Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 22
Ágústa Þorkelsdóttir Landbúnaður matvælaframleiðsla þjóðarógæfa Landbúnaðarmálin hafa ver- ið ofarlega á vinsældalista sem umræðuefni undanfarin ár. Margir hafa talið sig kjöma til vitrænnar umræðu, enda ffæði- menn í landbúnaðarfræðum Qölmennir á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Umræða liðinna ára hefur helst snúist um hvort og hvað skuii gera fyrir bændur, svo þeim takist að tóra í sveitum landsins. Offramleiðsla land- búnaðarvara og hetjuleg barátta bænda við að ná niður vöruverði og laga sig að markaðsaðstæð- um hefur nánast verið álitin þjóðhættuleg. Inn- flutningur landbúnaðarvara talin nánast eina von þjóðarinnar um glæsta framtíð. Enda ekki talið réttlætanlegt að hafa fólk út um allar sveitir framleiðandi inn- lend matvæli. A sama tíma hef- ur gripið um sig mikil og blóm- leg umræða um hollustu í liffi- aðarháttum og umhverfisvemd. Sem áhugamaður um síðast- töldu atriðin og jafnframt mat- vælaframleiðandi hefúr mér fundist margt stangast þama á. Odýr innflutt landbúnaðarfram- leiðsla flokkast varla alfarið undir hollustuvömr. síst mat- væli. Enda framleiðslan stunduð með aukaefnum sem ekki em leyfð hérlendis. Vaxtahvetjandi lyf, eiturefni og heilsuspillandi rotvamarefni óspart notuð til að halda niðri framleiðslukostnaði, þessu ausið eftirlitslaust í þann verksmiðjubúskap sem hag- spekingar trúa á. Neytendum jafnt sem bændum talin trú um ágæti slíkra framleiðsluaðferða, þvert á umræðu um hollustu matvæla sem ræktuð em við umhverfisvæn skilyrði. Alið er á missætti bænda og neytenda í von um stundargróða innfiytj- enda. Hagsmunir bænda (sem em Iáglaunastétt) og þeirra neyt- enda sem lægstar hafa tekjumar og verja því hlutfallslega mest- um hlula tekna sinna til nauð- tiurfta, hljóta að vera sameigin- egir. Landbúnaður er ekki fyrir bænduma. Hann varð til í ár- daga til þess að skapa mannkyni fæðu og er svo enn. An landbún- aðar verður fæðuvalið fábreytt. Jafnvel grænmetisætur á borð við Magnús Skaiphéðinsson ættu fárra kosta völ, an landbún- aðar. Landbúnaðarvömr af um- frain birgðum í nágrannalönd- um em ekki glæsilegur kostur til framtíðar. Fersk, holl, heima- fengin vara er það sem neytend- ur hljóta heldur að vilja. Þeir sem hæst hafa í umræð- unni um innflutning landbúnað- arvara taka gjaman út staka vömflokka sem megi framleiða innanlands, svo sem neyslu- mjólk, sumir vilja jafnvel osta, þótt aðrir bíði í ofvæni þess að fá ostalíki í neytendaumbúðir. En framleiðsla á neyslumjólk eingöngu gæti orðið erfið og mundi með slíkum aðgerðum fækka mjólkurbændum all veru- lega. En skítt með það, ef þjóðin fengi ódýrar innfiuttar mjólkur- vömr. Lambakjöt frá suðurálfu mundi ganga af innlendri sauð- fjárrækt dauðri, en hvað með það, ódýrt fyrir öllu. Vissulega viðurkenna fiestir að ísl. græn- meti er mun betra en allt það sem býðst á erlendum mörkuð- um, en verðsamanburð st^nst það ekki allan ársins hring. Utaf með það, inná með rotvarðar af- gangsafurðir, ódýrar! Vinsæl- ustu bændur í fjölmiðlaumræðu liðinna ára hafa verið svína- kjöts- og kjúklingaframleiðend- ur. Vart þarf að spyrja um örlög þeirra eftir að frjals innflutning- ur er, leyfður. Arangur af slíkum aðgerð- um yrði reiknaður gróði neyt- andans af matvæium sem ef til vill tækist að kaupa ódýr erlend- is. Að meðaltali veijum við 10% af tekjum okkar til kaupa á inn- lendum matvælum. Vart er hægt að hugsa sér að erlendu vörumar yrðu meira en helmingi lægri. Getur þá hver maður reiknað af sínum