Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 20
w 2T~ 10 ]2 0 T Jé> 9 T 2J 28 S2 // 2i 2T ~zr 26' ZT W l<r 9 TV w y> V izr w 5~ T 5" Fr y* r W lb J6~ 2 /<? ^2" /9 T f?f CJ?' 25T“«r 2? W F 7T /5 jsr W 0 ST fT w [w w 21 W w 5 w 2J W Ww ¥ ísr isr W w /s 1/5 W w w w 3W r w TU~ T )(? T—JV ¥ W 21 W Uo 30 1 w /9 W J<i TT~ T 10 17- W~?3 Kf w~w w w~w 2T ;T"R/f 9 U 2T 6 W w 7zr Ta <^rr zr w~ m n H 72 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓP R S T 11 11 >' Y V..Ý b & Ó Krossgáta nr. 133 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá örnefni. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðu- múla 37, 108 Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 133“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. V 15 Jé )0 )°! 31 1 25 23 Lausnarorð á krossgátu nr. 129 var Mykjunes. Dregið var úr réttum Verðlaun fyrir krossgátu nr. 133 em lausnum og upp kom nafn Maríu D. Steingrímsdóttur, til heimils á „Ég og lífið.“ Inga Huld Hákonardótt- Hjaltabakka 22, Reykjavík. Hún fær senda skáldsöguna „ViHikettir í irræðirviö Guðrúnu Ásmundsdóttur. Búdapest” eftir Einar Heimisson. Vaka-Helgafell gaf út 1990. Vaka-Helgafell gaf út 1989. \ Mikiö skal haft viö til heiöurs Kólumbusi Dóminikanar reisa sæfaranum írá Genúa glæstan minnisvarða. Hinn aldni forseti landsins lætur bágborið efhahagsástand sig litlu skipta Yfir fátækrahverfum Santo Domingo, höfuðborgar Dominikanska lýðveldisins, hefiir að undan- fomu risið ferlíki eitt mikið til minningar um þann atburð að á næsta ári eru liðin 500 ár frá því að sæfarinn frá Genúa, Kristófer Kólumbus, sté fæti sínum fyrst á fast land í Ameríku. Mannvirkið sem hér um ræðir er viti og nefnist á máli innfæddra E1 Faro a Colón (Kól- umbusar- vitinn) er hugarfóstur hins áttræða og blinda forseta landsins, Jóakims Balaguers. Þrátt fyrir hávær mótmæli gegn þessum flottræfílshætti forset- ans, lætur hann hvergi á sér bil- bug flnna og svarar gagnrýnend- um því einu til, að hann viti ósköp vel að landsmenn hans vanti skó og klæði. - Faro verð- ur hálstauið þeirra, segir Balagu- er. Balaguer er staðráðinn í því að hvergi verði til sparað svo að tímamótin á næsta ári verði lengi í minnum höfð. A vígsluathöfn- ina sjálfa býst Balaguer við að Karl Jóhann Spánarkonungur láti svo lítið að sækja heim þessa fyrrum nýlendu Spánar sem og páfinn í eigin persónu. Það er óhætt að segja að al- menningur muni ekki taka smíði minnismerkisins út með sæld- inni. Þrátt fyrir það að ekki sé al- veg ljóst hve mikill hluti opin- berra útgjalda hefiir farið í smíði minnismerkisins síðan hún hófst fyrir rúmum fjórum árum. Engu að síður er ljóst að síðan þá hef- ur verðbólga farið úr tíu upp í 70 af hundraði, atvinnuleysi nefur aukist og er nú ætlað að um 40% vinnufærra manna mæli götum- a_r, og síðast en ekki síst hefur rikissjóður ekki getað staðið í skilum með afborganir á erlend- um skuldum. En það er ekki einingis kostnaðurinn sem landsmenn Balaguers hafa hreyft mótbámm við. I rauninni er allt á huldu um það hvort Kólumbus hafi fyrst eða jafnvel nokkum tímann stig- ið fæti sínum á það land sem nú telst vera Dóminikanska lýð- veldið er hann „fann“ Ameríku. Pétur Tyrfingsson skrifar um blús Eg vaknaði mæddur í morgun ■ HOI Son House - Blúsklerkurinn Frá 1925 og fram á kreppuár- in blómgaðist útgáfa á plötum blúsmanna úr suðurhémðum Bandaríkjanna. í kreppunni dróst þessi útgáfa saman. Frami margra blúsmanna tók enda með þessum samdrætti. Einn þeirra blúsmanna sem illu heilli varð illa úti var Son House. Grátlegt er að bara örfá lög em til á plötum með þessum mikla meistara frá blómaskeiði hans. Eddie James House jr. fæddist 21. mars 1902 í Clarksdale í Mississippi. Hann lifði æskuárin í Louisiana því hann flutti úr fylk- inu á bamsaldri. 