Þjóðviljinn - 01.03.1991, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Qupperneq 22
MENNING Silja Aðalsteinsdóttir Pílagrímsför Stundum gerir Sjónvarpið manni merkilega greiða (ég segi Sjón- varpið vegna þess að ég á ekki myndlykil og líf mitt er ennþá einfalt), og sá seinasti sem það gerði mér var að sýna Vetrar- brautina eftir Bunuel fyrir rúmri viku. Bunu- el gerði á sinni tíð margar dá- samlegar kvikmyndir sem af einhverjum orsökum eru alls ekki til á myndbandaleigum, þess vegna er sérstaklega þakkarvert þegar sjónvarpið sýnir manni þær. Vetrarbrautin fylgir tveim fátækum pílagrímum frá París til hinnar helgu borgar Santi- ago de Compostela á norðvest- ur Spáni. Þeir fara ævafoman pílagrímaveg og feta í fótspor milljóna manna sem hafa farið þessa leið og fara enn til að votta heilögum Jakobi, sem staðurinn er kenndur við, virð- ingu sína. En kvikmyndin væri ekki eftir Bunuel ef hún ein- skorðaði sig við ferð þeirra fé- laga. Smám saman kemur í ljós að hann er að reisa leiðinni sjálfri minnisvarða og þar með brogaðri sögu kristninnar í þessum löndum og skirrist ekki við að blanda saman ólík- um tímum þegar honum hent- ar. Skemmtilegasta atriðið var þegar villutrúarmenn frá mið- öldum finna á flótta undan kirkjuvaldinu fatnað skotveiði- manna í nútímanum (sem eru að synda sér til hressingar eftir erfíði dagsins), flýta sér að skipta um fot og tekst að kom- ast undan - inn i nútímann! Santiago de Compostela er í héraðinu Galisíu á norðvest- urhomi Spánar, fyrir norðan Portúgal. Þar hefur verið mannabyggð í mörg þúsund ár, en eftir að kista Jakobs eldri, eins postulanna tólf, fannst þar á 9. öld, að tilvísan stjömu eft- ir því sem sagan segir, varð staðurinn eins konar svar Spánar við Róm (sem stærir sig af gröf Péturs postula). Musteri var reist yfir líkams- leifar Jakobs sem löðuðu fjöld- ann til sín, viðskipti blómstr- uðu, einnig listir og menntir. Þegar ég fór til Santiago de Compostela í sumar sem leið til að heimsækja heilagan Jak- ob kom ég ekki gamla veginn að norðan heldur að sunnan, frá Madrid, þar sem við hjón höfðum sótt þing tvö þúsund sagnfræðinga víðsvegar að úr heiminum. Það sannaðist á þessum sagnfræðingum að al- menningur hirðir ekki lengur um gamla dýrlinga, jafnvel þó að þeir hafí sannanlega siglt dauðir yfír höf á steinkistu, heldur dýrka menn sólina. Að þinginu loknu buðu Spánveijar gestum upp á vikuferð til frægra staða með sagnfræði- legri leiðsögn. Þúsundimar fóm suður og austur á bóginn, en við vomm bara tuttugu sem kusum að fara norður og vest- ur, fólk frá mörgum Iöndum og heimsálfum, en langflestir frá íslandi miðað við fólksfjölda. Reyndar fara Spánverjar sjálfír norður í fríin sín, á hröðum flótta undan þungum straumi norðurevrópskra túrista sem leggja undir sig sólarstrend- umar, og við vomm í þeirri óskaaðstöðu að fínnast við ekki vera túristar heldur ferða- menn, en á því tvennu er regin- munur. Eins og þið vitið sem sáuð myndina komast pílagrímar Bunuels aldrei á leiðarenda. Þegar þeir sjá tuma dómkirkju heilags Jakobs í fjarska og til- hlökkun þeirra nær hámarki, kemur stúlka að þeim og heill- ar þá út í skóg með fogrum fyr- irheitum. Þeim sjónvarps- áhorfendum sem ergðu sig yfír því er boðið á leiðarenda núna - í huganum. Miðbærinn í Santiago ber þvi vitní að þetta er miðalda- borg. Þröngar götumar gefa lít- ið rúm fyrir bíla, hvað