Þjóðviljinn - 28.12.1990, Side 9

Þjóðviljinn - 28.12.1990, Side 9
VIÐHORF Sakleysið í skriftastólnum Einar Olafsson skrifar I Undarleg sálfræðileg áhrif hafa atburðir þeir sem upphófust í Austur-Evrópu fyrir ári hafl á marga vinstrimenn. Þótt fæstir hafi gengið að því gruflandi ára- tugum saman að mörgu væri áfátt fyrir austan tjald og margir geng- ið út ff á því sem gefnu að eitthvað þessu líkt hlyti að gerast fyrr eða síðar, þá var engu líkara en þetta kæmi sem reiðarslag yfir þá. Hægra liðið lét náttúrlega einsog flestallir sósíalistar hafi trúað í blindni á „austantjalds- kommúnismann", og nú hefði öll sú blekking verið afhjúpuð á dramatískan hátt. Það er auðvitað einsog hvert annað billegt áróð- ursbragð, en engu er líkara en margir vinstrimenn trúi þessu, og keppast þeir nú við að sverja þetta af sér af slíku offorsi að ekki dug- ar minna en sveija af sér allar sósíalískar tilhneigingar í leiðinni og fara að lofsyngja Hinn Fijálsa Markað. Það er stundum sagt, þegar svona nokkuð gerist, að baminu sé kastað með baðvatn- inu. Hér verður þetta auðvitað miklu hlálegra þegar baðinu er löngu lokið og engu baðvatni að kasta. Nema menn hafi brugðið sér aftur í bað þótt tandurhreinir væru. Strax um áramótin í fyrra var formaður Alþýðubandalags- ins kominn í bað, þótt fáir væm nú lausari við þessi óþrif en hann. Og tókst honum þó heldur betur að gmgga vatnið i áramótagrein sinni í Þjóðviljanum: ,Á.hrifa þessara atburða (þ.e. ragnaraka kommúnismans) mun gæta í öll- um löndum veraldar. Einnig hér. Lærisveinar Leníns settu um skeið sterkan svip á íslenska sögu. Hún verður nú skoðuð í nýju ljósi. Það sem ýmsir töldu áður vera sannleik hreinan fær nú óhjákvæmilega aðra mynd. Dóm sögunnar flýr enginn.“ Það var nú ekkert minna. II í grein í Þjóðviljanum 13. nóvember sl. fagnar Runólfur Ágústsson miðstjómarmaður í Alþýðubandalaginu því að stefnuskrá flokksins frá 1974 hef- ur verið afnumin. I framhaldi af því segir hann svo: „Sú stefna og þær hugsjónir sem fólk elti til A- Evrópu vom dapurleg mistök sem fjöldinn allur af ágætu félags- hyggjufólki gerðist sekt um. I ein- feldni elti þetta auðtrúa fólk mýr- arljós kommúnismans, í dag horf- ir þetta sama fólk upp á ffelsun fólksins undan áþján áðumefndr- ar stjómmálastefnu. Alþýðu- bandalagið vill ekkert með slíkar hugmyndir hafa.“ Það verður að segjast einsog er, að það er dálítið einkennilegt að lesa þetta meira en tveimur áratugum eftir innrásina í Tékkó- slóvakiu. Meðal síðustu sam- þykkta Sósíalistaflokksins áður en hann var lagður niður var for- dæming á innrásinni. Síðan má segja að nær allir íslenskir sósíal- istar sem enn taka þátt í pólitísku starfi hafi haft mjög gagnrýna af- stöðu til austantjaldskommún- ismans og margir jafhvel hafnað því að hann ætti nokkuð skylt við sósíalisma. Að vísu var umfjöllun Alþýðubandalagsins og Þjóðvilj- ans um austantjaldsríkin löngum hálfvandræðaleg, annars vegar vegna þess að hún byggðist aldrei á neinni markvissri umræðu og hins vegar vegna kurteisi við eldri félaga suma sem enn sáu roðann í þessu austrinu, en þeir em nú æ fleiri komnir með sína ómetan- legu reynslu í stéttabaráttuna á astralplaninu, og er kannski von- andi að þeim berist sem minnstar fréttir neðan úr hinni jarðnesku vilpu. Vissulega mætti Alþýðu- bandalagið nú fara að gera brag- arbót og ræða á markvissari hátt vandamál sósíalískrar hreyfingar. En það uppgjör við fortíðina, sem nú sést örla á í Alþýðubandalag- inu, og sú sjálfsgagnrýni, sem gerðar em kröfur um, minnir öllu ffekar á sturlaðan sakleysingja sem fer í skriflastólinn til að játa á sig ímyndaðar syndir en umræður vitiborinna manna. III Nú er Alþýðubandalagið raunar ekki svo saklaust, en synd- ir þess em allt aðrar, og er ekki að sjá að mikið lát verði á þeim. í grein í Þjóðviljanum 2. nóvember um framtíð blaðsins segir Ólafiir Gíslason að það sé orðið erfitt fyrir það að standa undir því að vera málgagn verkalýðshreyfing- arinnar, einsog kveðið er á um í haus blaðsins, enda sé verkalýðs- hreyfingin á íslandi nú að minnsta kosti þrískipt og átök á vinnumarkaði undanfarin ár hafi ffekar einkennst af átökum milli þessara fylkinga en átökum milli launafólks og launagreiðenda. Hér er kannski komin stærsta synd Alþýðubandalagsins. Kann- ski verkalýðshreyflngin á íslandi stæði betur og væri samhentari ef hún hefði haft virkilegt málgagn og fomstuflokk sem hefði beitt sér fyrir samfylkingu verkalýðs- ins i stað þess jafnvel að ala á sundurlyndi hans. Kannski er ekki úr vegi