Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 7
Saddam (á plakati) borinn af her sfnum - tilgangurinn með gríðar- legri persónudýrkun á honum kann ásamt með öðru að vera að sam- eina sundurleitan landslýð. Lykilstað- reyodir um Irak Tvær ólíkar og andstæðar jyóðir, arabar og Kúrdar. Sjítar, trúbræður Irana, eru stærsti trúflokkurinn, en Saddam og flestir aðrir ráðamenn eru súnnar STÆRÐ: Rúmlega 438.000 ferkílómetrar. LANDIÐ: Láglent, nema hvað norðausturhlutinn, íraska Kúrdistan, er fjöllóttur. Kjama- svæði er Mesópótamía, land- tungan milli fljótanna Evfrat og Tígris. Gróður er mestur með- fram fljótum þessum og í íraska Kúrdistan, annarsstaðar eru steppur og eyðimerkur, einkum svæðið suðaustan Evfrats, sem er næstum helmingur landsins. LOFTSLAG: Þurrt og heit- temprað, úrkoma einkum að vetrarlagi. ÍBÚAFJÖLDI: 17,6 miljón- ir, þar af tæplega 30 af hundraði undir 20 ára aldri. Argangar þeir sem bestir þykja til herþjónustu em sem sé hlutfallslega fjöl- mennir og hefur það ásamt olíu- auðnum gert Irak kleift að gerast herveldi, þótt heildaríbúafjöldi þar sé litlu meiri en í Evrópurikj- um eins og Hollandi og Tékkó- slóvakiu. TUNGUMÁL: Arabíska (opinbert mál), kúrdneska (ír- anskt mál, náskylt persnesku), arameíska, armenska. ÞJÓÐERNI, TRÚAR- BRÖGÐ: Þar, eins og víðar í Vestur-Asíu, er oft erfitt að greina að þetta tvennt. Hag- skýrslum og öðmm heimildum ber illa saman um skiptingu landsmanna eftir tungumálum, þjóðemum og trúarbrögðum, en samkvæmt nýlegum tölum telj- ast 75 af hundraði þeirra arabar og 17 af hundraði Kúrdar. Landsmenn af öðmm þjóðemum em sagðir vera átta af hundraði. Kúrdar búa einkum í fjalllendinu norðaustan til, arabar annars- staðar. En verulegur munur er á aröbum Mesópótamíu og hirð- ingjum eyðimerkurinnar, og er það svipuð saga og annarsstaðar úr Vestur-Asíu- og arabalöndum. Samkvæmt sömu skýrslu em 62 af hundraði landsmanna sjítar að trú, 35 af hundraði súnna- múslímar og þrir af hundraði annarrar trúar menn, flestir þeirra kristnir. Súnnar búa einkum norðan- vert í Mesópótamíu og Kúrdar og hirðingjar em einnig þeirrar trúar. Sjítar em flestir í suður- hluta Mesópótamíu. Þótt þeir séu fleiri en súnnar em þeir sem völdin hafa flestir súnnatrúaðir arabar, og liggur á bakvið þá upphefð súnna gömul hefð, ríkj- andi í íslamslöndum annarsstað- ar en í Iran. Af kristnum trúflokkum mun fjölmennust Kaldeakirkja sem svo er kölluð þarlendis, klofn- ingur úr kirkju Nestoríana (sem nú kalla sig einnig Assýringa) sem gekk inn í kaþólsku kirkj- una gegn því að fá að halda sín- um austrænu helgisiðum. Annar kristinn trúflokkur þar er Nestor- íanar, sem em eineðlissinnar (þeirrar trúar að Kristur sé að- eins eins eðlis, guðlegs). Þeir og Kaldear tala enn öðmm þræði arameisku, sem á Krists dögum var aðalmálið í þeim löndum sem nú eru írak, Sýrland, Líban- on og Israel-Palestína. Þessir trúflokkar og fleiri em stundum taldir þjóðemi sér. Enn má nefna Jesída, sér- kennilegan trúflokk norðanlands með ýmislegt úr kristni og eldri trúarbrögðum þar í löndum. Þeir teljast öðmm þræði kúrdneskur ættbálkur. Jesídar hafa fýrir satt að Guð hafi fýrirgefið Kölska (Lúsífer) að hann gerði uppreisn gegn honum í himnaríki forðum tíð. Stafar þetta af óbifanlegri trú Jesída á sigur hins góða, en vegna þess hafa þeir óverðskuld- að orð