Þjóðviljinn - 01.03.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Blaðsíða 5
T71 áT^k C* HT1T T¥\ A áT^ CT* T71TT ~Wp TmTTTI JH JL U ÖAljof jLCJirf JL T lJtv Faxaskiól Megn óánægja með dælustöð Ráðist í framkvæmdir án samráðs við íbúa. Óttast er að stöðin skyggi á útsýnið og leiði til verðfalls á fasteignum egn óánægja er meða) íbúa við Faxaskjól vegna fyrirhugaðrar byggingar skolp- dælustöðvar sem þar á að rísa í haust. Telja margir að dælu- stöðin muni skyggja á útsýni þeirra út á Skerjafjörðinn og Íeiða til verðfalls á fasteignum. Ekkert samráð var hafi við ibúana áður en byijað var síðast- liðið sumar að sprengja íyrir rör- um dælustöðvarinnar og fylgdi því töluvert ónæði fyrir íbúana. Sumir þeirra halda því fram að þessar framkvæmdir hafi valdið skemmdum á nærliggjandi hús- um og meðal annars orsakað ótímabærar sprungur í þeim. í óveðrinu á dögunum urðu nokkrir íbúðaeigendur varir við leka í húsum sínum sem ekki hafði ver- ið áður og vilja meina að það sé vegna framkvæmdanna frá því í sumar. Norðurlandaráð Norræn menningar- hátíð í Reykjavík? Garðar Guðjónsson, Kaupmannahöfn: Svavar Gestsson mennta- málaráðherra viðraði þá hug- mynd á fundi menntamálaráð- herra Norðurlanda í gær að norræn menningarhátíð verði haldin í Reykjavík á næsta ári. Hátíðinni hefur ekki verið val- inn staður, en Svavar sagði við Þjóðviljann í gær að hugmynd hans hefði fengið góðar viðtökur hjá menntamálaráðherrum hinna Norðurlandanna. Fari svo að há- tíðin verði haldin í Reykjavík, má búast við að hún verði haldin i tengslum við Listahátíð. Að sögn Ólafs J. Briem skipa- verkfræðings og ibúðareiganda við Faxaskjól funduðu íbúamir í vikunni um málið. Þar kom fram að íbúamir áskilja sér skaðabóta- rétt á hendur borginni ef frekari framkvæmdir þama orsaka fleiri skemmdir á húsum þeirra. Ólafur sagði þó að erfitt væri að alhæfa um það hvort sprengingamar frá því í sumar hafi leitt til skemmda á húsunum eða ekki. Hinsvegar hefðu íbúamir farið þess á leit við borgina hvort ekki væri hægt að hafa dælustöðina neðanjarðar. Ól- afur sagði að íbúamir kysu auð- vitað helst að þurfa ekki að hafa stöðina í næsta nágrenni við sig ef þess væri nokkur kostur. A fyrir- huguðum byggingarstað er grænt svæði og leiksvæði krakka og unglinga sem trúlega mun hverfa þegar dælustöðin verður reist. Eftir borgarafundinn var ákveðið að fylgjast náið með framvindu málsins í borgarkerf- inu, en embætti borgarverkfræð- ings hefur til skoðunar þær at- hugasemdir sem íbúamir hafa komið á ffamfæri. -grh Steinsteyptu rörin við Faxaskjól blða þess að framkvæmdir hefjist að nýju við byggingu skolpdælustöðvarinnar, íbúum til sárrar armæðu. Eins og margir aðrir höfuðborgarbúar þekkja af eigin raun I samskiptum við borgaryfirvöld, var byrjað að grafa og sprengja í fyrrasumar án þess að samráð væri haft við íbúana. Mynd: Jim Smarf. Grunnskólinn Málsverðir á þremur árum Ragnar Amalds: Fagnaðarefni flestra sem íjalla um skólamál að nemendur eigi rétt á málsverði á skólatíma agt er til í breytingatillög- um meirihluta mennta- málanefndar Neðri deildar við frumvarp menntamálaráð- herra til laga um grunnskóla að nemendur í grunnskólum eigi rétt á málsverði á skólatíma og að því marki verði náð á þrem- ur árum. I nefndarliti sem formaður nefndarinnar Ragnar Arnalds mælti fyrir á þriðjudag segir að flestum beri saman um nauðsyn þess að böm og unglingar eigi greiðan aðgang að hollri fæðu í grunnskólum. Vegna breyttra að- stæðna á heimilum og í atvinnu- lífinu verða skólar að einhveiju marki að taka á sig þennan hluta umönnunar bama, segir í álitinu. Ragnar sagði að þetta væru talsverð tíðindi og fagnaðarefni