Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 9
HELGARUMRÆDA Er það rétt að það sé einungis menningariegur lúxus að tala íslensku, rétt eins og það er menningarlegur lúxus að ganga í ffnum fötum..? Hvemig ferfyrir menning- arþjóðinni begar hun telur sig ekki lengur hafa efni á því að eiga sérstaka menn- ingu?Ereladodýiaraaðtakaer1enilamenninguáleigu... gegnum kapalkerfi og genritungl? segír Kristján Amason m.a. E g átti ekki alls fyrir lðngu tal við " hagfræðing sem er áhrifamikill í viðskiptalífinu og hugsandi maður. Við ræddum um gildi og stöðu íslenskrar menningar I nútíma heimi. Ég hélt því fram við hann að menningarlegt sjálf- stæði íslendinga, sem byggist á tung- unni, væri eða hefði a.m.k. verið for- senda fyrir efnalegri velmegun þeirra. í sjálfstæðisbaráttunni hefði menningar- leg sérstaða okkar verið talin þungvæg- asta rðksemdin fyrir sjálfstæðinu, og með sjálfstæðinu kæmu efnalegar fram- farir. Og kannski myndu sumir segja að endanlegur sigur, eða a.m.k. stórsigur í sjálfstæðisbaráttunni hafi unnist þegar við fengum yfirráð yfir fiskimiðunum. Menningarlegt sjálfstæði leiðir til efna- legs sjálfstæðis, hugsaði ég, og taldi að þetta væri í raun rauði þráðurinn í hinni eilífu sjálfstæðisbaráttu okkar. Viðmælandi minn var á annarri skoð- un, og kom mér á óvart. Hann hélt því fram að menningarlegt sjálfstæði væri munaður sem við ættum að geta leyft okkur á grund- velli efhalegrar velmegunar. Hann taldi að frumskilyrðið væri efnahagurinn, og hinn menningarlegi blómi kæmi þar á eftir, og væri það i raun undir okkur sjálfum komið hvemig við nýttum hið efnalega frelsi til menningarlegs munaðar, eins og þess að halda uppi sérstakri þjóðtungu og viðhalda bókmenntaarfi Þessi umræða varð mér mjög minnis- stæð, einkum vegna þess að viðmælandi minn var rökfastur og vel meinandi, og ef hann hefur rétt fyrir sér er e.t.v. ástæða til að hugsa upp á nýtt grundvallar forsend- umar fyrir íslenskn málpólitík. Þjóöarvilji, þjóóarsátt Er það rétt að það sé einungis menning- arlegur lúxus að tala íslensku, rétt eins og það er menningarlegur lúxus að ganga í flnum fotum eða eiga falleg og dýr lista- verk? Hvemig fer fyrir menningarþjóðinni þegar hún telur sig ekki lengur hafa efiii á því að eiga sérstaka menningu? Er ekki ódýrara að taka erlenda menningu á leigu, eða án nokkurs endurgjalds, gegnum kap- alkerfi og gervitungl? Ekki hafa verið gerðar margar mark- tækar félagsfræðilegar kannanir á raun- verulegum þjóðarvilja í þessu efhi. Þó var gerð ein slík á vegum Gallup á Islandi í desember 1989. Þar var m.a. spurt hvort menn teldu að tungan væri í einhverri hættu og svömðu 62 prósent því neit- andi.en 33,6 prósent svömðu játandi. Með- al annarra spuminga var spurt um það til hvaða aðila þyrfti helst að beina tilmælum um málrækt, og töldu fletir að þeim þyrfti að beina til skóla og næstflestir að hyggja þyrfti að fjölmiðlum. í þessu sambandi má minnast þarffar ádrepu Roberts Cooks um þjóðarbók- hlöðubygginguna í Morgunblaðinu í haust er leið. Þar ræddi hann um seinagang við byggingarframkvæmdimar og kemst að mjög athyglisverðri niðurstöðu. Hann telur að íslenska þjóðin vilji alls ekki þjóðarbók- hlöðu, þótt það hafi verið samþykkt ein- róma á Alþingi. Æðsta valdastofhun þjóðarinnar hefur ákveðið að ráðast í þessa framkvæmd, og hún hefur vald til þess að ffamfylgja vilja sinum og veita þessu fé, en hún gerir það ekki. Niðurstaða Cooks virðist óyggjandi. Ef raunvemlegur vilji væri á alþingi fyrir byggingunni ættu peningamir að streyma til hennar. Það rísa á hveiju ári hér á landi byggingar sem em margfalt meiri að stærð og íburði en þjóðarbókhlaðan, þannig að nóg er til af peningunum. En ekkert gerist. Samt myndi væntanlega meiri hluti íslend- inga svara því játandi ef hann væri spurður hvort hann væri hlynntur byggingunni. Þetta dæmi af þjóðarbókhlöðunni er umhugsunarvert fyrir þá sem bera hag ís- lenskrar tungu og menningar fyrir brjósti. Ekki vantar fjálglegar yfirlýsingar um að viðhalda verði séríslenskri menningu, en spyija má hvort þessi vilji sé sama eðlis og þjóðarviljinn til þess að reisa bókhlöðu. Er þetta bara hjal sem gripið er til á hátíðar- stundum? Einhverjir muna kannski eftir því að verkefnisstjóm Málræktarátaksins 1989 sendi ffá sér skýrslu. Stærstur hluti skýrslunnar fjallar um skólastarfið og móðurmálskennsluna. Þessi áhersla sem lögð er á skólastarfið er í samræmi við þá almannaskoðun sem kom ffam í Gallupkönnuninni, að mikilvægast sé að málræktinni sé sinnt í skólum. Tveir þættir