Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 12
1990
Metár í atvinnuleysi
Atvinnuleysið utan höfuðborgarsvœðisins var að meðaltali 2,6prósent á
síðasta ári. Rúmlega fimm af hundraði kvenna á Vesturlandi
Atvinnuleysisdagar á síð-
asta ári voru fleiri en
dæmi eru um síðan skráning
atvinnuieysisdaga hófst árið
1975. Fjöldi atvinnuleysis-
daga jafngildir því að 2.300
manns hafi að meðaltali verið
án atvinnu, eða 1,7 prósent af
mannafla. Atvinnuleysi utan
höfuðborgarsvæðisins var
hins vegar að jafnaði 2,6 pró-
sent.
Atvinnuleysið var mun
meira meðal kvenna en karla
og í sumum landshlutum er
óhætt að tala um fjöldaat-
vinnuleysi. Þetta á einkum við
meðal kvenna á Vesturlandi
og Austurlandi.
Samkvæmt upplýsingum
vinnumálaskrifstofu félags-
málaráðuneytisins var atvinnu-
leysi minnst á Vestfjörðum á
síðasta ári, eða 0,4 af hundraði
að meðaltali. Á Áusturlandi og
Norðurlandi eystra var hins
vegar að meðaltali 3,3 prósent
atvinnuleysi í fyrra. Á Norður-
landi vestra var 3,1 af hundraði
mannafla án atvinnu, 2,6 af
hundraði á Vesturlandi og Suð-
urlandi, 1,9 prósent á Suður-
nesjum og 1,2 á höfuðborgar-
svæðinu, þar sem yfír helming-
ur landsmanna býr.
Sem fyrr segir var atvinnu-
leysið að jaftiaði 1,7 prósent á
landinu öllu. En það segir ekki
alla söguna, því þegar höfuð-
borgarsvæðið er undanskilið,
kemur í Ijós að atvinnuleysið á
landsbyggðinni var 2,6 af
hundraði mannafla.
Atvinnuleysi var sérstaklega
áberandi meðal kvenna á Aust-
urlandi og á Vesturlandi, 5,1
prósent að meðaltali. Konur á
Norðurlandi vestra bjuggu við
4,1 prósent atvinnuleysi, en at-
vinnleysi meðal kvenna var 3,8
prósent á Norðurlandi eystra,
3,6 prósent á Suðurlandi og 3,2
prósent á Suðumesjum.
í frétt vinnumálaskrifstof-
unnar kemur fram að atvinnu-
leysið í fyrra var nokkm minna
en gert hafði verið ráð fyrir í
þjóðhagsspá. Hins vegar segir
skrifstofan að gera megi ráð fyr-
ir að atvinnuleysi hafí verið
meira en tölumar segja til um.
Þetta helgast af því að fastráðn-
ingarsamningar fískvinnslu-
fólks valda því að raunverulegt
atvinnuleysi kemur ekki fram
að fullu í skráningartölum og
auk þess koma þeir sem ekki
eiga bótarétt ekki til skráningar.
Fólk missir réttinn til bóta eftir
að hafa fengið þær i tiltekinn
tíma.
Um 2.200 manns vom at-
vinnulausir á landinu í desem-
ber, og vom þá í fyrsta sinn um
árabil skráðir fleiri atvinnuleys-
isdagar hjá körlum en konum.
Atvinnuleysisdagamir vom þó
færri í desember síðast liðnum
en í sama mánuði 1989.
Atvinnuástandið var best á
Vestfjörðum sem fyrr, en verst á
Austurlandi, þar sem 4,7 af
hundraði mannafla vom án at-
vinnu í jólamánuðinum. Konur
þar bjuggu við 6,6 prósent at-
vinnuleysi í desember.
Á Norðurlandi eystra var
4,0 prósent atvinnuleysi, 3,5 á
Norðurlandi vestra, 3,1 á Suð-
urlandi, 2,5 á Suðumesjum, 2,2 uðborgarsvæðinu var atvinnu-
prósent á Vesturlandi og á höf- leysið 0,9 prósent. -gg
Stjórnarkosningamar í Dagsbrún: i gær skiluðu fulltrúar mótframboðsins framboðslista sínum
inn á skrifstofu félagsins. Frá vinstri: Þórir Karl Jónasson, í kjöri sem gjaldkeri, Óskar Ólafs-
son, í kjöri í varastjórn, Þórir Daníelsson framkvæmdastjóri Verkamannasambandsins, en
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar hressir sig íbygginn á svip. Mynd: Krist-
inn.
Olafur
Noregs-kon-
ungur
látinn
Ólafur fimmti, annar kon-
ungur Noregs í röðinni frá því að
konungssambandi landsins við
Svíþjóð var slitið 1905, lést í gær,
87 ára að aldri. Var hann elsti
konungur í heimi.
