Þjóðviljinn - 28.12.1990, Qupperneq 5
Hver er
sinnar gæfu
smiður
Jólahald í allsnægtaþjóðfélagi nútímans
er ótrúlega ólíkt því sem tiðkaðist fyrir
fáum áratugum. Fólk um flmmtugt get-
ur borið um þann mikla mun, að ekki sé
nú minnst á þá sem muna allt til fyrsta
fjórðungs þessarar aldar. Seinni heims-
styrjöldin gerbreytti íslensku þjóðfélagi,
rétt eins og mestum hluta heimsins yfir-
leitt. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Pól-
land haustið 1939 og styrjöld var skollin
á i Evrópu komu umskiptin fram næst-
um að segja samstundis í íslensku efna-
hagslífi. Verðið á afurðum sjávarins
rauk upp úr öllu valdi, skyndilega tóku
að streyma meiri peningar inn í landið
en nokkurn mann gat órað fyrir. Þessum
auði var, sem bæði fyrr og síðar, mis-
skipt. Til að byrja með fengu útgerðar-
menn og fiskverkendur mest í sinn hlut,
þá sjómenn, en það var ekki fyrr en
breskur her var stiginn á land á Islandi
þann 10. maí 1940 að hagur almennings
tók að vænkast verulega.
ísland varð sem betur fer ekki vett-
vangur mikilla striðsátaka. Öðru máli
gegndi um hafið umhverfis landið. Mikill
fjöldi íslenskra sjómanna fórst með skipum
sem skotin voru niður, eða sigldu á tund-
urdufl á leiðinni milli Islands og Bretlands
með þann dýrmæta fisk sem Breta vantaði
svo sárlega en varð um leið eins og efna-
hagsleg sprengja á Island. Stríðsárin urðu {
þess vegna veltiár og lífskjarabreytingin {
hefur verið kölluð lífskjarabylting og það \
með réttu. \
Enda þótt breytingin frá kreppuára- }
tugnum fyrir stríð hafi verið gríðarleg fór }
því fjarri að lífskjörin nálguðust það sem h
síðar átti eftir að verða, og þess vegna má )
segja að ný lífskjarabylting hafi orðið á síð- )
ustu 20 - 30 árum. Félagslega öryggisnetið, )
í sinni núverandi mynd, er til að mynda að (
langmestu leyti til orðið á þessu tímabili, {
og það er raunar rétt að minna á að það hef- j
ur ekki sprottið ffam af sjálfú sér. Margir )
þýðingarmestu áfangamir hafa verið knún- )
ir fram af þrautseigju og harðfylgi verka- j
lýðssamtakanna; það kostaði t.d. margra )
vikna allsherjarverkfall í Reykjavík og víð- )
ar að koma á atvinnuleysistryggingum. /
llmur af nýjum ávöxtum :
Og nú er þjóðin sem sagt staðin upp frá j
allsnægtaborði nútímajóla þar sem ein
steikin tekur við af annarri, en inn á milli er
skotið hangikjöti og laufabrauði. Tilveran
er auk þess hlaðin gjöfum og hinir svart-
sýnustu á meðal vor halda vöku sinni: fólk
kann ekki fótum sínum forráð í kaupæði,
þar sem allt er falt fyrir plastkort. Það kem-
ur að skuldadögunum segja þeir og hvað
þá?
Vissulega er til fólk sem alls ekki kann
með plastkortin að fara, situr uppi með
óviðráðanlega skuldasúpu og margra ára
vist á svörtum lista um vanskilafólk. En
hvemig sem því víkur nú við standa lang-
flestir í skilum með sín kort og tilveran
heldur áfram með svipuðu sniði og venju-
lega eflir jólaskuldadaginn um mánaða-
mótin janúar febrúar.
Kunnáttumenn um þjóðhætti geta vafa-
laust bent á margvíslegan mun á jólahaldi
eftirstríðsáranna og nútímans, en minnið
segir manni að munurinn sé fýrst ög ffemst
af veraldlegum toga. Framboðið af neyslu-
vömm var einfaldlega miklu minna, ekki
síst á landsbyggðinni, en innkaupaferðir al-
mennings til Reykjavíkur vom óþekkt fyr-
irbrigði. Flveijum jólum fylgdi ilmur af
nýjum ávöxtum, sem stóðu ekki til boða
aðra tíma ársins. Þá starfaði Vetrarhjálpin í
Reykjavík. Fimmtudaginn 28. desember
1950 stendur þetta í Þjóðviljanum um
Vetrarhjálpina: „Vetrarhjálpinni bámst alls
kr. 93.403,82 í peningum fyrir þessi jól, að
því er skrifstofa hennar tjáði blaðinu í gær.