á sér sem djöíladýrkend- ur. Sunnarlega i landi em Man- dear. Trú þeirra er arfur frá guð- vísi (gnostík) og írönskum trúar- brögðum. Frægt er að þeir hafa Jóhannes skírara í hávegum, en neikvæða afstöðu til Krists. Af þeim munu nú sárafáir eftir. VÆNTANLEG MEÐAL- ÆVILENGD: 64 ár. STÆRSTU BORGIR: Bag- dað (íb. 3,2 milj.), Basra (íb. 1,6 milj.), Mosúl (íb. 1,2 milj.). EFNAHAGS- OG AT- VINNUMÁL: Aðalauður lands- ins er olian; fýrir Persaflóadeilu fékk það yfir 90 af hundraði út- flutningstekna sinna fýrir hana. Fyrir tekjumar af henni hefur Ir- ak orðið eitt mestu hervelda heims, auk þess sem á áttunda áratug og þeim níunda hefur átt sér stað mikil uppbygging iðnað- ar. Um 35 af hundraði vinnandi fólks hefur framfæri sitt af land- búnaði, en fýrir Persaflóadeilu vora þó 70-80 af hundraði mat- væla sem landsmenn neyttu flutt inn. Þekktasta framleiðsluvara landsins fýrir tíð olíunnar var döðlur. Markvissasta loftsókn sögunnar Cheney: í átta af hverjum tíu árásum hittu flugvélar í mark. Ekkert varð úr árásum á Israel. Lítið um vamir af hálfu Iraka Saúdiarablsk orrustuflugvél af gerðinni Tornado - aldrei hefur hittnari og tæknivæddarí flugher farið i stríð. Afyrstu 14 klukkustundum nýhafins stríðs milli Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra annarsvegar og Iraks hinsvegar flugu bandarískar, breskar, franskar, saúdiarab- ískar og kúvætskar stríðsflug- vélar yfir 1000 árásarferðir inn- yfir Irak og Kúvæt. Á sama tíma var yfir 100 stýriflaugum af gerðinni Tomahawk skotið á skotmörk í löndurn þessum frá bandarískum herskipum á Persaflóa. Skotmörk flugvéla og eld- flauga vom öðm fremur stjóm- stöðvar hers íraka, flugvellir þeirra og eldflaugastöðvar. Að sögn Dicks Cheney, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hittu flugvélamar mörk sín í 80 af hundraði árásanna. Hátæknivæddur flugher Fullvíst er talið að aldrei fýrr í hemaðarsögunni hafi verið gerð betur tæknivædd loftsókn en þessi. Er svo að sjá að sú tækni, sem mun hafa gert árásarflugvél- unum fært að trufla fjarskipta- og viðvaranakerfi Iraka, athafna sig að nóttu til sem á degi og hitta skotmörkin af meiri nákvæmni en áður hefur þekkst, hafi orðið til þess að sóknarflughemum hafi tekist að lama hemaðarvél íraks að talsverðu leyti. En Cheney og fleiri fomstumenn bandamanna segja að eigi að síður sé fjarri því að fullur sigur sé unninn og lík- legt sé að Bandarikjamenn og bandamenn þeirra eigi eftir að heyja þama ormstur, sem verði þeim mannskæðari en sú fýrsta. Vegna þess hve mikilli tækni árásarflugvélamar vom búnar til að miða út skotmörk sín er líklegt að manntjón óbreyttra borgara hafi verið með minna móti eftir því sem gerst hefur í loftárásum, en um það liggja þó ekki fýrir neinar greinargóðar upplýsingar. Sprengingar í Bagdað Árásunum var haldið uppi sem ákafast meðan myrkurs naut, þar eð Irakar em ekki taldir hafa mikla tækni til loftbardaga í myrkri, en þær héldu áffam í gær og búist var við að þær yrðu hert- ar eftir að birtu brygði. íranska fréttastofan IRNA skýrði svo frá að skömmu eftir að dimmt var orðið í gær hefðu þrjár gífurlegar sprengingar heyrst í Bagdað, jafnframt þvi að ákaft hefði verið skotið af loftvama- byssum. Samtímis hefðu sending- ar stöðvast frá íraska sjónvarpinu. Sjónarvottar í Bagdað segja að árásarflugvélar hafi hitt