fyrir flesta þá sem fjallað hafa um skólamál á liðnum árum. Hann sagði að útfærslan á þessu yrði að miðast við aðstæður á hveijum stað íyrir sig. Hann sagði að nefndin hefði ekki talið rétt að Norðurlandaráð Opnað fyrir áheyrnarfulltrúa gera tillögur um þetta í smáatrið- um, heldur er ætlast til þess að samstarfsnefnd ríkis og sveitarfé- laga útfæri þetta nánar. Vegna mismunandi aðstæðna sagði Ragnar að ekki hefði verið hægt að gera kostnaðaráætlun vegna þessa. Tvö minnihlutaálit komu frá nefndinni, en ekki var mælt fyrir þeim, heldur umræðu frestað þar sem minnihlutinn taldi óeðlilegt að Svavar Gestsson menntamála- ráðherra væri ekki viðstaddur umræðuna. En í nefndarálitum kemur fram að Sjálfstæðismenn í nefnd- inni vilja vísa málinu til rikis- stjómarinnar og hafa þeir margt við frumvarpið að athuga, t.d telja þeir að í frumvarpinu felist ekki valddreifmg sem þó er yfirlýst stefna þess. Kvennalistinn styður hinsvegar frumvarpið þó flokkur- inn vilji ganga lengra í breyting- um en frumvarpið. Helstu ákvæði frumvarpsins kveða m.a. á um að á tiu árum verði komið á einsetnum skóla hér á landi. Að á næstu þremur ár- um lengist skóladagur 1.-3. bekkjar i 25 stundir á viku úr 22 og að sjö stunda heildstæður skóladagur allra grunnskólanema komi til framkvæmda á næstu tíu árum. í máli Ragnars kom fram að kostnaðarauki vegna þessa og ýmissa annarra atriða væri sam- tals 210 miljónir króna sem dreifðust á fimm ára tímabil. -gpm Garðar Guðjónsson.Kaupmannahöfn: Fulltrúar þjóðþinga Norður- Ianda geta í framtíðinni fengið stöðu áheyrnarfulltrúa á þingum Norðurlandaráðs. Það þýðir að þeir geta fylgst með fundum á þinginu, en það er undir forsætisnefndinni komið hverju sinni hvort gestirnir fá málfrelsi. Þetta þýðir að til að mynda fulltrúar þjóðþinga Eystrasaltsríkjanna geta komið til þingsins á næsta ári sem áheyrnarfulltrúar, en ekki sem gestir eins og nú. Þetta er ein af breytingunum sem ákveðið hefur verið að gera á starfsháttum Norðurlandaráðs, en þessar breytingar kalla á breyt- ingar á Helsinki- samkomulaginu og slíkar breytingar eru háðar samþykki ríkisstjóma landanna. A þinginu í Kaupmannahöfn hafa verið skiptar skoðanir um hvemig Norðurlandaráð eigi í framtíðinni að haga sambandi Askrifendur! Zl skrifendur sem greiða áskriftargjald sitt með ávísunum eru að gefnu tilefni vinsamlega beðnir um að stíla þær á Þjóðviljann, en ekki handhafa. Þá er minnt á að hægt er að greiða áskriftargjaldið með greiðslukortum, VISA, EURO og SAMKORTI. Þeir sem vilja fara þá leið, vinsamlegast snúi sér til afgreiðslu blaðsins. sínu við Eystrasaltsríkin. Lagt var til að ríkjunum þremur yrði veitt full aðild að ráðinu, en þeirri hug- mynd var hafnað. Aðrir voru þeirrar skoðunar að veita ætti Eistlandi, Lettlandi og Litháen fasta stöðu áheymariúlltrúa, en samþykkt þingsins felur það ekki í sér. Þess í stað er gert ráð fyrir að forsætisnefnd þingsins taki ákvörðun um boð til utanaðkom- andi hverju sinni. Þingið hefur einnig samþykkt að nú skuli vera mögulegt að boða til þings oftar en einu sinni á ári og jafnframt að fulltrúum Norðurlandaráðs æskunnar verði gert kleift að gera grein íyrir sjón- armiðum sínum á þingum Norð- urlandaráðs. Norðurlandaráð æskunnar kemur saman dagana fyrir þing Norðurlandaráðs og sendir frá sér ályktun. Föstudagur 1. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 5 þJÓÐVIUINN Blaðamenn Þjóðviljanii vantar blaðamenn. Annars vegar er um að ræða fastar stöður, en hins vegar sumarafleysingar. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist framkvæmda- stjóra blaðsins fyrir 10. mars n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.