Þjóðviljinn - 02.02.1991, Side 4

Þjóðviljinn - 02.02.1991, Side 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar FRÉTTIR OECD og GVÞ Það rættist í gær á ráðherrafundi OECD, sem Þjóðvilj- inn spáði hér í leiðara á síðasta ári, að ekki yrði lengur und- an því vikist að taka upp hugtakið GVÞ, „græn verg þjóðar- framleiðsla1', og skoða af opinberri hálfu í fullu samhengi hagvöxt og umhverfismál þjóðanna. Með tímamótasam- þykkt Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, þar sem mættir voru fulltrúar helstu iðnríkjanna, var í fyrsta sinn lýst yfir þeirri eindregnu ákvörðun að ríkisstjórnir þeirra skuli í stefnumörkun sinni á síðasta áratugi aldarinn- ar leitast við að samræma til fulls stefnu sína í umhverfis- málum og hagstjóm. ( yfirlýsingu fundarins segir að hagvöxtur og umhverfi séu órjúfanlegir þættir: „Hagvöxtur og umhverfi eru tengd í grundvallaratriðum. Útilokað er að aðskilja framkvæmd hagfræðilegrar og vistrænnar stefnu“. Ályktunin er einkar forvitnileg fyrir (slendinga, því ráð- herrar iðnríkjanna lögðu sérstaka áhersla á að aðgerða sé tafarlaust þörf á sviðum sem snerta nýtingu hafsvæða og orku, enn einnig skipulag landbúnaðar og flutninga. ( áætl- un þeirra er svo mælt fyrir um að verðstýring á orku beinist að því að auka nýtingu vistarvænna, endurnýjanlegra orkugjafa og að í verðlagningu landbúnaðarafurða verði tekið tillit þess kostnaðar sem af framleiðslu þeirra hlýst í vistkerfinu. Alþjóðaátak í þessum anda jafngildir mikilli gengis- hækkun á vatns- og varmaorku íslands, sem hlýtur að verða tekið tillit til í stóriðjusamningum augnabliksins eða framtíðarinnar. Það leggur síðan enn meiri ábyrgð á herð- ar íslendinga varðandi skynsamlega nýtingu fiskstofna. Og loks breytir þessi ákvörðun dæminu verulega hvað varðar landbúnaðinn. Sú tíð líður senn, að iðnríkin geti veifað „ódýrum" matvælum í skjóli niðurgreiðslna, stríðeldis bú- gripa með efnanotkun, afráns á auðlindum og skemmda á jarðvegi og vatnabúskap. Um þetta efni sagði í þeim leið- ara Þjóðviljans sem minnst var á að framan, að í löndum þar sem afkastamikill landbúnaður hefur ríkt..verður þess nú krafist að heildarreikningurinn verði lagður fyrir. Þá kynni að koma í Ijós, að langtíma tilkostnaður ríkja vegna matvælaframleiðslu sem styðst t.d. við mikla efnanotkun og áníðslu á vatnabúskap, mundi sýna dæmið íslending- um meira í hag en nú er oft haldið fram“. Niðurstaðan á útreikningi raunverulegrar verðmæta- sköpunar með nýjum aðferðum við gerð þjóðhagsreikn- inga, þar sem tekið er tillit til umhverfisþátta, var í leiðara þessum nefnd „Verg græn þjóðarframleiðsla“, í samræmi við það sem tíðkast á þeim vettvangi sem hefur barist fyrir breytingum í þessum efnum. Islendingar geta verið ánægðir með það, að innan Norðurlandaráðs var það Hjörleifur Guttormsson alþingis- maðursem reyndist brautryðjandinn á þessu sviði. 