Þjóðviljinn - 01.03.1991, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Qupperneq 7
 '•áP' ---- Irakar gefast upp fyrir bandarískum landgönguliðum ( Kúvæt - „bardagi allra bardaga" varð að „uppgjöf allra uppgjafa". Ekki lengur svæðisbundid stórveldi r E. t.v. um 200.000 menn af her Iraks eru fallnir, særðir eða teknir til fanga ogþeir sem eftir standa eru skipulagslaus, vopnafár múgur Lýðveldisvarðliðinu, I best i þjálfaða og vopnaða og að flestra dómi kjarkmesta hluta íraska hersins, var sundrað í fyrrakvöld og þar með var suð- urher íraka, sem fyrir fimm dögum taldi að líkindum nokk- uð yfir hálfa miljón manna, bú- inn að vera. Her þessi skiptist í 42 her- deildir og i gær héldu bandamenn þvi fram að engin þeirra væri bar- dagafær lengur. Bandamenn segjast hafa eyði- lagt og hertekið hátt á fjórða þús- und íraska skriðdreka, af um 4200 sem Irakar höfðu í Kúvæt og Suð- ur- Irak. A sömu lund hefúr farið um annan þungavopnabúnað ír- aka. Mestur hluti skriðdreka og annarra þungavopna í eigu íraks var í Kúvæt og Suður-írak. Irakar hafa sjálfir engar tölur gefið upp um manntjón hers síns. Saúdiarabískir herforingjar giska á að það sé 85.000-100.000 falln- ir og særðir. Jean-Louis Dufour, franskur sérfræðingur um hermál og Austurlönd nær, telur að um 150.000 írakar hafi verið drepnirjí stríðinu, en vera má að óbreyttjr borgarar séu þar innifaldir. Bandamenn segjast hafa tekið yfir 80.000 stríðsfanga og hefúr eitt af sérkennum stríðs þessa ver- ið að þeir sigruðu hafa verið fús- ari til að láta taka sig til fanga en sigurvegaramir áð taka við þeim sem föngum. Komið hefur fyrir að íraskir herrrienn hafa reynt með uppréttum höndum að gefast upp fyrir flugmannslausum flug- vélum fjarstýrðum. Fleiri fanga hafa bandamenn ekki hugsað sér að taka. Lið það íraskt, sem enn er uppistandandi í herkvínni, er nú hungraður múgur á ringulreið. Hermenn þessir fá að fara úr herkvínni og jafnvel taka eitthvað af vopnum sínum með sér, varla þó mikið. I stríðsbyijun var talið að í Ir- aksher væm um 900.000 manns, auk fjölmenns alþýðuvarðliðs sem hvorki mun hafa verið vel þjálfað né vopnað. Sá hluti hers- ins, sem ekki var sendur í stríðið, mun hafa hafl heldur fátt þunga- vppna. Að öllu þessu athuguðu má gera ráð fyrir að írak muni ekki á næstunni bera höfúð og herðar yfir grannríki sín sem her- veldi. Bandamenn segjast hafa misst fallna í stríðinu öllu tæplega 150 manns, þar af um 60 í bardögum á landi, og er það samkvæmt síð- ustu tölum frá þeim um þetta. Em þess vart dæmi fyrr að einn her hafi sloppið svo vel frá stríði, miðað við umfang og timalengd hemaðaraðgerða og stærð og vopnabúnað andstæðings. Bandamenn em að vonum hressir yfir þessari útkomu og hafa óspart í frammi háð og spott um Saddam, segja að úr „bardaga allra bardaga“, eins og írakar kölluðu stríðið, hafi orðið „und- anhald allra undanhalda" og „uppgjöf allra uppgjafa“. Saddam ber sig fúrðanlega, þannig sagði Bagdaðútvarpið í gær að írak hefði með frammistöðu sinni í stríðinu orðið þriðja heiminum „fyrirmynd um staðfestu" og vak- ið athygii á Palestínumálinu og „kröfúnni um réttláta skiptingu auðs araba“. Persaflóasvæði Stríðið á enda George Bush, Bandaríkja- forseti, lýsti í fyrrinótt yfir vopnahléi í Persaflóastríði fyrir hönd Bandaríkjanna og banda- manna þeirra og tók það gildi af þeirra hálfu kl. fimm í gær- morgun. Hafði Bandaríkja- stjórn þá frétt að íraksstjórn hefði gengist undir samþykktir þær allar 12, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur gert gegn írak frá innrásinni í Kú- væt 2. ágúst. Skömmu síðar tilkynnti