Þjóðviljinn - 15.03.1991, Blaðsíða 11
Uðu
öngvar
framfarir
í Sovét-
ríkjunum?
Allt ( góðu og tæknivæddu gengi
Hin sovéska tilraun, sem svo
var nefnd, sovéski ríkiskommún-
isminn, hann leitaði sér réttlæt-
ingar fyrst og fremst í tvennu.
Hann kvaðst tryggja öllum at-
vinnu. Og hann kvaðst tryggja
mikinn hagvöxt með áætlunarbú-
skap, sem þegar til lengdar lætur
yrði skilvirkari og skynsamlegri
en kapítalísk samkeppni með of-
framleiðslukreppum og auglýs-
ingasukki.
Þeir sem vildu líta með já-
kvæðum skilningi á málin hengdu
sig lengst af í þessa tvo hatta. Þeir
voru kannski búnir að gera það
upp við sig fyrir löngu, að „sov-
éska tilraunin“ var að því leyti
röng og misheppnuð að hún skerti
mjög málfrelsi og önnur mann-
réttindi. En þegar menn reyndu að
halda í það, að „eitthvað er nú já-
kvætt við þetta“ þá horfðu þeir
fyrst og fremst á það tvennt, sem
nú var nefnt.
Öryggiö
Það er rétt, að ef menn vilja
finna „eitthvað jákvætt" við það
samfélag sem reis í Sovétríkjun-
um og um austanverða Evrópu,
þá var það helst tengt því öryggi
sem segir „atvinnu handa öllum“.
Og kom upp félagslegu öryggis-
kerfi sem tryggði fólki eftirlaun,
heilsugæslu og ódýrt húsnæði.
Að sönnu var þetta öryggiskerfi
meingallað: það tryggði vissan
jöfnuð en á „lægra plani“, þjón-
ustan félagslega var oftar en ekki
lágmarksþjónusta, húsnæðisör-
yggið var öryggi í miklum
þrengslum og þar fram eftir göt-
um. En þetta öryggisnet var til, og
það heyrist á ýmsum fregnum til
dæmis frá Póllandi og Austur-
Þýskalandi, að mörgum, ekki síst
ellilífeyrisþegnum, er nokkur eft-
irsjá að því.
Hagvöxtur sem
hvarf
En svo er frammistaðan í
efhahagsmálum, hagvöxturinn
margfrægi. Hann var hraður sam-
kvæmt skýrslum og virtist vísa til
þess að allt væri „ á réttri leið’“.
Og þótt vestrænir sérfræðingar
gerðu ráð fyrir því að sovéskar
hagskýsrlur væru gallaðar og
fegruðu ástandið mikið, auk þess
sem þær voru einatt mjög óná-
kvæmar ( prósentur sem enginn
vissi hvað stóð á bak við í staðinn
fyrir magntölur), þá hneigðust
einnig þeir að því að taka þær
sæmilega gildar. Því er það, að
þegar „kerfið“ austurevrópska fer
að hrynja, þá virðist það koma
mönnum mest á óvart hve veikur
efnahagur þess reyndist.
Höfðu sérfræðingamir brugð-
ist? Að vissu leyti. Eistlendingur
Hvað varð um
allan þann
hagvöxt sem Sov-
étmenn voru sífellt
að státa sig af á
hagskýrslum? Var
hann tilbúningur
eða var hann ár-
angur sem gat að-
eins verið tíma-
bundinn?
einn, sem ég ræddi við á ráð-
stefnu í Svíþjóð í fyrra, hann virt-
ist samþykkur því mati, að
„Kremlarfræðingar" hefðu tekið
sovéskar hagskýrslur of alvarlega
- af ásettu ráði. Þeir hafi einatt
verið að draga upp mynd af Sov-
étríkjununm sem miklu alvarlegri
keppniaut og andstæðing Banda-
ríkjanna en veruleikinn sagði til
um: það gat hjálpað til bæði við
að útvega meiri Qárveitingar til
vígbúnaðar og til að efla sam-
stöðu vestrænna ríkja.
