Þjóðviljinn - 01.03.1991, Page 23

Þjóðviljinn - 01.03.1991, Page 23
Föstudagur 1. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23 Bréf frá Sylvíu Þjóðleikhúsið frum- sýnir verkið um Sylvíu Plath á Litla sviðinu í kvöld [ kvöld hefjast á Litla sviðinu við Lindargötu sýn- ingar Þjóðleikhússins á verkinu Bréf frá Sylvíu, sem Rose Leiman Gold- emberg hefur byggt á fjölda sendibréfa frá skáld- konunni Sylvíu Plath til fjöl- skyldu sinnar. Guðbjörg Thoroddsen og Helga Bachmann fara með hlutverk móður og dóttur, Edda Þórarinsdóttir leikstýrir, en Guðrún J. Bachmann þýddi. Næsta sýning er á sunnudaginn kl. 17 og fimmtud. 7. mars kl. 20:30. ÓHT Helga Bachmann i hlutverki móðurinnar, Aurelíu Plath, og Guðbjörg Thoroddsen sem dóttirin Sylvía. Mynd: Jakob í Stöðlakoti í Gallerí Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, opnar Jakob Jónsson sýningu á verkum sínum á laugar- daginn kl. 12. Á sýningunni verða 14 verk, unnin með oliupastel og álímingum á pappír. Þetta er sjötta einkasýning Jakobs og verður opin daglega frá kl. 12-18 og lýkur sunnudaginn 17. mars. ÓHT Jakob Jónsson Guðrún í FÍM Guðrún Matthíasdóttir opnaði f gær málverkasýn- ingu í FÍM-salnum, Garða- stræti 6, og verður hún opin alla daga kl. 14-18 til 18. mars. Guðrún stundaði nám við MHl 1976- 78 og 1985-87 og útskrifaðist þaðan úr málara- deild. Hún hefur tekiö þátt I nokkrum samsýningum, en heldur nú sina fyrstu einka- sýningu. Margt á prjonunum Svolítið um áform g hljómplötuútgefendanna / á'i Jólaplötuflóðið hefur varla fjarað út þegar hljómplötuút- gefendur landsins eru sestir aftur við skrifborðin og farnir að áforma útgáfur ársins. Risarnir í hljómplötubransan- um hafa um alllangt skeið verið fyrirtækin Steinar og Skífan. Þessi fyrirtæki hafa minnt á gráðuga hákarla í stöðugri baráttu um stærstu bitana á dægurlagasjónum. Minni bita og jafnvel svif hafa svo minni fyrirtæki, svo sem Smekkleysa, hugsjónafyrir- tæki Sykurmolanna, látið sér nægja. Upp á síðakastið hefur orðið vart við nýjan hákarl sem færist í aukana með hverjum degi og gæti jafnvel farið að velgja þeim eldri undir uggum. Þar er á ferð- inni poppgoðið gamla Pétur Kristjánsson. Hann hafði um langt skeið séð um útgáfu- mál hjá stóru fyrirtækjunum, fyrst hjá Steinum, en svo hjá Skífunni. Á síðasta ári stofn- aði Pétur eigið fyrirtæki, PS- hljómplötur, og fyrsta afurð fyrirtækisins verður breið- skífa með tónlist úr „Rocky Horror Picture Show“, í flutn- ingi Leiklistarfélags M.H. Uppfærsla söngleiksins í Iðnó hefur notið mikilla vin- sælda að undanförnu og á söngvarinn Páll Hjálmtýsson þar stórleik í aðalhlutverki. Tónlistin í „Rocky Horror" er eftir Richard O'Brien, en ís- lenska þýðingu gerði Vetur- liði Guðnason. Von er á Roc- ky Horror plötunni í mars. { apríl mun önnur afurð PS líta dagsins Ijós. Það er plata með blúsbandi Krist- jáns Kristjánssonar, K.K. Band. Auk Kristjáns verða jálkarnir Ásgeir Óskarsson og Björgvin Gíslason á plöt- unni