Þjóðviljinn - 15.03.1991, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.03.1991, Blaðsíða 20
7— 2— 3 ¥ s 5— 7— 8 9 10 )l IZ TW L H IS' IZ 16 V 17 \(o 12. ; 18 9 /9 SP Tú zr~ )b n 8 2l )b li )3 V U> 23 T~ W~ /9 3— ¥ 13 7 9 1 22 9 JT~ B 1 W~~ S? 27 rr~ 2S 1°) ? 21 12 8 S? 12 7 T S? ¥ y ZSr 22 W 9 T 18 T~ T~ 12 17 1Z lb ¥ 3 T 13 W~ lii 1 9 2(e> 13 s? Zl W~~ S? 9 )Q 30 22 9 1 Y 'l % V 1 JO 3 V Ib 18 29 ib ¥— Tí— 2— IS 8— ll 8 W ¥ Ib 8 23 w llo 20 e 3— 1Z 21 2 TF~ 13 22 3U 27 °í 2z 1 1 V Zb )b 22 W~ iZ 30 z(* 8 Z1 ;¥ /<7 8 / 3V L 17 )‘A W~ AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRS Krossgáta nr. 138 Setjið rétta stafi (reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á (slenskri skáldsögu. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 37, 108 Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 138“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verölaunin verða send til vinningshafa. )9 Jé> H 2! ¥ lé> i 30 )2 )3 Lausnarorð á krossgátú nr. 134 var Dynskógar. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Guðnýjar Þorsteinsdóttur til heimilis að Máva- nesi 3, Garðabæ. Hún fær senda bókina „Jakinn I blíðu og stríðu" - af lífshlaupi Guðmundar J. Vaka- Helgafell gaf út. UÚVXYÝÞÆÖ Verðlaun fyrir krossgátu nr. 138 eru „Pas- kval Dvarte og hyski hans" eftir spánska rithöfundinn Camilo José Cela. Kristinn R. Ólafsson þýddi úr frummálinu. Vaka- Helgafell gaf út 1988. MEÐ FLUGU í HÖFÐINU Sigurður Palsson Nú er eins gott að myndin verði óskýr, því flugan er heldur illa hnýtt. Þetta er stundum svona þegar hendumar skjálfa. Ég komst að því áðan að það er líka vandi að „hitta á réttan skjálfta". Flugan heitir Fem Fly og er með þeim elstu. Hennar er getið í bókinni The Coppleaf Angler eftir Isaak Walton. Skmddan sú kom út 1676 og þar er hún köll- uð killer sem er ágætiseinkunn. Við skulum segja að hún sé tál- beita. Hún hefur alltaf verið þekkt og í notkun þessar rúmu 3 aldir svo varla fer milli mála að hún er fullreynd. Til glöggvunar á aldri flug- unnar er þess að geta að þegar bók ísaks kom út vora liðin 14 ár frá erfðahyllingunni í Kópavogi og Ami Magnússon sem þekktur varð fýrir söfnun handrita var 13 ára sveinn. Nafni hans Oddsson var þá látinn fyrir 11 áram. Nún er rétt að uppskriftin komi. Hún er svona: FERNFLY Bolur: Appelsínurautt (or- ange) flos. Skegg: Rauð hnakkafjöður afhana eða hænu. Vængur: Fanir úr gráum vængfjöðrum af Stara. Haus: Svartur. Mér sýnist rétt að hafa hring- skegg á flugunni. Fjöðrin verður þá að vera af réttri stærð. Megin- reglan er sú að lengd fananna annarsvegar á fjöðrinni þarf að vera 11/2 stærðin á gapi önguls- ins. Gapið á önglinum er bilið á milli leggs og odds. Þá er það ljóst. Allir verða að hafa sína sérvisku og úr því að vængfjöður stara er í uppskrift- inni. Hvemig væri að ná sér f starafló? Hún