Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 18
Bakþankar Það er varasamt að láta skoð- anir í ljós því stundum segir mað- ur eitthvað vitlaust eða aðstæður breytast þannig að annað reynist sannara. Það er þreytandi að hafa eilífa fyrirvara - ég tel, held, álít; líklega, hugsanlega, trúlega; að öllu líkindum o.s.frv. - og flakkar þvi oft ýmislegt sem þarf að leið- rétta og er betra að gera það síð- ar/seint en aldrei. I síðasta þætti voru til skoð- unar lokin á skák Sigurðar Daða Sigfússonar og Þrastar Þórhalls- sonar á Reykjavíkurmótinu. Hvít- ur gafst upp eftir harðvituga vöm því hann hafði peði minna og svartur bjóst til að nýta sér það til sigurs. í lokaathugasemd var sagt hér fyrir viku að í þessari eða viðlíka stöðu ynni svarturi með því að leika kóngnum yfír á drottningarvæng, a-peðinu fram og þegar tækifæri gæfist Rf6-e4 og þá hljóti eitthvað undan að láta í hvítu stöðunni. Það er rétt að hvíta staðan er ekki glæsileg en þó vert að líta nánar á hana. A stöðumyndinni er vamaruppstilling hvits. Hvítur leikur kóngnum ffarn og til baka meðan svartur leikur sínum kóng yfir á drottningarvæng: 1. Kb2 - Kd7 2. Kc2 - Kc7 3. Kb2 - a5 4. Kc2 - Re4 Hvítur má ekki fara í riddara- kaup (4. Rxe4 fxe4) því svörtu peðin renna þá upp. 5. Rfl - Kb6 6. Kb2 - a4 7. bxa4 - Ka5 8. Kb3 -... Nú fer málið að vandast fyrir svart. Hann þyrfti að geta skákað á d2 því þegar hvíti kóngurinn hrektist frá félli c4-peðið og síðan ryddust svörtu ffípeðin fram. En það er hægara sagt en gert að koma riddaranum til d2. Hvíti riddarinn valdar bæði d2-reitinn og g3-peðið og hreyfír sig hvergi. Hvítur gætir þess að geta leikið sínum kóng til b3 þegar sá svarti kemur á a5 (t.d. 8.... - Kb6 9. Kb2 Ka6 10. Kc2 Ka5 11. Kb3 og svartur kemst ekkert áfram). Ef svartur reynir 8.... Rc3 kemur 9. Re3 Re2 10. Rxf5 og nú gengur Rd4+ ekki vegna 11. Rxd4 cxd4 12. f5 og hvítur vinnur. Ekki Jón Torfasoni leiðir 8. ... Rc3 9. Re3 Re4 10. Rfl heldur til neins. Ef hvítur ætti leik væri staða hans töpuð. Hann yrði að leika kóngnum ffá b3 en þá kæmist svarti kóngurinn til a4, síðar færi b-peðið áfram og svarti kóngurinn gæti brotist inn i hvítu stöðuna. En svartur á leik og get- ur með engu móti tapað leik þannig að hvítur heldur jöfnu. Þetta er furðuleg björgunarleið og lærdómsrík. Þegar illa er komið í skák er þrautalendingin ofl sú að láta patta sig og þekkja allir skák- menn dæmi um slíka björgun í töpuðum skákum. Þetta efni er líka títt notað af skákdæmahöf- undum og má hér sjá eitt tiltölu- lega einfalt dæmi þess. Þrautin er eftir Kubbel, velþekktan sovésk- an skákþrautasmið. Hér hefur hvítur að vísu meira lið, en menn hans eru álíka ósam- stæðir og ráðherramir í ríkis- stjóminni. Svarta peðið er að renna upp, en trúr riddaraeðli sínu reynir hvíti riddarinn að stöðva það með djarflegum hætti. 1. Rc3+ - Kc2 2. Rdl - Kxdl Ekki mátti 2. ... flD vegna 3. Re3+ og drottningin fellur. Ridd- arinn hefur fómað lífi sínu, en ekki til einskis eins og í ljós kem- ur. 3. Kh8 - Kel Svartur má ekki hreyfa bisk- upinn af f-línunni því þá kemst hrókurinn aftan að peðinu og eftir 3. ... flD kemur 4. Hgl Dxgl og hvítur er patt. 4. Hg2 - flD 5. Hgl og hvítur verður patt. Hvítu mennimir náðu fyrst saman í dauðanum og svo maður haldi líkingunni við rikisstjómina áfram má spyija hvort líklegt sé að ráðherrar fari fyrst að starfa vel saman eftir að stjómin er fall- in? Einhver hinna frægu ítölsku listamanna endurreisnartímans var eitt sinn að því spurður