ásamt bassaleikaranum Þorleifi Gíslasyni sem fyrst sást með Egó forðum. Megn- ið af lögunum verður eftir Kristján, en blússtandardar fá að fljóta með. PS-hljómplötur líta vonar- augum til útlanda og eru að byggja upp alþjóðlegt dreif- ingarnet fyrir íslenska tónlist. Norðurlandabúar verða fyrst- ir til að njóta veiganna. PS í samvinnu við Steinar munu gefa út bráðlega, á disk og snældu, safn vinsælla laga sem Todmobile, Ný Dönsk, Bubbi og önnur poppgoð hafa spreytt sig á að snúa yf- ir á íslensku. Einnig munu PS hafa plötu með enskum útgáfum af lögum Eyjólfs Pétur Kristjánsson er hér með hljóðnema í hönd, en sést nú æ oftar með síma. Kristjánssonar tilbúna til út- gáfu ef Eyva gengur vel í Jú- róvisjón, og ákveðið hefur verið að sólóplata með Eyj- ólfi muni koma út á vegum PS í haust, hvernig sem hon- um gengur annars í söngva- keppninni. Að lokum má geta þess að PS-hljómplötur eiga nú í samningaviðræðum við Stjórnina. Hljómplötuútgáfan Skífan verður 15 ára á árinu og má búast við ýmsu eyrnakonfekti í því tilfelli. Fyrirhugað er að gefa út safnplötu með því besta sem fyrirtækið hefur gefið út á 15 ára ferli. Einnig færist í vöxt að eldra efni sé gefið út endurhljóðblandað á geisladisk, og hjá Skífunni má búast við slíkum útgáfum á plötum Björgvins Halldórs- sonar og „Hananú“-plötu Vil- hjálms heitins Vilhjálmsson- ar. Af nýju efni er líka nóg að taka. Sléttuúlfarnir og Síðan Skein Sól verða með plötur, Sumarsmella-platan verðurá sínum stað, og upptökur eru hafnar á sólóplötu frá Agli Ól- afssyni. Hjá Steinum verður það Karl Örvarsson sem gefur út fyrstu plötu ársins í apríl. Karl, sem áður söng með Stuðkompaníinu, nýtur að- stoðar Þorvaldar úr Todmo- bile á nýju plötunni. Þetta er fyrsta sólóplata Karls og hann á öll lögin nema eitt sem bróðir hans Atli samdi og annað sem Þorvaldur samdi. Blúskompaníið er, eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, í hljóðveri og blúsplata þeirra er vænt- anleg öðru hvoru megin við páskana. Eftir páska er fyrir- huguð vorsafnplata með er- lendum lögum og íslenskum, þar á meðal nokkrum úr síð- ustu Júróvisjón-keppni. Að sjálfsögðu mun Steinar gefa út sumarsmellaplötu líka og listamenn fyrirtækisins eru um þessar mundir að vinna efni fyrir þá plötu. Endurút- gáfur á eldra efni eru Stein- ars-mönnum líka hugleiknar. Safndiskur með lögum Vil- hjálms heitins Vilhjálmsson- ar, sá fyrri af tveimur, kemur upp úr miðjum mars, og sá síðari á næsta ári. Að lokum má geta að Mezzoforte- plata fyrir Bandaríkjamarkað er í vinnslu. Þar verða gömul lög og ný í bland, og sér enski tæknimaðurinn Nigel Wright, sem hefur átt heiðurinn af mörgum metsölulögum uppá síðkastið, um að koma eldri Mezzoforte-lögum í nútíma- legan búning. Enginn hefur setið við skrifborð Smekkleysu að undanförnu, þar sem Sykur- molarnir eru um þessar mundir uppteknir í hljóðveri, svo engar ákvarðanir hafa verið teknar um útgáfu á ár- inu. Þó hefur fyrirtækið tekið að sér rekstur teiknimynda- blaðsins „GISP!