að líta til þeirrar stefhu sem Kommún- istaflokkur Islands og Sósíalista- flokkurinn héldu fram og lýst er í bók okkar Brynjólfs Bjamasonar sem kom út í fýrra. Þar á ég við samfylkingarstefnu þessara flokka sem gekk ekki aðeins út á samfýlkingu pólitískra flokka gegnum samningamakk fomstu- manna, heldur einnig samfýlk- ingu alþýðunnar sjálffar, sam- fýlkingu innan verkalýðsfélag- anna, samfýlkingu milli verka- lýðshreyfingarinnar og bænda- hreyfingarinnar og annarra hreyf- inga og samtaka alþýðufólks. Og það skyldi reyndar vera undir- staða samfýlkingarinnar og var það að vissu marki bæði í þeirri samfýlkingu sem endaði með stofnun Sósíalistaflokksins og þeirri sem endaði með stofnun Alþýðubandalagsins. Og er vert að bera þá sögu saman við sam- fýlkingampphlaupið fýrir borgar- stjómarkosningamar í Reykjavík í vor. Þessi saga er nánar rakin í fýrmefndri bók okkar Brynjólfs. En það er reyndar dæmigert að hennar var hvergi getið í Þjóðvilj- anum og bíð ég enn eftir umsögn um hana. En kannski er þar bara sögð saga sem best er að gleyma, reynsla sem lítils virði er í okkar fogm nýju veröld þar sem hvorki er þörf fýrir sósíalisma né verka- lýðshreyfingu. IV Ólafur Gíslason vill einnig losna við orðin sósíalismi pg þjóðffelsi úr blaðhausnum. Eg ætla ekki hér að ræða fagleg sjón- armið blaðamannsins, en frá pól- itísku sjónarmiði er athyglisvert hvemig hann rökstyður þetta með því að fátt hafi „á undanfomum árum verið umdeildara í röðum vinstri manna en einmitt spum- ingin um hvað beri að kenna við sósialisma“. Skilningurinn á sósíalisman- um hefur reyndar verið umdeildur síðustu 70-80 ár ef ekki lengur og þó ekki komið í veg fýrir að orðið væri notað eða fyrir þeirri hug- sjón barist. Þegar að er gáð hygg ég að á Vesturlöndum hafi skiln- ingurinn á sósíalismanum ekki breyst svo mjög á síðustu tveim áratugum, eða ffá því gagnrýni eða höfnun á austantjaldskomm- únismanum varð ofan á í sósíal- ískri hreyfingu Vesturlanda. Og þá breyttist kannski ekki svo mjög skilningurinn á sósíalism- anum, heldur miklu frekar skiln- ingurinn á og tilfinningamar til Sovétríkjanna og austantjalds- landanna auk ýmissa atriða varð- andi leiðina til sósíalismans og framkvæmd hans. En deilan um sósíalismann stendur enn sem fýrr fýrst og fremst milli þeirrar skoðunar að kapítalisminn sé í ósættanlegri mótsögn við hags- muni alþýðunnar og hina sósíal- ísku hugsjón og hins vegar þeirrar sósíaldemókratísku skoðunar að sósíalisminn felist í fáeinum kristilegum kærleiksblómum og litlum rauðum rósum í garði kap- ítalismans. Meginbreytingin á undan- fomum árum í hreyfingu sósíal- ista á Vesturlöndum er að æ fleiri hafa miklað fýrir sér vandamálin við ffamkvæmd sósíalismans og jafnvel virst óraunhæfl að reikna með honum og þar með hefur hinni sósíaldemókratísku skoðun aukist fýlgi utan gömlu sósíal- demókratísku flokkanna, og breytir þá litlu þótt sumir þessara nýju krata þykist standa fýrir ein- hveiju algjörlega nýju. Þeir þurfa að réttlæta uppgjöf sína gagnvart kratismanum og markaðshyggj- unni og höfhun hinnar sósíalísku hugmyndar og hugsjónar á sama tíma og það er augljósara en nokkm sinni fýrr hvemig kapítal- isminn grefur undan vistrænum og hagrænum lífsgmndvelli mannkynsins. Þeir ímynda sér því að nú sé allt gjörbreytt í henni veröld og gína jafnframt við því bragði hægri áróðursmaskínunnar að mgla róttækum sósíalisma og stéttvísi saman við kúgunarkerfi „austantjaldskommúnismans“ og telja sjálfum sér og öðmm trú um að þeir séu flekkaðir af honum og þurfi nú að þrífa af sér þau óþrif. Og er þá kannski von til þess að sá sósíalismi og stéttvísi, sem þeim þykir úrelt orðið, fýlgi með. Einar Ólafsson býr í Noregi. HNISKÓUNN í REYKJAVÍK Kvöldnám Meistaranám, tölvubraut, tækniteiknun, grunndeild rafiðna, raf- eindavirkjun. Almennt nám: enska, (slenska, stærðfræði, tölvufræði, vélritun. Innritað verður 2. og 3. janúar 1991 kl. 17-19. Skilningurínn á sósíalismanum hefur reyndar verið umdeildur síðustu 70-80 ár ef ekki lengur og þó ekki komið í vegfyrir að orðið væri notað eða fyrir þeirri hugsjón barist. Fjölskyldupakkarnir okkar fást ekkí annars staðar Þú getur vallð um fjórar stærðir. Sá minnsti kostar QBQEQ33I krónur, sá næstminnsti kostar BDBI krónur, næststærsti pakldnn kostar krónur og sá stærsti kosiar JBH krónur. : Föstudag frá 8 tll 22, laugardag frá 8 til Itog gamlársdag frá kl. 8 til 12. Auðvitað tökum við greiðslukort. Grandagarði 2, Rvík., sími 28855

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.