Þjóðviljinn - 15.03.1991, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 15.03.1991, Blaðsíða 24
Þaö þarf stundum að leggja töluvert á sig til að ná góðu skoti ( biljarð. Föstudagur 15. mars 1991 52. tölublað 56. árgangur Mikla nákvæmni og eftirtekt þarf til að ná árangri ( biljarð. Knattborðsleikir Með slæma fortíð en Til að kjuðinn sé góður þarf að krit’ann með vissu millibili. bjarta framtíð Knattborðsstofum hefur Qölgað, enda vaxandi áhugi á íþróttinni. Birgir Lárusson: Eigum efni- lega spilara sem geta náð langt Hér á árum áður voru knattborðsleikir betur þekktir sem afþreying allskonar slarkara og misindismanna. Knattborðsstofurnar voru álitn- ar gróðrarstía spillingar og síð- ur en svo heppilegar fyrir unga og heilbrigða æsku. I dag er þessu öðruvísi farið þótt enn eimi eftir af þessu í hugum eldri manna. Á síðustu árum hafa komið fram á sjónarsviðið mjög svo frambærilegir spilarar. Þeir líta á knattborðsleikina sem hverja aðra íþrótt sem hægt er ná langt í, ef vilji er fyrir hendi. Þar nægir að nefna núverandi Islandsmeistara í snóker, Brynjar Valdimarsson, sem sló í gegn á dögunum í keppni í Englandi. Biljarður er samheiti yfir knattborðsleikina sem eru tvenns- konar: Annarsvegar snóker, sem er enska útgáfan af biljarði, og hins vegar pool sem er ameríska útgáfan. 1 orðabókum er það þýtt sem vasabiljarður sem hefur allt aðra merkingu en að skjóta kúlum með kjuða. Munurinn á þessum tveimur knattborðsleikjum er sá að í snóker er leikið með 22 kúlum á 12 feta borðum en í svokölluðum vasabiljarði (pool) er leikið með 15 kúlum á 9 feta borðum. Þar eru kúlumar einnig stærri en í snóker. Birgir Lárusson, eigandi knatt- borðsstofunnar við Hverfisgötu 46, segir að keppt sé í báðum þess- um knattborðsleikjum en þó sé snókerinn vinsælli enn sem komið er. I biljarðinn sækja aðallega 14- 17 ára strákar sem að mati Birgis eru mjög efnilegir. Hann segist ekki vera í nokkrum vafa um að þeir geti orðið spilarar á heims- mælikvarða, verði verði þeið hald- ið við efnið. Birgir segir að gald- urinn við þessa íþrótt sé sá sami og við flestar aðrar, það er að vera í Skipverjar á togaranum Sigurfara ÓF styttu sér stundir [ gær við að spila biljarð á knattborðsstofunni að Hverf- isgötu 46 og einn þeirra gaf sér tíma til að sýna þessari ungu stúlku réttu handtökin. Myndir: Jim Smart. góðu jafnvægi og hafa einbeiting- una í lagi. Enda sé það spuming um millimetra hvort kúlan rati rétta leið eða ekki. Á síðasta ári fjölgaði knatt- borðsstofum mikið á höfuðborgar- svæðinu og jafnvel víðar og sömu- leiðis jókst áhugi almennings á íþróttinni. Það sem einkum varð til þess að glæða áhugann vom heim- sóknir heimsþekktra spilara hing- að til lands, og nægir þar að nefiia Steve Davis sem er margfaldur heimsmeistari í snóker. Samhliða þessum heimsóknum var íþróttin mikið auglýst og sýnt frá keppn- um í sjónvarpi. -grh NÝTT Heíáarblad piómnuiNN áP*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.