Þjóðviljinn - 24.01.1991, Side 3
FRETTIR
R íkisendurskoðun
Þormóður á hálfvirði
Ríkisendurskoðun: Hlutabréf Þormóðs ramma hf. 250-300 miljóna kr. virði á söludegi en seld á
150 miljónir. Olafur Ragnar Grímsson: Léttum 500 miljónum kr. af ríkinu með sölunni
Ríkisendurskoðun hefur
komist að þeirri niðurstöðu
að verðmæti hlutabréfa í Þor-
móði ramma hf. hafí á söludegi
verið 250 til 300 miljónir króna.
Fjármálaráðuneytið seldi hins-
vegar bréfin á 150 miljónir
króna í desember s.l. Ríkisend-
urskoðun gagnrýnir einnig
virðismat á Dröfn hf. og Egils-
sild hf. en þessi fyrirtæki sam-
einuðust Þormóði ramma hf.
við söluna.
Dröfn hf. og Egilssild hf.
eignuðust 40 prósent í hinu sam-
einaða fyrirtæki en Rikisendur-
Islagviðrinu nýlega lak vatn
inn um fjölmarga glugga á
austurhlið Þjóðminjasafnsins
og glerveggi. Vatnið lak niður í
gegnum loft í neðri sali safnsins.
Starfsmenn safnsins segja raka
vera í útveggjum hússins og
tæringu í öllum leiðslum sem
gætu sprungið með hræðilegum
skoðun telur þau ekki nema 30
prósenta virði. Rikisendurskoðun
ámælir einnig að hvorki sala
hlutabréfanna né skilmálar og
skilyrði íyrir sölunni hafi verið
auglýst opinberlega.
RJkisendurskoðun telur fulla
þörf á því að reglur um sölu á
eignum ríkisins verði samræmdar
með formiegum hætti á svipaðan
hátt og settar hafa verið reglur um
opinber innkaup.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra telur ekki að Þor-
móður rammi hf. hafi verið seldur
á hálfvirði. Hann fékk Endur-
afleiðingum. Kynding í húsinu
er í járnlögnum í gólfum og
veggjum. Menn geta ímyndað
sér þann skaða sem af hlytist ef
þær spryngju og heitt vatn læki
inn í sali safnsins.
Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra lagði málið fyrir
ríkisstjómarfund. Hann sagði Þjó-
minjasafhið fá 40 miljónir á þessu
ári til að gera nauðsynlegar lag-
færingar og endurbætur. Fjár-
magn til þess yrði tekið af ráðstöf-
unarfé ríkisstjómarinnar, úr
menntamálaráðuneyti, og til
þeirra fengist aukafjárveiting á
fjáraukalögum síðar á árinu.
Reynt yrði að veita safninu 20
miljónir sem fyrst til að koma í
veg fyrir leka af því tæi sem varð
fyrir stuttu.
Fyrir liggur frumáætlun bygg-
ingamefndar Þjóðminjasafnsins
frá því í júlí í fyrra um endurbæt-
ur á húsinu. Þar er gert ráð fyrir
töluvert hærri upphæð fyrir kostn-
aði við nauðsynlegar lagfæringar
en þeirri sem veitt verður á þessu
ári. Menntamálaráðherra sagði
ffamkvæmdir við Þjóðleikhúsið
ganga fyrir nú. Ekki yrði hægt að
veita meira fé til lagfæringa á
Þjóðminjasafninu fyrr en að þeim
loknum.
BE
skoðun hf. til að reikna út virði
hlutabréfa Þormóðs ramma hf. og
segir að Ríkisendurskoðun hafi
beitt öðrum aðferðum en Ólafúr
Nilsson endurskoðandi og því
fengið aðra niðurstöðu.
Ólafur Ragnar sagði að hann
hefði fengið óháð verðbréfafyrir-
tæki til að reikna dæmið á sama
hátt og Rikisendurskoðun gerði
og sagði að fyrirtækið hefði kom-
ist að þeirri niðurstöðu að hluta-
bréfin væm óseljanleg vegna
skuldastöðu fyrirtækisins.
