Þjóðviljinn - 01.03.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Blaðsíða 9
„Hér grípur Árni Bergmann án efa á einhverju áhugaveröasta en jafnframt flóknasta og torleystasta viðfangsefni þeirra, sem koma til meö aö skrifa þá kristnisögu, sem nú stendur til aö semja,“ segir Hjalti Hugason meöal annars. Á síðastliðnu hausti ákvað Alþingi að standa fyrir samningu ritverks um kristni á Is- landi og áhrif hennar á þjóðlíf og menningu í þúsund ár. I lok nóvember sl. stóðu ritstjóm og ritstjóri ritverksins að málþingi, þar sem fjallað var um skipulag þess og uppbyggingu, við- fangsefui og efnistök. Á ráðstefnunni flutti Ámi Bergmann athyglisvert erindi, sem hann valdi yfirskriftina Hugarfarsmenning. Nokkru síðar gerði hann grein fyrir efni þess í Helgarpistli hér í blaðinu undir yfirskriftinni Kristni á íslandi. Hugarfarssaga í erindi sínu lýsti Ámi eftir því, að dýpra yrði kafað í þjóðarsálina, en hingað til hefur verið gert, þegar um íslenskar kirkjusögurann- sóknir er að ræða. Taldi hann forvitnilegast, ef „...skoða mætti trú og trúarhugmyndir fólks á hverjum tíma, segja tíðindi af hugarheimi ein- staklingsins, segja íslenska hugarfarssögu með athygli bundna við allar þær flóknu víxlverkan- ir sem kristnin kom af stað hér á landi". Hér grípur Ámi Bergmann án efa á ein- hverju áhugaverðasta en jafnfTamt flóknasta og torleystasta viðfangsefni þeirra, sem koma til með að skrifa þá kristnisögu, sem nú stendur til að semja. Áhugavert er viðfangsefhið, vegna þess að hingað til hefur athygli fræðimanna einkum beinst að stofnunarsögu kirkjunnar og persónusögu nokkurra kirkju- og trúarleiðtoga þjóðarinnar á hverjum tíma. Að því marki sem innra lífi kirkjunnar hefúr verið gaumur gefinn, hefur athygli einkum beinst að guðsþjónustu hennar og öðru því, sem kalla mætti opinbert helgihald. Torleyst er viðfangsefhið vegna þess, að hér þarf í senn að þróa nýja aðferð og leita nýrra heimilda að því marki, sem slíkt er mögu- legt, en að öðm leyti kanna áður nýttar heimild- ir út frá nýju sjónarhomi. Með þeirri áherslu, sem hér er lögð á hugar- farið, er nálgun sú, sem Ámi mælir með, í ætt við Annála-skólann franska, sem kenndur er við tímaritið Annales d'histoire économique et sociale, sem hóf göngu sína skömmu fyrir 1930. Sú stefna, er þróaðist í kringum þetta tímarit, hefur valdið hvað mestum nýjungum í sagn- fræðirannsóknum á þessari öld. Með áhuga sín- um á tíðindum „af hugarheimi einstaklingsins" víkur Ami þó nokkuð frá þeirri stefnu, þar sem Annála-menn leituðu fremur hins dæmigerða og ópersónulega í hugarheimi manna, þess, sem sameinaði háa og lága, en greindi fremur eitt tímabil eða menningarsvæði ffá öðm. Kaldranaleg þjóö? í erindi sínu freistaði Ámi Bergmann þess að draga upp grófar útlínur að því, sem kalla mætti íslenskt trúarhugarfar. Á málþinginu fór- ust honum orð eitthvað á þessa leið: „En á þessu sviði ráfar ein hugsun sem lengi hefur verið með nokkru lífi. En hún lýtur að því hvort trúar- brögð Islendinga yfirhöfuð séu eitthvað frá- brugðin því sem maður þekkir úr öðrum pláss- um og þá í svona kaldranalegra lagi.