Þjóðviljinn - 02.02.1991, Qupperneq 9
í
Þeir vinna hiá Fiskeldi Eyjafjarðar og Hafrannsókn.
Frá vinstri: Ámi Magnússon, Arnar Jónsson líffræð-
ingur, Kristinn Guðmundsson sjávarlíffræðingur,
starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, Ólafur Hall-
dórsson framkvæmdastjóri og Guðmundur Sigur-
bjömsson stöðvarstjóri.
Nýjustu tækni
er beitt við að
kyngreina
hlýrann.
Hér hafa
menn komist
að
því með
sneiðmynda-
töku að þessi
er kvenkyns.
Þessi lúða sem við erum með
er afskaplega hraust. Það kemur
þó fyrir að lúða drepst hjá okkur
en þá er það vegna þess að hún
stekkur upp úr kerinu. Þannig að
það eru engin affoll af þessum
fiski.
-Hvað er hún gðmul?
-Hún var talin þriggja ára
þegar við fengum hana 1987.
Annars er ekki gott að aldurs-
greina lúðuna, en við studdumst
við töflur Haffannsóknastofhunar
um lengd lúðu.
-Hefurðu hugmynd um hvað
hún getur orðið gömul?
-Nei, en hún er eflaust orðin
mjög gömul þegar hún er 200-
300 kíló.
-Hvaðan fáið þið fóðrið?
-Við búum til allt okkar fóður
sjálfir. Uppistaðan í því er karfi
sem við höfum fengið hjá togur-
unum á Akureyri. Við hökkum
karfann, blöndum í hann vítamín-
um og bindiefnum. Stórlúðunni
gefum við líka síld í heilu lagi.
—Er lúðan matgráðug?
-Já, en ekki á þessum árstíma.
Á sumrin eru stundum ansi mikil
læti í henni.
-Hvað eruð þið með margar
lúður?
-Samtals erum við með um
500 lúður og 200 hlýra.
-Hverjir eiga Fiskeldi Eyja-
fjarðar?
-Þetta er hlutafélag með 56
hluthöfum. Öll sveitarfélögin hér
í firðinum, sem eiga land að.sjó,
eru hluthafar. Starfsemin hefur
fyrst og ffemst verið íjármögnuð
með ffamlagi hluthafa. Hlutaféð
hefur verið notað til fjárfestinga
og rekstrar og eins höfum við
fengið sfyrki ffá sjávarútvegs-
ráðuneyti og Rannsóknaráði rík-
isins ásamt Samstarfsnefnd Vest-
ur-Norðurlanda (norrænt þróun-
arfé sem veitt er til Færeyja, Is-
lands og Grænlands innsk.). Fé-
lagið á húsnæðið sem við erum í,
það skuldar ekkert og tekur engin
lán.
-Hvenær má búast við að þið
fáið afurðir til að selja?
-Ef vel gengur í sumar, fáum
við vonandi lúðuseiði í haust. Við
getum gert hvort sem er að taka
þau í eldi hjá okkur eða selja þau.
Það hafa auðvitað ekki verið nein
lúðuseiði á markaði en það verð
sem Norðmenn tala um er mjög
hátt. Það verður bara að koma í
ljós hvað við fáum mikið af seið-
um, við tökum engin risaskref í
einu.
-Vœri hœgt að nota aðstöð-
una í gjaldþrota laxeldisstöðvum
til að ala lúðu?
-Eflaust væri það hægt en ég
held að þessi stóru og djúpu ker í
laxeldisstöðvunum, nýtist afar
illa. Lúðueldiskerin þurfa ekki að
vera nema um einn metri á dýpt
en sjálfsagt er að skoða það mál
þegar mikill fjöldi seiða hefiir
fengist.
-Þurfið þið að velgja sjóinn i
kerjunum?
-Sumt af fiskinum er bara í
sjó jafnköldum og sjórinn er hér
fyrir utan en við skerpum aðeins á
sjónum sem fer á klakfiskinn
þannig að hann fer aldrei neðar en
í u.þ.b. fjórar gráður.
Æðri lúður
Við færum okkur úr því sem
líklega er vogandi að kalla al-
menning, yfir í þann hluta hússins
sem geymir sjálfa dýrgripina, í
fyrsta lagi lúður sem munu
hrygna í vor og sumar og hins
vegar Jakob og Halldór sem ég
hika ekki við að nefha dýrustu
fiska Islandssögunnar. Hér má
ekki taka myndir, það er prinsipp
segir Ólafiir. Ekki svo að skilja að
ég geri ráð fyrir miklum árangri í
myndatökunni enda átti eftir að
koma í ljós að tilraunir til að festa
hinar óæðri lúður á filmu fóru að
miklu leyti út um þúfur.
Allur búnaðurinn í stöðinni er
hannaður af starfsmönnum henn-
ar en þeir hafa heyjað sér þekk-
ingu til þess fyrst og fremst frá
Noregi.
þessari gestakomu og leggst fyrir
aflur eftir andartak. Hún mun eiga
tiltölulega skammt eftir í got.
ívöðlum og
þurrbúningi
Eg spyr Ólaf hvað þeir reikni
með að fá fyrir kílóið af eldislúðu
þegar þar að kemur.
-Verðið er auðvitað dálítið
mismunandi eins og títt er á fisk-
markaði en það virðist ekki frá-
leitt að reikna með 700 - 1000
krónum fyrir kílóið erlendis.
