Þjóðviljinn - 30.01.1991, Síða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1991, Síða 7
ERLENDAR FRETTIR Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni Stealth B-2. Frammistaða (raska flughersins gegn loftsókn bandamanna hefur verið bágborin, en reynsl- an úr íransk-íraska stríðinu bendir til að fraski landherinn geti verið út- haldsgóður f vörn. Persaflóastríð Dugir loftsóknin? Þess eru fá dæmi ef nokkur að tekist hafi að vinna stríð með lofthernaði fyrst og fremst. Nú er bollalagt um hvort baráttuhugur Irakshers standist öflugustu loftsókn sögunnar Nú eru horfur á að flugher neyði landher til uppgjafar, í fyrsta sinn í sögunni,“ segir Trevor Dupuy, bandarískur og höfundur um 90 bóka um stríð. Hann og margir aðrir sagn- og hernaðarfræðingar bollaleggja nú um, hvort bandamönnum í Persaflóastríði muni lánast að sigra með lofthernaði einum saman, eða svo til. Skoðanir um þetta eru skiptar, en þess eru fá dæmi, ef nokkur, að strið hafi unnist með flugher ein- um saman, eða því sem næst. Það dæmi, sem ef til vill kemst næst því, er úr sexdagastríði Israels við Egyptaland, Sýrland og Jórdaniu 1967. ísraelar eyðilögðu egypska flugflotann þegar í byijun stríðs- ins og egypski landherinn, eftir það vamarlítill gegn loftárásum Israela, varð gripinn ofsahræðslu og tvístraðist. Dæmi fyrri stríða I heimsstyijöldinni síðari beittu Þjóðverjar flugher sínum íyrst og fremst til aðstoðar land- hemum og flýtti það að öllum lík- indum verulega fyrir sigri þeirra á Pólveijum haustið 1939 og á Frökkum vorið 1940, svo og fyrstu sigmm þeirra á Sovét- mönnum. En flestra mat er þó að biynfylkingar Þjóðverja hafi ráð- ið úrslitum um mestu sigra þeirra í því stríði. Yfirburðir Banda- ríkjamanna og Breta í lofii greiddu og mjög fyrir sigmm þeirra í síðari hluta heimsstyijald- arinnar síðari, en eigi að síður áttu landherir þeirra og Sovétmanna þar stærri þátt. Dæmin um þaðan af minni ár- angur lofthemaðar em einnig mörg úr stríðum aldarinnar, t.d. hafa Bandaríkjamenn ófá slík fyr- ir sér úr stríðum sínum við Japani, Norður-Kóreumenn, Kinveija og Víetnama. ÞegarBandaríkjamenn unnu smáeyna Iwo Jima af Japön- um 1945 kostaði það þá 26.000 manns fallna og særða, og vom þó flugher og floti búnir að ham- ast á eynni með skothríð og sprengjukasti látlaust í 74 daga áður en landgönguliðar og land- her hófust handa. í Víetnamstríð- inu, þar sem ráð Bandaríkja- manna í lofti vom svo til alger, var árangur flughers þeirra gegn heijum Norður-Víetnama og Þjóðfrelsisfylkingarinnar suður- víetnömsku yfirleitt takmarkaður nema þegar lið þeirra síðamefndu sótti fram þéttskipað á bersvæði. Baráttukjarkur mikið atríði Baráttukjarkur og seigla her- manna em auðvitað mikil atriði í þessu sambandi, og ljóst er að áð- umefndir óvinir Bandaríkja- manna og Breta í striðum þessar- ar aldar höfðu hvorttveggja í rík- um mæli. Hinsvegar hefúr bar- áttukjarki og úthaldi arabaheija í stríðum við ísrael yfirleitt ekki verið fyrir að fara. En ísraelar hafa hingað til ekki haft mikið af írökum að segja sem andstæðing- um i striði. I hemaði íraksstjómar gegn Kúrdum hefur baráttukjark- ur hermanna hennaryfirleitt verið lítill og fyrsta sókn Iraka gegn ír- önum var hörmungin einber, ffá sjónarhóli hermennskunnar séð. í kyrrstöðuhemaði og vöm gegn ír- önum sýndu Irakar hinsvegar hörku og seiglu, að vísu gegn andstæðingi sem illa var stjómað og verr búinn vopnum en vamar- herinn. Frammistaða Iofthers íraka í yfirstandandi stríði