“ Nokkru síðar í erindinu varpaði hann því ffam, hvort kalla mætti trúarlíf íslendinga „temprað“ og jafnvel „kaldtemprað". Máli sínu til stuðnings dró hann fram nokkur söguleg dæmi. Benti hann á, að kristnitakan hafi verið blóðsúthell- ingalaus og siðbreytingin gengið friðsamlega fýrir sig, ef frá eru teknar væringar Jóns biskups Árasonar. Þá benti hann á, að í íslenskri sögu væm fá ef nokkur dæmi um trúarlega minni- hlutahópa, er tekið hefðu afstöðu gegn hinni op- inberu trúarkenningu kirkjunnar. í Helgarpistli sínum bætti hann við þeirri sérstöðu okkar ís- lendinga, að hér á landi mddi „spíritisminn, sem þóttist vera vísindi" sér til rúms meðan „and- heitar vakningarhreyfingar" fengu fremur tregar móttökur. Þær höfðu aifur á móti haft víðtæk áhrif á hinum Norðurlöndunum, þar sem spírit- ismi var svo til áhrifalaus nema meðal fámennra hópa. Varpar Ámi fram þeirri spumingu, hvort „það sé að verki í þessari þjóð einhver skýran- leg bólusetning gegn trúarlegri ákefð bæði heitri trúarsannfæringu eða þá ofstopa?" Opin og fjölþætt trúarhugsun? Ég hygg að margir geti fallist á þessa grein- ingu Áma Bergmanns á trúarlegu hugarfari Is- lendinga. Hafa ekki helstu einkenni íslensku þjóðarinnar, þjóðkirkjunnar og jafnvel presta- stéttarinnar löngum verið talin „víðsýni" og „frjálslyndi", hvemig svo sem þau hugtök em skilin eða skýrð? Hér skal þó athygli vakin á þeim veikleiíca greiningarinnar, að hún er of einhliða og sniðgengur ef til vill veigamikil at- riði. Við athugun sína, eins og henni er lýst í Helgarpistli, gengur Ami Bergmann alfarið út frá hinni sálfræðilegu hlið trúarinnar. Líkan hans byggir á því, að trúarleg tilfinning eða inn- lifún þjóðarinnar sé með öðmm og hófstilltari hætti en gerist víða annars staðar. I þessu sam- bandi má hins vegar ekki gleyma, að trúarbrögð einskorðast ekki við sálfræðilega þætti, heldur hafa þau einnig hugmyndafræðilega eða inn- takslega hlið, ef svo má að orði komast. Það er ef til vill ekki síður þar, sem skýringa er að leita á sérstöðu þeirri, er Ami telur gæta varðandi trúarhugmyndir okkar Islendinga gegnum ald- imar. Hér skal með öðrum orðum varpað fram þeirri fúllyrðingu, að einkenni þau á trúarlegu hugarfari hér á landi, er Ámi lýsir sem tempmn, kaldtempmn eða kaldrana felist ekki síður í því, að trúarhugmyndir landsmanna hafi löngum verið opnar og Ijölþættar. Það örlar raunar á þessari hugmynd undir lok pistils Áma Berg- manns hér í Þjóðviljanum, er hann líkir trúar- hugsun landsmanna við „blöndun á staðnum“. Skýrar kom hún þó fram á málþinginu, þegar hann spurði, hvort „óbeit á strangri kenningu" sé skýring þess, að „spíritisminn rann ofan í Is- lendinga og þar með drjúgan hluta kirkjunnar Skýringanna er þá aðeins ekki að leita í þjóðar- sálinni, heldur er þær að finna á hinu hug- myndasögulega sviði. Séu trúarhugmyndir manna opnar, er nýjum kenningum ekíd mætt með gagnrýni, þar sem hugmyndir þær, er fyrir em, hafa ekki forsendur til að þjóna sem skýr og afmörkuð viðmið, og sé trúarheimurinn fjöl- þættur, er auðvelt að bæta nýjum þáttum við, án þess að til vemlegra árekstra komi. - Einu stefn- umar, sem vart er mögulegt að samræma opinni og fjölþættri tniarhugsun, em þær, sem sjálfar em útilokandi, draga upp afdráttarlaus mörk milli réttrar kenningar og rangrar, opinbemnar og villu. Hvaö skýrir aðstæðumar? í áhugaverðum hugleiðingum sínum um trúarlegt hugarfar Íslendinga gerir Ámi Berg- mann tilraun til að skýra helstu einkenni þess. Kaldtempruð eða opin trú? Nokkrar hugleiðingar um trúarhefð lslendinga 'BjtV J J§l ■' sH $ mm f * SSw W * JM||| IPHjiiSr k • v t j eins og bráðið smjör, svo að dæmalaust er í þessum heimshluta“. Með því að trúarhugmyndir séu opnar er hér átt við það, að þær séu ónákvæmt skýr- greindar og fram settar. Er þá ekki aðeins meint, að einstaklingurinn eigi erfitt með að lýsa fyrir öðram, hverju hann trúir, heldur eigi