Þjóðviljinn - 01.03.1991, Side 10
I svitabaAi í fitubrennsluttma hjá Ásu. Lyfta hnjánum og bíta á jaxlinn; eftir á llður manni svo vel. Myndir: Kristinn.
Lóð,
sviti
og
tár
Hoppað, pumpað, puð-
að og skoppað í for-
varna- og endurhæfing-
arstöðinni Mætti
Salurinn er troðfullur af
sveittum líkömum í öllum
mögulegum stærðum og
gerðum. Blaðamaður mætir
á nýjum íþróttaskóm, í níð-
þröngum hnébuxum með
svitaband um ennið, eins og
dansarar í sjónvarpsþáttun-
um Á framabraut, í von um
nýjan og stórbættan kropp.
Alls staðar eru karlar og
konur að pumpa og puða. Eld-
hress, ungur maður leiðir
blaðamann í allan sannleikann
um tækin og tólin sem auka
eiga þrek og bæta geð. Klukkan
er að nálgast kvöldmat og
skrifstofublækumar, kennar-
amir, sjoppustelpumar og
Sóknarkonumar em mætt á
staðinn í sama tilgangi og und-
irrituð; öll viljum við öðlast ei-
lífa æsku og létta ganginn upp á
aðra hæð.
Við sem erum nð byija elt-
um sjúkraþjálfann um salina og
reynum að leggja á minnið
hvemig á að snúa á bekkjunum.
Við þvælumst fyrir þeim gömlu
ÍÞRÓTTIR
Loðnir og spengilegir karlmenn pumpa af öllum lífs og sálarkröftum í
Mætti.
og blygðumst okkar fyrir kílóa-
fjöldann á lóðunum.
Þegar kynningunni um
tækjasalinn er lokið, sem helst
minnir á pyndingaklefa sem
undirrituð sá á safhi í Lundún-
um fyrir mörgum árum, er
komið að hressu kvennaleik-
fiminni.
Hátt í fjörutíu konur standa
í röð fyrir utan sal A. Þegar
brennslutímanum á imdan lýk-
ur streymir út svitastokinn hóp-
ur og við hinar troðum okkur
inn. Þær sem eru með allt á
hreinu standa næst speglunum
ffemst í salnum. Þær sem ekk-
ert kunna, reyna að láta lítið á
sér bera aftast.
Skipanir þjálfarans heyrast
illa aftan til í salnum fyrir sól-
poppinu. Þann vanda má leysa
með því að apa allt eftir þeirri
sem stendur fyrir framan mann.
Eftir klukkustundar teygjur og
tog lýkur puðinu loks með því
að við slökum á öllum vöðvum
og rekum út úr okkur tunguna.
I sturtu og gufu; sápur og
sjampóbrúsar um aílt. Bleíkir
rassar og brúnir, lítil bijóst og
stór, slitnir magar og æðahnút-
ar, spikaðar konur og þveng-
mjóar; allar þvoum við af okk-
Og upp, og niður til styrktar hand-
leggjum og brjóstvöðvum.
ur svitann. í búningsklefunum
breytumst við aftur í af-
greiðslukonur, bílasala, stúd-
enta og blaðamenn. Tökum
saman dótið og hlaupum út á
eftir leið 7.
Þegar blaðamaður gengur
rösklega heim á leið finnur
Á hlaupabrautinni er hitað upp fyrir átökin á bekkjunum.
hann blóðið streyma um líkam-
ann. Líðanin hefur stórbatnað,
lærin strax orðin stinn og heim-
urinn er bjartur og léttur. Til að
halda upp á nýtt og betra líf
rekur blaðamaður Nýs Helgar-
blaðs nefið inn á krá, fær sér
einn stóran og langþráða sígar-
ettu. Á morgun verður bætt á
lóðin. BE
Ef guö lofar gefst lesendum
Nýs Helgarblaös kostur á að
fylgjast meö þeim stökk-
breytingum sem vonast er tll
aö verði á blaðamanni þess
áöur en yfir lýkur.
10 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. mars 1991