilegum hætti undir það að
verða munaðarlaus. í löndum sem
búa við sovéskt hemám eru báðir
foreldrar oft handteknir, skotnir
eða fluttir á brott. Bömin verða
annað hvort strætisbetlarar eða
sett á opinber munaðarleysingja-
hæli, sem eru í reynd vinnubúðir
þar sem bömum er haldið nauð-
ugum.
6. Námsmenn ættu að vænta
þess að verða skotnir eða fluttir
brott vegna hvers konar mót-
mæla, kvartana eða yfirlýsinga
sem stangast á við opinberar
kenningar. Þeir verða alltaf ofúr-
seldir ströngum heraga og munu
sennilega verða látnir gegna þjón-
ustu í eilífu stríði gegn Kína,
kannski í Víetnam.
7. Ungt fólk, blökkumenn,
Bandaríkjamenn af mexíkönsk-
um uppmna og kvenfrelsiskonur
sem gerast taglhnýtingar kerfisins
munu fá viðunandi þjónustu hjá
ríkis-skrifræðinu, en upphæðimar
sem nú em greiddar af velferðar-
kerfinu munu þykja svimandi í
samanburði við það sem i vænd-
um er. Allir sem krefjast jafnréttis
eða betri aðstæðna verða skotnir
eða fluttir burt. Allir prestar og
sa fnaðarformenn sem reyna að
útbreiða trúarbrögð verða sendir i
þrælabúöir eða skotnir. Allir
blaðamenn sem reyna að birta
eitthvað annað en sovésku her-
námsaðilamir vilja láta birtast
verða skotnir eða fluttir burt.
8. Um tveir þriðju íbúanna
verða látnir í friði eftir hemámið,
en þeirra bíður líf sem einkennist
af stöðugum leiðindum, njósnum
og ótta. Böm verða verðlaunuð
fýrir að ljóstra upp um foreldra
sem gefa and-sovéskar yfirlýsing-
ar. Meira að segja verða reistar
styttur af bömum sem koma upp
um foreldra, ef þeir em skotnir.
Skæruliðar munu blómstra til að
byija með, en þeir verða bældir
mddalega niður og svæsnar
hefndaraðgerðir látnar bitna á
heilum þorpum og borgum".
Sjösentleysavandann
Blaðið Herald Examiner
sagði 3. apríl 1985 í ritdómi um
bókina „What To Do When The
Russians Come“, sem vitnað er í
að framan: „Er það þetta sem þið
viljið? Getið þið hugsað ykkur að
greiða sjö sent af hveijum dollar
til að koma í veg fýrir að það ger-
ist? Það er hlutfallið sem Reagan
forseti leggur til að varið verði til
vamarmála, og margir skilja ekki
hvers vegna við verðum að greiða
það“.
Lokaorð blaðsins um þetta
leiðbeiningarit em svohljóðandi:
„Svona á að bregðast við þegar
Rússamir koma“ er sígilt verk, í
röð mikilvægustu bóka sem ritað-
ar hafa verið síðan seinni heims-
styijöldinni lauk. Hún ætti að
vera til á sérhveiju heimili, í
hverri skólastofú og bókasafni f
Ameríku. Ameriskar fjölskyldur
ættu að lesa hana saman. Því að
fýrir sérhvem þann sem elskar
þetta fallega, skínandi land, fyrir
alla sem elska fjölskyldu sína og
böm, er þessi bók alger nauðsyn.
Kaupið hana. Lesið hana. Hrifist
með henni. Hún er kjamgott
efhi.“
ÓHT
ÞJÓflVHJUM
SMumúta 37 —108 Raykjavfk
Sfmi: 681333
8fmfax: 681935
Útgafamfl: ÚtgáfuWag ÞJóövðjara.
Uárl: Halur Pá* Jóru___
Wtoflórar. Ámiðárgmann. Hetgi Guðmundsson
Ótatur H. Torfason.
Fréttastjórl: Siguröur Á. Frtöþjófsson.
Aðrtr bUðamenn: Bergdfs ESertsdðttir. Dagur
Þorleifsson, Qfas Mar (pr.). G. Pétur Matthfasson.
Garðar Guðjónsson. Guðmundur Runar Heiðarsson.
Hildur Finnsdóttir ( ' -----------------
Ingvarsson (Ijóf
Guðbjömsson.
rsdóttir (pr.), JÍm Smart (Ijósm.). Kristinn
i (Ijósm.), Ófatur Gfslason, Saevar
Skrifstofustfórl: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrtfstofa: Guðrún Gefrsdóttir. KrisUn Pðtursdóttir.
Auw»«n9«»qofi. otenar naroar»on.
AuglysMgar. Sigriflur SMuröardóttir, Svanheiöur
IngJmundardótör, UnnurAgústsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðshistjóri: Hrefria
MagnúsdótBr.
Afgreiðtia: Bára Siguröardóttir, HaKa Páfsdóttir.
Porgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
JM: 681333.
Sfcnfax: 681935.
Augtýslngar 881310.681331.
Umbrot ogsotning: Prentsmiðja Þjöðvtjans hf.
Prentun: Oddi M.
VbrA f tausasðhi: 100 kr. Nýtt Hei
Askriftarverð á mánuði: 1100 kr.
i: 150 kr.
4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. desember 1990