hann jafn- vel torvelt með að gera sér skýra grein fýrir því sjálfur. Með því að segja trúarhugmyndir fjöl- þættar er aftur á móti átt við, að einstakar hug- myndir eða hugmyndakerfi séu sótt til mismun- andi stefna og strauma innan og jafhvel utan kristninnar og þau látin lifa og þróast hvert við annars hlið, án þess að tilraun sé gerð til að fella þau í rökræna eða samstæðilega heild. Þegar því hefúr verið varpað fram, að trúarhugmyndir Is- lendinga hafi ef til vill löngum einkennst af því öðm fremur að þær væm opnar og fjölþættar, skal það aðeins tekið fram, að ekki ber að líta á þetta sem sérstakt þjóðareinkenni. Þvert á móti virðast aðstæður af þessu tagi víða hafa verið ríkjandi meðal alþýðustétta áður fýrr. Aður en lengra er haldið, skal þess getið, að allar hliðar átrúnaðar em nátengdar. Af þeim sökum hafa þau einkenni á trúarlegri hug- myndafræði íslendinga, sem ég hér hefi gert skóna, bein sálfræðileg áhrif í líkingu við þau, sem Ámi Bergmann gerði svo ágæta grein fyrir. Beitir hann þar fjölþættu skýringarlíkani eins og skynsamlegt er eðli málsins samkvæmt. í fyrstu virðist hann ýja að því, hvort skýringin geti fal- ist í því, að kristni hafi aldrei að fullu byggt út þeim trúarbrögðum, er hér yom fýrir, og þjóðin þar með aldrei tekið einhlíta trúarlega afstöðu. Þá bendir hann á þá félagsfræðilegu eða lýð- fræðilegu skýringu, sem lengi hefúr verið látin nægja á því, að hér hafi vakningahreyfingar til dæmis aldrei gert vart við sig, hvort sem þær fólu í sér rétta trú eða villu. Er hér átt við strjál- býli landsins og skortinn á þéttbýlisstöðum. Trúarlegar fjöldahreyfmgar hafa nefnilega und- antekningalítið komið upp í borgum og breiðst þaðan til fámennari plássa. Loks dregur hann fram sálfræðilega skýringartilgátu, sem meðal annars mætti rekja til A. H. Maslows og fleiri fræðimanna í þeirri grein, er kennt hafa að margháttaðar þarfir mannsins séu bundnar því lögmáli, að hann verði fýrst að fá fúllnægt hin- um líkamlegu þörfum sínum, til að mynda satt hungur sitt, áður en hann geti með réttu fúndið til og svalað hinum andlegu þörfum. Hér mundu margir ef til vill vilja bæta einni skýringu við, sem sé þeirri, að íslenskt umhverfi og náttúra hafi mótað trúarhugsun íslendinga með sérstökum hætti. Verður þess sjónarmiðs oft vart í hinni almennu umræðu. Þess gætir þó ekki í hugleiðingum Ama Bergmanns, ef frá em tekin greiningarhugtök hans, „tempraður" og „kaldtempraður“, sem sótt em til veðurfars- fræðinnar og skírskota til þess loftslagsbeltis, sem landið Iiggur á. Verður þessi skýring ekki rædd hér frekar, enda hlýtur samband hugar- heims og náttúrafars að vera með það flóknum hætti, að vart verður böndum á komið. Hafi sú skoðun, sem ég hefi gert mig að talsmanni fýrir, við rök að styðjast, það er að trúarlegt hugarfar þjóðarinnar hafi ekki fýrst og fremst mótast af sálfræðilegum atriðum, heldur hugmyndafræðilegum, er ljóst, að skýringanna á hinum opnu og fjölþættu trúarhugmyndum verður að leita á hinu hugmyndasögulega eða guðfræðisögulega sviði. Hér skal tilraun gerð til að benda á nokkur atriði, er bent gætu til að þró- un mála á því sviði gæti einmitt skýrt ofan- greindar aðstæður. I fýrstu skal á það bent, að mikilvæg trúar- leg straumhvörf i sögu þjóðarinnar hafa gengið yfir án langvarandi eða harðsnúinna, kenningar- legra átaka í landinu sjálfu. Hér mundi Ieiða of langt að vísa til kristnitökunnar til að skýra að- stæður á síðari öldum. Skal enda látið nægja að benda á siðbreytinguna. Hér