Þjóðviljinn - 16.02.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.02.1991, Blaðsíða 1
Laugardagur 16. febrúar 1991 — 33. tölublað 56. árgangur Sjömannanefndin Sauðfjárræktin skorin upp Tillögur sjömannanefndarinnar: Stórfelld fækkun ársverka í sauðfjárrœkt. Ríkið sparar 5-6 miljarða 1992-1997. Kvótasala heimiluð. Beinar greiðslur til bœnda Verði tillögur sjömanna- nefndarinnar um landbún- aðarmál að veruleika má gera ráð fyrir að ársverkum í sauð- fjárrækt fækki úr um það bil þrem þúsundum í um 1800 á næstu tveimur árum. Þá er gert ráð fyrir að sauðfé fækki um 13 af hundraði strax á þessu ári og að útgjöld ríkissjóðs vegna greinarinnar lækki um fimm til sex miljarða á tímabilinu 1991 til 1997. Verð á lambakjöti á að lækka um 20 af hundraði í áfongum á næstu fimm til sex árum. - Það má segja að gangi bændur að þessum tillögum séu þeir að nokkru leyti að kaupa sér frið frá kröfum um að innflutn- ingur á landbúnaðarvörum verði Ieyfður. Það er óhjákvæmilegt að stuðla að lækkun búvöruverðs ef menn vilja halda innflutnings- vemd í núverandi mynd. En ég vil engu spá um viðbrögð bænda við þessum tillögum að svo stöddu, segir Þórólfúr Sveinsson, varafor- maður Stéttarsambands bænda, um tillögur sjömannanefndarinn- ar. Neffidin var sett á laggimar í kjölfar kjarasamninganna í febrú- ar í fyrra og var skipuð fulltrúum ASÍ, VSÍ, Stéttarsambands bænda, landbúnaðarráðuneytis- ins, BSRB og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna. Von er á sambærilegri skýrslu um mjólk- urframleiðsluna á næstunni. Steingdmur J. Sigfússon seg- ist álíta þessar tillögur nefndar- innar róttækar og athyglisverðar og segist vera jákvæður gagnvart meginniðurstöðum nefhdarinnar. Hins vegar telur hann að í út- færslu á þessum tillögum verði að gæta sérstaklega tveggja sjónar- yijg ■ S— Frá smábatahöfninni í Þórshöfn í Færeyjum. - Mynd: Jim Smart miða: um byggð og landnýtingu. - Tillögur nefndinnar verða leiðandi í viðræðum um nýjan bú- vörusamning, en ég útiloka ekki að á þeim verði ákveðnar breyt- ingar, segir Steingrimur. Hann hyggst reyna að ná sátt um nýjan búvörusamning fyrir kosningar í vor. Markmið tillagna nefndarinn- ar er þríþætt. I fyrsta lagi að lækka búvöruverð til neytenda, án þess að það komi niður á gæð- um. í öðru lagi að tryggja af- komumöguleika þeirra sem verða eftir í stétt sauðfjárbænda og í þriðja lagi að lækka útgjöld ríkis- ins til landbúnaðarins. Nefndin vill að á næsta ári verði teknir upp beinar greiðslur til hvers bónda, en að núverandi fýrirkomulag niðurgreiðslna falli þá niður. Til þess að aðlaga framleiðsl- una að þörfum innanlandsmark- aðar vill nefndin að á þessu ári og því næsta verði keyptur upp full- virðisréttur sem svarar allt að 3,700 tonnum. Nú nemur fúll- virðisrétturinn í heild 12 þúsund tonnum. Best verð fæst fýrir rétt- inn verði hann seldur fýrir haustið 1991. Til þess að ná ffarn raunveru- legum samdrætti í framleiðslu tel- ur nefndin nauðsynlegt að fækka ásettu sauðfé nú í haust um 13 prósent. Þvi verður rikissjóður að kaupa 70 þúsund