þykir vinalegt húsdýr, hefúr maður heyrt. Best er að koma greyinu fyrir milli vængfjaðranna. Þar getur farið sæmilega um hana og líflegt hlýtur það að vera þegar hún gægist fram á milli. Sjálfsagt hentar þetta ekki öllum, t.d. ekki mér, en ég kunni betur við að nefna þetta. Fleiri góðar tillögur eftir viku. Undankeppni Undanrásir íslandsmótsins í sveitakeppni hófúst í gær, á Loftleið- um. 32 sveitir taka þátt í keppninni og er sveitunum skipt í 4 riðla. 2 efstu sveitimar úr hverjum riðli komast síðan í úrslit íslandsmótsins, sem verða um páskana. í A-riðli spila: Álfasteinn, Sigfús Þórðarson, Hreinn Bjömsson, Krist- ján M. Gunnarsson, Valur Sigurðs- son, Kristinn Kristjánsson, Sverrir Kristinsson og Ásgrimur Sigur- bjömsson. I þessum riðli ætti sveit Vals að vera nokkuð örugg með áframhald, en baráttan um 2. sætið stendur á milli Ásgrims, Sverris og Selfýssing- anna tveggja, Kristjáns Más og Sig- fúsar. Spá þáttarins er; Valur og Krist- ján Már. í B-riðli spila: íslandsbanki Norðurl. vestra, Jakob Kristinsson, Hótel Esja, Verðbréf Islandsbanka, Trésíld, Sjóvá- Almennar á Akranesi, Eirikur Kristófersson og Gunnlaugur Kristjánsson. I þessum riðli em Verðbréfm ör- ugg, en baráttan um 2. sætið er á milli Jakobs og Hótel Esju. Þó má ekki af- skrá möguleika sveitar Sjóvá ffá Akranesi. Þar em á ferðinni gamal- reyndir meistarar, sem geta bitið hressilega frá sér. Spá þáttarins er; Verðbréf og Jakob Kristinsson. I C-riðli spila: S. Armann Magn- ússon, Eðvarð Hallgrimsson, Sam- vinnuferðir, Hermann Tómasson, Hreinn Hreinsson (i stað Gunnars Guðbj.), Þorsteinn Geirsson, Magnús Torfason, Omar Jónsson. í þessum riðli ættu sveitir S. Ár- manns og Samvinnuferða að vera nokkuð ömggar, en umsjónarmaður ætlar að spá því að tíðindi munu ger- ast og sveit Omars eða Magnúsar Torfasonar nái að slá út sveit Sam- vinnuferða. Allt getur jú gerst i bridge, ekki satt? I d-riðli spila: Hraðfiystihús Fá- skrúðsfjarðar, Roche, Olafur Týr Guðjónsson, Steingrímur Gautur Pét- ursson, Landsbréf, Ragnar Jónsson, Jón Öm Bemdsen og Tryggingamið- stöðin. í þessum riðli (sem er sá sterkasti að mati flestra) em sveitir Landsbréfa og Tryggingamiðstöðvarinar sigur- vænlegastar, en eins og í C- riðli, ætl- hafin ar umsjónarmaður að spá því að tíð- inda sé að vænta. Steingrímur Gautur mun gera áðurtöldum sveitum skrá- veifú og ná 2. sætinu. Ég nefni ekki þá sem lenda í 3. sæti. Björgvin Leifsson og Jóhann Gestsson sigmðu svæðamót Norður- lands vestra, sem spilað var á Húsa- vík fyrir skemmstu. Keppnisstjóri var Albert Sigurðsson. Eftir fyrsta kvöldið af þremur í páskatvímenning Skagfirðinga er staða efstu para; Láms Hermannsson - Sveinn Sigurgeirsson 242, Sigrún Jónsdóttir - Ingólfúr Lilliendahl 241 og Ólína Kjartansdóttir og Ragnheið- ur Tómasdóttir 238. Spilað var á 17 borðum hjá Bridgefélagi byijenda á öðm