Þjóðviljinn - 16.02.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.02.1991, Blaðsíða 8
Akureyri Ferðamenn sem koma til Ak- ureyrar vita sjálfsagt ekki við hvað er átt þegar talað er um Grófargil, þó um gilið hafi lengi legið ein fjölfarnasta og jafnframt brattasta gata Akur- eyrar og heitir Kaupvangs- stræti. Svo bratt er strætið að ókunnugum verður ekki um sel að hugsa til þess að aka þar um í hálku, og við þau skilyrði reyna aðgætnir heimamenn að velja sér aðrar leiðir ef þeir eiga erindi upp á Brekku eins og það er kallað á Akureyri. Beggja megin götunnar standa allmörg hús sem um árabil hafa hýst margvíslega starfsemi Kaupfé- lags Eyfirðinga. Af því að hér er sagt frá aðstæðum í byggðarlagi þar sem áttir skipta verulegu máli í málfari, þá er rétt að byija neðst í gilinu og segja: sunnan götunnar við þær ffægu kirkjutröppur sem margir nota sem mælikvarða á heilsu sína og þrek, stendur Hótel KEA, en norðan megin beint á móti eru aðalskrifstofur KEA og vöruhús. Bæði eru þessi hús raun- ar skráð við Hafnarstræti og er því vísast að fara varlegal fúllyrðing- ar um staðfest upphaf eða austur- enda Grófargils, hafandi ekki leit- að staðfestingar sér fróðari manna þar um. I öðrum húsum í gilinu var margvísleg iðnaðarstarfsemi, þar unnu kunnáttumenn vörur úr mjólk eyfirskra bænda, þar átti efnaverksmiðjan Sjöfn sitt aðset- ur, þar hefúr lengi verið gert smjörlíki og er þá fátt nefht af því sem hús þessi hafa vistað í gegn um tíðina. Breyttir tímar En nú eru breyttir tímar. Iðn- aðarhúsin þjóna ekki lengur sín- um tilgangi nema að hluta, starf- semin sem þar var er flutt annað eða á forum; Mjólkursamlagið komið langt upp á Brekku, en Sjöfn út í Þorp. Þó ber þess að geta að brauðgerð KEA er í Gró- fargili og sömuleiðis þvottahúsið Mjöll, einnig í eigu KEA. Þetta fyrirbrigði er alþekkt um allan hinn iðnvædda heim. Með breyttri tækni og aukinni fram- leiðslu þarf að reisa hentugra hús- næði undir starfsemina, en í þessu tilviki voru ekki bara húsin orðin of óhentug, brekkan og þrengslin utan húss geta ekki kallast heppi- leg fyrir aðdrætti hráefna eða út- keyrslu fullunninnar vöru. Við þessar breyttu aðstæður hafa fæðst hugmyndir um að gefa húsunum nýtt hlutverk og breyta Grófargili í Listagil. Bæjarstjóm Akureyrar setti á laggimar nefnd manna þann 3. ágúst síðastliðin. Fól bæjarstjóm nefndinni að at- huga möguleika á að nýta iðnað- arhúsin undir listastarfsemi. Rétt fyrir jólin skilaði nefndin af sér og er hér stuðst við greinargerð hennar til viðbótar því máli sem myndimar tala. I greinargerðinni segir meðal annars: „Hugmyndin um að gerbreyta hlutverki og yfirbragði Grófargils er ekki ný af nálinni. Henni mun fyrst hafa verið hreyft fyrir rúm- um íjórum ámm, á málþingi um menningarmál í nóvember 1986. Þetta eru byggingarnar að sunnanverðu I Gilinu... ... og þessar eru norðanmegin. Myndlistarskólinn er í efsta húsinu. Á bak við það hafa myndlistarmennirnir Guðmundur Ármann og Helgi Vilberg komið sér upp vinnustofum. Þessi teikning eftir Guðmund Ármann Sigurjónsson mynd listarmann á Akureyri birtist í Norðurlandi 30. apríl 1990. texta með myndinni skrifaði Guðmundur m.a.: „Væri ekki stórkostlegt að glæða Grófargilið nýju lífi, mála og gera við húsin, jafnvel byggja ofan á þau. Breikka mætti gangstéttarnar, hafa aðeins einstefnu niðurgilið, enn betra væri að framlengja göngugötuna upp gilið að Eyrarlands- vegi, planta trjám, setja niður bekki og jafnvel borð og selja kaffi og kleinur. Þetta gæti orðið París norðursins. Þarna væri hægt að hafa vinnustofur og ýmiskonar handverk- stæði, litlar verslanir sem seldu vandaða handunna muni úr (slenskri ull, birki, beinum, silfri og gulli, gleri og leir...