Þjóðviljinn - 15.03.1991, Blaðsíða 10
Gunnar Gunnarsson:
Aö
ráðskast
með lífs-
afkomu
„Öryggið er listamönnum
hættulegt,“ segir Stefán Baidurs-
son þjóðleikhússtjóri í viðtali við
DV þann 9. þ.m. Vel má vera að
það sé rétt hjá honum - í einhverj-
um tilvikum og í einhveijum
skilningi. En fyrst og fremst er
hér klisja á ferðinni, sem erfitt er
að ræða; hér er um staðhæfingu
að ræða eilegar skoðun sem litlu
máli skiptir í leiklistarumraSðu
dagsins: uppsögnum nokkurra/
fastráðinna leikara og fáeinná
annarra sem starfa við Þjóðleik-
húsið. /
I rauninni munu flestir lista-
menn sem við leikhús starfa vera
á því, að í þeim litlu leikhúsum
sem hér er haldið úti, sé þörf á
meiri hreyfanleik leikara, meira
svigrúmi stjómenda leikhúsanna
til að marka sér stefnu við verk-
efnavai og hlutverkaskipan. End-
umýjun er sérhverri stofnun
nauðsynleg - endumýjun að ein-
hvetju marki og ný hugsun. Það
er reyndar tilgangurinn með því
að ráða leikhússtjóra aðeins til
ijögurra ára - sem og bókmennta-
ráðunaut hans - að stnðla þannig
að nýsköpun, ferskri hugsun,
ferskum tökum; koma í veg fyrir
stöðnun, sem löngum hefur ein-
kennt íslenskt ieikhús, ekki síst
Þjóðleikhúsið.
En listræn stefna og ný hugs-
un við stjómun eins leikhúss er
eitt, ráðningaröryggi og trygg
lífsafkoma er annað. Stundum
heyrir maður listafólk úr leikhús-
unum segja að „leiklistin sé lífs-
hættuleg". Væntanlega eiga menn
þá við að öllu sé til kostað, tíma
og hæfdeikum, og á endanum
standi leikarinn eftir berskjaldað-
ur vegna þess að í rauninni vinni
hann aðeins hjá sjálfum sér, geti
ekki reitl sig á neitt nema sjálfan
sig. í þessum skilningi er leiklist-
in áreiðanlcga lífshættuleg og
vegna þessa á enginn listamaður
að setjast að og gerast makráður í
tryggri stöðu. Hitt er svo annað,
að manneskja sem hefúr unnið
einu fyrirtæki af trúmennsku
ámm, jafnvel áratugum saman, á
það síst af öllu skilið að vera vís-
að á dyr vegna duttlunga nýrra
stjómenda. Trúlega er þetta
tvennt: ráðningar- eða afkomuör-
yggi starfsmanna annars vegar og
listræn stefnumörkun skamm-
tímastjómenda hins vegar með
öllu ósættanlegt.
„Sárt og persónu-
legt mál“
I DV-viðtali sagði þjóðleik-
hússtjóri að uppsagnir eins og þær
sem hann hefur staðið að væm
ævinlega „sárt og persónulegt
mál“. Vissulega. Það sem Stefán
hefði þurft að gera var að brjóta
algerlega upp allt ráðningarfyrir-
komulag við leikhúsið, hugsan-
lega ýta til hliðar þessu fólki sem
hann rak út, setja það á einhvers
konar biðlaun, þaðan sem það ætti
svo hvenær sem væri afturkvæmt
inn á skammtímasamning sem
gæfi meira af sér, bæði í Iaunum
og hlutverkum. Frá hreinu rekstr-
ar- eða viðskiptasjónarmiði verð-
ur leikhús að byggja á stöðugri
endumýjun. En það verður jafn-
framt að halda fast í reynslu,
menntun og hæfileika sem það
sjálft hefur átt mestan þátt í að
rækta. Leikhús er ekki aðeins
sviðið, æfmgasalir og áhorfenda-
rými. Það er líka háskóli starfs-
mannanna, símenntunarstofnun.
Leikhús er ekki aðeins eign þjóð-
arinnar, áhorfenda - það er líka
eign leikhúsfólksins. Tilvist þess
byggist ekki síður á því fólki sem
þar starfar og skapar hefðir,
stendur fyrir nýsköpun, en því
fólki sem kaupir aðgöngumiða.