vega langþyngst í skýrsl- unni. Bent er á að það vanti heildarstefnu í móðurmálskennslunni frá gmnnskóla og upp í háskóla. Ekki er til nein námskrá fyr- ir skólakerfið í heild. í skýrslunni segir orðrétt: „Menntamálaráðuneytið þarf að hafa forgöngu um að kennarar og sérfræðingar semji heildstæða námskrá sem taki til alls þroskaferilsins ffá leikskóla til loka ífam- haldsskóla." (bls. 19) íslensk tunga, þjóðarsátt og regnhlif Er íslensk menning lúxus? Ástandið er talið verst á ffamhaldskóla- stiginu, þar em algerlega vantar heildar- stefnu í námskrá, og þar sem talið er að hver framhaldsskóli sé í rauninni dálítill „heimur út af fyrir sig“ (orðalagið er tekið úr skýrslu Efhahags- og ffamfarastofnunar Sameinuðu þjóðanna ffá 1987). í málrækt- arskýrslunni segir (bls. 28) að auðvelt sé að leiða að því rök að þetta „stefhuleysi fram- haldsskólanna endurspeglist i móðurmáls- kennslunni“. Ennfremur segir: „Mark- miðslýsingar í námskrá eru óljósar og ekki ríkir fúllt samkomulag um inntak náms- greinarinnar, markmið og leiðir.“ Ég hef meira að segja heyrt um það að í ónefndum ffamhaldsskóla séu íslendingasögur ekki stétt allra í þjóðfélaginu. Hveijir eru það sem framfylgja þjóðarviljanum á þennan hátt? Fjölmiðlar Sá annar aðili sem i áðumefndri skoð- anakönnun var talinn einna mikilvægastur í málræktarstarfinu, var fjölmiðlamir. í um- ræðu um málrækt og málvemd vísa menn mjög til fjölmiðlanna, og nú hefúr athyglin beinst að þeim svo um munar, vegna þess að íslensku sjónvarpsstöðvamar hafa tekið upp á því, og fengið til þess eins konar leyfi frá menntamálaráðuneytinu, að senda óþýtt enskt efni út til þjóðarinnar. Ég hef áður vikið að þessum málum á prenti í Morgun- kenndar vegna þess að enginn kennaranna hafi áhuga á því að kenna þær eða telji sig til þess búinn. Einnig er vikið að námsefni. I skýrsl- unni er lagt til að ráðinn verði námsstjóri fyrir ffamhaldsskólastigið. „í verkahring hans væri eftirlit og kynning á kennsluefhi, umsjón með smiðju (kennslumiðstöð) þar sem kennarar gætu kynnt hugmyndir sínar og miðlað öðmm af reynslu sinni“ (sama stað). Ennfremur er lagt til „að komi verði á fót ráðgjafahópi innan greinarinnar, hópi sem höfundur og útgefendur geta borið verk sín undir og fengið umsögn um, bæði á vinnslustigi og þegar það er fullsamið". Nú er liðið meira en ár síðan málrækt- arátaksskýrslunni var skilað, og er tíma- bært að athuga hvað út úr þessu hefúr kom- ið. I fljótu bragði virðist ekkert hafa gerst í kennslumálunum. Ekki bólar á samræmdri naámsskrá, ellegar námstjóra í íslensku á framhaldsskólastigi. Niðurstaða í átt við þá sem Róbert Co- ok dró um þjóðarbókhlöðuna virðist i raun- inni blasa við hér. Menn em einhuga um að varðveita beri islenska tungu og mennignu, en þegar kemur að því að búa í haginn fyr- ir hana er annað uppi á teningnum. Menntakerfið, sem vísað er á til að fram- fylgja málstefnunni er niðurlægt. Sú virð- ing sem kennuram, og þar með móður- málskennurunum, er sýnd í þjóðfélaginu birtist í laununum sem þeim em ætluð með allsherjar þjóðarsátt. Eða hvemig eiga kennarar öðmvísi að átta sig á matinu á mikilvægi starfs sins? Það virðist nú talinn sjálfsagður hlutur og eins konar efnahags- lögmál, að kenanrr séu einna lægst launuð blaðinu 23. janúar s.l. og ætla ekki að end- urtaka það hér sem ég sagði um rétt Islend- inga til þess að fá sendingar ffá þessum fjölmiðlum þannig matreiddar, að vald á móðurmálinu dugi til þess að njóta þeirra. Um erlend áhrif vil ég taka undir með þeim mörgu sem hafa lagt orð í belg og sagt að þau séu nauðsynleg íslenskri menn- ingu. Margir hafa bent á að íslensk menn- ing hafi risið hæst þegar erlendir straumar hafi leikið um hana. Einangmnartímar hafa jafnframt verið niðurlægingartímar. Það er langt ffá því að þeir sem halda uppi vöm- um fyrir þýðingarskyldu á myndeftii hugsi sér að setja upp einhveija regnhlíf yfir Is- landi, eins og snúið hefiír verið út úr. Allir vita að regnhlífar em ónothæf tæki hér á landi. Erlendir straumar berast hingað í gegnum loftið, hvort sem okkur líkar betur eða verr. En það er gmndvallarmunur á því, eins og margir hafa bent á, að leyfa mönn- um að taka á móti erlendu myndefni á eig- in spýtur - rétt eins og hlustað er á erlend- ar útvarpsstöðvar og lesnar erlendar bækur og timarit - og því að þröngva erlendu óþýddu efni upp á heimili sem greiða af- notagjöld af íslensku sjónvarpi. Kristján Árnason er málfræðingur og formaður ísienskrar málnefndar. Föstudagur 8. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.