Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 16
Kæru krakkar. Ég veit að það eru ekki bara Óli Helgi og Maja hér á Hænsnaprik- inu sem hafa áhyggjur af heims- málunum sem stendur. Sjálfsagt læðist að flestum íslenskum skólabörnum kvíði vegna stríðsins við Persaflóa. Og ég veit að þið hafið mörg verið að syngja lag John Lennons: Allt sem við viljum, /er friður á jörð. Partur af textanum er þannig að honum má breyta eftir aðstæðum. Ég fékk eina útgáfu í hendur sem börn í Austurbæjarskóla í Reykjavík hafa sett saman. Ég ætla að birta hana hér á síðunni og ég hvet ykk- ur til að syngja þetta lag mikið og oft á næstunni. Það þarf að heyr- ast því: Allt sem við viljum, er friöur á jörð. Kveðja Símasambandið - Eyja, er komiö stríð? - Ert þetta þú, Óli minn? - Já. Er komið stríð? - Það virðist vera skollið á. Því miður. - Hvað gerist svo? - Sennilega verða margir að deyja. Mikið sem brennur og eyði- leggst. Allt sem við viljum er friður á jörð. Allir eru að tala um Gorbatsjov, Hussein, * Baker, Bush, Havel, Shevardnadse, Helmut Kohl, Mitterrand, Hermansson, Matlock og Derrick, Superman og Rambó en: Allt sem við viljum er friður á jörð. Allir eru að tala um írak, Kúvæt, Litháen og Lettland Sovétríkin, Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Sameinuðu þjóðirnar, allar gömlu skjóðurnar, en: Allt sem við viljum er FRIÐURÁ JÖRÐ. Frjálst eftir John Lennon - Líka hér hjá okkur? - Það er nú ekki mjög trúlegt. Samt er aldrei hægt að vera ör- uggur um að stríð breiðist ekki út. Við erum í NATÓ. Og allar þjóðir sem eru í Nató eiga á hættu að dragast inn í þetta stríð, ef það verður langt. - En ef það verður stutt? - Þá eru meiri líkur á að við slepp- um. Við skulum vona að við slepp- um. Það er samt alveg ótrúlegt, að nokkrum skuli finnast það borga sig að byrja stríð, sem enginn veit með hvaða ósköpum kann að enda. - Hvernig getur stríð borgað sig? - Stríð verða að borga sig, Óli minn. Það fer enginn í stríð nema hann haldi að það borgi sig. - Æ, það er ekki hægt að tala um svona við barn. - Jú, víst. Það er búið að tala um það við okkur í skólanum. Við vor- um öll látin syngja: „Allt sem við viljum, er friður á jörð.“ - Það er gott. Við skulum syngja, að við viljum frið á jörð. - En ég vil samt fá að vita, hvernig síríð getur borgað sig. Borgar sig að fólk deyi? - Óli minn, mér finnst það ekki borga sig. En mörgum finnst það. Þeir eru líka til sem vilja sjálfir deyja í stríði. Þeir vilja deyja fyrir landið sitt eða trúna sína eða eitt- hvað annað, sem þeim finnst mjög mikilvægt. Þannig verða ungir her- menn að hugsa. - Ekki vildi ég vera hermaður. - Nei. Og það eru heldur ekki her- mennirnir sem byrja stríðið. Þeir eru bara sendir í það. - Hver sendir þá? - Þeir sem stjóma. Þeir sem ráða yfir löndunum. - Af hverju? - Af því þeir vilja ráða meiru en þeir þegar ráða. Þannig var t.d. með Saddam Hussein. Hann sendi sína hermenn inn í Kúvæt, af því hann vildi fá meira land að ráða yfir. Bæði í írak og Kúvæt eru auðugar olíulindir. Þeir sem selja olíu fá fyrir hana mikla peninga. En til þess að geta selt olíuna er nauðsynlegt að leiða hana niður að sjó, þar sem olíuskipin tanka hana og sigla svo með hana út um allan heim. (rökum fannst þá vanta meira land að sjó. Og með því að hertaka Kúvæt fá þeir bæði fleiri olíulindir og meira land að sjó. En - Skyldi einhver stelpa einsog ég deyja i þessu stríði? af því við á Vesturíönduhi kaupum olíu frá Kúvæt, þá viljum við ekki að írakar eigni sér hana álla. Kú- væt var sjálfstætt land. Það réð sjálft, hverjum það seldi sína ölíu. - Er það þá stríð út af olíu? - Olían er mjög mikilvæg fyrir Vesturlönd, Óli minn. VerkSmiðj- urnar okkar, skipin, flugvélarnar, bílarnir, allt gengur þetta meira og minna fyrir olíu. Og þú veist að bíll sem verður bensínlaus, stoppar. Það eru margir hræddir um að ef við verðum olíulaus, þá stoppi þjóðfélagið. - En af hverju getum við ekki bara keypt olíu af írak? - Oli, við viljum ekki versla við þá sem hafa ráðist á lítið nágranna- land sem ekki gat varið sig. - Þá verðum við bara að vera olíulaus. - Sjálfsagt gerði ekkert til, þótt við notuðum aðeins minni olíu. - Myndi þá ekki vera stríð? - Það eru fleiri tilefni til stríðs en ol- ía. En við verðum bara að muna eitt: Allir menn á jörðinni eiga sama rétt til að vera hér. Þess vegna verður að reyna að semja. - Eyja, má ég hringja í þig aftur á eftir.ef mammafer ekki að koma? - Já. Auðvitað máttu það. mér varð á að spyrja ég gekk milli manna í bænum og spurði einfeldningslega viljið þið stríð? ég fór um mörg lönd og spurði mennina við veginn, mennina á ökrunum og mennina í borgunum viljið þið stríð? ég spurði gamlar konur sem mundu mörg stríð enginn vildi stríð. en maður nokkur dró upp silfurmynt beit í hana og sagði: Þetta er Enginn. Enginn vill stríð. Ólafur Haukur Símonarson 16.SIÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18.ianúar 1991 i.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.