m.a. flugvöll borgarinnar, forsetahöll- ina og helstu fjarskiptamiðstöð landsins. Litið varð um vamir af hálfu iraska flughersins, en Colin Po- well, yfirhershöfðingi Bandaríkj- anna, segir að hann sé enn til stað- ar. Loftvarnaskothríð Iraka var ónákvæm. Engir landbardagar enn Ekki er vitað til að neitt hafi orðið úr því hjá Irökum að skjóta eldflaugum, með eiturgasi eða án þess, á stöðvar andstæðinganna. Eina árás íraka útfýrir landamæri sín og Kúvæts til gærkvöldsins NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7 var að stórskotalið þeirra kveikti í olíugeymi i saúdiarabískri olíu- hreinsunarstöð nokkra kílómetra frá landamæmm Kúvæts, en fljót- lega tókst að slökkva eldinn. Bandamenn sendu herþyrlur sem þögguðu niður í skotvirki því, sem áminnst skothríð kom frá. Að öðmm leyti hafði ekki komið til landbardaga í gærkvöldi svo heit- ið gæti. Ekki hafði í gærkvöldi enn komið til eldflaugaárása Iraka á Israel, eins og þeir höfðu hótað, ef til vill vegna þess að bandarískar fiugvélar eyðilögðu tvær eld- flaugastöðvar í írak skammt frá jórdönsku landamærunum. Er tal- ið að flaugamar þar hafi verið ísrael ætlaðar. Þar í landi létti fólki stómm við þetta, en tals- maður hersins þar telur þó að enn kunni Irakar að eiga flaugar, sem nota megi til að skjóta eiturgasi á Israel. Þrátt fyrir skelfilega útreið á fýrsta degi stríðsins og lélega frammistöðu hers síns er Saddam Hussein íraksforseti áfram hinn brattasti. í gær kallaði hann Bush Bandaríkjaforseta Kölska í Hvíta húsi og kvað Iraka fagna því að heyja nú „styijöld allra styrjalda“, sem þeir vissulega myndu vinna með guðs hjálp. Lagði hann áherslu á að þetta væri heilagt strið milli sanntrúaðra (múslíma) og (kristinna) vantrúarmanna. Italir og Tyrkir vígreifir Sigrar Bandarikjamanna og bandamanna þeirra fyrsta sólar- hring stríðsins út af Kúvæt hafa gert að verkum að ýmsir, sem með þeim standa en hafa þó ekki verið ýkja kappsamir um það, hafa nú fýllst vjgamóði. Þannig ákváðu stjómir Ítalíu og Hollands í gær að hersveitir frá þeim skyldu hefja þátttöku í stríðinu. Þá samþykkti tyrkneska þingið í gær, fýrir atbeina Turguts Özal forseta, að Bandaríkjamönnum skyldi heimilt að npta flugvelli I Tyrklandi til árása á Irak. Skömmu áður hafði þingið samþykkt heim- ild til „tyrkneskra og erlendra her- sveita á tyrknesku landi“ að taka þátt í striðinu gegn lrak. Berjumst til síðasta barns Azmi Shafiq al-Salihi, am- bassador íraks í Bretlandi, sagði í gær að ekkert væri írökum síður í hug en að gefa eftir í Persaflóa- deilu og láta Kúvæt af hendi. Myndu þeir berjast til síðasta bams, eins og ambassadorinn orð- aði það. Dæmalaust hrun olíuverðs Olíuverð á heimsmarkaði hrandi um 8,47 dollara á tunnu í gær, niður í 20.50 dollara og hefur aldrei fýrr fallið svo mikið á einum degi. Er þetta verðspá fýrir mars hjá North Sea Brent í Lundúnum. Skömmu áður höfðu verðspár verið yfir 30 dollumm á tunnu í Asíu. Aðalástæðan til þessa dæmalausa verðhmns er að ekkert varð úr því í fyrrinótt og gær að ír- akar skytu eldflaugum á olíulindir Saúdi- Arabíu, mesta olíuútflutn- ingsríkis heims. Búist var við að þeir gerðu það er strið hæfist á Persaflóasvæði, og að af því myndi hljótast tjón á olíumann- virkjum eða að minnsta kosti tmfl- anir á olíuffamleiðslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.