Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 21
GARMENNINGIN Áhorfendur komast I nána snertingu vift heim leikhússins, hér eru það Jón S. Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld við krýningu. Mynd: Jim Smart. 150 X Næturgalinn saga 7:15 Ný, íslensk stuttmynd sýnd á Tveim vinum Um 30 þúsund áhorfendur hafa séð skólaleikrit Þjóðleikhússins. Hátíðarsýning í gær í gær var sérstök hátíðar- sýning í Setbergsskóla í Hafnar- firði, á Næturgalanum, skóla- leikriti Þjóðleikhússins, sem stefnt er að því að sýna í öllum grunnskólum landsins. Viðstaddir sýninguna vora m.a. Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Islands, Svavar Gestsson menntamálaráðherra ofl. gestir. Þetta var 150. sýning verksins, og áhorfendur telja nú um 30 þús- und. Rauna- Næturgalann samdi leikhóp- urinn með hliðsjón af ævintýri H. C. Andersen, og tilgangurinn er meðal annars að veita skólanem- endum innsýn í galdur leikhúss- ins. I Næturgalahópnum era Helga E. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Jón S. Gunnarsson, Mar- grét Guðmundsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Ama Einarsdóttir og Jón Páll Bjömsson. Nýlega hafa Sigurður Skúla- son og Þórann Magnea Magnús- dóttir bæst í hópinn. ÓHT Kunnugleg andlit sáust á öftustu bekkjunum á hátfðarsýningunni f gær. Mynd: Jim Smart. Á hverju kvöldi kl. 21 er nú sýnd stuttmyndin „Raunasaga 7:15“ á veitingastaðnum Tveim- ur vinum við Vitastíg. Þetta er tæplega 40 mínútna löng sam- tímasaga úr Reykjavík með gamansömum undirtón. Leikstjóm annaðist Guðmund- ur Þórarinsson, en handrit sömdu hann og Magnús A. Sigurðsson. Friðrik Guðmundsson stjómaði upptöku og myndatökuna ásamt honum annaðist Ragnar Agnars- son, en Sveinn Benediktsson var í félagi með þeim um lýsinguna. Framkvæmdastjórar vora Guðrún Brynjólfsdóttir og Gestur Ben Guðmundsson. 3-BIO hópurinn sem kynnir þetta verk er áhugahópur um leikn- ar kvikmýndir, en í honum er ungt fólk sem hefur lært kvikmynda- gerð eða starfar við hana, auk bún- ingahönnuða, hárgreiðslufólks og förðunarsérfræðinga. ÓHT Börnin f Setbergsskóla fylgjast með f gær. Mynd: Jim Smart. Atburðir sem frest- uðust Bókmenntakynning í Siguijónssafni og Vín- artónleikar á Akureyri Vegna áhlaupsins um síðustu heigi var frestað tveimur listvið- burðum sem kynntir voru í síð- asta helgarblaði Þjóðviljans, en boðað til þeirra aftur núna. Vínartónleikar Kammer- hljómsveitar Akureyrar verða haldnir í Iþróttaskemmunni á laugardaginn kl. 17, en þar stjóm- ar Páll Pampichler Pálsson 50 hljóðfæraleikurum í fjöragum vín- ardönsum og léttum og sígildum lögum úr óperettum Lehárs, Strauss og Stolz. Einsöngvarar eru Signý Sæmundsdóttir, sópran og Óskar Pétursson, tenór. Þýðingar í Sigurjónssafni Á sunnudaginn kl. 15 verða kynntir i Listasafhi Siguijóns stór- höfundar sem nú hafa verið þýdd- ir á íslensku í fyrsta sinn. Höfundar, bækur og lesarar era þessir: Nína Berberova: Und- irleikarinn, - Ámi Bergmann les úr þýðingu sinni, Brace Chatwin: Utz, - Viðar Eggertsson les úr þýðingu Unnar Jökulsdóttur og Þorbjöms Magnússonar, Nadine Gordimer: Heimur feigrar stéttar, - Ólöf Eldjám les úr þýðingu sinni, Yann Queffélec: Blóðbrúð- kaup, - bókin fékk Concourt- verðlaunin á sínum tíma, - Mar- grét Ákadóttir les úr þýðingu Guð- rúnar Finnbogadóttur, Kazuo Is- higuro: Dreggjar dagsins, - fékk eftirsóttustu viðurkenningu Breta, Booker verðlaunin 1989, - Sig- urður A. Magnússon les úr þýð- ingu sinni. ÓHT íslensk tónlist í Gautaborg Kvenkyns tónskáld óvenju mörg á Nor- rænu tónlistarhátíðinni Nú stendur yfir í Gautaborg tónlistarhátíðin „Musik i Vast“ og eru þar flutt verk éftir Karól- ínu Eiríksdóttur og Þorkel Sig- urbjörnsson. Alls era flutt þama tónverk eftir 10 norræn tónskáld og meðal flytjenda era Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Manuela Wi- esler flautuleikari. íslensk tón- verkamiðstöð mun ásamt tón- verkamiðstöðvum annarra Norð- urlanda sjá um sýningu á verkum tónskáldanna. Alls era fluttir sextán konsert- ar og tvær óperur á hátíðinni. Einnig era haldin málþing um ný, norræn tónlistarmálefni, auk þess sem tónlistamemendum gefst færi á að ræða við tónskáldin. Það hef- ur vakið athygli að óvenju margar konur era í hópi tónskáldanna núna, eða helmingur listamann- anna. ÓHT Föstudagur 8. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.