19. apr- íl á síðasta ári lagði hann fram tillögu á þingi Norðurlanda- ráðs í Reykjavík, um „græna, verga þjóðarframleiðslu og aukið norrænt samstarf um hagtölur umhverfismála". Sex fulltrúar vinstri flokka á Norðurlöndum gerðust síðan með- flutningsmenn að tillögu Hjörleifs. Þar er lögð áhersla á að raunhæfar forsendur á grundvelli vistkerfisins verði metnar við ákvarðanatöku í efnahagsmálum og í öðrum viðmiðun- um milli landa, en ekki látið nægja að vísa til hrárra talna um þjóðarframleiðslu. Skorað er á Norðurlandaþjóðir, vegna ástandsins í umhverfismálum, að grípa þegar í stað til rannsókna og aðgerða með þetta að leiðarljósi, en um leið er hvatt til alþjóðlegs samstarfs um verkefnið. Síðast en ekki síst lögðu sex þingfulltrúar Kvennalist- ans fram þingsályktunartillögu sem samþykkt var í þessari mynd á Alþingi 5. maí sl., svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta kanna aðferðir við útreikning þjóðhagsstærða þar sem tekið sé tillit til áhrifa framleiðslu- starfsemi á umhverfi og náttúrlegar auðlindir. í þessu skyni verði komið skipulagi á hagsýslugerð um umhverfismál og nýtingu auðlinda og fylgst með því sem er að gerast á þessu sviði erlendis". í nefndaráliti frá félagsmálanefnd Alþingis var mælt með samþykkt tillögunnar og m.a. vísað til þeirra álits- gerða frá Hagstofu íslands og Þjóðhagsstofnun að „með ti- lögunni sé hreyft þörfu máli“. Samþykkt OECD getur verið risaskref í þessum efnum og staðfestir mikilvægi þeirrar baráttu sem umhverfissinn- ar hafa háð undanfarin ár. ÓHT Litháen Ottast borgarastyrjöld Otti við borgarastyrjöld í Sovétríkjunum fyrir haustið. Islenska þing- mannanefndin rœddi við Landsbergis í gær. Stuðningur íslenskra stjóm- valda við sjálfstæðisbaráttuna í hávegum hafður meðal Litháa aðstoða Litháa í sjálfstæðisbaráttu sinni. Formaður utanríkisnefndar æðsta ráðsins sagði við blaða- mann að atburðir síðustu daga hefðu orðið til þess að kynda und- ir öldu róttækni meðal þjóðarinn- ar og sagðist hann óttast borgara- styijöld í Sovétríkjunum fyrir haustið ef ekki yrði róttæk breyt- ing á stefnu sovésku stjómarinnar. Aðeins sjálfstæði Litháens gæti bjargað landinu frá slíkri borgara- styijöld. Islenska þingmannanefndin mun eiga annan fund með Land- bergis forseta og ríkisstjóm Lithá- en á morgun og hún hefur þegar boðið þingmannanefttd frá Lithá- en að koma til íslands við tæki- færi. Það er greinilegt að Litháar meta mikils þann skilning sem ís- lensk stjómvöld hafa sýnt á sjálf- stæðisbaráttu Litháa. Sendinefhdin fer frá Vilníus til Riga á sunnudag. -ólg VILNÍUS/-ólg - Sendinefnd Al- þingis átti í gær fund með Land- bergis forseta Litháens og utanrík- isnefhd æðsta ráðs Litháens í þinghúsinu í Vilníus. Aðstæður fundar þessa vom í hæsta máta óvenjulegar þar sem þinghúsið er víggirt á alla vegu með stein- blokkum, sandpokum og gadda- vír. Innan dyra em aðstæður ekki síður óvenjulegar. Sandpokar víða um bygginguna og fjöldi manna innandyra sem heldur þar fyrir reiðubúinn að verja þinghúsið með vopnum dag og nótt og víða em beddar eða rúm og sumstaðar má sjá menn sofa með byssur sér við hlið. Utan við húsið er töluverður mannfjöldi og hefúr fólk fengið útrás fyrir hugmyndaflug sitt með hverskyns myndskreytingum sem prýða víggirðingamar og gádda- vírinn umhverfis þinghúsið. Um það leyti sem þetta er skrifað er söngkór klæddur þjóð- búningum að syngja þjóðlög í Vörður ( þinghúsinu í Vilnius anddyri hússins, en utandyra loga eldar í skýlum þar sem fólk heldur til og heldur á sér hita í 13 gráðu frosti. Viðræður þingnefndarinnar við Landbergis forseta og utanrík- isnefnd æðsta ráðsins snémst um möguleika íslendinga til þess að Rangfærslur deildarstjórans Athugasemd frá fangelsismálastjóra I" framhaldi af viðtali við mig í