“ Hann tiltók einnig myndlistarskóla; tónlistarskóla, listasafn og sýningarsali fyrr utan annað og lauk textanum á þess- um orðum: „Er vilji kannski allt sem þarf.“ Fullyrða má að þessi mynd Guðmundar hafi vakið almenn- an skilning á þv( meðal bæjarbúa að Listagilið gæti orðiö raunhæfur möguleiki. Þessi umræða komst á nýtt stig, þegar ljóst var að Kaupfélag Ey- firðinga myndi flytja því sem næst alla starfsemi sína úr Gró- fargili. Endurbygging iðnaðar- húss Sjafnar, þar sem nú er Mynd- listarskólinn á Akureyri, og fram- kvæmdir í bakhúsi þar sem nú eru vinnustofúr myndlistarmanna, hafa gefið þessum hugmyndum byr undir báða vængi. Sú hugmynd að reisa í Gró- fargili miðstöð lista og menningar á sér margar fyrirmyndir frá ná- lægum löndum. Þar eins og hér hafa menn orðið að gera það upp við sig, hvað gera ætti við gamlar og oft reisulegar byggingar i mið- bæ, sem lokið hafa sínu fyrra hlutverki. Niðurstaðan hefur í mörgum tilfellum orðið sú, að nýta þær undir menningarstarf- semi, í takt við nýja tíma. Þar kemur bæði til sú almenna til- hneiging á Vesturlöndum um þessar mundir, að veita meira fé til menningar og iista annars veg- ar, og sú viðleitni hins vegar að veita nýju lífi í miðbæjarhluta, sem hafa látið verulega á sjá vegna breyttra aðstæðna. Með uppbyggingu af þessu tagi er í reynd stuðlað að upp- gangi ýmissa fyrirtækja í verslun og þjónustu. Er það ekki aðeins vegna þess aðdráttarafls, sem slíkar menningarmiðstöðvar hafa, fyrir þá sem búa í nánasta um- hverfi. Þær öiya einnig ferða- mannastraum. í þessu sambandi skiptir heildarfrágangur svæðis- ins og yfirbragð allt miklu máli. Það var í ljósi ffamangreindra hugmynda, sem nefndin kannaði möguleika á að nýta húsin í Gró- fargili undir þá menningar- og listastarfsemi, sem nú býr við þröngan kost á Akureyri.“ Tónlist og myndlist Nefndin hefur einkum haft að leiðarljósi að koma til móts við þarfir myndlistarmanna fyrir sýn- ingarsal, að koma upp listasafni og innrétta fjölnotasal, þar sem halda mætti tónleika, fyrirlestra og minni leiksýningar. Þá hefúr nefndin einnig lagt áherslu á að komið yrði upp húsnæði fyrir þá sem stunda ýmiss konar listmuna- gerð. Helstu kostir þess að efla slika starfsemi í þessum bæjar- hluta eru eftirfarandi: Grófargil er mjög miðsvæðis í bænum, raunar hluti af miðbæ ——— H- Akureyrar, eins og miðbæjar- skipulag sýnir. í gilinu er nú blönduð starfsemi. Annars vegar er þar iðnaður, sem er rekinn við erfið skilyrði og þröng, og er af ýmsum ástæðum víkjandi. Hins vegar hefur Myndlistarskólinn á Akureyri haslað sér völl efst í gil- inu, auk þess sem tveir af starfs- mönnum skólans hafa innréttað sér vinnustofur í bakhúsi við Myndlistarskólann. I mynni Grófargils er Hótel KEA og veitingastaðir. Gilið er staður sem bæjarbúar og ferða- menn komast ekki hjá að fara um, enda er það tengiliður milli mið- bæjar og Brekku. Þar er mjög skýlt, en jafnframt er þar allmikil umferð. Er gilið raunar eini stað- urinn í bænum, þar sem vart verð- ur mengunar af völdum umferðar. í Grófargili eru stórar og áber- andi byggingar, sumar mjög stíl- hreinar og glæsilegar. Má þar einkum nefna Samlagið. Bygg- ingamar sunnan götunnar, Kaup- vangsstræti 23 og 25, eru