hvem- ig hann færi að því að höggva myndastyttumar sínar út. Mynd- höggvarinn svaraði að hann gerði það ekki, styttan væri inni í marmarablokkinni og hann sjálf- ur gerði ekki annað en höggva hann utan af svo myndin kæmi í ljós. Svipað geta listamenn skák- borðsins einnig sagt um sín verk. Allir standa jafnt að vígi, hafa skákborð með 64 reitum og 32 menn af ýmsu tagi og svo er ekki annað en raða þeim upp þannig að listaverkin komi í ljós. Áður- nefndur Kubbel notar þó ekki nema sex menn til að skapa næsta abcdefgh Hvítur á í vök að veijast, en vamarhugmyndin er sú að láta svart patta sig, en það virðist að vísu fjarstæða með kónginn á miðju borðinu. Fyrsti leikurinn er þvingaður því það er eina leiðin til að bjarga peðinu. 1. Be5 - Hb4+ 2. Kd5 - Hb5+ 3. Kc6 - Hxe5 Hvítur á nú aðeins eitt vesælt peð gegn hrók og biskup, en að vísu á svartur eftir að stöðva það. 4. d7 - He6+ 5. Kb7 - Hd6 6. Kc8 -... Hér þarf að vanda sig. Ekki mátti 6. Kc7 vegna Hd2+ 7. Kc8 Hc2+ og síðan Bc7 og peðið fell- ur. 6.... - Hc6+ 7. Kb7 - Hc7+ Er nú ekki öllu lokið? 8. Ka8 - Hxd7 Jú, peðið er fallið, en hvítur er patt. Stormasamt Islandsmót Sveit Rauða sófans varð ís- landsmeistari kvenna í sveita- keppni, en landsmótið var spilað um síðustu helgi. Sveitina skipa: Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir, Anna Þóra Jóns- dóttir og Hjördis Eyþórsdóttir. Sveitin hlaut 197 stig. í 2. sæti varð sveit Ólínu Kjartansdóttur með 157 stig og í 3. sæti sveit Erlu Siguijónsdóttur með 151 stig. 13 sveitir tóku þátt í mótinu og vom spilaðir 16 spila leikir, 9 umferðir eftir Monrad- fyrir- komulagi. Nokkur fækkun var á sveitafjölda ffá fyrra ári (þorra- blót?). Sveit Stillingar h.f. varð Is- landsmeistari í yngri flokki, en það mót var spilað á sama tíma. Sveitina skipa: Hrannar Erlings- son, Matthías Þorvaldsson, Stein- grímur G. Pétursson og Sveinn R. Eiríksson. Sveitin hlaut 167 stig. í 2. sæti, eftir mikla baráttu við sig- ursveitina, varð sveit Jóns Bjarka Stefánssonar, sem hlaut 161 stig. I 3. sæti varð svo sveit Erlings Am- arsonar með 156 stig. Spiluð var einföld umferð með 16 spilum milli sveita. 9 sveitir tóku þátt í mótinu, eða aðeins fleiri en á síð- asta ári. Athyglisvert er, að báðar sig- ursveitimar em skipaðar nv. landsliðsspilurum í sínum flokk- um. Að auki em dömumar nv., Norðurlandameistarar. Nokkrar tafir urðu á spila- mennsku í mótunum, vegna óveð- ursins sem hijáði landsmenn sl. sunnudag. Yngri flokknum tókst til að mynda ekki að Ijúka spila- mennsku íyrr en á mánudags- kvöld. Nú fer að styttast í Bridgehá- tíð 1991 og skráningu í tvímenn- ingskepni hátíðarinnar er lokið. Nöfn þátttakenda þar verða birt í helgarblöðunum. Skráning stend- ur hins vegar enn yfir í Icelandair- Open sveitakeppnina og er til miðvikudagsins 13. febrúar í síma Bridgesambandsins 91- 689360. Icelandair-Open byijar kl. 13.00, sunnudaginn 17. febrúar og þá verða spilaðar 6 umferðir, síðan verður byijað kl. 15.00 á mánu- daginn og spilaðar 4 umferðir, áætlað er að mótinu ljúki milli kl. 22.00 og 23.00 á mánudagskvöld. 30 sveitir em nú þegar búnar að láta skrá sig til leiks, en fjöldi sveita í Icelandair-Open hefur alltaf verið mikill og mest 48 sveitir árið 1988. Undanrásir íslandsmóts í sveitakeppni í opnum flokki fer fram á Hótel Loftleiðum 14.