þá rútur. Okkur er hent út úr henni utan við elsta borgarhlutann, en það er engin hætta á að við vill- umst. Krókóttar steinlagðar götumar milli lágra steinhús- anna þræða fyrr eða síðar sömu leið: að miðjunni. Allt gamalt þekkist á því að það er grátt, úr höggnu Galisíugraníti, en gull- ið spánskt sólskinið töfrar fram óvænt litbrigði í gráum steinin- um, og innan stundar fínnst okkur að aldrei höfum við gengið um fallegri bæ. Allt í einu víkkar sjón- deildarhringurinn. Út úr rökkri þröngra gatna komum við á mikilfenglegt steinlagt torg og augu okkar hrökkva út í ný- fengnu frelsi, og upp eftir fín- lega úthöggnum graníttumum dómkirkjunnar miklu - þeir eru sjötíu metra háir eins og fræg- ustu Geysisgosin í landafræði- bókinni í gamla daga. Við torgið standa á allar hliðar merk og fögur stórhýsi, en ferðamaðurinn sér þau ekki fyrr en á eftir. Viðamiklar kirkjutröppumar teyma hann upp að framhlið kirkjunnar sem er frá 18. öld, en þó að hún sé glæsileg er helgidómurinn innar. Og fyrst Forhlið dýrðar- innar (Portico de la gloria) sem myndhöggvarinn Mateo skap- aði fyrir rúmum átta hundmð ámm. Gesturinn horfír hissa og glaður á fjörleg andlit postul- anna á hliðsúlunum sem síð- degissólin lífgar við svo manni fínnst þeir vera að spjalla sam- an og á von á að þeir spyrji frétta. Svo stingur gesturinn fíngmnum í þar til gerð gróp sem milljónir fingra hafa holað í stein einnar súlunnar, bankar höfði sínu á höfuð meistara Mateo sem að eilífu liggur á steingerðri bæn í hliðinu sínu, gengur háleitur inn efitir kirkju- gólfinu og gónir til skiptis upp í tígulegar hvelfingamar og fram fyrir sig að háaltarinu þar sem dýrlingurinn trónir, svip- fallegur og glaðlegur maður með vel snyrt skegg og píla- grimastaf. Þegar við emm bæði búin að fara niður í kjallara og dá- sama skrínið með líkamsleif- um dýrlingsins sem skín af dýmm steinum, og upp tröpp- umar bak við háaltarið og faðma dýrlinginn sjálfan aftan frá, getum við vel gert eins og Islendingamir gerðu í sumar: fetað leiðina aftur frá háreistu musteri Jakobs eldra út á krákustígana, fundið okkur stað þar sem þeir selja ljúf- fengan djúpsteiktan smokkfisk og kælt Galisíuvín, horft á leti- legt mannlíf gömlu borgarinn- ar og hrósað okkur af því að vera meðal þeirra milljóna pílagríma sem komust í þenn- an dæmalausa áfanga- stað og létu ekki tæla sig af leið. Sigurður Arni Sigurðsson við eitt ppálverka sinna. - Mynd: Jim Smart Mvndlist Leikhús á tvívíðum fleti r Sigurður Ami Sigurðsson sýnir málverk í Gallerí Nýhöfn Málverkið er fyrir mér og hefur raunar alla tíð verið eins konar leikhús á tvívíðum fleti, allt frá því að mönnum datt það í hug að hengja málverk upp á vegg. Þetta sagði Sigurður Ámi Sigurðsson listmálari þegar við litum við hjá honum þar sem hann var að hengja upp myndir sínar í Gallerý Nýhöfn í gær. Sigurður er 27 ára Akureyr- ingur, nýkominn frá París, þar sem hann á meðal annars að baki 4 ára framhaldsnám í myndlist. Því verður ekki neitað að myndmál Sigurðar ber með sér nokkuð ferskt loft í að sumu leyti þreytt og staðnað hús ís- lenskrar málaralistar. Þetta eru myndir sem hvorki bera með sér klisjur nýexpressíónismans né sjálfhverfar vangaveltur naum- hyggjunnar, heldur eru við- fangsefni Sigurðar nærtæk fyrir- bæri úr umhverfínu og náttúr- unni, sem hann leitast við að sýna í þessu meðvitaða leikhúsi sem tvívíður myndflöturinn