í svip- uðum stíl. Ketilhúsið er sérkenni- leg bygging, sem stingur þó ekki í stúf við aðrar byggingar í Gró- fargili og býður upp á talsverða nýtingarmöguleika. Yfir Grófargili drottna miklar byggingar og áberandi. Má þar nefna Akureyrarkirkju, Bama- skóla Akureyrar og Frimúrara- húsið, Sundlaug Akureyrar og Gagnfræðaskólann. I sínu núver- andi ástandi er Grófargil dmnga- legur staður, sem varpar skugga á nánasta umhverfi. Reisulegar byggingar í gilinu, svo sem Sam- lagið, njóta sín ekki. Ef vel tækist til yrði endumýj- un húsa í Grófargili til þess að stórbæta yfirbragð miðbæjarins og veita nýju lífi í deyjandi hverfi. Listasafn Norðurlands Með fundarhöldum með ýms- um áhugamönnum um menning- armál á Akureyri og með viðræð- um við fjölda einstaklinga hafa eftirfarandi hugmyndir mótast hjá nefndinni: 1. I austurenda Samlagsins yrðu tvær neðstu hæðimar (kjall- ari og jarðhæð) sameinaðar í einn 347 m2 sýningarsal. Að öðm leyti yrði kjallari hússins, sem er á tveimur hæðum, nýttur undir geymslur. Þörf fyrir sýningarsal fyrir myndlist er mjög brýn á Akureyri. Þeir, sem sinna myndlistarmálum hér í bæ, hafa um margra ára skeið kvartað sáran yfir aðstöðu- leysi. Með sýningarsal í Samlag- inu, skapast mjög góð sýningar- aðstaða fyrir myndlistarmenn, og bæjarbúum gefst kostur á að kynnast við bestu aðstæður ís- lenskri og erlendri myndlist. 2. A fyrstu hæð Samlagsins yrði komið fyrir þremur sölum, samtals um 500 m2 að stærð. I þeim yrði listasafn Norðurlands. Safnið hefði þríþættu hlutverki að gegna. I fyrsta lagi yrði þar varð- veitt listaverkasafn Akureyrar- bæjar. I öðru lagi yrðu þar sýning- ar í samvinnu við Listasafri Is- lands. I þriðja lagi mundi safnið leitast við að skapa sér sérstöðu á ákveðnu listasviði, sem ynni því sérstakan sess meðal íslenskra listasafna. Síðast talda atriðið krefst þess að um starfsemi lista- safnsins verði mótuð skýr stefna í upphafi. Slíkt safn gegndi ómetanlegu fræðslu- og menningarhlutverki fyrir héraðsbúa, Myndlistarskól- ann og aðrar menntastofnanir á Akureyri. Auk þess gæti safn af þessu tagi haft mjög sterkt að- dráttarafl fyrir ferðamenn og orð- ið er tímar líða ein af merkilegri menningarstofnunum bæjarins. 3. Efsta hæð Samlagsins, um 750 m2 að stærð, þar sem eru rúmgóðir bjartir salir og hátt til lofts, verður væntanlega ekki laus til ráðstöfunar á næstunni. Er þvi gott tóm til að finna henni hlut- verk. Þar er raunar mjög glæsilegt rými fyrir hvers konar sýningar eða safnastarfsemi, og er mikils virði að eiga slíka framtíðar- möguleika. 4. Ketilhús yrði innréttað sem fjölnotasalur. Þar yrði gert ráð fyrir anddyri og snyrtingum á neðri hæð ásamt aðstöðu fyrir listamenn. A efri hæð yrði saíur- inn, og getur hann tekið 230-250 manns í sæti. 1 salnum er gert ráð fyrir sléttu gólfi með upphækkun syðst og sviði nyrst. Lofthæð í salnum er mjög góð. Að áliti arki- tekts, sem er sérfræðingur í hljómburði, má gera ráð fyrir að hljómburður í húsinu sé góður og ráðstafanir til að tryggja hann til- tölulega ódýrar. I viðbyggingu yrði stigahús og lyfta, ásamt geymslu. Þörf fyrir slíkan sal virðist vera mikil. Hann myndi nýtast Tónlistarskólanum mjög vel til æfinga. Ennfremur hentar hann vel fyrir þær mörgu hljómsveitir og kóra, sem starfa í bænum. Sama gildir um tónleika af öðru tagi. Bent hefúr verið á að slíkur salur hentaði vel leikhópum sem starfa í nálægum sveitarfélögum og ekki hafa hafl í neitt hús að venda á Akureyri yfir vetrartím- ann, þegar leikhúsið er upptekið. Loks gæti salur af þessari stærð nýst vel fyrir ráðstefnur, fyrir- lestra og fundi. Staðsetning fjölnotasalar í miðbæ Akureyrar hefur ótvíræða kosti. Með slíkum sal væri komin miðstöð fyrir þá tegund tónleika, sem er langalgengust hér í bæ. Ætla má að húsið yrði í stöðugri notkun. 