-17. mars næstkomandi. Alls taka þátt i þessu móti 32 sveitir, sem áður hafa keppt um þann rétt heima í héraði. Svæðasambönd em minnt á að frestur til að skila nöfnum þeiiTa sem keppa fyrir þeirra hönd er Olafur Lárusson til mánudagsins 4. mars '91 og þá á líka að vera búið að greiða keppnisgjald sveitanna sem er kr. 22.000 á sveit. Á siðasta stjómarfundi BSÍ kom ffarn gagnrýni ffá Ingibergi Guðmundssyni Skagaströnd, sem sæti á í varastjóm BSÍ, á ffam- kvæmd ársþings BSÍ á síðasta ári. Gagnrýnin beindist að seinagangi þingsins, vegna kosningar upp- stillingamefndar. Ingibergur benti á að betra væri að kjósa þá nefnd fyrirfram. Mætti vel hugsa sér að ársþing hveiju sinni kysi í lokin (þ.e. á þinginu) uppstillingar- nefnd sem þá starfaði milli þinga og legði fram tillögur fyrir þing næsta árs. Til þess þarf þó laga- breytingu, sem þingið sjálft verð- ur að leggja blessun sína yfir. Ingibergur kom einnig inn á lögin sjálf, og nefndi sem dæmi þá brotalöm að sveit geti farið hvert á land sem væri til að vinna sér rétt til þátttöku í íslandsmóti. Ég tek undir þessi orð Ingibergs. I lokin lagði Ingibergur til að skip- uð yrði endurskoðunamefnd, sem hefði það verkefhi að yfirfara lög BSÍ. I þessu sambandi er vert að ítreka það sem umSjónarmaður hefur áður bent á í þessum þátt- um, að nauðsynlegt er fyrir BSI að gangast fýrir vinnuþingi eða formannaráðstefhu sem fyrst. Ær- in verkefni myndu liggja fyrir á slíku þingi og affaksturinn yrði örugglega meiri en eftir eitt laug- ardagssíðdegi í Reykjavík, sem nefnist því virðulega nafni Árs- þing Bridgesambands íslands. Hugleiðum málið. Eftir 4 umferðir af 12 í aðal- sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er staða efstu sveita þessi: S. Ármann Magnússon 83, Sævar Þorbjömsson 82, Valur Sigurðsson 77, Ómar Jónsson 71 og Landsbréf 71. 20 sveitir taka þátt í keppn- inni, sem spiluð er eftir „dönsk- um“ Monrad, sem þýðir að eftir 6 umferðir, verður raðað upp á nýtt. Ótrúlega mörg spil „spila sig sjálf* eins og sagt er. Vandamálið virðist liggja í því að koma auga á „leiðina". Lítum á tvö dæmi: S: ÁG94 H: D76 T: K52 L: G43 S: 652 H: K83 T: 74 L: ÁD975 Sagnir hafa gengið: Suður Norður 1 tígull 1 spaði 1 grand .3 grönd Grandið lofar 15-16 hp. Fé- lagi spilar út hjartatvist (fjórða), lágt úr blindum, þið setjið kóng og fimman ffá sagnhafa. Hvað nú? Útlitið er ekki bjart. Þið fáið 3 slagi á hjarta og laufaás. En hvað ef félagi á Iaufatíu? Er það ekki eina vonin? Ef svarið er jákvætt, liggur laufadaman á borðinu. Hendi Suðurs gæti verið: S: KD3 H: G105 T: ÁD96 L: K86 Ekki dugar fýrir Suður að gefa laufadömuna, því þá spilum við einfaldlega hjarta, sem félagi „dúkkar". Einn niður. Lagleg vöm. Hitt dæmið er svona: S: Á852 H: 754 T: D104 L: D109 S:G4 H: KD3 T: ÁG2 L: ÁKG73 Samningurinn er 3 grönd. Út- spil spaðaþristur (fjórða). Lágt, kóngur, og meiri spaði. Gosi, drottning og lágt úr borði. Spaða- tía, sem við tökum á ás og Austur fylgir lit, við hendum lágum tígli heima. Áf hveiju lágum tígli, en ekki lágu hjarta? kann einhver að spyija. Em ekki 5 slagir á lauf, 1 á spaða, 1 á hjarta og 2-3 á tígul? Jú, jú, mikil ósköp. En í hvaða röð ætlar þú að fá slagina? Inni á spaðaás og spila tígli og „svina“ gosanum? Eða spila hjarta? Og seinna inni á laufinu, að „svína“ tígli? Málið er, að við verðum að spila hjarta strax, Ef kóngurinn heldur, eru yfirgnæfandi líkur á að ásinn sé réttur og inni á laufinu spilum við aftur hjarta. 9 slagir. Ef við reynum tígulsvíningu og kóngur liggur ekki, töpum við spilinu. Ef ásinn í hjarta er í Vest- ur, má alltaf síðar reyna tígulað- ferðina. 18.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.