tekjum búbótina sem verður af innflutningi landbún- aðarvara. En þá má ekki gleyma því hvað verður af því fóíki sem áður hefur stundað þessa fram- Ieiðslu, skyldi það aflt geta unn- ið við innflutnmg? Trúlega þykir ekki rétt að svipta uppflosnað sveitafólk öll- um mannréttindum, atvinnurétti o.fl. Ef það verður ekki gert gæti farið svo að útgjöld heimilanna hækkuðu í formi skatta, svo hægt væri að borga atvinnuleys- isbætur, byggja húsnæði, auka þjónustu á Stór- Reykjavíkur- svæðinu. En allt þetta vitum við og flestir virðast kjósa þennan kost frekar en sitja við pað að eiga aðeins kost á innlendum landbúnaðarvömm. En sem bóndi vil ég benda á að ekki verður aftur snúið, þegar búið verður að lama landþúnað- inn meira en þegar er orðið. Styijaldarátök og verðhækkanir á erlendum mörkuðum verða stórvandamál. Búskapur er ekki eitthvað sem lagt er niður í dag af því okkur leiðist hann, og síð- an tekinn upp á morgun, af því það reynist nagkvæmt. Leggist sveitimar í eyði, verða þær ekki byggðar upp aftur. Islenskir bændur hafa náð ótrúlegum árangri á liðnum ára- tug í því að draga saman kostnað við kaup á aðfengnum rekstrar- vömm. Innlendri fóðurfram- leiðslu hefur fleygt fram og framtíðin bcr með sér von um sí- aukna innlenda komuppskeru. Framfarir skapa möguleika á sí- fellt hækkandi framleiðsluverði, en kaupmenn hafa því miður oft hirt þann mismun, svo neytend- ur sjá ekki afrakstur baráttu bænda. Meðal bænda fer fram öflug og árangursrík umhverfisum- ræða. Bein tengsl okkar við móður náttúm gefa okkur tæki- færi til að gripa til róttækra að- gerða, til að Iifa í svo mikilli sátt við umhverfið sem mannskepn- um er frekast unnt. Aukin þekk- ing mun hjálpa okkur til að hrinda í framkvæmd ýmsum þeim hugmyndum sem núna em aðeins á umræðustigi. Við, eins og forfeður okkar, höfum það að markmiði lífsins að skila fram- tíðinni betra landi með farsælum möguleikum. Landbúnaðarstefna, sem hefur það að markmiði að skila landinu hreinu og fögm, fram- leiða holla og Ijúffenga fæðu á viðráðanlegu verði, pr verðugt verkefni framsýnna Islendinga. Látum af skammtímahyggju pólitískra flautaþyrla og gróða- hyggju innflyljenda. Þá mun okkur öllum vel famast. Agústa Þorkelsdóttir er bóndi og húsmóðir á Refsstað, Vopnafirði. Frá útgáfuhátíðinni í Listamiðstöðinni Hafnarborg, f.v. Stefán Júllus- son, Páll Kr. Pálsson, Eiríkur Pálsson og Guðmundur Árni Stefáns- son. Mynd: Jim Smart. Heildarútgáfa á tónverkum Friðriks Friðrik Bjamason tónskáld. Friðrik Bjamason (1880-1962), tónskáld, organisti og kórastofnandi, var m.a. höfundur laganna „I Hlíðarendakoti“ og „Þú hýri Hafnarfjörður“ í nóvember sl. gáfu Hafn- arfjarðarbær og Sjóður Frið- riks Bjarnasonar og Guðlaug- ar Pétursdóttur út heildarsafn af tónverkum Friðriks til minningar um þau hjón, en 1990 voru liðin 110 ár frá fæð- ingu hans. Friðrik var kennari og tón- skáld, organisti í 45 ár, þar af við Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði í 25 ár. Hann stofnaði ýmis söngfé- lög, m.a. Karlakórinn Þresti og kvennakórinn Erlur, samdi fjölda sönglaga og tók þátt í út- gáfu lagasafna fyrir skóla og heimili. Meðal frægustu tón- smíða hans eru „í Hlíðarenda- koti“ og „Þú hýri Hafnarfjörð- ur“. Guðlaug og Friðrik áttu ekki lögerfingja en arfleiddu Hafnar- fjarðarbæ að mestum hluta eigna sinna, húseign og ýmsum mun- um. Samkvæmt erfðaskrá þeirra eru bækur hans, nótnahandrit, nótnasöfn og persónulegir munir varðveittir í Bókasafni Hafnar- fjarðar. Af arfafé hjónanna var stofnaður sjóður með nafni þeirra