Vondur
mælikvarði
En hér kemur margt annað til
álita. Hagskýrslur eru yfírleitt
gallaðar. Þær taka t.d. litið tillit til
þess hvað framfarimar kosta. Þær
reikna ekki með mengun, spill-
ingu umhverfis eða þeirri sóun á
náttúmauðæfúm sem ekki verður
bætt. Og það er einmitt að koma
rækilega í ljós á ámm glasnost,
málfrelsis, í Sovétríkjunum, í hve
ríkum mæli sovéskur hagvöxtur
fékkst með því að ganga grimmt á
náttúruauðlindir, t.d. skóga og
gróðurland, án þess að hugsa um
ffamtíðina. Menn fleyttu sem sagt
ijómann ofan af: þegar hann var
búinn fór allt að verða erftðara og
hagvöxtur skrapp eftir því saman.
I annan stað hafa vestrænir
hagfræðingar ekki gert ráð fyrir
því, að það væri yfirhöfuð hægt
að falsa hagskýrslur jafn glæffa-
lega og einatt var gert, ekki síst á
tímum Stalíns. Slíkt fals er reynd-
ar mjög innbyggt í kerfið: fram-
leiðsluáætlanimar vom gerðar að
lögum, og hvert fyrirtæki þurfti
að beita öllum brögðum við að
sýnast réttu megin við þau Iög.
Og þegar hver hlekkur fram-
leiðslunnar er að reyna að sýnast
gildari en hann er, þá endar þetta
á því að enginn veit í rauninni
hvað er framleitt í landinu, og enn
síður hvemig það nýtist. Sá sem
þetta skrifar vill gjama monta sig
af því, að hafa komist að þessari
niðurstöðu þegar fyrir allmörgum
ámm þegar hann var að skoða
greinar um það hve inikið
skemmdist og glataðist af mat-
vælum á leið frá framleiðendum (
þaðan em framleiðslutölumar
teknar!) og á lcið til neytenda um
stórgallað flutningakerfi og svifa-
seint verslanakerfi.
Reiknað upp á nýtt
En samt sem áður: þótt hið
miðstýrða tilskipanakerfi í sov-
ésku efnahagslífi ( sem var svo
breitt út um austanverða Evrópu)
væri gallað, þá skilaði það samt
árangri. Og það er enn sem fyrr
forvitnilegt að skoða hver hann
var í raun og vem.
Um þetta efni er fjallað í ný-
Ámi
Bergmann
legri grein í sovéska tímaritinu
Kommúnist sem þeir tóku saman
Paul Gregory, prófessor við Hou-
stonháskóla í Bandaríkjunum og
Gennedí Zotejev, sem starfar við
Rannsóknarstofnun Aætlanaráðs-
ins sovéska. Greinin heitir „Hag-
vöxtur“ Þar er gerður ítarlegur
samanburður á hagvexti í Rúss-
landi á síðustu áratugum fyrir
byltinguna 1917 ( en verulegur
fjörkippur færðist í rússneskt
efnahagslíf um 1885) og svo á
upphafi hins stalínska áætlanabú-
skapar 1928-1955.
Þessir fræðimenn tveir reyna
að rýna í heimildir af sem mestri
gagnrýni og þeir fá það til dæmis
út, að opinberar hagskýrslur Sov-
étríkjanna sýni um það bil helm-
ingi meiri hagvöxt en náðist í
raun og vem. Samt kemur það á
daginn, að með hinum hörkulegu
aðferðum stalínsks tilskipana-
kerfis hafi náðst alldrjúgur árang-
ur.