hefúr verið harla bágborin, flugvélar þeirra hafa ýmist orðið bandamönnum auðveld bráð í loftbardögum eða lagt á flótta bardagalaust. En í lofti eiga Irakar að vísu við ofúr- efli að etja. Hart sótt að lýðveldisvarðliði Hemaðarfræðingar segja að aldrei hafí nokkur landher fengið á sig svo öfluga loftsókn sem íraski herinn nú. Benda þeir á sprengju- og eldflaugamagn það fimamikið er á honum dynur, að hittni árásarflugvélanna sé meiri en í nokkm stríði fyrr og að til- tölulega erfitt sé á eyðimörkinni að leynast fyrir árásarflugvélum. Síðustu dagana hafa banda- menn beint árásum flughers síns fyrst og ffemst að landher íraka í Kúvæt og Suður-írak, og þá eink- um að úrvalsliði Saddams, lýð- veldisvarðliðinu svokallaða sem er á bakvið fremstu vamarlínur. I því em um 150.000 manns og því mun vera ætlað að ráðast til at- lögu við landher bandamanna, þegar hann sé búinn að þreyta sig á að ryðjast gegnum ffemstu lín- umar. Helsta stríðslakmark bandamanna eins og sakir standa mun vera að sprengja kjarkinn úr lýðveldisverðinum, tvístra honum og einangra um leið herinn í ffemstu vamarlínum, í von um að hann verði þá auðveld bráð. Allt er enn á huldu um hvað út úr því kemur. dþ. Olíubrákin á Persaflóa „Hafmeyjar“ f bráðri hættu Að sögn Hishams Nazer, olíu- málaráðherra Saúdi-Arabíu, veittu Irakar um 11 miijónum tunna af hráolíu út í Persaflóa frá Kúvæt og er komist svo að orði að hér sé um að ræða mesta hryðjuverkið gegn um- hverfinu hingað til. Banda- menn telja sig nú hafa stöðvað olíustreymið út í flóann að mestu með því að sprengja sundur ieiðsiur. Hinsvegar er enn óséð hversu miklu tjóni olía þessi á eftir að valda. Hætta er á að hún eyði vissum fiskistofnum og svipti þar með tugþúsundir íraskra og ír- anskra fiskimanna atvinnunni. Sjaldgæfar dýrategundir í flóan- um em einnig í bráðri hættu, þeirra á meðal dugong, hægfara og friðsöm sækúategund sem einn fréttamaður segir að líti út eins og uppblásið sæljón og sum- ir ætla að sagnimar um hafmeyjar séu sprottnar af. Aður hafði allmikil olía farið í sjóinn þama úr geymum í Khafji, saúdiarabískri smáborg skammt ffá kúvætsku landamær- unum sem hefúr verið yfirgefin. Skaut stórskotalið íraka geymana þar sundur í s.l. viku. Hætta var talin á að sú olía ógnaði mann- virkjum sem Saúdi-Arabar hafa á Persaflóaströnd sinni til að vinna neysluvatn úr sjó og em þeim lífsnauðsynleg, en í gær var talið að þeirri hættu hefði verið bægt ffá. Mesta olíuslysið til þessa varð á Mexíkóflóa 1979, er þijár miljónir tunna af hráolíu mnnu út í sjóinn eftir sprengingu í bor- palli. Reuter/-dþ. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984-1 .fl. 1988-1 .fl. D 3 ár 01.02.91-01.08.91 01.02.91 kr. 49.963,38 kr. 20.109,82 *)lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Leiðréttingar á vaxtabótum vegna skattframtals 1990 Alþingi hefur samþykkt lög sem heimila einstakl- ingum aö sækja um leiðréttingu á stofni til útreikn- ± ings vaxtabóta í skattframtali 1990 vegna lána á s árinu 1989 þegar um er að ræða: •Uppsafnaðar verðbætur af lánum sem fylgdu íbúð við sölu. •Greiddar, uppsafnaðar og áfallnar verðbætur á lán umfram ákvæði skuldabréfa vegna lána til kaupa eða byggingar á eigin húsnæði. Sækja þarf um leiðréttingu til skattstjóra og fást umsóknareyðublöðin þar. Umsókn verður að berast skattstjóra eigi síðar en með skattframtali 1991. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Miðvikudagur 30. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.