Skátar söfnuðu tæpum 50 þús. kr. af þeirri
upphæð. Er þetta hæsta upphæð sem safn-
ast hefur hjá Vetrarhjálpinni eða um 20
þús. kr. meira en s.l. ár er var hæsta söfnun-
arár til þessa.
557 heimilum og einstaklingum var út-
hlutað mjólk og öðmm matvælum, að
verðmæti um 125 þús. kr., en auk þess var
úthlutað talsverðu af fatnaði.“
Þessi 557 heimili og einstaklingar
skiptu með sér um það bil femum árslaun-
um Dagsbrúnarverkamanns eins og þau
vom þá. Þetta em um 220 krónur á fjöl-
skyldu og svarar til um 20 klst. vinnu og
svona í framhjáhlaupi má geta þess að kíló-
ið af appelsínum kostaði fimm krónur og
níutíu aura. Það var með öðmm orðum fá-
tækt í Reykjavík árið 1950 og hana var að
finna vítt og breitt um landið allt.
Með ríkustu þfóðum heims
Fátæktin er enn til staðar, en hún sker
ekki i augun á sama hátt og áður. Mæli-
kvarðinn er annar og aðferðir samfélagsins
til aðstoðar em breyttar. Fyrir jólin bámst
fréttir af þvi að þröngt væri í búi á fleiri
heimilum i ár en undanfarin ár. Starfsmað-
ur Félagsmálastofnunar á Akureyri skýrði
frá því, að á allmörgum heimilum þar í bæ
yrði rýr hátíðamatur, í Reykjavík var sagt
frá meiri úthlutunum hjá Mæðrastyrks-
nefnd en undanfarin ár. Þetta em óþægileg-
ar staðreyndir. Af því að við emm stöðugt
að bera okkur saman við nágrannana get-
um við að visu sagt að ástandið sé enn
verra hjá þeim, einkum í Bretlandi og Ir-
landi, en það er harla lítil huggun fyrir þá
sem verða að lifa við kröpp kjör, og má þar
að auki aldrei verða réttlæting þess að lítið
sé gert í velferðarmálum. Við emm með
ríkustu þjóðum heims og okkur á að vera í
lófa lagið að deila svo ríkidæminu meðal
þjóðarinnar að enginn þurfi að líða skort.
En hvers vegna er ég að ræða um þetta
núna þegar hápunktur jólanna er liðinn, til-
finningar sem tengdar em jólahaldi í rén-
um, og framundan er svellandi gleði ára-
mótanna?
Áramótin em tími .uppgjörs við hið
liðna og þá hafa menn tilhneigingu til að
líta ofúrlítið fram á veginn, sumir ganga
svo langt að lofa sjálfum sér og öðmm að
hætta að reykja eða að losna við nokkur
aukakíló. Það virðist óhætt að fúllyrða að
framundan séu miklar breytingar, til um-
R Kon-Tiki yfir Kyrrahof
Scrstæðasta oa^ djarfasta rannsóUnarför á Jiessari öld.
Furöulc^'t. ævint-ýri. hctjuslinpar o" sífí;*a, Jiar scm lnii;kvæmni, dirfsku og
karlmcnnska haldast í hcndur.
v I bókinni er lýst spcnnandi viöburð.im á nálega hvcrri blaðsiðu, baráttunni
við sollið úthaf, viðureign við grimma• st.órfiska, óþekktum og kynlegum fyr-
irbærum náttúrunnar og daglegu lífi þe rra félaga á flekanum.
ICf Jiægt cr að scgja, að nokkur b .U Iciði lcsanda sinn í óþckktan umlra-
hcim. er það
'Á.Kon-Tiki yfir Kyrrahaf
Bókin er rituð af foringja Iciðangursins, Thor Ilcycrdahl, scm kann að
segja frá meö þ*'»m hætti, að lesandan um finnst hann hafa siglt flckainim
með þeim félögum yfir Kyrrahaf. — Þý öing Jóns Ey’ *'>rr,sonar or nfbragðs-
góð, elns og vænta mátti.