býður uppá fyrir túlkun á þrívíð- um fyrirbærum. - Krafan á málaralistina er mikil um þessar mundir, segir Sigurður, því menn hafa gert sér grein fyrir því að nýexpressíón- isminn gaf ekki eins mikið af sér og menn höfðu vonast. Hins vegar höfum við svo konsept- listina og minimalismann, sem í raun hafa ekki náð miklu lengra en Duchamp og Brancusi náðu á sínum tíma. - Menn tala oft um það nú á dögum að það ríki mikið frelsi, að allt sé leyfilegt í myndlistinni og að Iistamenn eigi að gefa listasögunni langt nef. Það er ekki rétt að mínu mati, að því leyti að myndlistin er alltaf bundin af eigin sögu og í henni felast stöðug skoðanaskipti, bæði við fortíðina og samtíðina. Það er óhjákvæmilegt, en ég vil hins vegar forðast það að mynd- listin lokist inni í þeim vítahring að fjalla eingöngu um sjálfa sig eins og hefur verið svo áberandi síðustu árin. - Tækni við hvers konar myndframsetningu hefur fleygt svo fram á síðustu árum, að sú spuming vaknar stundum, hvort olíuliturinn sé ekki orðinn úrelt meðal til myndsköpunar. Væri t.d. ekki hugsanlegt að sviðsetja myndefni þín og ljósmynda eða ffamkalla á tölvuskjá? - Það er rétt, að Ijósmyndin og önnur tækniþróun í grafískri framsetningu hefur haft mikil áhrif á málverkið, en ég hef komist að því, að það er til viss póesía sem ekki kemst til skila þegar við erum bundin við ákveðna flókna tækni í mynd- gerðinni. Tæknin myndar ein- hvem vegg á milli verksins og áhorfandans, sem eyðileggur póesíuna. Ég er í mínum myndum mjög meðvitaður um að ég er að vinna á tvívíðan flöt, og allar hugmyndir sem snúa að fjarvídd em mér kærar, því það að leika með fjarvídd í tvívíðu rúmi verður eitthvað í líkingu við blekkingarleik leikhússins. Mér fínnst að búið sé að tæma mögu- leika abstraktlistar og minimal- isma í hreinu tvívíðu málverki, og menn leita nú gjaman aftar í listasöguna til þess að fá viðmið- un og andsvar. Mínar myndir em að þessu leyti meira í kallfæri við hefð rómantíkurinnar en mínimalismann, þótt áhrifa kon- septlistarinnar gæti reyndar einnig í verkum mínum. - Hefur stríðið við Persaflóa haft áhrif á vinnu þína að mál- verkinu? - Það er vissulega erfítt að setjast niður við málverkið, eftir að hafa lesið 5-10 síður af stríðs- fféttum. Þegar heimurinn í kring um mann brotnar niður að ein- hveiju marki, þá hefur það óhjá- kvæmilega óbein áhrif, ekki bara á mig, heldur líka á menn- inguna í heild. Hún hverfur í skuggann af stríðinu. En það er góð tilfinning að opna sýningu þegar hemaðarátökum er lokið. Sýning Sigurðar Áma verður opnuð í Gallerí Nýhöfn á laugar- dag kl. 14 og stendur til 20. mars. -ólg. Madda, Madda Margrét Þorvarðardóttir í Asmundarsal - Þetta eru málverk á satín, segir Madda, en það er háglansandi efni og þannig næst sér- kennileg áferð. Eg opna á sunnudaginn og hef opið alla daga kl. 14-19 fram tii 10. mars. Madda, sem einnig þekkist sem Margrét Þor- varðardóttir, stundaði nám við MHÍ 1979-84. Hún hélt einkasýningu í Kramhúsinu 1985 á handmál- uðum fatnaði úr silki og bómull og hefur tekið þátt í samsýningum FAT (Félags fata og textílhönn- uða). Madda hefur kennt silkimálun á fjölda nám- skeiða. ÓHT Madda er ekki sfst þekkt sem fatahönnuður og Kristinn Ijósmyndari kom að henni umkringdri taui á vinnustofunni I gær. V ifc. 22 SÍÐA — NY7T HELGARBLAÐ Föstudagur 1. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.