og renna í hann höfundar- gjöld af Iögum Friðriks. í lifanda lífi tilnefndu hjónin þrjá menn í Rithöfundurinn Jan Myrdal er með þekktustu mönnum í sænsku menningarlífi og leggur nú leið sína til Islands í fyrsta skipti. Heldur hann tvö erindi í Norræna húsinu, um frönsku byltinguna á laugardaginn kl. 15 og um verk sín og rithöfundar- feril á sunnudaginn kl. 17. Jan Myrdal og sænska lista- konan Gun Kessle hafa tekið saman myndasýningu um frönsku byltinguna fyrir Riksutstallningar í Svíþjóð, í til- efni 200 ára afmælis byltingar- innar. Sýningin byggist á teikn- ingum eftir franska listamanninn Jean-Louis Prieurs af atburðum byltingarinnar 1789-1792 og hefur hún vakið athygli hvar- stjóm sjóðsins, Eirík Pálsson, sem var lögmaður þeirra við erfðaskrárgerð, Pál Kr. Pálsson organista, eflirmann Friðriks sem organisti við Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði, og Stefán Júlíusson, gamlan nemanda Friðriks og samkennara um árabil. Þre- menningamir vom allir góðvinir þeirra hjóna. Árið 1960 var stofnuð í Bókasafni Hafnarfjarðar sérstök músíkdeild sem hlaut nafhið Friðriksdeild til heiðurs tón- skáldinu, að tillögu Páls Kr. Pálssonar, sem hefur verið for- stöðumaður hennar frá upphafi. Hann hélt til haga öllum handrit- um Friðriks og tónsmíðum, skrá- setti þær og flokkaði. Páll hafði og frumkvæði að því við sjóðs- stjórendur skömmu eftir dauða Friðriks að Sjóður Friðriks Bjamasonar og Guðlaugar Pét- ursdóttur gæfi út heildarútgáfu af tónsmíðum Friðriks. Þre- menningamir unnu síðan að þessu verki í samráði við bæjar- ráðið í Hafnarfirði. Páll Kr. Páls- son vann hina faglegu vinnu að útgáfúnni, en feðgamir Eyþór Þorláksson og Sveinn Eyþórsson hljóðfæraleikarar settu verkið. vetna þar sem hún hefúr verið sýnd. Á Iaugardaginn verður þessi sýning opnuð í anddyri Norræna hússins og síðan opin daglegatil 10. febrúar. Jan Myrdal er mikilvirkur höfundur og lætur ýmis málefni til sín taka. Árið 1989 hlaut hann þekkt bókmenntaverðlaun sem útgáfufyrirtækið Esselte veitir árlega, Esseltes litteraturpris. I sýningarsölum í kjallara Norræna hússins verður finnska arkitektúrsýningin Frá Finnum opnuð að nýju og stendur til 2. febrúar. I tengslum við hana verður haldið í Norræna húsinu málþing um finnskan arkitektúr á mánudaginn kl. 13:30-16 og er það öllum opið. ÓHT Prentsmiðja Hafnarfjarðar prent- aði tónverkasafnið og gekk frá því. Bókin er 354 bls. og skiptist í átta lagaflokka: Blandaður kór, karlakór, einsöngur, skólasöngv- ar, hljóðfæralög, sálmalög, há- tíðarsöngvar og stólvers, orgel- verk. Hún verður til sölu í Frið- riksdeild í Bókasafhi Hafnar- fjarðar. ÓHT Rauður loginn brann Ut er komin hjá Máli og menningu bókin Rauðir pennar - bókmenntahreyf- ing á 2. fjórðungi 20. ald- ar, eftir dr. Öm Ólafsson. í henni fjallar höfundur um þessa áhrifamiklu bókmennta- hreyfingu sósíalista þar sem meðal annars komu við sögu menn á borð við Halldór Laxness, Stein Stein- arr, Halldór Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum og Kristin E. Andrés- son. Rakin eru stefnumið hreyf- ingarinnar og tengsl þeirra við bókmenntasköpun höfundanna sjálfra, alþjóðleg tengsl eru dregin fram og mikilvæg verk rædd. Om hefur stuðst við fjölmargar heim- ildir, þar á meðal margvísleg gögn sem aldrei hafa birst áður. Bókin er 286 blaðsíður. Franska byltingin í myndum Sænski rithöfundurinn Jan Myrdal í fyrstu ís- landsheimsókn sinni. Fjallar á laugardaginn í Norræna húsinu um frönsku byltinguna SlÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.