Þegar kemur að því að kreista
fiskinn fara tveir menn í kerið, í
vöðlum og þurrbúningi, slakað er
niður í kerið þar til gerðu borði,
síðan er lúðunni, sem á að kreista,
vikið með lagni upp á borðið.
Þegar lúðan er komin í þessa prí-
sund þá ólmast hún í skamman
tíma því fiskar kunna yfirleitt
heldur illa við sig sem strandagló-
par eins og kunnugt er. Þegar
mesti móðurinn er runninn af lúð-
unni er hún kreist, og sleppt svo
aftur í sama ker, en það þarf að
taka hana nokkrum sinnum eins
og áður er komið ffarn. Fyrir nú
utan það að lúðan er ólík laxi í
vaxtarlagi og hegðun eins og al-
kunna er þá fer klak fram á annan
hátt. Hrogn laxins eru botnlæg en
lúðuhrogn svífa aftur á móti um í
sjónum.
Hreinn Eyjaf jarðarsjór
í kerjunum þar sem hrognin
,eru búin undir klak er hægur und-
um síur og útfjólublátt ljós til að
fækka hugsanlegum bakteríum,
en auk þess er gætt vandlega að
hitastiginu. í þessum keijum eru
hrognin þangað til daginn áður en
þau klekjast út.
í stöðinni eru ræktaðir þör-
ungar og þegar við komum hitt-
um við fyrir Kristin Guðmunds-
son þörungafræðing ffá Haffann-
sóknastofhun, en stöðin hefur
samvinnu við Haffannsókn um
ræktunina. Þörungamir em not-
aðir til fóðrunar. Þegar hrognin
hafa klakist út verða til kviðpoka-
seiði sem lifa af því sem í kvið-
pokanum er, en eftir það tekur við
hættulegasta stigið þegar fóðra
þarf seiðin. Þá verða mestu affoll-
in. Skömmu eftir að kviðpoka-
tímabilinu lauk 1989 drápust öll
seiðin, en í einu keri em tvö
merkileg vitni um að lúðuklak
getur tekist; lúðuseiðin Halldór
og Jakob.
Er Halldór dauður?
Þegar við komum að liggur
Halldór grafkyrr og lætur fara vel
um sig. Mér sýnist hann vera orð-
inn fjögurra til fimm sentimetra
langur. Hann liggur þama í svo
fullkomnu kæmleysi að mér
stendur ekki á sama og spyr Ólaf
hvoit Dóri sé ekki bara dauður.
En Ólafur segir að hann sé sprell-
lifandi. Ég horfi enn dálitla stund
á kauða sem lætur eins og honum
komi það alls ekki við að hann er
annar af tveimur dýmstu fiskum
íslandssögunnar. Hann kostar á
að giska 35 miljónir og Jakob fé-
lagi hans annað eins. Tilraunin
hefur sem sé kostað 70 miljónir til
þessa og árangurinn blasir við
augum. Og þó að einhveijum
kunni að finnast það undarlegt er
þetta góður árangur. Þegar Ólafur
bankar í kerið og Halldór og Jak-
ob taka á sprett sé ég að þeir fé-
lagar em traustur vitnisburður um
að það er hægt að klekja út lúðu
ef vel er á haldið.
Tilraunastarf
Þegar ég spyr Ólaf hvað eig-
endumir séu tilbúnir að halda til-
rauninni lengi áffam segir hann
ekkert ákveðið í því enn. Menn
hafi alltaf gert sér grein fyrir að
svona tilraunastarfsemi sé dýr og
hafi ákveðið að reyna til hlítar.
Það verði bara að koma í ljós
hvað hún kostar að lokum.
Þegar þess er gætt að fyrir
kíló af lúðu má fá upp undir 1000
krónur, þá er ekki verið að tala
um neina smáaura ef klakið tekst
í vemlegum mæli. Ef miðað er
við fimmtíu kílóa lúðu, sem þykir
nú ekki nein ósköp, að minnsta
kosti samanborið við þau ferlíki
sem einatt koma upp úr sjónum,
þá þarf ekki nema 1400 lúður til
að fá sömu upphæð og stofh-
kostnaðinn. Hefði hinum norska
starfsbróður þeirra hjá Fiskeldi
Eyjafjarðar h/f tekist að halda líf-
inu í öllum 30.000 seiðunum sem
áður em nefhd og þau náð 10-15
kílóa þyngd þá hefði hann að lík-
indum geta fengið um 450 millj-
ónir fyrir. Dálaglegur skildingur.
hágé.
Það er ekki hægt að
segja að svipurinn á
þessum hlýra sé sérstak-
lega glaðlegur en hvað
sem þvl Ilður var ekki
. - \ annað að sjá en
hann þrifist
I vel.
Hinar æðri lúður era í tveimur’
kerjum, um sjötíu sfykki samtals,
sumar ferlega stórar. Hér er mjög
skuggsýnt inni og greinilega
hugsað um að allt fari fram með
nauðsynlegri alúð og nákvæmni.
Ólafur segir að hrygnumar verði
eins og körfubolti í laginu þegar
komið sé að hrygningu. Állt í
einu kemur hrygna númer 12 upp
úr djúpinu, sem er að vísu ekki
nema um einn metri, eins og til að
skoða hverjir séu þar á ferð. Hún
hefur afar takmarkaðan áhuga á
irstraumur. Sjónum, sem taka má
af 10 eða 40 metra dýpi í Eyja-
firðinum, er dælt upp um botninn
á kerinu en fyrst fer hann í gegn
Laugardagur 2. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9