Þjóðviljanum 26. janúar sl. sendir Þorsteinn A. Jónsson, deildarstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, mér kaldar kveðjur f blaðinu í gær. Þar kýs hann að segja mig fara vísvitandi með rangfærslur þegar ég held því fram að Fangelsismálastofnun hafi tekist að grynnka á lista yf- ir dómþola sem boðaðir eru til afplánunar. Þá lætur hann að þvi liggja að ég, í áðumefhdu viðtali, hafi sakað fangelsismáladeild dómsmála- ráðuneytisins um „subbuskap" í embættisfærslu hvað þetta áhrærir. Ekki ætla ég að troða illsakir við deildarstjórann á opinberum vett- vangi. Slíkt á ekki að vera háttur embættismanna. Hins vegar vísa ég alvarlegum ásökunum hans í minn garð heim til fóðurhúsanna. Ég er þó neyddur til að benda á nokkur atriði um þetta efhi. Ég hef aldrei sett fram gagn- rýni á störf fangelsismáladeildar dómsmálaráðuneytisins í þessu sambandi. Þar vom unnin ágæt störf við erfiðar aðstæður. Um- mæli mín gefa ekki tilefni til þess skilnings sem deildarstjórinn kýs að leggja í þau, hvað þá að hafa uppi slík jgífuryrði sem raun ber vitni. Setja verður upp sérstök lestrargleraugu til að komast að þannig niðurstöðu að gagnrýni sé beint að ráðuneytinu. Þegar athugaðir em boðunar- listar áranna 1988, 1989 og 1990 kemur í ljós, að um áramótin 1988/1989 vom 187 óskilorðs- bundnir dómar í boðun, um ára- mótin 1989/1990 vomþeir 178 og um áramótin 1990/1991 vom þeir 135. Á þessari staðreynd vom um- mæli mín m.a. byggð. Að vísu fjölgaði fangaplássum lítillega á árinu 1989, en einnig ber á það að líta að samanlögð lengd óskilorðs- bundinna refsidóma var mun meiri. Jafnframt byggðust um- mælin á þeirri staðreynd, að með tilkomu Fangelsismálastofnunar um áramótin 1988/1989 hefur nýt- ing fangarýmis aukist, eins og eft- irfarandi tafla úr ársskýrslu stofh- unarinnar fyrir árið 1989 sýnir. Af ofangreindu má ljóst vera að þegar fækkar á boðunarlista styttist sá tími sem líður frá því að dómþoli er boðaður í afplánun og þar til afþlánun hefst. Reykjavík, 1. febrúar 1991 Haraldur Johannessen HEILDARAFPLÁNUN OG NÝTING FANGAPLÁSSA. I985: 1986: 1987: 1988: 1989: Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi í dögum % dögum % dögum % dögum % dögum % Ucgningarhúsið . . 3526 42 5807 69.17 4944 58.91 6759 80.30 7585 90.35 I.itla-Hraun . . 17513 85.71 19260 92.86 18583 90.91 20133 98.23 19905 98.25 Kvíahryggja 3427 85.36 3720 92.64 3341 83.18 3886 96.55 3970 98.91 Akureyri 63.50 1829 83.50 1593 72.67 2015 91.83 2155 98.33 Bitra 120.50 1346 184.50 1235 169 485 66.50 0 0 Kópavogsbraut 17 Hcildarfjöldi afplánunardaga 0 0 0 0 0 0 0 0 I952 78.71 íöllum fangclsum . . 26738 3I962 29696 33278 35567 1985 I986: 1987: 1988: 1989: Mcötiltalsfjöldi fanga á dag íöllum fangclsum 73.25 87.57 81.36 90.92 97.44 Mcðaltalsfjöldi fanga á dag í fancclsum pcr KKI.(K)t) íbúa 30.26 35.89 32.89 36.12 38.44 Nvting fangaplássa í % 74.74 89.36 83.02 92.78 96.00 ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friöþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.k Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gislason, Saevar Guðbjörsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigrfður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir: Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvik. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.