Úthaldsleysi
Greinarhöfundar segja m.a.:
„Markaðskerfið í Rússlandi
fyrir byltingu gat á ámnum 1885-
1913 tryggt árlegan vöxt þjóðar-
framleiðslu um 3,4% og hagvöxt
á livert mannsbam um 1,7%. En
tilskipanakerfið gat ( ef að sleppt
er úr áratugnum 1941-1950 sem
fór í stríðið og endurreisn eftir
stríð) tryggt 5,8% árlega aukn-
ingu þjóðarframleiðslu og 4,!%
hagvöxt á mannsbam hvert.“
Hvað er nú þetta? Er verið að
segja að Stalín hafi betur dugað
Sovétríkjunum til efnahagslegra
framfara en markaðskerfið? Alls
ekki, segja greinarhöfundar. Þeir
segja að hér þurfi að reikna margt
inn í, t.d. hlut nauðungarvinnu,
hamileik rússneskrar bændastétt-
ar og margt annað sem þessar
framfarir „kosta“. En mcstu máli
skiptir, segja þeir, að miðstýrt til-
skipanakerfi eins og það sem
komið var á fót í Sovétríkjunum,
það getur náð vemlegum árangri í
skamman tíma. En það er eins og
maraþonhlaupari sem leggur af
stað með spretthlauparahraða:
það dasast. Því er komið á með
hörku og það skilar drjúgum ár-
angri nokkra hrið. En svo kemur
að því að það dregur úr þessum
árangri: inn i kerfið er byggt svo
mikið af möguleikum á röngum
fjárfestingum, vitlausri verðlagn-
ingu, lágum gæðum framleiðsl-
unnar og fleiri vanköntum. ( Má
við bæta að einn ókosturinn er
tengdur blátt áfram vinnuaga: ár-
angur fyrstu fimm ára áætlananna
er tengdur ótta meðal annars, brot
á vinnuaga var þá glæpur gegn
ríkinu, en slíku eftirliti með
verkafólki er ekki hægt að halda
áfrarn til lengdar, enda heldur því
enginn fram lengur að sovéskur
verkamaður hafi verið þjakaður
af vinnuhörku og aga). Og þótt
ekkert sérstakt breytist í kerfinu
sjálfu, þá gerist það frá því um
1970, að hagvöxtur dregst saman
jafnt og þétt. Hann er orðinn lítill
sem enginn þegar Gorbatsjov tek-
ur við.
Á milli vita
Greinarhöfundar segja á þá
leið, að þessi stöðnun hafi leitt til
þess að óhjákvæmilegt hafi verið
að snúa sér að því að koma upp
markaðsbúskap í landinu. Þeir
ræða ekki hvað hefur tekist i þeim
efnum og hvað ekki: en blaðales-
endur vita að umskiptin hafa enn
ekki skilað hagvexti, þvert á móti:
gamla tilskipanakerfið er horfið,
hið nýja er ekki á komið. Sumpart
vegna þess að þeir sem hag höfðu
af gamla kerfinu þverskallast,
sumpart vegna þess að Sovét-
menn kunna ekki rétt vel á rekstur
í markaðsbúskap. Hér stendur
hnífurinn í kú Gorbatsjovs og
enginn veit hvemig fer.
Hitt er svo misskilningur að
það þurfi endilega að stefna öllu i
voða þótt umbætur skili ekki
eíhahagslegum árangri fyrst í
stað. Arið 1861 gerðist sú „bylt-
ing að ofan“ í sögu Rússlands að
bændur voru leystir úr ánauð.
Þetta var nauðsynleg ráðstöfun og
flestum fagnaðarefni. En með
nokkmm hætti má segja að
hvorki bændur né óðalseigendur
hafi verið undir umskiptin búin:
svo mikið er víst, að á árunum
1861 til 1885 urðu engar efna-
hagslegar framfarir i Rússlandi í
kjölfar aukins frelsis, það var
heldur að kjör almennings versn-
uðu. Það var ekki fyrr en 1885 að
umskiptatímanum var lokið og sá
markaðsbúskapur sem tók við af
hálfgi! .mgs „lénsbúskap" var
kominn á fætuma.
Og svo hvunndagsleikinn grái.
Föstudagur 15. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11