Hann sagði að Þormóður
rammi hf. skuldaði 800 miljónir
króna og að með sölunni hefði
ríkið velt af sér 500 miljóna króna
skuld. Ástæður þess að heima-
menn sem keyptu fyrirtækið væm
viljugir til að taka á sig þessa
skuld alla taldi Ólafúr Ragnar
vera áhuga þeirra á því að halda
fyrirtækinu í byggðarlaginu og
trú þeirra á því að sameinuð gætu
fyrirtækin staðið undir sér og
skuldunum.
Að lokum benti Ólafúr Ragn-
ar á að ekkert þeirra tilboða sem
bámst i hlutabréfin hefði verið
hærTa en 150 miljónir króna.
-gpm
Sorpevðing
Sorpskattur á
Egilsstöðum
Bæjaryfirvöld á Egilsstöðum
hafa ákveðið að leggja á 3.900
króna gjald vegna sorphirðu og
sorpeyðingar. Þetta er gert vegna
þess að fyrirsjáanlegur er nokkur
kostnaður vegna breyttra aðferða
við eyðingu sorps i bænum.
- Það má kannski segja að
þetta samrýmist ekki „þjóðarsátt-
inni“, en það hefúr verið dregið
undanfarin ár að leggja þetta á
þangað til ákveðið hefur verið að
ráðast í framkvæmdir. Svo hittist
þannig á að við leggjum þetta gjald
á nú einmitt á tímum „þjóðarsátt-
ar“, segir Stefán Bjamason, bæjar-
ritari á Egilsstöðum.
Sorpi frá Egilsstöðum og Fella-
hreppi hefúr verið brennt i nánd
við byggðina og að sögn Stefáns
leggur reyk yfir hana við verstu
skilyrði. Ekki hefúr verið ákveðið i
hveiju hin nýja tilhögun á að felast,
en til greina kemur að urða sorpið.
Þess er skemmst að minnast að
sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu, nema Reykjavík, hafa ýmist
lagt á ný gjöld eða hækkað þau
sem fyrir vom vegna aukins kostn-
aðar við sorpeyðingu á árinu.
-gg
Fasteignagiöld
Verslunarráð
ber sig illa
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs ís-
lands, hefúr sent borgarstjóra bréf
þar sem hann kvartar undan álagn-
ingu fasteignagjalda á atvinnuhús-
næði og fer fram á að þau verði
lækkuð. Ákvörðun um álagningu
fasteignagjalda fyrir þetta ár hefur
þó þegar verið tekin.
í bréfi sínu segir Vilhjálmur að
verslunarráði hafi að undanfömu
borist umkvartanir frá fyrirtækjum
vegna hárra fasteignagjalda á at-
vinnuhúsnæði í borginni. Hann
minnir borgarstjóra á það loforð
Sjálfstæðisflokksins að taka til
baka allar hækkanir á gjöldum frá
tið vinstri meirihlutans í borgar-
stjóm, en fasteignagjaldið var
hækkað í tíð hans.
Fasteignagjald á atvinnuhús-
næði var 1,25 prósent á síðasta ári,
sem er það hæsta sem lög um
tekjustofna sveitarfélaga leyfa.
Gjaldið hefúr nú verið lækkað nið-
ur í 1,19 prósent og kemur lækkun-
in til mótvægis við gjald fyrir eyð-
ingu sorps. -gg
\ \
Þjóðminjasafnið
Ómetanleg verðmæti
í mígleku húsi
Sprungur f veggjum ( Þjóðminjasafninu. V(ða má sjá merki um raka I
loftum og veggjum. Töluvert vatn lak inn I bygginguna fyrir skömmu.
Mynd: Jim Smart.