“, en annað tölublað af því menningarriti fór nýlega í hillur blaðaturna. Hugmyndir eru uppi um að gefa út nýja Risaeðluplötu í haust og í sumar ætlar Smekkleysa ekki að láta.sitt eftir liggja í sumarsmellaút- gáfunni, og gefa út slagara- plötu, þar sem valinkunnir barkar kyrja lummur. Þessi upptalning á áform- um hljómplötuútgefandanna er engan veginn tæmandi, svo búast má við mörgum öðrum og spennandi titlum á árinu. VAGG- TÍÐINDI ■ ■ ■ Morrissey greyið, sem kom menntaskóla- "nörd“isma í tísku, hefur gef- ið út nýja breiðskifu, „Kill Uncle“. Breska sjónvarpið BBC hefur boðið Morrissey, Nick Cave, Pet Shop Boys og fleirum að semja fyrir sig leikrit. Með þessu hyggst BBC næla sér í meiri ung- mennaáhorfun... ■ ■ ■ Ekkert hefur heyrst frá Julian Cope í rúm tvö ár. Nú er væntanleg frá honum tvöföld 19 laga plata, „Peggy Suicide". Julian, sem áður söng með hljómsveit- inni Teardrop Explodes, hef- ur þjáðst af þunglyndi uppá sfðkastið og notað vímugjafa í óhófi. Nýja platan, sem er 83 mínútur að lengd, verður seld á verði einnar, að ósk Cope... ■ ■ ■ Sykurmolarnir eru um þessar mundir í hljóðveri að hefja upptökur á nýrri breiðskífu. Platan verður full- gerð erlendis í sumar og kemur út í haust. Sykurmol- arnir hafa ekki spilað opin- berlega í langan tíma, en nú geta áhugasamir molastrák- ar og - stelpur fengið smjör- þefinn af nýju plötunni, því Sykurmolamir spiia á Tveim vinum á sunnudagskvöldið... ■ ■ ■ Rauðhærða málm- tröliið Eric Hawk, eða Eiríkur Hauksson eins og við þekkj- um hann, gerir það nú gott með þungarokkssveitinni norsku, Artch. Önnur plata sveitarinnar er væntanleg og ber nafnið „For the sake of mankind... ■ ■ ■ Meira um vel- gengni landans erlendis: Skúli Sverrisson heitir bassa- leikari sem áður lék m.a. með Pax Vobis. Skúli stund- aði tónlistarnám í Bandaríkj- unum og lauk nýlega námi með mjög háa einkunn. Skúla var strax boðið sæti f mjög þekktri djassbræðings- sveit, Steps Ahead, en tók boði annarrar sveitar, Full Circle. Sú sveit er nú á stöð- ugri uppleið og þriðja plata sveitarinnar, „Secret Stones", er nýkomin út hjá stórfyrir- tækinu Sony-CBS. Tónlistín er djasslatinsamba-bræðing- ur, og farið var til Brasilíu til að vinna plötuna og sá sambaséníið Gilberto Gil um upptökur. Full Circle er um þessar mundir að leggja upp í tónleikaför um Norðuriöndin og munu stoppa í Reykjavík á leiðinni og spila á Púlsinum í kringum 20. mars... ■ ■ ■ Fyrsta erlenda rokksending ársins er vænt- anleg til Reykjavíkur um næstu helgi. 22- Pistepirkko heitir sveitin og kemur frá bænum Utajárvi á Finnlandi. Þetta er mögnuð rokksveit, undir áhrifum frá gömlu, hráu grundvallarrokki, Ramones og The Stooges. Þetta er tríó og ku vera magnað á sviði. Hljómsveitin leikur á Tveim vinum 8., 9. og 10. mars, og f næsta Helgarvaggi verður sagt betur frá þessum finnsku rokkurum... HELGARVAGG Gunnar L. Hjálmarsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.