ær til slátrunar og halda afúrðum af þeim utanvið innanlandsmarkað. Nefndin vill að frá fýrsta sept- ember á næsta ári verði heimiluð sala á fúllvirðisrétti milli einstak- linga. Tilgangurinn með þessu er sá að þeir sem eru með vannýtt bú geti keypt kvóta af þeim serp vilja draga saman seglin eða hætta. Þannig telur nefndin að hægt verði að hagræða verulega í greininni. Nefndin telur að dilkakjöt þurfi að lækka um að minnsta kosti 20 prósent á næstu fimm til sex árum til þess að það haldi samkeppnisstöðu sinni gagnvart öðrum kjöttegundum. Nefndin vill að verðið verði fært niður um tvö prósent nú í haust, en að síðan verði stefnt að fjögur prósent raunlækkun á verðinu að jafhaði á hveiju ári út tímabilið, til 1997. -gg Persaflóastríð Saddam: reiðubúiim að sleppaKúvæt Vill í staðinn m.a. að Israelar sleppi Gaza og Vesturbakka og Sýrlendingar Líbanon. Bandamenn vísa skilyrðum þessum á bug Vonir um að Persaflóastríð yrði senn á enda fengu sem snöggvast byr undir báða vængi í gær, er ráðamenn Iraks lýstu því yfir í fyrsta skipti frá stríðs- byrjun að til greina kæmi að þeir kveddu her sinn frá Kúvæt. En þær vonir dofnuðu nærri jafnskjótt er í Ijós kom að þetta tilboð Iraka var bundið skilyrð- um, sem andstæðingar þeirra í stríðinu voru fljótir að hafna. Tilboð Iraks var lagt fram formlega af hálfú byltingarráðs svokallaðs, sem er mikil valda- stofhun þarlendis með Saddam forseta Hussein í forsæti. Skilyrðin sem ráðið setur fýrir brottkvaðn- ingu íraska hersins frá Kúvæt eru m.a. að gert verði vopnahlé og að viðskiptabanninu gegn írak verði aflétt. Einnig virðist mega ráða af samþykkt ráðsins að það ætlist til að samfara samningum um undan- hald íraka frá Kúvæt verði samið um að Israel kveðji her sinn frá Gaza og Vesturbakka og Sýrland frá Líbanon. Neiti ísrael þessu, segir ráðið, skal það bcitt viðskiptabanni eins og Irak út af Kúvæt. Þá er það skilyrði frá bylting- arráðinu að fjölþjóðaherinn á Persaflóasvæði verði farinn þaðan innan mánaðar ffá þvi að vopnahlé gangi í gildi. Framtíð Kúvæts skal ákveðin í „anda sanns lýðræðis", andstæðingar Iraks skulu greiða þvi stríðsskaðabætur og allar skuldir íraks erlendis skulu strik- aðar út, segir ennfremur í sam- þykkt ráðsins. Bandamenn í Persaflóastríði hafa hingað til krafist þess að írak- ar flytji her sinn frá Kúvæt án allra skilyrða og voru undirtektir þeirra í gær í stórum dráttum í samræmi við það, jafnt Bandaríkjanna, Vest- ur-Evrópuríkja og arabaríkja þeirra sem eru í samfýlkingunni gegn Irak. Eina skilyrðið sem hugsanlegt var talið í gær að Bandaríkin myndu ganga að var vopnahlé til að veita Iraksher í Kú- væt næði til að koma sér á brott þaðan. Sérfræðingar ýmsir í Banda- ríkjunum og viðar telja tilboð Saddams benda til að nú sjái hann sitt óvænna, her hans sé orðinn svo illa leikinn að hann vilji fýrir hvem mun sleppa við sókn land- hers bandamanna sem margir telja að fari í hönd. Einnig sé Iraksfor- seti með þessu að reyna að kljúfa fýlkingu óvina sinna. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.