Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Blaðsíða 8
NÝTT þJOÐVILJINN Útgefandlr Útgáfufélagið Bjarki h.f Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson Rltstjórar: Ami Bergmann, Ólafur H. Torfason, Helgi Guðmundsson llmsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Fréttastjórl: Slgurður A. Frlðþjófsson Afgrelðsla:« 6813 Auglýsingadeild:» Símfcix: 68 19 35 Vérð: 150 krónur I la Setning og umbrot Prentun: Oddi hf. 33 68 13 usasöl Prents 10-68 13 31 J míðja Þjóðvil ans hf. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Aðsetur: Slðumúfa 17, 108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Þegar stríðinu lýkur Hemaðarsérfræðingum mistókst að spá fyrir um framvindu fyrstu þriggja vikn- anna í átökunum við Persaflóa, sem nú eru liðnar. Fjölmargir þeirra sem hvöttu til stríðsins gerðu ráð fyrir því að unnt væri að lama írak með leiftursókn í nokkra daga. Enda varforsenda árásanna sú, að viðskiptaþvinganir og aðrar aðferðir til þess að herða að stjórn Saddams Huss- eins yrðu of seinvirkar. En stríðið dregst á langinn. Fréttir af miklum árangri fjölþjóðaliðsins í byrjun reyndust byggðar á misskilningi, mistök- um og ónákvæmni. Sumir héldu að land- hernaður hæfist innan einnar eða tveggja vikna frá upphafi loftárásanna. Nýjustu yf- irlýsingar foringja bandamanna benda til þess að þeir geri ráð fyrir allt að þriggja mánaða átökum, fari sem horfir. En vitan- lega getur enginn spáð um þróunina eða metið afleiðingarnar til fulls. Það eitt er víst, að í Ijós er að koma það sem margir friðarsinnar spáðu; stríðið er óhugnanlegra og flytur með sér meiri hörmungar og eyðileggingu en unnt er að gera sér grein fýrir. Og nú er látið í það skína að efnavopnum eða enn hroðalegri eyðingartækni verði beitt á báða bóga, ef nauðsyn krefur. Hermdarverk í vestræn- um heimi hefjast, fáir verða óhultir með þjóðum þeim sem að bardögunum standa. Tekist hefur að efla hugarfar hat- ursins, hefndanna og ofstækisins. Því of- beldi kallar á ofbeldi. Með ungum kynslóð- um margra arabalandanna eru nú ræktað- ar hugmyndir sem eiga eftir að bera þroska eftir einn, tvo eða þrjá áratugi. Hugmyndir um réttlæti einhverra, ranglæti annarra, drengskaparskyldur og heilagan rétt. Ungu kynslóðinni með þjóðum bandamanna, sem sefur róleg, eru brugg- uð ráð úti í heimi. Þessu stríði lýkur ekki, frekar en öðrum, þegar vopnin eru kvödd. Persaflóastríðið er bein uppskera fyrri átaka, líkt og ill skip- an mála og skipting Evrópu var afleiðing styrjalda. Og Eyðimerkurstorminn lægir ekki strax og brynsveitirnar taka sér hvíld. Sveipir hans eiga eftir að leika lengi um hvern krók og kima þessa heimshluta og með þróunarríkjunum samanlögðum. Þeir bera mikla ábyrgð sem völdu leið styrjald- arinnar og langvarandi afleiðinga hennar. Hugsanlegt er enn, að með einhverjum hætti náist vopnahlé eða að samningaum- leitanir geti hafist. Frásagnir af hugarfari íraskra stríðsfanga og yfirlýsingum þeirra geta gefið til kynna að írösk stjórnvöld standi höllum fæti með þjóð sinni. En hvort sem uppreisn innan hersins, fall Saddams Husseins, sigur fjölþjóðaliðsins eða vopnahlé fyrir frumkvæði íransstjórn- ar eða annarra verður til þess að binda enda á átökin, verður eftirleikurinn beisk- ur. Bandaríkjastjórn hefur þegar reynt að slá á þá strengi að hún muni taka þátt í endurreisn íraks að stríði loknu. Þar gera menn sér þess fulla grein að sigurinn verður dýrkeyptur í meðvitund arabaþjóð- anna. Harðni átökin enn og dragist á lang- inn verða þau einnig að krabbameini með þjóðum bandamanna, þurfi þær að horfast í augu við verulegt mannfall á vígstöðvun- um og stöðuga ógn í heimalöndum sínum vegna hryðjuverkahópa. Stríði sem að sögn fjölþjóðaliðsins byggir á umsvifamestu sókn veraldarsög- unnar, lýkur ekki. Það verður með okkur, með börnum okkar og barnabörnum. Engu stríði lýkur fyrr en vopnagerð heims- ins fær að lúta fýrir smíði plóganna. ÓHT 0-ALIT WA© A ÞAP þýfe, rJ^KA SWDNA te Vie Þfe ^MtANDUR ppp 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.