Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 5
• • r liMmlfrl . ATí. í />■: .xx <ti ■ '}).Z Lokaðá þremur árum Lánakerfíð frá 1986 Ráðherranefhd um húsnæðismál hefiir gert tillögu um að lánakerfínu frá 1986 verði lokað, vextir verði hækkaðir og greiddar verði húsaleigubætur Ráðherranefnd fjögurra ráð- herra hefur gert tillögu um að lánakerfínu frá 1986 verði lokað á þremur árum, vextir verði hækkaðir í fímm prósent, átak verði gert í byggingu fé- lagslegra íbúða, auk þess að greiddar verði húsaieigubætur til leigjenda. Nefndin hefúr lagt tillögur sínar iýrir ríkisstjómina og eru þær nú til umfjöllunar hjá þing- flokkunum. Lagt er til að hætt verði nú þegar að taka við um- sóknum og að þeir sem þegar hafi sótt um fái þrjá mánuði til að staðfesta umsóknir sínar. Að öðr- um kosti falli þær niður. Þá er gert ráð fyrir því í tillögunum að um- sóknimar verði afgreiddar á þremur árum og að þeir sem þiggi afsali rétti sínum í húsbréfakerf- inu. Markmiðið er að afgreiða um- sóknir þeirra sem em í forgangs- hóp, en það em 2700 manns sem em að kaupa sína fyrstu íbúð. Ef allir þessir nýttu sér þetta kostaði það sex miljarða króna. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra sagði við Þjóðviljann að hún hefi ekki verið sátt við þetta atriði, en að tillögumar væm málamiðlun sem allir í nefndinni stæðu að. í nefndinni áttu sæti auk Jó- hönnu Guðmundur Bjamason, Júlíus Sólnes og Steingrímur J. Sigfusson. Nefndin leggur til að vextir verði hækkaðir uppí fimm prósent af þessum lánum. Auk þessi hækki vextir nú þegar tek- Smábátar Kvótinn að koma í næstu viku geta eigendur smábáta undir tíu tonnum vænst þess að fá í hendur endanlega kvótaúthlutun sjávarútvegs- ráðuneytisins fyrir nýhafíð fisk- veiðiár. Samkvæmt upphaflegum hug- myndum var gert ráð fyrir því, að kvótaúthlutunin yrði kunngerð hlutaðeigandi seinni hluta síðasta mánaðar, en sökum mikillar vinnu hefur það dregist. Að sögn Amar Pálssonar fram- kvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda verða í þessari út- hlutun leiðrétt verstu dæmin sem komu í ljós við tilraunaúthlutun ráðuneytisins fyrr í vetur. Kæm- fresturinn rann út þann 14. desem- ber síðastliðinn og bámst alls um sjö hundmð athugasemdir inn til sjávarútvegsráðuneytisins. En alls fengu rúmlega tvö þús- und smábátaeigendur úthlutað kvóta í tilraunaskyni. -grh Ki ararannsóknamefhd Kaupmáttur minnkaði Um 6% frá 3. ársfjórðungi 1989 til sama tíma 1990, en um 0,7% milli 2. og 3. ársfjórðungs í fyrra Kaupmáttur minnkaði um 6% frá þriðja ársfjórðungi 1989 til sama tíma 1990 þó svo að tímakaup hafi hækkað um 6% á tímabilinu. Ástæðan fyrir þessu er að á sama tíma hækk- aði framfærsluvísitalan um 13%. Þetta kemur fram f fréttabréfi Kjararannsóknamefndar fyrir þriðja ársfjórðung 1990. Þar kem- ur einnig fram að meðalvinnutími ann 1. janúar síðastliðinn áttu farmenn í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur að fá tveggja prósenta launahækkun um- fram almennar launahækkanir, en því hafa útgerðarmenn kaupskipa neitað í „nafni þjóð- arsáttar". Um þessa hækkun var samið á sínum tíma í júlí 1989 þegar Sjó- fólks í fullu starfi hafi mælst 45,8 stundir og því styst um sem nem- ur hálfri klukkustund á viku að meðaltali. Hjá verkafólki, iðnað- armönnum og skrifstofúkonum hefur vinnutími styst um 0,5 til 1,1 stund á viku, en lengst um 0,4 til 0,9 stundir hjá afgreiðslufólki