íraks- stjóm að hún féllist á vopnahlé fyrir sitt leyti. Eftir er þó að gera formlegan vopnahléssamning. Bandamenn hafa ákveðið að láta af öllum árásum á Iraka, nema því aðeins að þeir ijúfi vopnahléð að fyrra bragði. Ástæður til þess að banda- menn ákváðu að hætta stríðinu munu vera að írak hefúr nú beygt sig fyrir öllum áminnstum sam- þykktum Öryggisráðs og enn frekar að íraski suðurherinn, 550.000- 620.000 manns í stríðs- byijun, er nú gersigraður og mest- ur hluti þungavopna Iraks eyði- lagður. Hernámssaga Kúvæts Frásagnir landsmanna: Irakar myrtu fólk og fluttu nauðugt úr landi íþúsundatali, pynduðu, rœndu, nauðguðu I spyrnuhreyfingarinnar og útlægir forustumenn þarlendir segja að Irakar hafi á þeim sjö mánuðum, sem þeir hersátu Kúvæt, myrt og flutt íbúa em- írsdæmisins nauðuga til íraks í þúsundatali. Ættingjar fjölda Kúvæta, sem handteknir hafa verið, hafa síðan ekkert af þeim frétt. Af frásögnum Kúvæta, sem þeir eru ósparir á við erlenda fréttamenn, að dæma, hefur íraska hemámið verið ógnaröld af versta tagi fyrir þá. íraski herinn reynd- ist duglítill til stríðs en hann var þeim mun athafnasamari við ill- virki á vamarlausum íbúum hins hertekna lands. Var þar bæði um að ræða manndráp og pyndingar sem heryfirvöld fyrirskipuðu og rán og nauðganir sem vom ein- staklingsframtak hermanna. Er ekki svo að heyra að írösk yfir- völd hafi gert mikið til að stöðva þá hegðun. Seham al-Mutwaa, yfirhjúkr- unarliði við Múbarak-sjúkahúsið í Kúvætborg, sagði að hvem laug- ardag og sunnudag hefðu íraskir hermenn komið þangað með þetta sjö til tíu drepna Kúvæta. Þeir hefðu allir verið á aldrinum 18-35 ára og um einn af hverjum tíu hefði verið ícona. Hann segir íraka hafa hand- tekið og skotið lækni við sjúkra- húsið, af því að hann hefði veitt læknishjálp mönnum í and- spymuhreyfingunni. Dag einn hefði verið komið með 24 ára gamla konu á sjúkrahúsið. Hún sagði að fjórir hermenn hefðu nauðgað henni á meðan aðrir her- menn misþyrmdu eiginmanni hennar, bróður og sextugri tengdamóður hennar. „Þetta var víti, hryllingur,“ sagði al-Mutwaa. „Við vomm eins og rottur, létum eins lítið fara fyrir okkur og við gátum meðan þeir stálu og drápu og nauðguðu." Aþdul Jaber Hussein, kennari, segir íraka hafa gert suma skólana að pyndingastöðvum. Þar hafi þeir, sem gmnaðir voru um að vera í andspymuhreyfingunni eða hafa samúð með henni, verið brenndir með sígarettum og aug- un stungin úr þeim „með fingmm eða öðm.“ Breti, búsettur í Kúvæt og kvæntur palestínskri konu, hefur eftir slökkviliðsmanni, kunningja sínum, að sá hafi séð íraska skrið- dreka skjóta á íbúðarblokk, af því að Iraka hafi gmnað að þar væm andspymumenn. Eftir fyrstu skot- in féll höfuðlaus líkami 10 ára drengs af þaki blokkarinnar niður á götuna. Föstudagur 1. mars 1991 ÞJÓÐVILJINN —SÍÐA7 O HIOiriL B0IP® GLÆSILEIKI GAMLA TÍMANS Föstudags- og laugardagskvöld SÖNOSIÆMWTUIWIN: I5LAJI IU/fTUIIPINlN Undir hattinum eru: Egill ólafsson, Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðarson, Asa Hlín Svavarsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. Haukur Morthens og hljómsveit leika fyrir dansi Matseðill: Forréttur: Brefltir tímar; Sjávarréttasúpa fúll af fiskum hafsins Aðalréttur: Baconfylltur lambainnanlærisvöðvi mcð rauðvinssósu Eítirréttur: Borgardúett; tvær teg. af ís og ferskir ávextir í sykurkörfu Matargestum boðið uppá fordiykk Borðapantanir í síma 11440 Tökum að okkur: Arshátíðir, erftdrykkjur, 'SIPtZ', afmælisveislur og önnur mannamót. = 0=0=0=I^^P=0=0=0i o o o o o o o II a ll o

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.