5. Smjörlíkisgerð og Flóra yrðu gerð að verkstæðum og sölu- svæði fyrir list- og handverks- muni og minjagripaframleiðslu. Það yrði hlutverk bæjarins að gera húsin upp að utan. Síðan er gert ráð fyrir, að þeim, sem áhuga hafa á að nota sér aðstöðuna, verði leigt þar húsrými. Leigutak- ar munu sjá sjálfir um allar inn- réttingar. Gert er ráð fyrir að bæði einstaklingar og félagasamtök geti nýtt sér þessa aðstöðu. I þessum húsum yrði einnig innréttuð ibúð fyrir gestkomandi listamann ásamt vinnustofu. Sú framkvæmd kæmi í hlut bæjarins. Það er mikilvægt, að mati nefndarinnar, að almenningur eigi greiða leið að þeim listmuna- markaði, sem hér er gert ráð fyrir. Ekki síst er brýnt að tengja starf- semi hans ferðaþjónustu í bæn- um. Við allan frágang húsanna og umhverfis verður að huga sérstak- lega að því að laða að gesti og gangandi. Uppbygging og endumýjun Grófargils er nauðsynleg og verð- ur bænum mikil lyftistöng. Gilið er miðsvæðis og það mun á nokkrum ámm breytast úr dmngalegu iðnaðarhverfi í áhuga- verða og lifandi listamiðstöð, sem lífgar upp á miðbæinn og styrkir verslun og þjónustu þar og í bæn- um í heild. Kostir þess að kaupa umrædd hús em líka fólgnir í því, að fram- kvæmdum má skipta í vel af- markaða áfanga. Gera má einnig ráð fyrir að hægt sé að dreifa greiðslum fyrir húsin á alllangan tíma.“ Hvað vinnst? Áætlað er að kostnaður við breytingar á umræddum húsum yrði nál. 170 milljónir, en þar við bættist kaupverð húsanna sem ekki er vitað hvert verður, en fyrir það fé fæst eftirfarandi að mati nefndarinnar: 1) Lista- og menn- ingarlíf á Akureyri mun stóreflast. 2) Á Akureyri verður ákjósanleg- ur vettvangur fyrir innlenda og er- lenda listviðburði. 3) Aðstaða til listsköpunar og listmunagerðar getur orðið með því besta sem býðst hérlendis. 4) Starfsaðstaða ungra listamanna batnar til muna. 5) Listamiðstöðin í Grófargili mun laða að bænum fjölmarga ferðamenn. 6) Markverður árang- ur mun nást í umhverfismálum, þegar óhijálegt iðnaðarhverfi breytist í lifandi og aðlaðandi at- hafnasvæði. 7) Ákvörðun um að ráðast í þessa framkvæmd hefði mjög örvandi áhrif á bæjarlíf og - brag á tímum óhagstæðrar byggðaþróunar og umdeildra ákvarðana stjómvalda í þeim mál- um nýlega.“ Eins og sjá má af framan- sögðu em hér á ferðinni nýstár- legar og að ýmsu leyti djarflegar hugmyndir. Þröstur Ásmundsson formaður menningarmálanefndar Akureyrar sagði í samtali við Þjóðviljann að um þessar mundir stæðu fyrir samningaviðræður við Kaupfélag Eyfirðinga um kaup á húsunum, og sagðist Þröstur vera bjartsýnn á að samningar tækjust, enda hefði víða komið fram mik- ill áhugi á að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, m.a. á fjölmennu málþingi um síðustu helgi. Skoð- anamunur sem þar kom fram sagði Þröstur hafa staðið um for- gangsröð, þ.e. hvort reisa ætti við- byggingu við Amtsbókasafnið áð- ur. Náist samningar sagðist Þröst- ur reikna með að vinna við breyt- ingar og lagfæringar gætu hafist þegar á þessu ári. hágé. 8.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1991 Laugardagur 16. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.