Þjóðviljinn - 01.03.1991, Síða 16
„Sólin er faðir minn“
Símasambandiö
I vikunni, sem er að líða, var
haldið þing Norðurlandaráðs í
Kaupmannahöfn. Á þessu þingi
hittast stjórnmálamenn af Norður-
löndum og ræða mál sem eru sam-
eiginleg fyrir okkur öll, sem þar bú-
um. Og á hverju þingi eru afhent
verðlaun fyrir bók sem talin er
merkileg og góð og kannski besta
bókin, sem hefur komið út á Norð-
urlöndum það árið.
[ ár gerðist það í fyrsta sinn að
Sami hlaut þessi verðlaun. Hann
heitir Nils-Aslak Valkeapáá, en bók-
in sem hann hlaut verðlaunin fyrir
ber nafnið Faðir minn sólin. Nils As-
lak kom til íslands áður en hann fór
til Kaupmannahafnar til að taka við
verðlaununum og á laugardaginn
var las hann Ijóð eftir sig í Norræna
húsinu. Á eftir spurði ég hann,
hvernig stæði á því, að hann kallaði
sólina föður sinn, og fræddi hann á
því að sólin væri kvenkyns hjá okk-
ur.
Nils-Aslak brosti, og svaraði
eins og sjálfsagt var:
- Sólin er faðir minn, af því jörð-
in er móðir mín. Saman gefa þau
okkur lífið.
Nils-Aslak er fæddur 1943 í
Palojoki lengst norður í þeim hluta
Samalands sem tilheyrir Finnlandi.
En Samar eiga einnig heima í
Norður-Noregi og Norður- Svíþjóð,
þar sem landið þeirra er oftast kall-
að Lappland. Þar búa þeir með
geysistórar hreindýrahjarðir sínar
og flakka á eftir þeim um víðáttur
fjallanna. Þeir tala samísku og
syngja sérkennilega söngva, sem
kallast jojk. Jojkið eru hjarðsöngvar
þeirra og ástarsöngvar til manna og
náttúru, en þeir geta líka verið eins
og dægurlög og fjallað um daglegt
líf. Nils-Aslak er frægur jojkari.
Ef ykkur langar til þess að fræð-
ast meira um Sama sem eiga
heima svo langt í norðri, að þar er á
veturna enginn morgunn, ekkert
hádegi, ekkert kvöld - bara nótt. Og
á sumrin enginn morgunn, ekkert
hádegi, ekkert kvöld - bara dagur,
þá eruð þið svo heppin, að fyrir
nokkrum árum kom út óskaplega
falleg bók, sem heitir Sampo Litli-
lappi, eftir Zacharias Topelíus sem
Þorsteinn frá Hamri íslenskaði. Og
önnur eftir Einar Braga og hún heit-
ir Hvísla að klettinum. Ljóðið sem
birtist hér á síðunni er fengið úr
þeirri bók.
Nils-Aslak Valkeapáá jojkari og skáld
Þannig líða dagarnir
Þannig líða dagarnir,
vikur skunda hjá,
árin hverfa
snjór þiðnar og regn fellur,
vonir deyja og draumar ruglast
í brjósti ber ég
kalinn fugl
sem kliðar, jojkar
í hjarta nem ég ýlfur vindsins,
andvörp kotanna í skammdegis
myrkri
jojkið hljóðnar,
jojkarar þagna
vindarnir sópa
svellið í hjarta mér.
Nils-Aslak Valkeapáá
Einar Bragi þýddi Ijóðið
- Eyja, þetta er Óli Helgi.
- Sæll vinur. Er nokkuð títt?
- Nei. Ég hringdi bara af því ég er
einn heima.
- Hefurðu ekkert að gera?
- Jú, jú. Ég bara nenni því ekki.
- Jæja, karlinn minn. En það er
líka allt í lagi að leyfa sér að vera svo-
lítið latur stundum. Stundum nenni ég
heldur ekkert að gera.
- Eyja. Kanntu að dansa?
- Ertu að bjóða mér upp í dans?
- Nehei. Ertu rugluð? Það er ekki
hægt að dansa í síma.
- Jú, jú. Þú dansar bín megin og
ég dansa mín megin. Á ég að setja
plötu á fóninn?
- Nei, láttu ekki svona. Ég spurði
bara af því við vorum að læra að
dansa í leikfiminni í skólanum í dag.
Við strákarnir áttum að dansa við
stelpumar. Finnst þér það ekki asna-
legt?
- Nei, það finnst mér ekki. Það
finnst mér alveg eins og það á að
vera.
- Við vorum látin ganga svona í
hring. Strákarnir fyrir utan og stelp-
urnarfýrir innan.
Já, já, þið hafið farið í Kokkinn.
- Svo áttum við að dansa við
stelpuna sem við lentum á móti. ..
- Og á móti hverri lentir þú? Öldu
Sif?
- Nei, Gummi lenti á móti henni.
Ég lenti á móti Ronju.
- Ronju ræningjadóttur?
- Hún heitir sko Sigrún. En hún
vill alltaf láta kalla sig Ronju, af því að
hún er með hárið allt út í loftið.
- Já, já, er þetta dálítil villistelpa?
- Já. Og svo áttum við að taka í
hendurnar hvort á öðru og svo tókum
við svona spor til hliðar og svo aftur til
baka.
- Aha. Ég sé þetta alveg fyrir mér.
Þið hafið verið að dansa vals eða
polka eða eitthvað svoleiðis.
- Og svo áttum við að fara svona
í röð tvö og tvö saman og svo áttum
Framhaldssagan
[ dag birtist seinasti hluti fram-
haldssögunnar um köttinn Snjólf,
sem gaf Gunnjónu mús, sem hún
kunni ekki að meta. Snjólfur strauk þá
að heiman, en lenti í slagsmálum við
annan kött og fann þá, hvað hann
0,-f' ý/e^/.
Ihr)\n -6/7 Ílátsí/ð
°£j hna-bmr.
Har/ w* orSCL
Qi &d Uh,
við að bera stelpurnar á bakinu.
- Ja, nú er ég hissa! Eruð þið
orðnir nógu sterkir til þess?
- Nei. Jú. En sumar stelpurnar
eru svo stórar. Þær vildu ekki láta
bera sig. Þær vildu bara bera okkur.
Ronja bar mig. Og svo duttum við.
Og þetta var alveg ógeðslega fyndið.
- Svo þér hefur þá kannski ekki
fundist mjög vitlaust að læra svolítið
að dansa í leikfiminni?
- Nei, nei. Bara asnalegt að halda
í hendurnar á stelpu. Maður verður
svo sveittur í lófunum.
- Það er bara fyrst, Óli minn. Það
fer af, þegar maður venst þessu.
- Það er miklu betra á diskó. Þá
þarf maður ekkert að halda í neinn.
Maður getur bara dansað við sjálfan
sig.
- En fmnst þér það ekki pínulítið
eins og að dansa í síma að dansa
einn við sjálfan sig? Veistu það, ég
held, að við höfum voða gott af því að
dansa við annað fólk. Halda í hend-
urnar á öðru fólki. halda utan um ein-
hvern sem manni þykir vænt um. Ég
held að það sé bara alveg jafn nauð-
synlegt og að borða.
- Heldurðu það?
- Já. Ég held það.
saknaði Gunnjónu. Hænsnaprikið
þakkar henni Sif Hrafnsdóttur í Lundi
í Svíþjóð kærlega fyrir birtingarréttinn
og hvetur aðra krakka á öllum aldri að
feta í fótspor hennar og senda okkur
sögu.
16 S(ÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. mars 1991