Þjóðviljinn - 16.02.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.02.1991, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÞINGLYNDI Kosningabarátta og auglýsingabindindi Kosningar eru að nálgast og menn eru farnir að velta fyrir sér ýmsum spurningum sem tengjast sjálfri aðferð kosningabaráttunnar. Svavar Gests- son menntamálaráðherra reifaði þá hugmynd á þingi að réttast væri og skynsamlegast að flokkarn- ir kæmu sér saman um að stilla sig um að búa til út- varps- og sjónvarpsauglýsingar sínum mönnum til framdráttar. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur skrifað öðrum flokkum í sama anda. Röksemdirnar sem fylgja þeirri hugmynd að flokkarnir geri með sér „heiðursmannasamkomulag“ um slíkt auglýsinga- bindindi eru helstar þær, að slíkt auglýsingastríð er feiknalega dýrt og mundi takmarka mjög möguleika flokkanna á að hugsa sér að öðru leyti til pólitísks hreyfings. Þetta er vafalaust rétt. Og hér mætti mörgu við bæta sem styður ofangreindar hugmyndir umaug- lýsingabindindi. Ef flokkar dragast nauðugir viljugir út í að spandera sínu kosningafé í t.d. sjónvarps- auglýsingar, þá eru þeir að gera líf stjórnmálanna lágkúrulegra, forsendur vitlegrar umræðu mun lak- ari en þær hafa þó verið til þessa. í auglýsingastríði flyst athyglin óhjákvæmilega enn lengra frá málefn- um og röksemdum en ella og yfir á persónuleika fárra stjórnmálaforingja, eða öllu heldur: yfir á mat- reiðsluna á þeirra persónu. Stjórnmálabaráttan verður „ímyndarhönnun“ með örfáum slagorðum, sem verða að fela í sér skaðlega einföldun. Allt breytist í einskonar tilbrigði við markaðssetningu á nýrri neysluvöru: VIÐ erum þeir nýju, við erum þeir eldhressu, við erum þeir sem tökum til hendi, við erum þeir sem þorum og þar fram eftir götunum. Fremur innantómt hjal sem að sönnu er þegar haf- ið, en verður í auglýsingastríði allsendis yfirgnæf- andi: heyrist ekki hundsins gelt hvað þá mennsk rödd fyrir þeim látum. Slík þróun yrði liður í því sem kalla mætti „amrík- aniseringu" stjórnmálanna. En þar er ímyndarstríð það sem nú var nefnt komið á svo háskalegt stig, að æ erfiðara verður að fá sæmilegt fólk til að gefa sig að stjórnmálum.í annan stað er ýtt undir þá am- ríkaníseringu að það verður ekki fyrir nema þá sem eiga aðgang að mjög gildum sjóðum að fara í fram- boð og heyja kosningbaráttu. Þingmannsefni og flokkar verða mun háðari þeim sem mikla peninga eiga og þeim sem með forræði fara yfir fyrirtækjum, og þar með háðari hagsmunum þeirra sömu fyrir- tækja en góðu hófi gegnir. Það hefur og spurst, að það sé helst Alþýðu- flokkurinn sem dragi lappir í þessu máli. Með þeim rökum að auglýsingabindindi komi best Sjálfstæð- isflokknum sem getur beint og óbeint beitt fyrir sig miklum blaðakosti - Morgunblaðinu og að sumu leyti DV (DV er náttúrlega ekki flokksblað, en þau viðhorf sem þar svífa yfir vötnum eru skyldust Sjálf- stæðisflokknum eins og allir vita). Það er sann- leikskjarni í slíkri ábendingu. En hitt er vafalaust, að sjónvarpsauglýsingastríð vegur ekki upp þann mun sem er á forréttindastöðu Sjálfstæðisflokksins í landinu og þar með í fjölmiðlum. Og um leið skal ít- rekað að margnefnt auglýsingaflóð hefur það margar neikvæðar afleiðingar í för með sér að meðmæli með því hljóta að verða léttvæg. Ljósvak- auglýsingar í kosningaslag eru blátt áfram skref í ranga átt. ÁB. Hverju á ég nú að ljúga . að honum? Hefur þú nokkuð heyrt að Davíð ætli fram gegn mér? Á Myndir: Kristinn Eigum við ekki að bæta því inn í þingsályktunina um Litháen að pólitískir flóttamenn frá íslandi tai þar hæli. ÞJOÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdls Ellertsdóttír, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Saevar Guðbjömsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigríður Siguröardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiðstustjóri: Hrefna Magnúsdóttir: Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvtk. Simi: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Öddi hf. Verö i iausasölu: 100 kr. Nýtt Heigarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.