og skrifstofúkörlum. Á milli annars og þriðja árs- fjórðungs í fyrra hækkaði greitt tímakaup um 0,6%, en fram- mannafélag Reykjavíkur undirrit- aði kjarasamning fyrir hönd far- manna til 30 mánaða, eða til árs- loka 1991. Stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur hefúr ákveðið að sækja þessa sérstöku hækkun með öllum tiltækum ráðum. Þorsteinn V. Pétursson hjá starfsmannahaldi Samskips, skipadeild SÍS, segir að neitun út- færsluvísitalan hækkaði um 1,3% á sama tíma og hefúr kaupmáttur því minnkað samkvæmt þessu um 0,7%. Á þessu tímabili styttist vinnutími um tæplega eina vinnu- stund að meðaltali, en þó sýnu mest meðal verka- og afgreiðslu- fólks. En það er nokkuð algengt er að vinnutími styttist á þriðja ársfjórðungi vegna sumarleyfa. gerða kaupskipa að greiða þessa umsömdu launahækkun sé ekki endanleg og ekki sé búið að loka neinum dyrum. Hann segir að aðilar hafi fundað um þetta atriði á dögunum og ákveðið að spá í spilin þar til þeir hittast á nýjan leik fyrir næstu mánaðamót. -grh Þióðarsálin Landinn lagstur ívíking íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis hafa sexfaldast á 25 árum Árið 1990 voru 16.536 ís- lenskir ríkisborgarar með lög- heimili erlendis. Árið 1965 voru þeir 2.558 þannig að fjöldi ís- lenskra ríkisborgara á erlendri grund hefur rúmlega sexfaldast á 25 árum. Þetta kemur fram í nýjuum Hagtíðindum, sem Hagstofa íslands gefur út Ef litið er til fimm ára tímabila þá fjölgaði íslenskum rikisborgur- um með lögheimili erlendis hlut- fallslega mest á árunum 1965 til 1975, en þá rúmlega tvöfaldaðist fyöldi þeirra. Síðan virðist þróunin hafa verið nokkuð jöfn. Það vekur athygli að íslenskar konur með lögheimili erlendis eru fleiri en íslenskir karlar. Konumar voru 8.748 í fyrra en karlamir 7.788. Langflestir íslendingar virðast setjast að á Norðurlöndunum, eða alls 10.921. Flestir em í Svíþjóð, 5.294, næstflestir í Danmörku, 3.190. í Bandaríkjunum em 2.887 Islendingar með lögheimili, í Nor- egi 2.119. -Sáf -grh Farmenn Samningar brotnir Hafa ekki fengið 2% launahækkun umfram almennar launahækkanir eins og samið var um inna lána uppí fimm prósent við íbúðaskipti og þegar tíu ár em lið- in ffá stofúdegi láns. Þannig að sá sem fékk lán í júní 1984 byijar að greiða hærri vexti í júní 1994 - og svo koll af kolli. Þá er lagt til að gert verði átak í byggingu félagslegra íbúða þannig að byggðar verði 800 til 1000 íbúðir á ári næstu þijú árin. Auk þess er lagt til að veita 100 miljónum í vaxtabætur handa þeim sem em að kaupa í íbúð í fyrsta sinn og að greiddar verði húsaleigubætur til leigjenda í gegnum skattakerfið líkt og nú- verandi vaxtabótakerfi til húseig- enda virkar. Að lokum er gert ráð fyrir að þeir lánaflokkar Byggingarsjóðs ríkisins sem tilheyra 86-kerfinu og ekki er hægt að fá lán fyrir í húsbréfakerfinu verði fluttir í Byggingarsjóð verkamanna. Auk þeirra sex miljarða sem lokun 86-kerfisins kostar að minnsta kosti, kemur i kjölfar til- lagnanna kostnaður vegna bygg- inga félagslegra íbúða auk þess sem hækkun vaxta kosta ríkissjóð töluverðar upphæðir vegna vaxta- bóta. -gpm Tiilögur ráöherranefndar f húsnæðismálum gera ráð fyrir að þeim sem á þrem mánuðum ítreka ekki lánsumsóknir sfnar f 86-kerfinu verði vfsað á húsbréfakerfið. Mynd: Kristinn. NÆÐISSTOFNU AFGREIDSLA - UPPLYSINGA Föstudagur 8. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.