18 ára kvæntist hann konu sem var 32 ára og basl- aði við búskap með henni í Lou- isiana. Eftir 5-6 ár fór Son House frá konu og búi og hélt til Clarks- dale í Mississippi. Þar hefur hann líklega lært að spila á gítar og byrjað að syngja blús. Son House var af guðræknu fólki kominn og sjálfur kirkju- rækinn. Hann byijaði ungur að predika. Drykkjuskapur, kven- semi og blús tosuðu hann frá kirkjunni. Blús var tónlist djöf- ulsins. Innra með Son House glímdu þeir alla tíð predikarinn og blúsmaðurinn. Son House varð manni að bana í sjálfsvöm og dæmdist til refsivistar á Parchman-farm, sem margur blúsmaðurinn hefur sung- ið um. Við getum velt því fyrir okkur hvort þar hafi sálmasöngv- arinn kynnst og æft blússöng. Son House losnaði úr prísundinni eftir 2 ár (sennilega 1928-9). Honum var gert að yfirgefa sýsluna og lagðist í ferðalög. Á ferð um Lula í Mississippi árið 1929 kynntist Son House þeim Charlie Patton og Willie Brown. Með Brown og Son House tókst mikil vinátta sem að- eins dauði Browns batt endi á. Þegar Patton átti kost á að hljóð- rita fyrir Paramount 1930 kom hann bæði Son House og Brown á ffamfæri. Þrir blúsar sem Son House söng við þetta tækifæri em með þeim mikilfenglegustu frá þessum tíma, - „My Black Mama“, „Dry Spell Blues“ og „Preachin' Blues“. Það er í síðastnefnda blúsnum sem við skynjum sálartríð predikarans og blús- mannsins. Þessir blúsar Son House frá 1930 em dreifðir á þijár sígildar saín- plötur sem geyma einnig annan Miss- issippi- blús sem gaman er að eiga: „The Mississippi Blues 1927-1940“ (Origin of Jazz Libr- ary 5), „The Miss- issippi BÍues No. 2“ (OJL 11) og „Re- ally! The Country Blues“ (OJL 2). Árið 1933 fór Son House með Patton-genginu í pmfuupptökur hjá ARC í Jackson-borg. Eftirþað fóm House og Brown saman til Lake Comorant þar sem þeir héldu til á Mr. Cox's plantekmnni og spiluðu þar saman í mörg ár. Þegar Patton og Bertha Lee fóm til New York '34 að taka upp fyr- ir ARC, bámst boð til Son House um að koma líka. Það lýsir við- horfi hins fallna predikara að hann taldi sig hafa öðm að sinna! Son House var ein mikilvæg- asta fyrirmynd Roberts Johnsons án þess þó að veita honum beina tilsögn. Ungur sat Robert og fylgdist gjörla með hvemig Son spilaði á gítarinn og lærði af hon- um fáein söngstef. Muddy Waters fékk tilsögn hjá Son House og minntist hans alla tíð með hlýju. Ekki þarf annað en hlusta með öðm eyranu á Son House til að heyra gítarspil, laglínur og hljóð- línur sem bergmála síðar hjá Ro- bert Johnson og Muddy Waters. Eftir samvinnu með Willie Brown í áratug fluttist Son House til Rochester í New York fylki og fór að vinna fyrir jámbrautarfyrir- tæki. Eitt sinn var Son House á ferð um heimaslóðir, þegar á vegi hans varð Alan Lomax, sem þá var að safna blussöng fýrir þjóð- skjalasafnið. Þar komst Lomax í feitt og hljóðritaði Son House 1941 og 1942. Árangurinn vom skemmtilegar og verðmætar upp- tökur, sem fáanlegar em á hljóm- plötu: „Son House: The Legend- ary 1941/2 Recordings“ (Folk Lyric 9002). Fáum ámm síðar hætti Son House að spila og syngja. Allir blúsvinir hans vom dánir og því sá hann lítinn tilgang með því. Um miðjan sjöunda áratmg- inn Ieituðu ungir blúsáhugamenn að Son House og fundu hann. Þessum aldna höfðingja var kom- ið á ffamfæri þar sem hann spilaði á nokkrum konsertum og söng blús inn á breiðskífu fyrir Colum- bia- fyrirtækið sem nú er fáanleg með Edsel-merkinu: „Death Lett- er“ (Edsel ED 167). Son House átti þá rúma tvo áratugi ólifaða og dó í hárri elli 1988. Innra með Son House braust áleitinn efi og hræðileg örvænt- ing. Hann virðist alltaf hafa verið að syngja úr sér einhvem sárs- auka, sem hann losnaði aldrei við. 20.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.