Ríkisstiórnin
Stjórnmálasamband við Litháen
Ríkisstjórn Islands samþykkir sex leiðir til að styðja Eystrasaltslöndin í sjálfstœðisbaráttu þeirra. Ein gengur í þá átt að
teknar verði upp viðrœður um frekara stjórnmálasamband
Ríkisstjórnin ákvað á fundi
sínum í gærmorgun aðgerð-
ir vegna ástandsins í Eystra-
saltslöndunum. Mikill einhugur
ríkir um þessar aðgerðir, sem
eru í sex liðum, í ríkistjórninni
og voru það formenn allra
stjórnarflokkanna sem kynntu
aðgerðirnar í gær. Telja þeir að
nú sem fyrr hafí íslendingar
gengið lengra en nokkur önnur
þjóð í mótmælaaðgerðum
vegna yfirgangs Sovétríkjanna í
löndunum fyrir botni Eystra-
salts.
Aðgerðimar fela í sér að í
fyrsta lagi verður sendiherra Is-
lands í Moskvu falið að krefjast
upplýsinga um og skýringa á at-
hæfi sovéskra hersveita gegn lýð-
ræðislega kjömum ríkisstjómum
og þegnum Eystrasaltsríkjanna.
Hér er vísað til lokaskjals Vinar-
fúndar RÖSE þar sem þátttöku-
ríkin skuldbinda sig til að svara
skriflegum beiðnum, innan fjög-
urra vikna, um upplýsingar er
varða hinn mannlega þátt atburða
sem þessara. Sovétríkin em þátt-
tökuland í RÖSE.
I öðm lagi að nota tiltækar
leiðir til að fá málið tekið upp á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna
og á vettvangi Öryggisráðsins
verði um frekari ofbeldisaðgerðir
að ræða. I þriðja lagi að taka mál-
ið upp á vettvangi stjómmála- |
nefndar Nató. Einnig, í fjórða
lagi, að beina þeim tilmælum til
Alþingis að fúlltrúar þess í Evr-
ópuráðinu beiti sér fyrir málinu á
þeim vettvangi. í fimmta lagi að
fúlltrúi Islands i forsætisnefnd
Norðurlandaráðs beiti sér fyrir
því að málið verði tekið fyrir á
fundi nefndarinnar í Stokkhólmi
um helgina.
I sjötta lagi ákvað ríkisstjóm-
in að beina þeim tilmælum til Al-
þingis að sendinefnd þingmanna
fari nú þegar til Eystrasaltsland-
anna og að gengið verði frá gagn-
kvæmum samningum milli þjóð-
þinganna um skipti á fastafulltrú-
um.
Ríkisstjómin staðfesti einnig
þann skilning að með opinberri
heimsókn Jóns Baldvins Hanni-
balssonar utanríkisráðherra til
allra Eystrasaltslandanna í síðustu
viku hafi framkvæmd stjómmála-
sambands við Litháen verið stað-
fest. Ákveðið var að verða við ósk
Litháens um að taka upp viðræður
milli ríkjanna um frekara stjðom-
málasamband.
Jón Baldvin sagði að öllu
þessu yrði hrint í framkvæmd nú á
næstu dögum. Hann benti á erfið-
leika við að koma á stjómmála-
sambandi við Litháen en taldi að
fyrsta skrefið væri að skipst yrði á
nauðsynlegum upplýsingum, síð-
an að tekin yrðu upp svo kölluð
nótuskipti ríkisstjóma, sem tíðk-
ast meðal annars í skiptum við
fjarlæg ríki, og síðasta skrefið
væri að skiptast á sendifúlltrúum,
sem reyndar væri ekki hægt eins-
og á stæði. Vilji væri til þess nú að
taka upp formlegra stjómmála-
samband þar sem yfirgangur sov-
éskra hersveita í löndunum hefði
að engu gert þá ffiðsamlegu lausn
sem löndin hvöttu til í upphafi að
fúndin yrði á málinu. Fyrir at-
burðina vildi rikisstjómin ekki
standa að tilefnislausum ögmnum
gagnvart Sovétrikjunum, sagði
Jón Baldvin. Nú hefur það sem
sagt breyst og því tilefni til frek-
ara formlegs stjómmálasambands
við Litháen, en Litháar leggja á
þetta mikla áherslu og vilja form-
legt samband strax. -gpm
Fimmtudagur 24. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3