Þjóðviljinn - 16.02.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.02.1991, Blaðsíða 2
FRETTIR Alþingi Halldór einn á báti Frumvarp um ráðstafanir vegna loðnubrests fluttar af sjávarútvegsráðherra einum II alldór Ásgrímsson sjávar- ■■ útvegsráðherra lagði fram frumvarp um ráðstafanir vegna aflabrests á loðnuveiðum í nafni sjávarútvegsráðherra, en ekki sem stjórnarfrumvarp á fimmtudaginn í Efri deild AI- þingis. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins samþykkti ekki frumvarp- ið sem kveður á um að breyta lög- unum um Hagræðingarsjóð þann- ig að sjóðurinn geti úthlutað loðnuskipunum bolfisk- og rækjukvóta. Óvíst er um afdrif frumvarps- ins þar sem ríkisstjómarmeiri- hlutinn stendur ekki að baki frum- varpinu. Skúli Alexandersson, Abl., sagði í gær að hann væri mótfallinn ffumvarpinu þar sem margir þættir þess stönguðust á við markmið Hagræðingarsjóðs og ýmislegt í stefnu sjávarútvegs- ráðherra og fiskveiðilögum. Hagræðingarsjóð var ætlað að koma bæjar- og sveitarfélögum til hjálpar í þeim tilfellum þegar þau missa kvóta og skip úr byggðar- lögunum. Þess vegna er nauðsyn- legt að breyta lögunum þegar um sértaka aðgerð er að ræða sem þessar ráðstafanir. -gpm Norræn skólaskák Meðbyr hjá landanum órshöfn/rk -íslensku kepp- endurnir á Norræna skóla- skákmótinu, sem haldið er í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum, stóðu sig með ágætum í fyrstu umferð móts- ins, sem tefld var í gærmorgun. í hlut íslensku skákmannanna féllu fimm vinningar og tvö jafnt- efli. Ólafur H. Ölafsson, annar liðstjóra íslenska liðsins, sagðist vera bærilega ánægður með hlut sinna manna, en erfitt væri að spá fyrir um framhaldið. „Hér eru samankomnir margir efnilegir skákmenn,“ sagði Ólaf- ur. I mótinu taka alls 60 keppend; ur þátt, í fimm aldursflokkum. I hveijum flokki eru tveir keppend- ur frá hvcrju Norðurlandanna, að Álandseyjum og Grænlandi frá- töldum. Úrslit í skákum íslensku keppendanna í fyrstu umferð voru sem hér segir: í flokki 17-20 ára vann Sigurður D. Sigfússon sina skák, en jafntefii varð í skák Magnúsar P. Ömólfssonar. í flokki 15-16 ára töpuðu báðir ís- lendingamir, þeir Þórleifur Karls- son og Ragnar F. Sævarsson, sín- um skákum. í flokki 13-14 ára vann Helgi Áss Grétarsson sína skák, en Magnús Öm Úlfarsson hélt jöfnu. í flokki 11-12 ára unnu Amar F. Gunnarsson og Matthías Kjeld báðir. í yngsta aldursflokki, 10 ára og yngri, öttu íslensku kepp- endumir kappi hvor við annan og lagði Jón Viktor Gunnarsson Bergstein Einarsson. Ónnur umferð var tefld síð- degis í gær og lágu úrslit ekki fyr- ir þegar þetta var skrifað. Mótinu lýkur á morgun, sunnudagskvöld og halda keppendur til síns heima í bítið á mánudagsmorgun. -rk Flotvinnubúningar Þrenna hjá Bjama. Bjarni Friðriksson júdókappi úr Ármanni var kjörinn fþróttamaður Reykjavlkur fyrir árið 1990 I gær og er þetta þriðja sinn sem Bjarni hlýtur þessa útnefningu. Áður hafði hann hlotið þennan titil árið 1984 og 1989. Auk þess styrkir (þróttabandalag Reykjavíkur Bjarna með sérstöku fjárframlagi mánaðarlega til að auðvelda honum æfingarframn að Olympiuleikunum sem verða í Barcelona á Spáni á næsta ári. Fyrr á ár- inu var Bjarni kjörinn fþróttamaður ársins 1990 af Samtökum íþróttafréttamanna. Mynd: Kristinn Loðnuveiðar Brýnt að sýna aðgát i Hafrannsóknastofnun vill stórauka rannsóknir á fæðukerfi nytjafiska Lífakkeri sjómanna Allir bjargast sem hafa fallið útbyrðis í flotvinnugalla E rá því að sjómenn fóru að ■ klæðast flotvinnubúningum við störf sín hafa þeir allir bjargast sem á annað borð hafa fallið útbyrðis. Áður mátti það Seliaskóli Mjólkin á tíu krónur Minnsta mjólkurfeman er seld á tíu krónur í Seljaskóla í Breiðholti en ekki á 15-16 krónur, eins og fram kom í frétt frá Verðlagsstofn- un. Mistökin liggja í