á landi komst sið- breytingin einkum á fýrir tilstilli konungs og með atbeina fámenns menntamannahóps. I Skálholtsbiskupsdæmi varð þróunin öll með friðsamlegum hætti við biskupaskipti, þar sem síðasti kaþólski biskupinn, Ögmundur Pálsson, réð gangi mála með afsögn sinni og vali eftir- manns síns. Andstaðan var meiri norðanlands og á ýmsu gekk um samskipti biskupsdæmanna tveggja á tímabilinu 1540-1550, meðan hvort biskupsdæmið tilheyrði sinni kirkjudeild. Þótt spennu gætti á fjölmörgum sviðum kirkjumál- anna stóð baráttan raunvemlega aldrei á hinu guðfræðilega plani. Hér urðu til að mynda eng- in þau rit til á þessum tíma, er yrðu formlega eða óformlega hluti af kenningararfi kirkjunnar og játningargrundvelli. Sama má raunar segja um flest meiri eða minni straumhvörf síðar. Is- lensk, evangelísk guðfræði varð því ekki til við það, að andstæðar kirkjudeildarlegar fylkingar hafi tekist á með fræðilegum rökum. Þar sem guðfræðihefðin mótaðist af átökum á siðbreyt- ingatímanum hafði „pólemíkin" aftur á móti víðtæk áhrif á trúarlega hugsun og umræðu manna, Iöngu eftir að tími átakanna var strangt tekið liðinn. Þá skiptir það án efa miklu varðandi mótun trúarlegs hugarfars á íslandi, að eflir friðsam- legt siðbreytingartímabil í guðfræðisögulegu tilliti, tók lútherski rétttrúnaðurinn við hér á landi, eins og annars staðar, þar sem siðbreyt- ingin mddi sér til rúms. Kirkjuleiðtogar, er þeirri stefnu fýlgdu, lögðu mesta áherslu á að innræta fólki rétta trú, það er hreina og ómeng- aða lútherska kenningu. Af þeim sökum reyndi um margt meira á skilninginn og hina vitsmuna- legu hlið trúarinnar en trúartilfinninguna. Þess ber þó að gæta, að hér á landi mótuðu Hallgrím- ur Pétursson og Jón Vídalín hugi fólks meir en nokkrir aðrir á þessu tímabili. Hjá báðum gætir meiri áherslu á hinar einstaklingslegu og tilfinn- ingalegu hliðar kristinnar trúar en gerðist meðal rétttrúnaðarmanna almennt. Eftir rétttrúnaðar- tímann gerðu síðan hægfara stefnur innan upp- lýsingarguðffæði vart við sig hér á landi um nokkurt skeið. í þeim fólst aukin áhersla á ein- ingu trúar og skynsemi, opinbemnar og al- mennrar þekkingar. Með rómantísku stefnunni, er kom i kjölfar upplýsingarinnar, kom svokall- aður nýrétttrúnaður ffarn á sjónarsviðið. Hann líktist um sumt rétttrúnaði tímabilsins eftir sið- breytingu, en veitti þó aukið svigrúm fýrir per- sónulega trúartilfinningu. Var þessi stefna við lýði, þar til straumar aldamótaguðfræðinnar tóku við með stTangri sögulegri gagnrýni sem viðmiði í trúfræðilegum efnum. Píetisminn og aðrar guðfræðistefnur, er áherslu lögðu á trúar- lega tilfinningu, innsæi og sannfæringu einstak- lingsins mddu sér hins vegar aldrei til rúms hér- lendis. Liggja þar að líkindum félagslegar ástæður að baki, meðal annars sú, að hér á landi vom borgara- eða miðstéttir ekki til staðar, en innan þeirra náði píetisminn mestri útbreiðslu á erlendn gmnd. Á tímabilinu eftir siðbreytingu hefúr guð- fræðihefð landsmanna þannig því nær alfarið mótast af stefnum, sem fremur hafa lagt rækt við kunnáttu, skilning og skynsemi en persónu- lega trúartilfinningu. Kann það að valda miklu um mótun hins trúarlega hugarfars í líka vem og Ámi Bergmann gerir ráð fyrir. Skýringartilgát- an er hins vegar alfarið guðffæðisögulegs eðlis. ¥ Höfundur er doktor í kirkjusögu, ritstiórí fyrir sögu krístni á lslandi í 1000 ár og starfandi rektor Kennaraháskóla Islands Hjalti Hugason Föstudagur 1. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.