DRAUPNISÚTCÁFAN
Að
gefnu
tilefni
En hvernig sem því
víkur nú við standa
langflestir í skilum með
sín kort og tilveran
heldur áfram með
svipuðu sniði og
venjulega eftir
jólaskuldadaginn
um
mánaðamótin janúar
febrúar.
fjöllunar verða stórmál og afdrifarík, sem
stjómmálaforingjar munu vafalaust fjalla
um í sínum áramótapistlum. Þetta em mál á
borð við byggingu álvers, framtíðarsam-
band okkar við Evrópubandalagið. Þegar
menn em að fjalla um stóm málin hættir
þeim til að gleyma því, að þegar allt kemur
til alls snerta þau hvem einstakling með
einhverjum hætti. Þegar miklum ráðum er
ráðið, þar sem íjallað er um milljarða og
aftur milljarða, sem auðveldlega má sýna
fram á að hafi í för með sér svo og svo mik-
inn hagvöxt, þá þarf að muna eftir því
„smáa“, gæta þess sem gerir lífið raunvem-
lega þess virði að iifa því. Það væri auðvit-
að skemmtilegt fyrir sendimenn okkar í út-
löndum að geta sagt frá því að hér sé mikil
gróska, stórframkvæmdir og hagvöxtur, en
fyrir fátækar fjölskyldur breytir slíkur hag-
vöxtur litlu ef þess er ekki gætt að nota
hluta hans til að ráðast gegn fátæktinni.
Þjóðin getur áreiðanlega aukið við ríki-
dæmi sitt og á að gera það, en um leið verð-
ur að gæta þess að draga úr misrétti, og
nota jafnframt aukið ríkidæmi til að bæta
úr ýmsu sem of oft er látið sitja á hakanum
vegna þess að menn koma ekki auga á
skjótfenginn ágóða. Þetta þarf ekki nærri
alltaf að gera með forræðisákvörðunum of-
an frá, en umgjörðin sem stjómvöld sníða
þjóðfélaginu með ákvörðunum sínum
skiptir feikilega miklu máli. Sem dæmi um
það má nefna að virðisaukaskattur hefur
verið felldur niður af bókum, og bendir
margt til að með því hafi íslenskri menn-
ingu verið gerður meiri greiði en með
nokkurri annarri ákvörðun um langan tíma.
Eftir því sem fyrstu fréttir herma hefur
bóksala stóraukist fyrir þessi jól miðað við
síðasta ár og það er uppi rökstuddur gmnur
um að mikið af þessum bókum sé lesið.
Um fátækt f ríkidæmi
Nú verða sjálfsagt ýmsir sem segja að
það sé ekki annað en ábyrgðarlaust hjal að
slá því föstu að íslendingar geti aukið ríki-
dæmi sitt. Þeir benda á að fiskurinn i sjón-
um sé fullnýttur, nýjar tilraunir til að skapa
útflutningsverðmæti hafi mistekist herfi-
lega eins og sjá megi á loðdýrarækt og fisk-
eldi, ágóði af hugsanlegu álveri verði lítill
eða enginn í mörg ár og svo framvegis. Allt
er þetta satt og rétt, en því má ekki gleyma
að nýjungar á borð við fiskeldi þarf ein-
faldlega tíma til að þróa og ná tökum á,
stunda þarf ræktun og rannsóknir að ekki
sé nú talað um skynsamlegt sölustarf. í að-
alatriðum á þetta við um allar nýjar at-
vinnugreinar og að stómm hluta til líka um
þær eldri og vel á minnst: hvað skyldu
mörg fyrirtæki hafa farið á hausinn í sjáv-
arútveginum sl. 40 ár eða svo? Og samt
stendur sjávarútvegurinn undir þjóðarbú-
skap íslendinga.
Sýnist nú mál að linni þessari hugleið-
ingu um fátæktina í ríkidæminu með því að
minna á að hver er sinnar gæfu smiður og á
það jafút við um þjóðir sem einstaklinga og
óska lesendum Þjóðviljans um leið velfam-
aðar á nýju ári.
hágé.
Föstudagur 28. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5