því að í byrjun skólaárs var feman seld á því verði sem Verðlagsstofnun greinir frá í sinni verðlagskönnun, en það var fljótlega lækkað í tíu krónur. Einhverra hluta vegna barst sú lækkun ekki til Verðlagsstofnunar og í því liggja mistökin. Það er því leiðrétt hér með. -grh heita algjör undantekning að sjómenn sem féllu fyrir borð kæmust lífs af. Þetta kom fram í ræðu Magn- úsar Jóhannessonar siglingamála- stjóra þegar kynntar voru niður- stöður úr skyndikönnun fiski- skipa íyrir árið 1990. Að mati siglingamálastjóra verður því aldrei ofmetið mikilvægi þess að allir sjómenn, sem em við vinnu á opnu þilfari, klæðist ávallt viður- kenndum vinnuflotgöllum við sín störf. í máli siglingamálastjóra kom fram að þótt notkun búninganna hafi aukist mikið að undanfömu er enn langur vegur frá því að um almenna notkun sé að ræða. Hann sagði að þrátt fyrir kröfur um bún- að og fyrirkomulag, sem á að tryggja eftir föngum að sjómenn falli ekki útbyrðis við störf, svo sem kröfur um lunningahæð, rekkverk og líflínur, þá verði þessi slys engu að síður. -grh I akob Jakobsson forstjóri * Hafrannsóknastofnunar segist taka heilshugar undir með ályktun borgarafundar í Ólafsvík að nauðsyniegt sé að sýna aðgát í loðnuveiðum með tilliti til þess að loðnan er lykil- kerti í fæðuöflun nytjafiska eins og þorsks. Hinsvegar sagðist Jakob ekki geta fallist á það sjónarmið Ólafs- víkinga að samband sé á milli loðnuveiða á undanfömum árum og lítillar þorskgengdar í Breiða- firði. Forstjóri Hafrannsóknastofh- unar sagði ennfremur að stofnun- in væri að berjast fyrir því að fá heimild til að stórauka rannsóknir sínar á fæðukerfi nytjafiska og væri meðal annars að vinna að til- lögum þar að Iútandi. Hvort þær næðu fram að ganga færi síðan eftir afstöðu ljárveitingarvalds- ins. Eins og kunnugt er hefur sjáv- arútvegsráðherra heimilað veiðar á 175 þúsund tonnum úr 525 þús- und lonna loðnustofni sem þýðir að stofninn verður aðeins 350 þúsund tonn. Það er 50 þúsund tonnum minna en þau lágsmarks- mörk sem fiskifræðingar hafa tal- ið nauðsynlegt til að viðhalda 2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. október 1990 stofninum, eða 400 þúsund tonn. Jakob Jakobsson segir að loðnustofninum sé engin hætta búin vegna þessa mismunar. Að undanfömu hafa verið uppi hugmyndir um að senda rannsóknaskip til loðnuleitar norður á Kögurgmnn, en að mati Hafrannsóknastofhunar þykir það ekki tímabært fyrr en um næstu mánaðamót. -grh Janúaraflinn Munar mest um loðnuna Heildaraflinn tœp 57þúsund tonn á móti tæpum 240 þúsund tonnum í janúar í fyrra Heildarflskaflinn í janúar var aðeins tæp 57 þúsund tonn á móti tæpum 240 þúsund tonnum á sama tíma í fyrra og munar þar mestu hve lítið veiddist af loðnu í síðasta mánuði, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands. Vegna ótíðar og gæftaleysis veiddist einnig minna af öðrum flsktegundum, en mismunandi þó eftir skipa- flokkum. í síðasta mánuði veiddust að- eins 13.700 tonn af loðnu á móti rúmum 203 þúsundum í janúar í fyrra. Þá fiskuðu togarar aðeins 6.794 tonn af þorski á móti 11.446 tonnum í fyrra. Aftur á móti varð um aukningu að ræða í afla ýsu og karfa en minnkun í ufsa. Heildar- afli togara í janúar varð þó engu að síður svipaður í janúar í ár og í fýrra eða hátt í 19 þúsund tonn. Þorskafli báta var nokkur hundruð tonnum meiri í mánuðin- um en í sama mánuði í fyrra eða 9.540 tonn á móti 8.733 tonnum. Heildarafli bátanna var umtalsvert minni í mánuðinum eða 36.874 tonn á móti 219.988 tonnum í fyrra. Þar munar mest um loðnuna og einnig minni síldarafla. Þorskafli smábáta var 759 tonn í janúar í ár á móti 984 tonnum í sama mánuði í fyrra og var heild- arafli þeirra 1.097 tonn á móti 1.145 tonnum á sama tíma fyrir ári. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.