„Sárt og persónulegt,“ sagði
Stefán. Án efa - það er ævinlega
sárt að lenda í þeirri uppgjafar að-
Nokkrir „kóngsins lausamenn" í leiklistinni utan við Þjóðleikhúsið. - Myndin erfrá 1983.
gerð að höggva á hnút sem aðrir
hafa hnýtt. Það er miklu mann-
borulegra að beita hæfileikum
sínum og gáfum til að leysa hnút-
inn. Það kann að vera að ráðn-
ingaröryggi sé sumum einstak-
lingum hættulegt. Öðrum er það
nauðsyn. Sá leikarafjöldi, sem
árum saman hefur sinnt Iist sinni
á mjóum þvengjum og ekki búið
við ráðningaröiyggi, tekur undir
réttmæti uppsagnanna í samtöl-
um. Og ekki nema eðlilegt, þvf
Iausráðnir vilja komast að, fá
staðfestu í lífinu. Það er þó alveg
Ijóst að margir þeirra kóngsins
lausamanna í leiklistinni myndu
þroskast og taka framforum ef
þeir aðeins byggju við einhvers
konar ráðningaröryggi. Lífsaf-
koman skiptir nefnilega máli. Það
er bara kokhreysti að segja mann-
eskju upp ráðningarsamningi -
vegna þess að ekki er áhugi á því
að nýta starfskrafía hennar - en
segja jafnframt að hún hljóti að
spjara sig á hlaupum í framtíð-
inni. Hvemig? Eða berum við
enga félagslega ábyrgð?
„1932“ í Borgar-
leikhúsinu
Á Qölum Borgarleikhússins
var frumsýnt um daginn nýtt leik-
rit eflir Guðmund Ólafsson, leik-
ara og rithöfund m.m. Yrkisefni
Guðmundar er kreppan á fjórða
áratugnum, atvinnuleysið sem þá
ríkti, örlög einstaklinga sem áttu
sér fáar bjargir í miskunnarleysi
fátæktar. Á þeim árum sem verkið
fjallar um, var íslenskt þéttbýlis-
samfélag að myndast, borgara-
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 18.
mars í Þinghóli, Hamraborg 11. Fundurinn
hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
Kosningaundirbúningur og kynning á
kosningastefnuskrá Alþýðubandalagsins.
Framsögur:
Sigríður Jóhannesdóttir, í 2. sæti G-listans á
Reykjanesi, og Valþór Hlöðversson, bæjar-
fuíltrui og í 3. sæti G-listans á Reykjanesi.
Sigríður
Almennar umræður - fyrirspumir og svc;
Önnur mál. Stjórnin.
Valþór
stétt og verkalýðshreyfmgu báð-
um að vaxa fiskur um hrygg, sú
pólitík sem átti eftir að setja mark
sitt á íslenskt samfélag næstu ára-
tuga að skjóta rótum.
Atvinnuleysingjamir, það fólk
sem umrót tíðarinnar bitnaði
harðast á, eiga alla samúð höfúnd-
ar. Hann er að fjalla um hvers-
dagsumhverfi afa og ömmu,
pabba og mömmu. Fátæktarsam-
félagið er ekki lengra frá okkur í
tíðinni en svo - við munum þetta í
raun og veru vel. Vitneskjan eða
tilfmningin fyrir fátæktinni og
skortinum hlýtur að blossa upp í
hvert skipti sem talið berst að
uppsögnum. Við heyrum þannig
ræðu næstum daglega. Við heyr-
um af uppsögnum í ýmsum starfs-
greinum: veiðimannasamfélagið
er fallvalt - ennþá; það þykir
sjálfsagt að segja upp fólki í fisk-
vinnslu, iðnaði og þjónustu; lyrir-
tæki fara á hausinn, skipta um
eigendur o.s.frv. Það öryggisnet
sem heldur sérhveijum á ævi-
löngu floti hefur víst ekki enn ver-
ið fundið upp. Einmitt þess vegna
eru uppsagnir hjá gróinni stofhun
sem, á stundum að minnsta kosti,
starfar af þrótti - ærið kaldrana-
legar.
Leikari
eða starfsmaður
Leikarar í Félagi íslenskra
leikara munu vera vel á þriðja
hundraðið. Stöðugildi við Þjóð-
leikhúsið, hjá L.R. og L.A. munu
ekki vera nema tæplega sextíu. Af
því leiðir að maður verður á
stundum var við öfúndamöldur
þeirra sem utan húsanna standa.