spila- kvöldi félagsins, fyrir viku. Þetta er stórkostleg þátttaka, en næst verður spilað á þriðjudaginn kemur. Spilað er í húsi Bridgesambandsins, að Sig- túni 9 og hefst spilamennska kl. 19.30. Hugmyndina að stofnun fé- lagsins á Guðmundur Páll Amarson en helsti hvatamaður hefúr verið Karl Zóphoníasson. Magnús Ólafsson í stjóm BSÍ, á heiður skilinn fyrir skjót viðbrögð í sambandi við „dráttinn" í undanrásir Islandsmótsins. Eftir að ljóst varð á fimmtudeginum, að ekkert yrði úr beinu línunni á rás tvö þá um kvöldi, þá brá Magnús hart við og kom drætt- inum í ífamkvæmd og þaðan áleiðis til fjölmiðla sem birt gátu þau daginn eftir. Það verður að segjast, að hefði þetta ekki tekist hjá Magnúsi hefði drátturinn ekki birst í þessu blaði, fyrr en eftir að mót var hafið. Og slíkt hef- ur ekki hent umsjónarmann þessa þáttar ffá upphafi eða í þau 14 ár sem skrifin hafa staðið yfir. Kannski lítið mál eða hvað? Eitt mikilvægasta atriðið f bridgespilinu, er talning. Talning get- ur verið afbrigði, af ýmsum toga. Fylgjast með hvað kemur í slaginn, hugleiða vömina, með hliðsjón af blindum og sögnum. Lítum á dæmi: Norður: S: G1084 H: KG5 T: 763 L: Á103 Vestur: S: D93 H: 8643 T: G L: KG874 Sagnir hafa gengið: Suður Vestur Norður Austur 1 hj. pass I spaði 2 tíglar 3 hj. pass 4 hj. pass pass pass Þú situr í vestur og lætur út tígul- gosa. Félagi þinn tekur á kóng, síðan ás og meiri tígul. Drottning hjá sagn- hafa og þú trompar. Hvað nú? Spilar þú hlutlaust hjarta og bíður eftir slag á spaðadömuna eða laufakóng? Segjum að þú takir þig nú til og „lest“ sagnhafa. Utkoman verður þessi: Ef sagnhafi á ás og kóng í spaða og laufadömuna aðra, er ná- kvæmlega ekkert sem þú getur gert til að koma í veg fyrir að hann fái 10 slagi, með þvingun á þig í svörtu lit- unum. En ef sagnhafi á ás og kóng þriðja í spaða og laufadömuna staka, er aðeins eitt útspil sem kemur til greina. Rétt. Laufakóngur. Með því að spila kóngnum í Iaufi rifúr þú samgang sagnhafa við blind- an og besta vinningsleið sagnhafa (og sú eina) er að „svína" fyrir spaðadö- muna hjá Austur. Spilir þú lágu laufi, er alltaf sú hætta fyrir hendi, að sagn- hafi yppi einungis öxlum og láti lítið lauf úr blindum (hann gæti hafa séð kónginn hjá þér...) og vinni sitt spil. Laufakóngurinn kemur í veg fýrir þá „ffeistmgu“ hjá sagnhafa. Laglegt lít- ið spil. Sveit Landsbréfa, skipuð þeim Jóni Baldurssyni, Aðalsteini Jörgen- sen, Magnúsi Ólafssyni, Jóni Þor- varðarsyni og Ásmundi Pálssyni, sigraði aðalsveitarkeppni Bridgefé- lags Reykjavíkur, sem lauk fyrir viku. 20 sveitir tóku þátt í keppninni. Sveit Sævars Þorbjömssonar varð í 2. sæti, eftir að hafa leitt mest alla keppnina. Næstu kvöld verður frjáls spila- mennska hjá félaginu, eða þar til að- altvímenningskeppnin hefst (baro- meter). 20 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.