Ólafur konungur tók við ríki
við lát foður síns, Hákonar sjö-
unda, 1957. Við ríki af honum tek-
ur Haraldur krónprins sonur hans,
sem nú er 53 ára.
Herstöðva-
andstæð-
ingar
Hópur manns safnaðist sam-
an fyrir utan sendiráð Banda-
ríkjanna að Laufásvegi í gær til
að mótmæla hernaðarárásum
Bandaríkjanna og bandalags-
ríkja þeirra á írak. Samtök her-
stöðvaandstæðinga boðuðu til
mótmælastöðunnar.
í dag kl. 18 boða samtökin
einnig til mótmælafundar fyrir
framan sendiráðið. Frekari mót-
mælaaðgerðir eru fyrirhugaðar
meðan á stríði stendur, segir í
fréttatilkynningu frá samtökunum.
-rk
Fjárhagsáœtlun
Ráðhúsið fær 680 miljónir
Frumvarp að fjárhagsáœtlun lagt fram í borgarstjórn:
Nœr fiórir miljarðar verða afgangs til eignabreytinga
Reykjavíkurborg leggur 680
miljónir króna í fram-
kvæmdir við ráðhúsið í Tjörn-
inni á þessu ári. Ráðhúsið verð-
ur því Iangstærsti einstaki út-
gjaldaliður borgarinnar á ár-
inu. Til samanburðar má geta
þess að framkvæmdir við skóla,
leikskóla, leiguíbúðir og íbúðir
fyrir aldraða eiga að kosta 1130
miljónir á árinu.
Þetta kemur fram í frumvarpi
að fjárhagsáætlun, sem lagt var
fram til fyrri umræðu á fundi
borgarstjómar í gærkvöldi.
Samkvæmt frumvarpinu
verða heildargjöld borgarsjóðs
nær tólf og hálfúr miljarður á ár-
inu, en gert er ráð fyrir að tæplega
fjórir miljarðar verði til ráðstöf-
unar til eignabreytinga.
Áætlað er að tekjur af útsvari
verði 5,85 miljarðar, að tekjur af
fasteignagjöldum verði 1,88 mil-
Menníamálaráðherra
jarðar og 2,53 miljarðar af að-
stöðugjaldi.
Af útgjöldum ber helst að
nefna að gert er ráð fyrir að rúm-
lega tveir miljarðar fari í fram-
kvæmdir við götur og holræsi.
Búist er við að 1,4 miljarðar fari í
félagsmál og almannatryggingar
og að skólamál kosti 1,24 mil-
jarða króna. -gg
Reglugerð um útvarp breytt
Þindarlausar útsendingar Stöðvar 2 frá CNN heimilar. Skýr-
ingar fylgi með á íslensku í auglýsingatímum
Menntamálaráðherra gaf út í
gær nýja reglugerð um út-
varpsrekstur er gerir Stöð 2 kleift
að senda áfram í beinni útsend-
ingu fréttapislla bandarísku gervi-
hnattastöðvarinnar CNN um gang
mála við botn Persaflóa.
Eins og kunnugt er af fréttum
komst útvarpsréttamefnd að
þeirri niðöurstöðu að útsending-
amar brytu í bága við fyrri reglu-
gerð og Stöð 2 yrði að hætta út-
sendingum tafarlaust.
Með þessari nýju reglugerð
menntamálaráðherra er Stöð 2
heimilt að sjónvarpa áfram út-
sendingum CNN svo fremi að
efninu fylgi útskýringar á ís-
lensku er birtar verði í þeim tím-
um sem ella em ætlaðir auglýs-
ingum CNN.
Þorbjöm Broddason, formað-
ur útvarpsréttamefhdar, sagði í
gær, áður en ráðherra tilkynnti um
nýja reglugerð, að hann væri
fylgjandi breytingum á reglugerð-
inni, sem gerðu heimilar útsend-
ingar á borð við þær sem áskrif-
endum Stöðvar 2 hafa boðist und-
anfama daga. BE/-rk
12. SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. janúar 1991
, RÖSE
I skugga
styrjaldarógna
Fyrsti fundur Ráðstetnu um ör-
yggi og samvinnu Evrópuríkja
(ROSE) eftir undirskrift Parisar-
samningsins um afvopnun og öryggi
í álfúnni hófst í Valetta á Möltu I gær
í skugga stríðsógna við Persaflóa og
umsátursástands í Eystrasaltsrikjun-
um. Meðal verkefna fúndarins er að
undirbúa stofnun sjálfstæðrar stofn-
unar er hafi það verksvið að koma í
veg fyrir opnar milliríkjadeilur.
í ræðu Níelsar P. Sigurðssonar
sendiherra á fúndinum í gær sagði
hann að honum hefði verið falið að
lýsa yfir sámm vonbrigðum vegna
„valdníðslu Sovétstjómarinnar gagn-
vart Eystrasaltsríkjunum og ofbeldis-
aðgerðum gegn Litháen".