Og eins hræðslu þeirra sem halda
ráðningu, en hafa ekki náð að “slá
í gegn” eða gera stórum hlutverk-
um skil.
Það er víst að margir þeirra
sem hafa “haldið stöðum” innan
leikhúsanna hefðu gott af að fara í
endurhæfingu utan veggja þeirra.
Á stundum er hvíslað: hvers
vegna er þessi á samningi? Hvers
vegna ráðið þið ekki þennan eða
þessa? Á ekki að fara að endur-
nýja - segja upp? En svarið við
þannig spumingum þarf ekki
endilega að koma frá stjómendum
leikhúsanna heldur - og ekki síð-
ur - frá hveijum og einum starfs-
manni: það er ekkert eðlilegra en
að menn scgi starfi sínu lausu.
Flestir leikarar em reyndar ffemur
starfsmenn en listamenn - hinir
snjöllu leikarar á íslensku leik-
sviði em ekki svo margir; hinir
sem aðeins nýtast vel em fleiri.
Þeir sem fylla stærri hópinn
mynda gjaman áhrifahópa, beita
sér af alefli á félagslega sviðinu til
að halda völdum og áhrifum,
mynda “fjölskyldur” innan leik-
hússins, hnýta hnúta sem enn erf-
iðara er að leysa en þann sem
þjóðleikhússtjóri hjó á. Smám
saman verður valdahópurinn að
sterkri klíku sem lokar að sér,
múlbindur í raun allt og alla í
kringum sig, enga ákvörðun er
hægt að taka vegna þess að hún
kann að koma einhveijum í ráð-
andi klíku illa. Og aldrei er hugs-
að langt fram á veginn, nema þeg-
ar búa þarf enn betur i haginn fyr-
ir ráðandi “fjölskyldu”. Þessi
hópur hugsar ekki lengur um leik-
list - félagsstarfið hefúr komið í
staðinn. Það er lögmál að valda-
hópar verða eigingjamir, íhalds-
samir, hræddir um eigið skinn.
Þar af leiðir að koma þarf í veg
fyrir sjálfvirka framlengingu
ráðningarsamninga og sjálfkrafa
endurkjör í trúnaðarstöður.
Uppsagnir - liður
í stef numótun
í rauninni er það eðlilegt, að
nýr listrænn stjómandi leikhúss
kippi upp að hlið sér þeim lista-
mönnum sem hann helst vill
vinna með - og marki þannig nýja
stefhu. Þar af leiðir að hann verð-
ur nauðugur viljugur að ýta ein-
hverjum frá sér, jafnvel segja
þeim upp. Þegar gengið var til
ráðningar nýs þjóðleikhússtjóra á
síðasta ári, hlýtur það að hafa
komið til tals að væntanlegur
þjóðleikhússtjóri ætlaði sér að
segja hluta starfsliðsins upp. Varla
heftir hann tekið það upp hjá sér
eftir að ffá ráðningu hans sjálfs
var gengið. Það væri nánast sið-
laust - a.m.k. í nokkmm uppsagn-
artilvikanna. Hafi þær uppsagnir
sem nú em afstaðnar verið ræddar
og ákveðnar þegar nýr stjómandi
var ráðinn að Þjóðleikhúsinu - í
sambandi við hans listrænu
stefnumörkun - hefði stjóm húss-
ins átt að segja fólkinu upp þannig
að nýi maðurinn kæmi að “hreinu
borði”.
Rekstrarfyrirkomulag Þjóð-
leikhússins er ekki þannig að einn
stjómandi geti eða eigi einn að
bera alla ábyrgð. í lýðræðisþjóð-
félagi em gerðar miklar kröftir til
einstaklinga. Og í listastofhun
eins og leikhúsi verða starfskraft-
ar og stjómendur að sæta því að
bera ábyrgð, að vinna sinni stofn-
un á jákvæðan og uppbyggilegan
hátt, þjóna listinni og ekki meint-
um eigin hagsmunum. Það er svo
annað mál hvort stofhunin hefúr á
að skipa stefnuföstum og snarráð-
um stjómanda; þannig stjómandi
á að vinna skoðunum sínum og
listrænni stefnu framgang í krafti
aðstöðu og útsjónarsemi - en ekki
með því að mgga bátnum þannig
að áhöfnin óttist það stöðugt að
lenda útbyrðis og geri því ekkert
nema halda sér fast til að tmfla
ekki siglinguna.
(Höfundur cr
leiklistarráðunautur
Leikfélags Reykjavíkur)
10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. mars 1991